Tíminn - 20.06.1957, Síða 4

Tíminn - 20.06.1957, Síða 4
4 TÍMINN, fimmtudaginu 20. júní 1957, ÍfSJÍW! LMgefandl: FramsókMrflskksrtaa Ritstjórar: Haukur SnorraMB, Þórarinn Þórarinnoa (£k). Skrifstofur í Edduhúsinu vi8 Limdargðtu Sfmar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaSamaaa). Auglýsingar 82523, afgreiðala Prentsmiðjan Edda hf. Púkinn á f jósbitanum ÞAÐ ER áreiðanlega öllum hugsandi mönnum áhyggju- efni, að kaupskipaflotinn skuli stöðvaður i annað sinn á þessu ári. Það er sömu mönnum einnig áhyggjuefni að einstakir starfshópar skuli nú reka smáskæru- hernað og verkföll til að knýja fram hækkanir á kaupi og kjörum og vinna þannig, viljandi eða óvilj- andi, að því að koma nýrri verðbólguskriðu af stað. Reynsla undanfarinna ára hefir svo ótvírætt sýnt, að slíku atferli getur ekkert nema illt eitt fylgt fyrir at- vinnuvegi og afkomu þjóðar- innar. Þá menn, sem þannig hugsa, eru áreiðanlega að finna í öllum flokkum. Þeir hafa gert sér ljós þau marg- reyndu sannindi, að ótíma- bærar kauphækkanir stuðla ekki að neinum kjarabótum, heldur hafa þvert á móti nýjar byrðar og aukna dýr- tíð í för með sér. ÞVÍ ER hins vegar ekki að heilsa, að það séu allir ís- lenzkir þegnar, sem hugsa á þennan veg. Til eru þeix aðil- ar, sem fagna nú líkt og púk inn á fjósbitanum forðum, þegar ný verkföll eða kaup- hækkanir eiga sér stað. Þetta mátti gleggst sjá í forustu- grein Morgunblaðsins í gær. Þar leyndi sér ekki fögnuður- inn yfir því, að kaupskipa- flotinn er stöðvaður í annað sinn á þessu ári. Aðstandendum Mbl. er það mætavel kunnugt, að kaup- skipaflotinn íslenzki þolir nú illa nýjar álögur. Sjálfur að- alritstjóri blaðsins á sæti í stjórn Eimskipafélags fs- lands og hefir tekið þar þá ákvörðun, að heldur skuli stöðva skipin en að fallast á þær kröfur, sem hafa verið bornar fram. Samt fagnar hann í blaði sínu yfir þessum kröfum og stöðvun kaup- skipaflotans. AÐALRITSTJÓRI Mbl. læt ur sér ekki heldur nægja fögnuðinn einan saman. Hann lætur blað sitt veitast harðlega að forsætisráðherra fyrir að hafa hvatt til þess í ræðu sinni 17. júní, að menn gættu hófsemi í kaup- kröfum sínum. Mbl. telur þetta hina mestu goðgá. Þannig er beinlínis reynt að herða verkfallsmenn upp í kröfum sínum. Það er annars ekkert nýtt að slík skrif birtist í Mbl. seinustu mánuðina. Blaðið hefir eftir megni reynt að ýta undir kaupkröfur og verk föll. Erindrekar Sjálfstæðis- flokksins hafa á sama hátt unnið eftir megni að því inn an verkalýðsfélaganna, að samningum væri sagt upp, miklar kaupkröfur gerðar og verkföll hafin. Þvi er ekki að neita, að þessi iðja hefir bor- ið alltof mikinn árangur. ÞAÐ GETUR ekki hjá því farið, að margir munu eiga erfitt með að átta sig á þeirri afstöðu forkólfa Sjálf stæðisflokksins, er hér kem- ur fram. Mennirnir, sem ár- um saman hafa mest varað við ótímabærum kauphækk- unum, reyna nú manna ákaf ast að ýta undir þær. í hvert skipti, sem þessi iðja þeirra ber tilætlaðan árangur, geta þeir ekki leynt fögnuði sín- um fremur en púkinn á f jós- bitanum forðum. Við nánari athugun munu menn þó skilja þetta. For- kólfar Sjálfstæðisflokksins halda, að aukið öngþveiti í efnahagsmálum þjóðarinnar muni ryðja þeim brautina til valda. Slíkt er þó hinn mesti misskilningur. Því meira, sem þeir blása að glóðum upplausnar og öngþveitis, því