Tíminn - 20.06.1957, Qupperneq 5
T í M I N N, fimmtudaginn 20. júní 1957.
5
Við sigldum inn Dýraf jörð
síðla dags í kyrru veðri. Skip
stjórinn lagði að bryggju og
á Þingeyri höfðum við tal af
mönnum, sem stóðu á
bryggjusporðinum. Okkur
var sagt að strandferðaskip-
ið mundi koma innan klukku
tíma og skipstjórinn ákvað
að leggja frá á ný og bíða úti
á legunni. Þar var varpað
akkerum og við vissum að
skipið yrði ekki hreyft þaðan
meðan við stæðum hér við.
Hásetarnir mögluðu eitthvað
og tautuðu sín á milli, röð-
uðu sér upp við borðstokk-
inn og horfðu á húsin í landi.
Við sáum fólk á gangi og
jeppa þræða eina aðalgötu
þorpsins.
Klukkutíma á eftir áætlun sigldi
strandferðaskipið inn fjörðinn og
lagðist að bryggju. Drunur eimpíp-
unnar bergmáluðu milli fjallanna.
Það var sýnilega gleðskapur í full
um gengi, við heyrðum h’látur í
karlmönnum og stúlkurnar
skræktu. Við horfðum á, þar sem
við stóðum iðjulausir í brúnni og
reyktum.
— Það væri gaman að vera kom
inn á ball, sagði stýrimaðurinn.
— Þú ert enga stund að synda í
land, sagði skipstjórinn.
Svo héldum við allir áfram að
reykja. Tugl hafði kviknað þegar
Strandferðaskipið loksins seig frá
bryggjunni og stefndi til hafs. Eim
pípan gaf frá sér langdregið gaul
og söngurinn á þilfarinu hljóðnaði
eftir því sem skipið fjarlægðist.
Loks hvarf það okkur sjónum og
kyrrðin rikti ein á firðinum. Við
biðum allir þöglir nokkra stund og
allir vissu að hver einn beið þess
í eftirvæntingu hvort skipstjórinn
mundi færa sig innað bryggju. —
Hann lauk við að reykja pípuna
sína, sló öskunna úr henni við skó
hælinn og sagði:
Það er eins gott að liggja hér,
fyrst það er ekki bryggjupláss fyr
ir fleiri skip. Eg nenni ekki að
færa mrg í hvert sinn sem strand-
ferðaskipið kemur.
— Það kemur í hæsta lagi einu
sinni í vi'ku, sagði einhver.
— Við þurfum að athuga einn
stimpilinn, sagði hann. Við getum
alveg eins athafnað okkur hér úti
á legunni.
Svo klifraði hann niður á káet-
una sína og bauð okkur góða nótt.
Mér var sama þó við værum hér.
Eg hafði aldrei komið hér áður og
þekkti ekki nokkurn mann. Og ég
yrði hvort sem er fluttur í skips-1
bátnum í land á morgun, ég vari
eini íslendingurinn um borð og |
það var starf mitt að vera túlkur!
þeirra og greiða fyrir þeim. Þó
hefði verið gaman að vera í landi
og ganga um göturnar á ókunnu
fiskiþorpi þar Sem maður þekkti
engan, horfa á andlitin sem mað-
ur hafði aldrei séð áður en voru
þó svo kunnugleg að maður hafði
næstum heilsað án þess að vita af,
kunnugleg af því maður hafði kom
ið í svo mörg fiskiþorp á undan
þessu. En við vorum kyrrir um
borð og reyktum, horfðum til lands
og spauguðum um kvenfólkið í
þorpinu, kvenfólkið sem enginn
okkar hafði séð. Við töluðum um
þær eins og við hefðum þekkt þær
alla ævi. Sólin var sest og 6nar-
brattar fjallshlíðaranr voru sveip-
aðar djúpum bláum skuggum, ald-
an gjálfraði við kinnunginn, máfur
hnitaði hringa hátt yfir höfðum
okkar. Hin bjarta nótt norðurhjar
ans ríkti í almætti.
Til lands
Árla næsta morgun var ég kom-
in upp á þilfar. Veðrið var ennþá
kyrrt og fagurt, en nú var þoka
niður í miðjar hlíðar. Skipstjórinn
stóð í brúnni og hafðist ekki að.
Mælingarmaðurinn Hanssuaq gekk
um gólf með hendur í vösum og
horfði á'hyggjufullur til fjalla. —
Þegar ég hafði borðað morgunverð
fór ég upp til þeirra.
