Tíminn - 10.07.1957, Blaðsíða 4
4
T f MIN N, miðvikudaginn 10. júií 1957.
Milljónatjón er efstu hæðir stórhýsis
að Laugavegi 166 brunnu s.1. sunnudag
Tyrir hádegi á sunnudaginn
varð stórhruni í Reykjavík er
tvær efstu hæðir stórhýsisins að
Laugavegi 166 eyðilögðust að
mestu í eldi. Varð þarna mill-
jónatjón! Reykhafið sem lagði af
eldinum varð óskaplegt og stóð
mökkurinn hátt á loft. Tjón er
áætlað 3—4 millj. kr.
Tilkynning um eidinn barst til
slökkviliðsins laust fyrir kl. 9,30
og fóru brunabílar á vettvang,
en treglega gekk að kalla sam-
an brunaliðið að öðru leyti, og
var því kennt um, að símar voru
í ólagi eftir hinar miklu breyting
ar, sem áttu sér stað á sunnu-
dagsnóttina,
Húsið er eign trésmiðjunnar
Víðis, og voru vinnustofur henn-
ar og verzlun til húsa á tveim
neðstu hæðum hússins, en á efstu
liæðum var Myndiistarskólinn og
Körfugerðin til húsa. í rishæð
bjuggu einnig fimm manneskjur
og komust þær klakklaust ut, en
ein þeirra þó á nærklæðum ein-
um eftir björgunarkaðli.
Eldurinn muii hafa komið upp
í kyndiherbergi í hakhúsi og læst
sig upp eftir leiðsium, unz hann
komst í eldfiin efm á efstu hæð.
Þá varð bálið geysilegt. Bráðn-
aði alumíníum í þakplötum og
þiljum og risu eldsúlurnar hátt.
Slökkviliðinu tókst að bjarga
neðri hæðum hússins að mestu,
en þó urðu þar miklar skemmdir
af eldi og vatni.
— Myndirnar voru teknar við
brunann. Önnur myndin sýnir
húsið brenna og sést gerla hve
bálið og reykjamökkurinn reis
hátt. Hin myndin er tekin, er
tekizt hafði að slökkva eldinn og
sýnir hún gerla, hvílík heryirki
hafa orðið á þessu mikla stór-
liýsi. Eigandi hússins og trésmiðj
unnar Víðis er Guðmundur Guð-
mundsson.
Sparimerki fyrir 3,4 millj. afgreidd í
gegnum sparifjársöfnun skólabama
Tiu þúsund sparisjóðsbækur sioínalSar á s.I. 3
skólaárum — melSalsöfimn á barn 55 kr. á
s. 1. vetri
Sparifjársöfnun skólabarna hefir nú starfað í 3 ár. Hún
hafði frá upphafi það markmið, að \7era börnum til leiðbein-
ingar í sparsemi og ráðdeild. Var þetta starf hafið að frum-
kvæði Landsbankans og kostað af honum, og gert í • sam-
ráði við yfirstjórn fræðslumálanna og kennarasamtakanna í
landinu. Ilófst starfsemin með því haustið 1954, að Lands-
bankinn gaf hverju barni í landinu, á 7—13 ára aldri. 10
krónur, er leggjast skyldi inn í sparisjóðsbók.
Haustið 1955 gaf bankinn 10 kr.
hverju barni, sem varð 7 ára á því
ári, og hið sama gerði hann á s. 1.
hausti, — gaf hverju barni 10 kr.
er 7 ára varð á árinu 1956.
Heíir Landsbankinn þannig á
]>e.v,um 3 árum gefið skólabörnum
í landir.u rúml. fjórðung milljonar
(króna, er vera skyldi uppörvua til
sparnaðar og áminning am að gæta
fengins fjár.
Jafnframt þessu hefir svo spari-
•merkjasala farið íram í mörgutn
barnaskólum þess; ár, og s. 1. vet
ur voru seld sparimerki í 64 ekóia-
um, sem hafa sacnanlagt rúml. 15
þús. nemendur.
í greinargerð, sem Snorri SigfúS-
son, unphafsmaður þessa xnálts haf-
ir birt, segir: Að sjálfjogðu heflr
gengið notekuð rmsjafniega í skó!-
unum. Veldur því ekki sízt misjafn
áhu'gi kennara cg heámila, og einn-
ig margháttaður aðstöðumunur. Þó
mé fullyrða, að yfirieitt hefir kenn
arastéttin reynzt þessu starfi mjög
vel og fjöldi skóla sýnt lofwerðan
áhuga.
Söfnun á s.l, vetri
Lægsta söfnun í sfcó'a varð nú
um 11 krónur á barn að meðaltali,
en hæsta aneðaltaian hins vegar
tam 161 króna á barn.
Mun ‘láta nærri, að heildar með-
aítala í vetur sé um 55 krór.ur á
barn. Er það ir.jög vel viðunandi
niðurstaða, miðað við erlenda
reynslu, þótt söfnunin se nokkru
minni nú en fyrstu árin, enda
míátti við því búast.
