Tíminn - 10.07.1957, Blaðsíða 7
TÍMINN, miðvLkudagínn 10. júlí 1957.
7
Vandaöar og ódýrar utgá'ur á merkustu
bókmenntum Breta frá upphafi ritaldar
Erindi Muriel Jackson, brezkrar
menntakonu, um val brezkra bóka
S. I. þriðjudag flutti ung,
brezk menntakona, Muriel
Jackson að nafni, erindi í
Tjarnarkaffi á vegum Bóka-
verzlunar Snæbjarnar Jóns-
sonar. FjallaSi erindið um
val bóka, ef menn vildu eign-
ast sýnishorn af þeim bók-
menntum brezkum, sem
merkastar hafa þótt á hverj-
um tíma, allt frá upphafi rit-
aldar.
Erindi ungfrú Jackson var mjög
greinargott og skemmtilegt og birt-
ist hér stuttur úrdráttur úr því.
Ungfrúin er starfsmaður eins
stærsta bókaútgáfufélags í Bret-
landi, fyrirtækisins Hodder &
Stoughton. Leggur hún stund á ís-
lenzkunám, að loknu háskólanámi
í bókmenntum.
I upphafi erindisins benti ung-
frú Jackson á tvo bókaflokka, sem
hafa gefið út flestar þær bækur,
sem hún síðar nefnir. Eru það
„Everyman" bókaflokkurinn og
„World Classics“, sem eru í senn
vandaðar og ódýrar útgáfur. f báð
um þessum flokkum eru og gefnar
út þýðingar á helztu bókmenntum
annarra þjóða og m. a. hefir Ev-
eryman gefið út Njálssögu, Grett-
issögu og Heimskringlu.
Á sextándu öld, stjórnarárum
Elísabetar drottningar, hófst fyrst
ritun bóka á nútíma ensku, en sé
horfið lengra aftur í tímann verð-
ur ritmálið ekki læst öðrum en
þeim sem numið hafa fornensku.
Vilji menn kynnast sýnishorni bók-
mennta frá eldri tírnum, þá er til
í Everymansbókaflokknum þýðing-
ar á hinu merkasta í fornenskri
ljóðagerð (bók nr. 794, Anglo-
Saxon Poetry) og einnig þýðing á
The Angk>-Saxon Chronicle, sem
er nákvæmlega tímasett sagnfræði
rit, er nær fram undir miðja 12. ]
öld (nr. 624).
f miðaldabókmenntum •— frá
1100 til 1500, ber hæst nafn Chav-
cer og af verkum hans er einkum
mælt með The Canterbury Tales,
smásögum, sem hann lætur pila-
gríma segja hver öðrum á loið
sinni til Canterbui-y. Þær eru gam
ansamar og lýsa vel lífi manna á
fjórtándu öld (Everyman nr. 307).
Þó er enn betri þýðing til í Pen-
guin-bókaflokknum, en hana gerði
Neville Coghill, þekktur fræðimað-
ur.
Svo að aftnr sé horfið til sext-
ándu aldarinnar, ber auðvitað fyrst
og fremst að nefna Shakespeare.
Everyman hefir gefið rit hans út.
í þremur bindum, en ágæt útgáfa
í einu bindi er sú, sem Oxford
University Prcss hefir gert í
flokknum Oxford Standard Auth-
ors. Þrátt fyrir það, að erfitt er
að skilja margt í ritum Shake-
speares, bæði vegna þeirra breyt-
Khruschev
(Framhald af 6. síðu)
arhaldanna er sífellt yfir þeim.
Molotov var mjög lengi einn helzti
handlangari Stalíns, og hlaut að
vita um mikinn hluta glæpaferils
hans; Kaganovitj stóð fyrir ýmsum
hreinsunum í Úkrainu, og gæti,
hvenær sem Khruschev þóknaðist,
verið dreginn fyrir rétt til að
standa reikningsskap umboðs-
mennsku sinnar íyrir Stalín.