meira munu menn snúa við þeim baki og forðast við þá samneyti. Því meira, sem þeir geta áorkað til ógagns með iðju sinni, því þyngri dóm munu þeir hljóta fyrir þau vandræði, sem þeim tekst að valda. Því betur og greinilegar, sem skyldleiki þeirra við púkann á fjósbit- anum kemur í ljós, því betur munu menn glöggva sig á því, hvers konar fyrirbrigði Sjálfstæðisflokkurinn í raun og veru er. Þeir, sem ekki þola að heyra orð Jóns Sigurðssonar í RÆÐU sinni 17. júní lagði forsætisráðherra út af þessum kunnu orðum Jóns Sigurðssonar: „Látum hvergi eggjast til að fara lengra eða skemmra en skynsamlegt er og sæm- ir gætnum og þó einörðum mönnum . . . með lögum skal land byggja en með ólögum eyða. Leitizt við sem mest, hver í sinn stað, að útbreiða og festa meðal yðar þjóðlegt samheldi, þjóðlega skynsemd og þjóð lega reglu“. Út af þessari ræðu forsæt- isráðherra er Mbl. sárvont í Staksteinum sínum í gær. Vissulega getur það verið skiljanlegt, að menn, sem hafa stundað slíka iðju og ritstjórar Mbl. hafa gert að undanförnu, þoli illa að heyra þessi orð Jóns Sigurðs- sonar. Slíkt regindjúp er á milli þessara orða hans og þeirrar iðju, sem þeir fást við. ERLENT YFIRLIT: John George Diefenbaker Einbeittur og slyngur baráttumaííur tekur ví/ð stjórnartaumunum í Kanacta UM NÆSTU helgi sezt í sæti forsætisráðherra í Kanada maður, sem mátti heita óþekktur utan lands síns fyrir sjö mánuðum síð- an og lítið þekktur innan þess. Jafnframt víkur úr því maður, sem hefir gegnt því um langt skeið og þótti viss um að halda því eins lengi og hann gæfi kost á sér. Stjórnarskiptin í Kanada eru þann ig glögg sönnun þess, að torvclt er að sjá langt fram í tímann í heimi stjórnmálanna. John George Diefenbaker hefir hins vegar lengi stefnt að því marki, sem hann hefir nú náð. Strax á unga aldri lét hann sig stjórnmál miklu skipta og setti sér að ná langt á vettvangi þeirra. Hann valdi sér þó ekki þá leið, sem auðveldust var, því að íhalds- flokkurinn hefir aldrei verið sterk ur í heimafylki hans, Saskatschew- ián, en Diefenbaker skipaði sér strax undir merki hans. Hann bauð sig þar fyrst fram til þings 1925 og aftur 1926 og féli í bæði skipt- in. Hann lét það þó ekki buga kjarkinn, heldur hélt áfram að vinna að eflingu flokks síns innan fylkisins. Árið 1940 tókst honum fyrst að ná kosningu til sambands þingsins í Ottawa og hefir hann átt þar sæti síðan. Strax tveimur árum síðar reyndi hann að ná kosningu sem formaður fhalds- flokksins, en mistókst. Aftur reyndi hann að verða kjörinn for- maður flokksins, þegar formanns- skipti urðu 1948, en líka án ár- angurs. Á flokksþingi fhaldsmanna í desember síðastl. vann hann hins vegar auðveldan sigur, þegar frá- farandi formaður dró sig í hlé vegna lasleika. DIEFENBAKER hefir notað vel þá fáu mánuði, sem liðnir eru síð- an. Hann byrjaði á því að herða stjórnarandstöðuna í þinginu. Nor- mansmálið svonefnda reyndist þar gott vatn á myllu hans. Sendiherra Kanada í Kairo, Herbert Norman, fyrirfór sér í vetur og var orsökin talin, að amerísk þingnefnd birti skjöl, þar sem m. a. var borið á hann, að hann hefði verið komm- únisti. Diefenbaker deildi fast á Pearson utanríkisráðherra fyrir að hafa ekki andmælt strax, þegar Bandaríkjamenn hófu fyrir nokkr- um árum að afla sér vitneskju um ! stjórnmálaskoðanir Normans. í