Á þessum 3 árum hafa spari-
merki verið afgreidd til umboðs-
I manna fyrir um 3,4 miilj. kr. Nokk
j uð af þeim er óselt, en hitt einn-
j ig víst, að allmikið fé hefir verið
! lagt inn í bækur barna, í sambandi
j við þessa söfnun, án sparimerkja.
í Landsbankanum i Rvík og úti-
búum hans hafa verið stofnaðar
um 10 þúsund sparisjóðsbækur í
•sambandi við þessa söfnun s. 1. 3
skólaár, og munu innstæður í þtim
samanlagt nema um 3% millj. kr.
Og víst er að allmrkið fé hefir ver-
ið lagt inn í eldri bækur, og hér
hefir aðeins verið nefndur Lands-
bankinn og útibú hans.
Það má því með sanni segja, að
að sparisjóðsinnstæður barna liafi
aukist að miklum mun hin síð-
ustu 3 ár, og ber að þakka þeim
skólum og innlánsstofnunum, sent
að því hafa unnið.
Uppeldissfarf fyrst og fremst
En markmið þessarar starfsemi
er þó fynst og fremst uppeldislegs
eðlis, eins og margoft hefir verið
bent á og áherzla lögð á frá upp-
hafi. Og í seinu'stu greinargerð á
þennan hátt: — „Ekki má sa-mt um
of horfa á hina samansöfnuðu fjár-
hæð og meta gildi málefnisins eftir
því. Hún getur að sjálfsögðu ver-
ið mikils virði, ekki sízt ef hún er
til orðin vegna þess, að barnið hafi
neitað sér um einhver óþarfa kaup.
Þvi að það verður að telja spor í
rétta átt, ef hægt er að fá eitthvað
af börnuim til þess að keppa að
öðru marki með bá aura, sem þeim
áskotnast en að breyta þeim í sæl-
gæti, sem ekki er aðeins heilsu-
spillandi, heldur verður þess tíð-
um valdandi, að vakinn' nautna-
þorsti fái leitt þau á glapstigu.
Þess vegna er það mikilsvert fyr
ir þroiskaferii barns, ef takast má
að glæða skilning þess á gildi ráð-
deildar með fjármuni, þótt í smá-
um stíl sé, og fá það til að viröa
þau verðmæti, sem það hefir með
höndum, því að sóun verðmæta. í
hvaða formi sem er, er tjón og
menningarskortur, sem mjög er á-
berandi í þjóð’lífi voru nú .
„— Það tilheyrir nú góðu upp-
eldi“, segir danskur fræðslumála-
stjóri í árs'skýrslu sparifjársöfnun-
arinnar þar, „að kenna börnum að
ávarútvegsmál
Ýmsar erlendar fréttír
Norsk verzlunarnefnd til Spánar
Fyrir nokkru er komin norsk verzlunarsendinefnd til Madrid,
höfuðborgar Spánar. Samið er um kaup á alls konar varningi,
einkum þó á ávöxtum. Annars er ávaxtauppskeran á Spáni lé-
leg í ár, vegna frosta í vor. Norðmenn selja m. a. tilbúinn á-
burð, og svo fisk og ýmsar fiskafurðir. í norskum blöðum er nú
á það bent, að Spánverjar veiði æ meira fiskiimagn sjálfir. Sam-
kvæmt isíðu'stu skýrslum var heildarafli á síðasta ári, sem skýrsl-
ur «ru yfir, 784.000 lestum af alls konar fiski.
DANIR HAFA og nýlega samið við Spánverja um verzlunar-
viðskipti. Það má helzt telja frásagnarvert hér úr þeim samning-
um, að í þeim er gert ráð fyrir að Spánverjar kaupi saltfisk af
Dönum fyrir 29 miilj. danskra króna. Má ætla, að Esbjerg-fisk-
urinn frá íslandi sé þar imeð að einhverjum talsverðum hluta.
Rætt um aukna fisksölu Breta til Rússlands
Fishing News hefir nýlega rætt moguleika á aukinni ffeksölu
Breta til Rússlands og annarra Austur-Evrópu'landa, og um
aukna samkeppni við íslendinga og Norðmenn á þeim markaði.
Blaðið telur, að Bretastjórn hafi farið fram á það við Sovét-
stjórnina, að komið verði á meira jafnvægi í viðskiptum þess-
ara landa með fis'k. Bretar hafa keypt niðursoðinn lax og krabba
frá Sovétríkjunum fyrir 50—60 millj. á ári, og vilja nú £á að
selja þangað frystan fisk fyrir svipaða upphæð. í blaðinu er
sagt, að upplýsingar um þetta haifi komið fram í brezka þinginu,
er þingmaður frá Hull beindi fyrirspurn til verzlunarmálaráðu-
neytisins. f svarinu kom fram, að ef úr yrði, myndi ferskfiskút-
flutningur til Rússlands njóta sömu aðstoðar og fyrirgreiðslu
ríkisins og síldarútflutningur þangað hefir notið.