Landmælingamenn bíða byrj-
ar hjá góðufólki á Vestfjörðum
Jökull Jakobsson segir frá dvöl í Dýrafirði og ferð
á Kaldbak, hæsta fjall Vestf jarða
- Fyrri grein
Við gerum varla mikið í dag,
sagði mælingamaðurinn. Þokán er
biksvört og hangir niður í miðjar
hlíðar. Það er engin hreyfing, é
henni.
Þá er tilvalið að fara í land og
undirbúa leiðangurinn, sagði ég.'
það gæti tekið nokkurn tíma'að fá
mannskap.
Fjórir hásetanna geta faríð ‘með
ykkur, sagði skipstjórinn. Þéir eru
ekki vanir fjaílgöngum enLSþeir,
hljóta að geta borið eitthvað.'-Þeir
eru hraustir strákar. Þú ert kl^r á
því hvað þarf að útvega?
mælingamaðurinn. ..
Leiðsögumann, tvo burðarkgrlj;
bíl eða hesta, sagði ég. Við hufum
talað um það oft áður og ég kúfmí'
það utanað. Hann kinkaði'-kolÆUií
Það er bezt að skjóta þérÆjhtfd
núna. Þú hlýtur að hafa upp-4«l*i§ri-
hverjum sem getur útvegað okkur
þetta. Á meðan get ég tekið til apí-
Þingeyri við Dýrafjörð.
ið og skift þvi niður. Við þurfum? >.-^ , , ,................
„ . .. ,. . tog^myndarlegu husi a eyrmm rett
að nota timann þo utlitið se ekki • ,T i ,•
. “ . .. . .........olan við bryggjuna. Hann kynnti.
-mig fyrir konu sinni og bauð mér
gott. Og það getur birt til þégar
líður á daginn.
Einn hásetanna ferjaðu mig ií
,að þiggja kaffi. Mér þótti gott að,
, * , J smakka kökurnar hans eftir dansk
land askipsbatnum. Við,komum ln kQst um boi.g Hann yar skraf.
okkur saman um að hann sækti hreifinn ljú:fmalmlegur, það var!
mig þegar eg kæmi i eins og við værum aldavinir og1
bryggju og veifaði. Ilann skyld. hefð;|m þukkst alla
ævi. Hann
hafa auga með mer. Eg g«WP-upp. ræddi um ævi sína og brátt kom í
mannlausa bryggjuna og upp a-'að-j ]jós að vjg áttum sameiginlega I
algotuna. Eg vissi ekki hvaða ^ ^ .
, , . , vini í hofuðstaðnum. Þannig eru
stefnu eg skyldi taka þaðan, í , ,.
, * , . ’ , ’ ..Islendmgar. i
rauninm var það sama þvi að eg; , 1
þekkti engan og enginn var öðrum I En nn er bezt að athuga hvað
líklegri til að aðstoða okkur., I;aö hw®1 er að Sera fyrir ykkur, sagði
var sunnudagsmorgun og fáir' á hann. Eg veit hver er bezti maður j
ferli. Eg sá mann nálgast og ég á- pem &etið fengið. _ |
kvað að bíða eftir honum. Hahn Hvenær ætlið þið að leggja í
hafði mjólkurbrúsa í annarri hopdi,<Þann-
og daghlaðabúnka í hinni. Eg f Næsta sólskinsdag. Það þýðir
góðan daginn, hann staðnæmdist *ekkert að fara nema útlit sé fyrir
og tók kveðju minni. Ertu.. mrfL.skyggni. Það þarf að mæla til
danska bátnum? spurði hann.. I einna fimm sex fjalla hringinn í
Tycho Brahc, er það ekki nafnið kring.
á honum? " t — Það er viððúið að verði allir í
— Já, við þurfum á aðstoð áð heyi ef þun-kur er, sagði bakarinn
M b. Tycho Brahe á Þingeyrarhöfn
halda, sagði ég. Ertu kunnugur jvinur minn. Og flestir verkfærir
hér? |<menn teptir við virkjunina inni í
— Borinn og barnfæddur, sagði firði. En við skulum sjá hvað hægt
hann brosandi. Hvaða ferðalag er
annars á ykkur?
Upp á Kaldbak
er að gera. Gunnar á Hofi er þaul
kunnugur ieiðinni á Kaldbak. Eg
tala við hann, karlinn.
Meðan ég gæddi mér á rjóma-
Við erum frá mælingunum. ViJL kaffi og tertum sat hann við sím-
þurfum að kómast upp á Kaldbak | ann og hringdi í allar áttir. 1 þann
til að mæla. Okkur vantar kunnug j mund er ég hafði lokið góðgerðun-
an leiðsögumann, tvo hrausta burð ( um var hann næstum búinn að
arkarla og bíl eða hesta. Hver værrt skipuleggja leiðangurinn út í æsar.
líklegur til að liðsinna okkur.