harðri orðasennu, sem varð milli hans og Pearsons í þinginu, reyndi Pearson að verja sig með því í lokin, að rétt hefði verið, að Nor- man hefði staðið nærri kommún- istum á yngri árum sínum, en síð- an snúið við þeim baki. Þetta hafði Pearson ekki upplýst áður og sneri Diefenbaker þá máli sínu þannig, að hér sæist glöggt, hvern- ig stjórnin pukraði með mál og stingi mikilvægum upplýsingum undir stól eftir eigin geðþótta. Þetta leiddi af hinni löngu valda- éetu hennar. Hún áfiti sig svo örugga, að henni væri allt mögu- legt. Þegar svo væri komiS, væri lýðræðinu hætt. Talið er, að Normansmálið hafi átt mikinn þátt í að veikja kosn- ingaaðstöðu Frjálslynda flokksins. f kosningabaráttunni notaði Dief- enbaker það þó með mikilli að- gætni. Hann forðaðist að gera það að liöfuðatriði, en gætti þess að halda því þó alltaf vakandi. f KOSNINGAbaráttunni lagði Diefenbaker megináherzlu á tvennt. Annað var það, að FrjálS- lyndir væru búnir að fara svo lengi með völd, að meira en tími væri til þess kominn að skipta um stjórn. Þetta fann vafalaust mjög góðan hljómgrunn. Hitt var það, að Kanada væri að verða of háð bandarísku fjármagni og utanrík- isstefna þess mótaðist alltaf mik- ið af bandarískum sjónarmiðum. Þessi áróður fann einnig góðan jarðveg, því að Kanadamenn eru nokkuð haldnir þeirri tilfinningu, að í skiptunum við Bandaríkin séu þeir litli bróðirinn. John G. Diefenbaker, sem vinnur nú a3 stjórnarmyndun í Kanada. Líklegt þykir af þessu, að stjórn Diefenbaker muni reyna að fylgja óháðari stefnu gagnvart Banda- ríkjunum en fyrirrennari hennar gerði, en sennilega taka upp enn nánari samvinnu við Breta. T. d. stóð Diefenbaker með Bretum í Súez-deilunni. í innanlandsmálum verður stefnan sennilega í megin- atriðum hin sama. DIEFENBAKER sótti kosninga- baráttuna af miklu kappi. Hann fór fram og aftur um Kanada og flutti alls um 90 stórar kosninga- ræður. Hann er snjall áróðursmað ur í ræðustóli og beitir bæði radd brigðum og hreyfingum til ao fylgja orðum sínum eftir. Þótt hann sækti kosningabaráttuna fast, hélt hann kyrru fyrir alla sunnu- daga, en hann er strangtrúaður baptisti. Mjólk var aðaldrykkur hans í kosningaferðunum. Hann reykir ekki og neytir áfengis að- eins lítillega. Diefenbaker, sem er 61 árs að aldri, er lögfræðingur að mennt- un og stundaði málafærslu áður en hann varð þingmaður. Hann þótti snjall málflutningsmaður. í tómstundum sínum Ieggur hann helzt stund á veiðar og kýs þá helzt að fara einsamall um skóga og vötn. Hann þykir fremur ein- rænn og einráður. Þó er hann fremur vellátinn af þingmönnum og blaðamönnum, sem hann hefir átt skipti Við. Diefenbaker er hár vexti og hinn föngulegasti í sjón. Hann er tvíkvæntur, en barnlaus. Síðari konu sinni, sem þá var ekkja, gift ist hann fyrir fjórum árum síðan. Hún er sögð fríð kona og mikil- hæf og vera honum mikil stoð í stjórnmálabaráttunni. f vor fylgd- ist hún með honum í öllum kosn- ingaferðum hans og vann þeim hjónum ajukna hylli með fram- komu sinni, að því talið er. Eftir framgöngu Diefenbakers í kosningabaráttunni er það ekki dregið í efa lengur, að hann sé slyngur baráttumaður á sviði stjórnmálanna. Reynslan á hins vegar eftir að sýna hvort hann er eins hæfur sem stjórnandi. Til þess skortir hann vafalaust ekki ^óðan vilja og hann tekur við miklum möguleikum, þar