Þingmaðurinn frá Hull ræddi fyrirspurnina og drap nokkuð
almennt um fiskverzlun Breta. Hann taldi að Bretar þyrftu að
flytja út frosinn fis'k í stórauknum mæli og að til þess hefðu
verið a. m. k. 16500 lestir frá Humberhöfnunum einum á s. 1. ári.
í iræðu sinni komst hann m. a. svo að orði, samkv. frásögn Fis-
hing News:
„Á þessu ári munu íslendingar selja mikið magn af síld
tii Rússlands, og að auki um 32000 lestir af nýjum fiskflök-
um, sem nemur að verðmæti uip 4 millj. sterlingspunda.
Við ættum að eiga ríflega hiutdeild í þessum viðskiptum, og
það væri hægt, ef við fengjum þanu stuðning frá ríkisstjórn-
inni, sem réttmætur er ..
Norðmenn hafa selt Austur-Þjóðverjum fisk fyrir 2'/4 mi'llj.
sterlingspunda fram að þessu nú í ár, sagði hann ennfreimur, en
íslendingar -selja fyrir 1 millj. Hann minnti og á að íis'lendingar
selja Tékkum fisk fyrir nær 1 millj. punda á ári, og krafðist
þess, að ríkisstjórnin brezka hæfi virka aðstoð til þess að koma
brezkum fiski inn á þann markað.
Brezkir togaraeigendur ráða hershöfðingja fyrir formann
Sá frægi maður hér á landi, Jack Croft Baker, formaður sam-
taka brezkra togaraeigenda s. 1. 13 ár, hefir dregið sig í hlé frá
því 'starfi, segir í Fishing News, og nýr imaður hefir tekið við.
Heitir sá C. F. Philipps, og er hershöfðingi að nafnbót, stjórn-
aði landgöngusveitum flotans víða í Evrópu á stríðsárunum og
barðist í Malajalöndum.
Landssamband bindindissinnaSra
ökumanna stofnað hér
Bindindisfélag ökumanna, Reykjavík, hélt framhaldsaðal-
fund sinn 14. júní s. 1.
Fundurinn samþykkti m. a. þá skipulagsbreytingu á sam-
tökunum a'ð stofnað yrði landssamband með deildum þeim
er stofnaðar hafa verið á hinum ýmsu stöðum út um land. En
tala deilda er nú 8 með rúml. 300 félagsmönnum.
Bindindisfélag ökumanna í
Reykjavík tekur nú yfir Reykjavík
og Hafnarfjörð og verður deild í
landssamb'andinu. Stjórn deildar-
innar er þannig skipuð:
Formaður Helgi Hannesson, Jón
B. Helgason, Árni Gunnlaugsson
Hafnarfirði, Hreiðar Jónsson og
Sigurður Húnfjörð.
Bindindisfélag ökumanna hélt
svo stofnþing landssambands
deilda sinna í Reykjavík þ. 24. júní
sl. í sambandsstjórn voru kjörnir:
Formaður Sigurgeir Albertsson.
fara með peninga án þess að verða
háð þeim, — kenna þeim að pen-
ingurinn á að vera þjónn en ekki
herra, og að markmið sparsemi er
ráðd'eild með fj'ármuni —•“
Og þeir láta sannarl'ega ekki sitja
við orðin tóm. Miklu fé og fyrir-
höfn er nú víða um iönd varið til
þess, að glæða ráðdeildarhug
þeirra, sem upp vaxa og ríkin erfa.
Og ekki aðeins meðal barna, held-
ur einnig meðal unglinga og æsku-
fólks.
Hér imá segja að starfið hafi
gengið vel á því ákveðna sviði, sem
því var markað í upphafi. Hins
mundi vissulega þörf nú, að það
starfssvið yrði stækkað, segir að
lökum í greinargerðinni.
Varaformaður Benedikt Bjarklind.
Ritari Ásbjörn Stefánsson, læknir.
Gjaldfceri Jens Hólmgeirsson fulltr
Meðstjórnendur í Reykjavík: Helgi
Hannesson fullitr., Pétur Sigurðs-
son ritstj. og Guðmundur Jensson,
rafvirki.
Utan Reykjavíkur: Séra Björti
Björnsson, Hólum, og Óðinn Geir-
dal, kennari Akranesi.
Aðalverkefni BFÖ á þessu sumri
munu verða þau, að koma félaiginu
í fastari skorður, vinna að um-
ferðarmálum og tryggja hagsmuni
félaga sinna.
Væntanleg eru hingað á vegum
félagsins tvö öryggistæki fyrir bíl-
stj'óra.
Happdrætti SUF
Vinningar hnattferð meS
skipi og 6 manna Opelbifreið.
Billinn er til sýnis í Banka-
stræti. Dragið ekki að tryggja
ykkur miða í þessu glæsiiega
happdrætti. Kaupið miða
strax.