Tíminn - 02.07.1957, Side 12

Tíminn - 02.07.1957, Side 12
Ve3ri® í dag: Norðaustan stinningskaldi, þurrt veður og léttskýjað með köflum. Hitinn kl. 18: Reykjavík, 16 stig, Akureyri 10, Khöfn 16, Ósló 13, París 25, London 22. Þriðjudagur 2. júlí 1957. Landsmót UMFÍ og 50 ára afmælishátíð á ÞingvöD- um undir merki þjóðfánans og Hvítbláins jafnvægi í valdabaráttunni Hátíðasýning í Þjóðleikhúsinu. Konungshjón og forsetahjón í stúku, Davíð skáld Stefánsson les „Prologus" á sviðinu. — (Ljósm.: Pétur Thomsen). . ......... Blaðamenn ræddu í gærdag við Östen Undén, utanríkisráðherra Svíþjóðar, sem hér er á ferð ineð Svíakonungi og föruneyti lians eins og kunnugt er. Undén hefir verið utanríkis ráðherra lands síns í 12 ár, en þetta er í fjórða sinn, sem hann heiinsækir ísland. Undén sagði, að afstaða Svía í utanríkismálum hefði smám sam an öðlazt viðurkenningu, og aðal markmið hennar væri að draga úr styrjaldarhættunni og viðsjám í heiminum, en vinna að því að koma á jafnvægi í valdabaráttunni Bera klæði á vopnin. Ráðherrann lagði á það áherzlu að lega landsins og aðrar aðstæður gerðu það að verkum, að Svíum væri heppilegast að reyna að bera klæði á vopnin í átökum stór þjóðanna. Svíar hefðu valið þann kostinn að efla mjög varnir landsins í stað þess að ganga í nokkurt hernaðarbandalag. Ekki taldi Und én, að Svíar ynni bezt að friðnum í heiminum með því að taka að eins afstöðu með öðrum hvorum aðilanum. Utanríkisráðherrann kvaðst hinsvegar vilja leggja á það á herzlu, að Svíar væru ekki hlut lausir í gamalli merkingu þess orðs, þó að þeir höfnuðu þátttöku í liernaðarbandalögum. Þeir tækju afstöðu á sviði alþjóða mála, t. d. á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Afstaða Svía á hverj um tíma mótaðist hinsvegar af því einu ,hvað þeir álitu réttast og heillavænlegast. Aðspurður um sambúð Rússa og Svía kvað Undén standa vonir til þess, að hún færist senn í eðlilegt horf. Varðandi Kýpur og Alsírdeiluna kvað ráðherrann það álit Svía, að fara yrði mjög gæti lega að því að breyta margra alda skipulagi og fyrir alla muni yrði að forðast að láta þar vopnin skera úr. Landsmót Ungmennafélags íslands og fimmtíu ára msnn ingarhátíð þess stóð á Þing- völlum nú um síðustu helgi, laugardag og sunnudag. Tím- inn mun næstu daga skýra frá einstökum íþróttaafrek- um á mótinu. Sömuleiðis mun blaðið flytja lesendum sínum frásögn um upphaf sambandsins. Þess vegna verður um hvorugt fjölyrt, en gangur hátíðahaldanna hins vegar rakinn í aðaldrátt um. { Mótið hófst klukkan 9 á laugar- dagsmorgun með glæsilegri skrúð- göngu íþróttafólks inn á hátíða- svæðið. Þjóðfáninn ísienzki og Hvítbláinn voru bornir fyrir skrúð- göngunni en síðan mátti sjá merki margra héraðasambanda. Keppend ur frá hverju héraðasambandi voru í samlitum íþróttabúningum og héldu hópinn í skrúðgöngunni úndir sínu héraðsmerki. Gengið var frá tjaldborg þeirri miklu er slegið hafði verið upp inn á völl- unum og á íþróttavöllinn. í tjald- borginni hafði hvert héraðssam- band tjöld fyrir sig og höfðu sum reist hlið fyrir tjöldum sínum. Vakti hlið Eyfirðinga og skipan þeirra sérstaklega athygli. Þorsteinn Einarsson íþróttafull- írúi var mótsstjóri og stjórnaði skrúðgöngunni inn á völlinn. Ávarp forseta fslands. Þessu næst ávarpaði forseti ís- lands hiátíðargesti og sett' mótið með snjallri ræðu. Hann minntist eigin reynslu sem gamall ung- xnennfélagi og talaði um almenna uppeldisþýðingu félagslífs og íé- lagsstarfa. Að lokum afhenti forseti íslands formanni hátíðarnefndar fcrkunna íagran verðlaunabikar, er hann gat til að keppa um á mótinu. Allan laugardaginn stóð svo í þ'róttakeppni fram til