Þannlg hefir Khruschev ráð
þessara manna — og annarra
Stalínista — í hendi sér. Með
slíka aðstöðu hefir hann vel efni
á að vera kokhraustur. Hann hef-
ir gilda ástæðu til að ætla, að
sókn hans til einvaldstignar verði
ekki erfiðari en för Stalíns í stól
harðstjórans fyrir áratugum og
e. t. v. ekki alveg eins blóði
stokkinn.
inga, sem tungan hefir tekið og
vegna tilvitnana, sem ekki skiij-
ast lengur, þá er hann og verður
meðal merkustu rithöfunda og
launar vel það erfiði, sem menn
leggja á sig við lestur hans. Um
hann hefir verið ritaður fjöldi
bóka og er Shakespearean Tragedy
eftir A. C. Bradley meðal þeirra
beztu.
Á dögum Elísabetar drottningar
var leikritun í miklum uppgangi
og næstir Shakespeare að frægð
eru Christopher Mariowe og Ben
Jonson. Marlowe varð ekki lang-
lífur, en áhrifa hans gætti þó
lengi vegna mælsku hans og hug-
myndaflugs. Frægast verka hans
er leikritið Dr. Faustus, sem fjall-
ar um svipað efni og Galdra-Loft-
ur. Gott sýnishorn leikritunar
þessa tíma er í Everymanbókunum
nr. 491—2.
Frægasta Ijóðskáld þessa tíma
var Edmund Spenses og mest nta
hans er „The Faerie Queene“, rórn-
antísk riddarasaga, en með duldri
siðakenningu. Þetta er feikilega
langt kvæði, um 30 þús. ljóðlínur
í sex bókum. Jafnvel fyrir Eng-
lendinga er það feiknarlegt verk
að ætla að lesa það allt, en vel
þess virði að grípa í það vegna
ljóðrænnar fegurðar og httgar-
fiugs. Bragarhátturinn er uppfinn-
ing Spensers, en síðar notuðu bæði
Keats og Byron hann. Einnig má
lesa hverja bók kvæðisins fyrir sig
þar sem það eru sjálfstæðir kafl-
ar og skal þar benda á 2. og 3.
bók. Mörg ágæt ljóð frá þessu
tímabili eru birt í öllum góðum
heildarsöfnum yfir verk ljóð-
skálda. :
Ekki verður skilizt svo við 16.
öld, að ekki séu nefndar ritgerðir
Francis Bacon, hins þekkta stjórn-
málamanns. Þær eru meðal þess,!
sem bezt hefir verið ritað í ó-,
bundnu máli.
Frægastur skálda á sautjándu
öld var efalaust John Milton. Harm j
orti ágætar sonnettur og stutt
kvæði, svo sem Lycidas, en mesta
vérk hans er Paradise Lost •— Para
dísarmissir, (sem séra Jón á Bæg-
isá þýddi á íslenzku). Lýsir það
sköpunarsögunni fram til synda- ]
fallsins og er í tólf bókum, en tvær
þær fyrstu eru beztar. Þá skyldu
menn einnig lesa „The Pilgrims \
Progress" eftir John Bunyan. Þar
er á táknrænan hátt lýst för manns
sálar frá vöggu til grafar. Bunyan'
var heittrúaður maður og sá trú-
arhiti, náin þekking hans á biblí-
unni og mikil ritleikni, hjálpast
að því að gera þessa bók hans að
bókmenntaafreki. í því sambandi
er vert að geta þess, að biblíuþýð-
ing sú, sem gerð var á sautjándu
öld er sannarlega hluti enskra bók
mennta — sumir telja, að hún
taki jafnvel hinum gríska frum-
texta fram að stílfegurð. Ágætar
útgáfur af biblíunni eru þær, sem
Cambridge og Oxford University
Press hafa gert.
Þeim, sem vilja kynnast ljóo-
skáldum sautjándu aldar, má
benda á verk sir Thomas Brown,
er einkum ritaði um guðfræðileg
efni.
A seinni hluta sautjándu aldar
var leikritun mikil í Englandi, en
ekki á mjög háu stigi. í Everyman
nr. 604 er safn sjö leikrita frá
þeim tíma.
John Dryden er merkast leikrita-
skáld, rithöfundur og ljóðskákl
þegar líður á sautjándu öld og af
verkum hans má nefna þau, sem
cru birt í Oxford Standard Auth-
ors og Dramatic Essays frá Every-
man.
í upphafi átjándu aldar ber Al-
exander Pope hæst mcðal Ijóð-
skálda. Var rímleikni hans mikil.
Beztu verk hans eru Essay on
Man og Essay on Criticism. Sam-
tímamaður hans var Jonathan
Swift, en frægasta verk hans er
Gullivers Travels (Ævintýri Gulli-
vers). í þeim bókum er allsstaðar
undirstraumur háðs um samtím-
ann.