sem er stjórn auðugs lands og dugandi þjóðar. Hann hefir hins vegar ekki þingmeirihluta að baki sér og verð ur því að byrja á því að leita samninga við einhverja af andstæð ingunum eða að freista gæfunnar í nýjum kosningum. Fyrsta próf- raun hans verður að velja á milli þessara tveggja möguleika. Þ. Þ. ’BAÐSrorAA/ StarfsmaSur kvaddur. JÓN KRISTGEIRSSON kennari skrifar á þessa leið um „óvænta breytingu' við fiugvallarhliðið": „Sigmundur M. Símonarson hef ir verið ráðningarstjóri á Kefla- víkurflugveili frá því að aðalat- hafnir byrjuðu þar aftur, en hon um hefir nú verið sagt upp starfi. Mörg eru þau hundruð manna eða þúsundir, sem lagt hafa leið sína til ráðningarstjórans í leit að atvinnu þar syðra. Allir hafa þeir notið fyrirgreiðslu hans og leiðbeiningar, eftir því sem atvik i og kringumstæður framast leyfðu. Þar nutu sín vel hinir góðu hæfileikar hans, kurteisi, • hógværð, siðfágun, samfara festu og hagsýni í úrræðum, hæfileik- ar, sem mjög eru nauðsynlegir þeim, er hafa á hendi viðskipti við marga, — en því miður erum við margir sneyddir þeim. — Reyndi hvað mest á þetta í fyrstu þegar fólk flykktist á völiinn hvaðanæfa að af landinu, ókunn ugt aðstæðum, og margs konar erfiðleikar steðjuðu að með hús- næði og fleira. Þá var gott að eiga Sigmund að. Það kom iíka oft fyrir í þá daga, að leitað var til Sigmundar með ágreiningsmál og árekstra, sem stinga vildu stundum upp kollinum, eins og eðlilegt er, þeg ar aðilar, ókunnugir hver öðr- um, eiga saman fjölþætt viðskipti. Oft tókst þá fljótlega að greiða úr þessum hnútum og ráða mál- inu til farsællega lykta. Um þetta var að jafnaði ekkert bókað, eða lítið, og ekki hefir það verið aug lýst til frægðar. Enda óþarfi, að- alatriðið var, að ráðið var fram úr málinu á viðunandi hátt. Og þar með var það klappað og klárt og afmáð. Hann hafði líka áður sem verzl unarstjóri í erfiðu viðskiptahér- aði vanizt að meta sjónarmið við skiptamannanna og ráða fram úr vandamálum þeirra. Og þegar það hérað komst I greiðsluþrot vegna harðæris, fólu stjórnarvöld landsins Sigmundi að veita for- stöðu aðstoð til viðreisnar. — Þetta leysti hann af hendi með prýði, þrátt fyrir marga erfið- Ieika.“ Ein hjáróma rödd. ENN SEGIR svo í þessu bréfi: „Aldrei hefir heyrst óánægjurödd meðal starfsmanna vallarins né annarra um störf ráðningarstjóra og er það frekar sjaldgæft að því er snertir þá, er gegnt hafa opin- berum störfum þar. Ein undan- tekning er þó tii. Blað eitt, frek ar ómerkilegt, hefir af veikum mætti reynt, að setja út á störf Sigmundar nú fyrir nokkru. Og skrökvar það upp langloku í því sambandi. Auðvitað verður því ekki svarað hér. Það hefir þegar allt falið um sjálft sig. Og at- hugun, er ifram fór í málinu leiddi í ljós, að blaðið hafði þar farið með staðlausa stafi, eins og oft hendir það blað. Þegar nú Sig mundur lætur af þessu starfi, munu margir sakna hans. Þetta er þó á engan hátt sagt til hnjóðs þeim, er við tekur. Það er mikill heiðursmaður, og elcki ástæða til að ætla annað en honum farnist vel. Hins vegar þótti rétt, að senda Sigmundi nokkra kveðju um leið og hann fer. Ein lausn er á uppsögn Sigmundar. Sú, að honum verði fengið veglegra starf, og er hann vel að þvi kom inn.“ Og Jýkur þar þessu bréfi Jóns Kristgeirssonar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.