miðaftans. Um kvöldið var útifundur, er Skúli Þorsteinsson skólastjóri stýrði: Þar fluttu fjórir menn stuttar ræður um félagsmál og gildi þefcrra. Ræðumenn voru Gunnar Ólafsson, Guðjón Ingi mundarson, Sauðárkróki, Hall- dór Kristjánsson, Kirkjubóli og Vilhjálmur Einarsson íþrótta- kappi. Eftir þennan útifund voru viki ar sýndir, Sigríður Valgeirsdóttir Ávarp íorseta íslands og ráSherra - íjölbreytt og þrótt- mikil íjjróttakeppni - mikil tjaldkorg á völlunum - þátt- takendur úr öllum héruðum landsins íþróttakennari stjórnaði sýning unni en Unnur Eyfells lék á píanó. Um kvöldið var svo dansað á palli. Hátíðin á sunnudaginn. Sunnudagsmorguninn var veður hið fegursta, heitt og stillt og sól skin öðru hverju. Þá var tekið iil starfa kl. 9 og haldið áfram I- þróttakeppni. Klukkan hálf tvö var svo hátíða messa flutt á íþróttavellinum. Sig urður Ágústsson í Birtingaholti stjórnaði söng við messuna en sam- bandsstjóri ungmennafélaganna, séra Eiríkur J. Eiríksson prédik aði. Að messunni lokinn ávarpaði for maður hátíðanefndar, Stefán Ó1 afur Jónsson, mótsgesti. Síðan las Halldór Kristjánsson á Kirkju- bóli afmæliskvæði, eftir Guðmund Inga Kristjánsson. Bernhard Stefánsson alþingis maður flutti ræðu þar sem hann rifjaði upp ýmislegt í sambandi við stofnun UMFÍ á Þingvöllum 1907 en hann var sjálfur einn af stofnendunum. Lúðrasveitin Svanur lék milli ræðna. Séra Jóhann Hannesson þjóðgarðsvörður flutti ræðu og sagði margt viturlegt um þær hættur sem íslenzk menning og íslenzk þjóð stendur andspænis. Kristinn Hallson óperusöngvari söng. Erlendir gestir. Fulltrúar erlendra ungmenna-| félaga voru á þessu móti og fluttu : ávörp. Fyrstur talaði af hálfu' finnsku ungmennafélaganna Yrjö I Wasama. Mælti hann fyrst nokkur orð á íslenzku en síðan talaði hann á sænsku. Fyrir Noregs bondeungdomss- lag var Einar Straume bóndi en fulltrúi Noregs Ungdomslag var Ivar Orglund sendikennari. Full trúi færeyskra ungmennafélaga var Páll Patursson kóngsbóndi í Kirkjubæ. Þeir Ivar Orgland og Páll Patursson töluðu báðir ís- lenzku. Allir þessi gestir færðu UMFÍ minjagjafir frá félögum þeim, er sendu þá. Mikla athygli vakti fimleika sýning, sem Þórir Þorgeirsson í- þróttakennar á Laugarvatni stjórn aði en þátttakendur voru víðsveg ar að. Fjölmenni á Þingvöllum. Fjöldi manna var á Þingvöllum bæði laugardag og sunnudag. Nokkru spillti það, að þegar leið á sunnudaginn gekk á með þung um skúrum og féll niður af þeim sökum bændaglíma, sem ráðgerð hafði verið. En þó að skin og skúrir skiptust þannig á þessa daga var mótið mjög ánægjulegt í heild. Það voru kringum 120 einstakl ingar, sem tóku þátt í frjálsutn íþróttum á þessu landsmóti. Sund keppni fór fram í Hveragerði á laugardaginn og þreyttu hana ná lega 100 manns. Auk þess kepptu tvö kvennalið í handknattleik, Skagfirðingar og Kjalnesingar og unnu Skagfirðingar þá viðureign. Enn kepptu þrjú knattspyrnulið, VestUr-Húnvetningar, Kjalnesing ar og Suður-Þingeyingar. Þingey ingar báru sigur úr býtum. Héraðssambandið Skarphéðinn. vann mótið. Á sunnudagskvöldið voru til kynnt úrslit íþróttakeppninnar og verðlaun afhent. Þá sleit sambands stjóri mótinu með ræðu. Veizla í Valhöli. Stjórn Ungmennafélags íslands hafði boð inni í Valhöll kl. 5 síð degis á sunnudaginn. Voru þar m. a. ýmsir af frumherjum ungmenna félaganna og forystumenn nokk- ui'ra annarra félagssamtaka í land inu. (Frambald á 8. síðu.) Páll Patursson kóngsbóndi flutti kveðjur frá Færeyingum. (G. Sig.) Rætt viS Undén, utanríkisrá<Sherra SvíJjjóSar: Aðalmarkmið utanríkisstefnunnar er að draga úr viðsjám og koma á

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.