Dr. Samuel Johnson er þó sá,
sem mest ber á í bókmenntum
átjándu aldarinnar, en það er ekki
eingöngu vegna ritverka hans
sjálfs, heldur og vegna persónu-
leika hans og viðræðna við menn,
sem æviskrárritari hans, .Tames
Boswell, lýsir svo meistaralega.
Life of Johnson eftir Boswell
er talin ein bezta ævisaga, sem
skráð hefir verið á ensku. Meðal
bezlu rita Johnson eru Lives of
the English Poets.
Á átjándu öld hefst skráning
nútíma skáldsagna á ensku og má
nefna Robinson Crusoe eftir Dani-
el Defoe, Tom Jones og Joseph
Andrews eftir Henry Fielding, en
þær fást allar í Everymanbóka-
flokknum.
Eins og annars staðar í Evrópu,
hófst rómantíska stefnan mjög til
vegs í enskum bókmenntum í byrj-
un 19. aldar. Fjögur helztu Jjóð-
skáld þess tíma voru Keals, Words
worth, Shelley og Byron. Keats dó
26 ára gamall en orti bó undur-
fögur kvæði. Eft.ir hin skáldin þrjú
liggur meira magn kvæða og hafa
þau öll verið gefin út í Every-
manbókaflokki, en að mörgu leyti
er útgáfa World Classics betri, þar
sem þar er aðeins um úrval að
ræða.
Margir ágaúir ritgerðahöfundar
voru uppi á nítjándu öld, en
þeirra beztur Charles Lamb.
Tvímælalaust ættu menn að lesa
eitthvað af þeim skáldsögum, sem
ritaðar voru í Englandi á nítjándu
öld. 1 byrjun aldarinnar rilaði
Jane Austen ágætar bækur og er
þeirra frægust Pride and Preju-
dice. Walter Scott var afkastamik-
ill rithöfundur, en hylli hans hef-
ir farið minnkandi. Skömmu síð-
ar er hin fræga skáldsaga Emily
Bronté, Wuthering Heights, rituð.
Emily Bronté var ein þriggja
systra, sem allar voru rithöfund-
ar. Charlotte systir hennar skrif-
aði margar sögur, en þeirra bezt
er Jane Eyre. Báðar þessar sögur
fást í Everyman og Penguin-bóka-
flokkunum.
George Eliot, William Thacker-
ay og Anthony Trollope áttu það
allir sameiginlegt að vera ofboðs-
lega langorðir, svo að nútíðarmenn
haiá naumast tíma til að lesa
sögur þeirra. Mestm- skáldsagna-
höfunda þessa tíma var Charles
Dickens, sem enginn getur skák-
að til hliðar, þrátt fyrir það, að
hann er líka langdreginn. En bæk-
ur hans eru fullar af gamansemi
og mjög skemmtilegar.
Merkustu Ijóðskáldin voru um
þetta leyti þeir Tennyson og
Browning og má benda á útgáfu
World Classics á kvæðum Tenny-
son.
Erfiðara er að velja og hafna
þegar komið er fram á tuttugustu
öld. Hvorttveggja er, að bókaflóð-
ið er mikið og við erum enn of
nærri verkum höfundanna til að
dæma þau örugglega. Tíminn vei’ð
ur að skera úr um það, hvað var-
anlegt verður.
Eitt mesta ljóðskáld Englend-
inga nú er T. S. Eliofr. Faber &
Faber gefa út verk hans. Til er
safn ljóða hans frá árunum 1909—
1935. Hann hefir einnig skrifað
sögur og leikrit, þeirra frægast
mun vera Murder in the Cathe-
dral, sem. fjallar um píslarvætti
St. Thomas af Becket á tólftu öld.
Annað merkt ljóða- og leikrita-
skáld er Christopher Fry, en
mesta leikritaskáld aldarinnar er,
enn sem komið er, Bernard Shaw.
Vinsælasta leikrit hans er ef til
vill Heilög Jóhanna, sem sýnt hef-
ir verið í Reykjavík. Mörg hin
eldri leikrit hans voru beinlínis
rituð gegn ýmsu því, er miður
fór í þjóðfélaginu. ÖIl frægustu
leikrit hans hafa verið gefin út í
Penguin bókaflokknum.