Gunnar á Hofi var á leið í þorpið.
— Ætlið upp á Kaldbak, sagði; Ilann var mjólkurpóstur og kom
hann. Þið ráðizt ekki á garðinn.j á hverjum degi á jeppanum sínum
þar sem hann er lægstur. En labb j með mjólk til þorpsbúa. Við mund
um ná tali af honum. Og við höfð
aðu heim með mér, við skulum sjá
hvað við getum gert.
Hann var bakari og veitingamað
ur þorpsins, Höskuldur að nafni,
;um fengið loforð fyrir tveimur
hraustum strákum sem þekktu leið
ina á Kaldbak eins og fingurna á
bjó ásamt fjölskyldu sinni í stóru ’ sér. Eg hafði samband við skipið
og gaf skýrslu: góðar vonir um ein-
valalið. Daninn hugsaði sér ekki til
hreyfings enda grúfði dimm þokan
enn niður í miðjar hlíðar. En allt
þurfti að vera tilbúið þegar birti.
Eg dvaldi daginn allan á heimili
Höskuldar í bezta yfiriæti. Hann
og kona hans veittu mér rausnar-
lega og ég hafði ekki vanist slíku
sællífi allt sumarið. Eg var ekki sá
eini sem naut góðs af gestrisni
þeirra. Það var stöðugur gestagang
ur, menn komu á trillum yfir fjörð
inn, á bílum inn úr sveitinni, gang
andi úr næstu húsum. Allir áttu
eitthvað erindi, öllum veitt úrlausn
enginn fór án þess að þiggja hinn
rausnarlega beina þeirra hjóna.
Það var gott að dvelja í þessu húsi
þar var líf og gleði. Hér hefur alls
konar fólk drukkið kaffi, sagði frú
in, allt frá kolsvörtum negrum af
strönduðu skipi til forseta íslands.
Leiðangur undirbúinn
Við höfðum tal af Gunnari
bónda þegar hann kom akandi í
brúnum jcppa, hlaðinn mjólkur-
brúsum. Hann var nokkuð við ald-
ur, meðal maður, kvikur í hreyfing
um og íhugull á svip. Hann hlust-
aði með athygli á erindi mitt, velti
því fyrir sér gaumgæfilega og gaf
mér skýr og skjót svör. Hann var
reiðubúinn að liðsinna okkur á all-
ann hátt. Ekki treysti hann sér að
fara sjálfur með okkur á fjallið,
þótt hann hefði hlaupið þangað
upp þrisvar sinnum á einum degi í
smalamennsku á yngri árum. En
jeppinn hans var falur hann skyldi
selflylja okkur og farangurinn eins
langt og unnt var að komast á bíl,
hann skyldi taka að sér að hafa
samband við okkur í talstöð meðan
við værum upp á fjalli. Hann var
reyndur og þaulkunnugur leiðum.
Ekki leizt honurn beint vel á þá
hugmynd okkar að dvelja í tjaldi á
efsta tindinum.
Ef hann blæs þarna uppi, þá er
það andskotinn sjálfur sem er laus.
Það stenzt ekkert fyrir þeim ham-
förum. Þar geta gengið sviptibyljir
yfir með eldingarhraða. Og ég býð
ekki í ykkur ef þið lendið í byl.
En það er hvergi hægt að tjalda
í bröttu hlíðunum og það er til
einskis að vera fyrir neðan, kann-
ske fáum við skyggni í kortér og er
um þúnir að missa af því þegar við
höfum klöngrast upp á tind. Þá
er eins gott að sitjá inni í stofu.
Nei, við verðum að vera klárir að
bíða allt upp í viku uppi á tindi.
Hinn reyndi og gamli bóndi
beygði sig fyrir okkur hógværlega
eins og maður lætur undan kenj-
um bilaðra manna sem ekki þýðir
að andmæla. Það varð að ráði að
Gunnar yrði tilbúinn næsta dag
sem útlit væri fyrir heiðskírt veð-
ur. Við skyldum hafa samband við
bakarann, hann skyldi gera Gunn-
ari viðvart og strákunum tveimur
sem færu með okkur upp. Um
kvöldið dvaldi ég enn hjá þeim á-
gætu hjónum er höfðu tekið mér
með slíkum ágætum, vegalausum
og ókunnum, við fórum i bíltúr inn
fyrir þorpið og ég varð margs vís-
ari um innansveitarmál. Á tnið-
nætti kom skipsbáturinn og sótti
mig, það var logn og ládeyða á
firðinum, máfarnir sveimuðu um í
lcit að æti, allt var kyrrt og þögult
nema vólaskellirnir í bátnum. Við
renndum að skipshlið og klifruð-
um uim borð. Strákarnir fram í
lúkar og ég í káetu mína. Það var
betra að vera vel sofinn ef við legð
um á brattann á morgun.