Að því er snertir nútíma enska
Ijóðagerð, má mæla með The Fab-
er Book of Modern Verse og The
Centuries Poetry í Penguin-útgáfu.
Penguin hefir líka gefið út ljóða-
söfn eftir T. S. Eliot, Day Lewis,
Edith Sitwell og fleiri nútímaskáld.
Einnig má benda á The Oxford
Book of Modern Verse, sem nær
yfir tímabilið frá 1892 til 1935.
Eitt léttasta og geðþekkasta
skáld nútímans er Walter de la
Mare.
Á fyrrihluta þessarar aldar hafði
rithöfundurinn D. H. Lawrence
mikil áhrif og hefir Everyman
gefið út safn rita hans og ljóða.
Lawrence er svartsýnn og finnur
menningunni flest til foráttu. Sama
máli gegnir um Aldous Huxley.
Penguin hefir birt sumar skáld-
sögur hans og einnig verk Evelyn
Waugh, sem ritar af biturri hæðni.
Penguin hefir og gefið út verk
Graham Greene, hins kaþólska rit-
höfundar, sem ritar svo mjög um
synd og siðgæði.
Á þessari öld hafa verið gerðar
tilraunir með að víkka svið skáld-
sagnaritunar — lýsa bví, er Jeyn-
ist undir yfirborði hlutanna. Tveir
höfundar, sem þannig rita, eru
einkum þekktir, þau Virginia
Woolfe og James .Toyce, en sögur
þeirra eru býsna torskildar.
í erindi þessu hefir aðeins verið
stiklað á stóru, en ef menn vilja
kynna sér frekar enskar bók-
menntir, má benda þeim á að lesa
enska bókmenntasögu og kynnast
þannig frekar þeim höfundum, sem
þeir hafa áhuga fyrir. Penguin hef
ir gefið út A Short History og
English Literature eftir próf. Sir
Ifor Evans. Lengri og dýrari er
Oxford Historý of English Litera*
ture.
Vilji menn fylgjast með því
bezta, sem birtist á bókamarkað-
inum í Bretlandi, er auðveldast
að kaupa The Times Literary
Supplement, vikublað, sem kemur
út á hverjum föstudegi og fylgir
dagblaðinu Times. í vikublaðinu
eru eingöngu ritdómar og val bók-
anna og dómarnir eru hvorttveggja
mjffg vandað.
Af uppsláttarbókum til ensku-
náms má nefna The Concise Ox-
ford Dictionary, sem er ensk-ensk
orðabók. Ennþá betri er þó The
Advanced Learner’s Dictionary of
Current English, en það er orða-
bók með framburðarskýringum,
sem rituð er sérstaklega fyrri út-
lendinga.
Ef menn vilja kynnast sögu Eng-
lands, má benda á The History of
England eftir G. M. Trevelyan,
kunnan sagnfræðing.
Ungfrú Jackson ræddi hina
ýmsu höfunda ýtarlegar en hér
vinnst tími til að endurtaka. HúiS
mun ferðast nokkuð um hérlendis
næstu vikur og óskar blaðið henná
góðrar ferðar.
S. TIu
Smfónmhljómsveitinni var ve! fagn-
aS á Siglnfirði og í ÓlafsfirSi
Föstudagskvöldið 5. þ. m. hélt Sinfóníuhljómsveit íslands tónleika á
Sig'lufirði í kvikmyndahúsinu þar. Stjórnandi var dr. Páll ísólfsson og
einsöngvari með hljómsveitinni Þorsteinn Hannesson.
Ogrynni síldar bárujt á Jand á
Sigluíirði þennan dag sem kunn-
ugt er, og var hann einn mesti
annadagur, sem komið hefir í bæn-
um á þessu sumri. Af þessuin sök-
um varð aðsókn að tónleikunum
stórum minni en annars hefði orð-
ið, en mátti þó teljast ágæt eftir
ástæðiun. Tónleikarnir fóru mjög
hátíðlega fram, hófust með þvi að
hljómsveitin lék þjóðsönginn og
lauk með laginu „Eg vil elska mitt
land“ eftir séra B.iarna Þorsteins
son. Utan efnisskrár sungu þeir
Þorsteinn Hannesson og Kristinn
Hallsson „Sólsetursljóð" Bjarna.