Nscsta morgun var veðrið svipað.
En nú var meiri hreyfing á þok-
ur.ni og ég sá að danski mælinga-
maðurinn tvísté á þilfarinu óróleg-
ur, horfði í allar áttir og það var
dautt í pípunni hans. Eg vissi
hverskyns var: það var kominn
ferðahugur í hann. Þegar hann sá
mig benti hann á rauf í skýjunum
þar sem blánaði fyrir himni.
Sko, þokunni er að létta, hróp
aði hann eins og hann hefði upp-
götvað iangþráðan fjársjóð. Sæi
hann einhversstaðar rönd af himni
var hann orðinn óviðráðanlegur og
ekkert hélt aftur af honum, hvorki
hrakspár Veðurstofunnar né mót-
mæli reyndra bænda. Eg hafði oitit
sinn útskýrt fyrir honum orðið dag
málaglenna. En honum var hvergi
hnikað ef hánn hefði ákveðið að
nú yrði skyggni. Maður veit aldrei
sagði hann venjulega. Enginn veit
neitt. Við höfum stundum orðið að
liggja sólarhringum saman í frosti
og fannkyngi á fjallstindum af því
hann hafði bitið það í sig að nú
yrði skyggni. En stundum höfðum
við líka lokið mœlingum þegar
starfsbræður hans sátu um kyrrt
niðri í býggð.
Þið getið alveg eins haft það ró-
legt í dag um borð, sagði skipstjór
inn og hallaði sér makindalega að
stýrishúsinu meðan hann svældi
pipu sína. Það verður þoka í allan
dag, sanniði til. Það fer betur uim
ykkur hér en þarna uppi í kuldan-
um.
En Hanssuaq var þegar byrjaður
að raða farangrinum. Eg fór í land
á skipsbátnum til að gera liðsmönn
um okkar viðvart. Það birti til
meir og meir og sólin brauzt fram
úr skýjunum. Innanúr sveit komu
þau tíðindi að svarta þoka væri
enn á Kaldbak, en henni gæti létt
þegar liði á daginn. Gunnar á Hofi
var staddur í þorpinu og hann
flýtti sér að afgreiða mjólkina;
síðan ókum við fram á bryggju og
gáfum hljóðmerki. Innan skamms
brunaði báturinn að, hlaðinn far-
angri og hásetarnir sem ætluðu
með í fjallgönguna, voru spenntir
og kvíðnir í senn. Þeir höfðu aldrei
farið í fjallgöngu svo heitið gæti.
Við handlönguðum dótið upp úr
bátnum, hlóðum jeppann utan og
innan og smugum sjálfir á eftir.
Það var ekki rúm fyrir alla, við
mundum þurfa að fara tvær ferð-
ir. Nokkrir þorpsbúa voru komnir
niðrá bryggju og horfðu á. Þeir
fylgdust vel með hverri hreyfingu
en virtust ekki sérlega uppnæmir.
Það var skrítið fólk sem var að
æða uppá fjöll um hásláttinn. —
Þetta heita víst vísindi. Svo var
lagt af stað inní sveit, að Hofi.
Að Hofi
Þar þágum við veitingar meðan
hinir voru sóttir í þorpið. Við sá-
um ekki til Katdbaks frá Hofi en
Gunnar henti okkur á hvassa fjalls
egg innst í dalnum og sagði að á
m'eðan það væri -þoku hulið gegndi
sama máli með Kaldbak. Það vissi
hann af ævilangri reynslu. Siðan
kölluðum við fjallið það arna radar
inn hans Gunnars. Og það var ó-
hætt að treýsta þeim radar. Vi3
tókum upp talstöðvarnar og sýnd-
um Gunnari, hvernig þær skyldu
notaðar. Hann var enga stund að
átta sig á því. Enda kom í ljós að
Gunnar var vólameistari mikill,
hugvitsmaður og brautryðjandi á
læknisviðinu. Hann átti elstu drátt
arvél í tandsfjórðungnum, Inter-
nátional 1930. Það voru aðeins tvö
ár síðan hann hætti að nota hana.
Hann hafði fundið upp tæki til að
raka saman heyi og fest framan
á jeppann. Hann hafði verið fyrsti
maður til að koma sér upp súg-
(Framhald á 7. síðu). ,