í lok tónleikanna kvaddi sér
hljóðs forseti bæjarstjórnar, Bald-
ur Eiríksson, ávarpaði hljómsveit-
ina og þakkaði henni komuna. Jón
Þórarinsson svaraði og þakkaði
móttökurnar. Eftir tónleikana haíði
bæjarstjórn Siglufjarðar kaffiboð
fyrir hljómsveitarmenn. Jón Kjart-
ansson bæjarstjóri flutti þar rxðu,
en dr. Páll ísóifsson svaraði.
Á Ólafsfirði v.oru tónleikar haldn-
ir laugardagskvöldið 5. júlí. Stjórn
andi hljómsveitarinnar var PauX
Pampichler og einsöngvari Krist-
inn Hallsson. Þar stóð á líkt og á
Siglufirði, að annir voru óvenju-
miklar í bænuin við sildarsöltun
og fiskvinnslu, og dró það r.okkuð
úr aðsókn. Sigursteinn Magnússon.
skólastjóri ávarpaði hljómsveitar-
menn að lokum, og svaraði Jón Þór
arinsson ræðu hans. Að tónleikun-
um loknurn sátu hljómsveitarmenn
kaffiboð bæjarstjórnar. Þar flutti
ræðu Þorvaldur Þorsteinsson, for-
seti bæjarstjórnar, og Jón Þórar-
insson svaraði með nokkrum orð-
600 listaverk frá 60 löndum á sýnsngu
ILO, sem IiaMin er í Genf
Listaverk eftir Tintoretto, Goya,
van Go'gh og Mattise, svo nokkrir
séu nefndir, verða meðal listaverka
á alþjóðalistsýningu, sem haldin
verður í Genf í sumar á vegum
Alþjóðavinnumálaskrifslofunnar
(ILO). Sýningin nefnist „Listin og
vinnan“ og er lialdin til mir.ning-
ar um fyrsta framkvæmdastjóra
ILO, Albert Thomas. Sýningin verð
ur opin þar til 22. september í
haust.
Borgarstjóri Genfarborgar hefir
lánað sögusafn borgarinnar undir
sýninguna endurgjaldslaust. Rúm-
lega 30 þjóðir senda listaverk á
sýninguna, eða taka þátt í henni
óbeint með því að styrkja hana
fjárhagslega. Meðal þeirra þjóða,
er að sýningunni standa, eru Dan-
mörk og Svíþjóð.
Sýningunni verður skipt í deild-
ir, t. d. landbúnaðardeild og iðnað-
ardeild, byggingarlist verður í sér-
slakri deild á sýningunni o. s. frv.
Elztu listaverkin á sýningunni
eru frá 16. öld eftir Tintoretto,
Signorelli, Metsu, Bossan og Ri-
balta. Meðal listaverka frá 17. öld
eru verk eftir Baursse, Maes og de
la Tour. Meðal 18. og 19. alda
listaverka má nefna verk eftir
Gericault, Goya, Millet, Courbet og
van Gogh. Nútíma listamenn eiga
verk á sýningunni, t. d. Matisse.
Sérstök sýningardeild verður fyr
ir listvefnað.
Eitt veðurbííðasta
vorsemlengi hefir
komiðáStröndum
Frá frcttaritara Tímans á
Ströndum.
Vorið er um liðið með sínum
önnum og annar annatími tekur
við. Hygg ég að það sé verðugt
eftirmæli þessa s. 1. vors að það
sé eitt með þeim beztu, sem hér
koma. Það byrjaði með auðri og
klakalausri jörð og hefir verið svo
áfallalaust, að aldrei hefur gert
hret, sem hægt sé að gefa það
nafn. Það hefur verið óvenju
þurrviðrasamt, og sólríkt með af-
brigðum. Tún eru sprottin með
bezta móti og gömlu kalskellurnar
frá 1949 klæðast gróðri á ný.
Sláttur er að hefjast þessa dag
ana og verður gengið að honum
einþuga næstu daga. — Um síðustu
helgi gekk í norðuanátt með rign
ingu. Var regnið kærkomið þvl
jörð var að verða of þurr, en dró
úr bændum að hefja sláttinn.
Á Eyri við Ingólfsfjörð er verið
að nýja upp bryggjur síldarverk
smiðjunnar, sem eru orðnar léleg
ur. •— Á Gjögri er verið að byrja
á lengingu bryggjunnar, sem byrj-
að var á í fyrra.