Tíminn - 26.07.1957, Blaðsíða 2
2
T í MI N N, föstudaginn 26. júlí 1951*
Suðurnes. Vegna mik-
illar eftirspurnar verð
ur farin aukaferð um
Suðurnes laugard. kl.
L3.30. Fararstjóri Gísli
Guðmundsson.
Skemmtiferð um sögu
staði Njálu, sunnud.
kl. 8.30 Fararstjóri Ó1
afur Hansson.
Skemmtiferð að Gull
Skemmtiferð um Borg
arfjörð sunnud. kl. 9
Ekið um Hvalfjörð að
Bifröst, Kalmanns-
tungu, Barnafossum,
Uxahryggi og Þing-
velli. Fararstj. Sig Þor
steinsson.
Hattarnir færast aftur í hnakkann
Hattatízkan breytist. Nú er hausttískan komin fram i París og einnig vetr
arhattarnir. Það er Jean Pateu, sem sýnlr hina réttu hatta. Hattarnir eiga
að vera litlir, léttir og skrautlegir, segja hinir visu, 6g hér er einn þeirra.
Mesta breytingin er annars sögð sú, að nú eru héttarnlr aftur að faerast
aftur á hnakkann, en undanfarin ár hafa þelr leglð á hvirfli og enni og
jafnvel slútt.
Sjötíu ár liðin síðan aiþjóðamáliS
esperanto kom fyrst fram
Ábugi á málinu fer vaxandi víía um lönd, og
margir starfa a<S framgangi þess
í dag er alþjóðamálið esperanto 70 ára gamalt. Þessi af-
mælisdagur er miðaður við að hinn 26. júlí 1887 kom út fyrsta
kennslubókin í esperantó, lítið kver gefið út á rússnesku. Síð
art hefúr alþjóðamálinu stöðugt vaxið fyigi, og nú talar þáð og
ritar fjöldi manns um allan heim.
sem tyrir höhdum enda getur það orð-
*ið ómetánlegt hjálpartæki í skipt
um frathahdi þjóða. f sumar verð
ur háð 42. alheimþing esperantista
í Marseille í Frakklandi mætast
fulltrúar hvaðanæva í heiminum.
var
Höfundur esperantó
kunnugt er Pólverjinn dr. L. L.
Zamenhof. Hann var gæddur mikl
um námsgáfum og þó einkum
tungumálamaður með afbrigðum,
óg fékk hann þegar á unga aldri
mikinn áhuga á að skapa yrði al-
þjóðlegt hjálparmál sem allir gætu
auðveldlega lært og gæti því létt
stórlega öll samskipti þjóða í milli.
Síðan tók hann að vinna að þessari
hugmynd, og árið 1887 fæddist
loks alþjóðamálið eins og fyrr er
sagt.
Esperantó í dag.
í dag munu um 2 milljónir
manna tala og rita esperantó eins
og móðurmál sitt. Að útbreiðslu
þess starfa um 40 alþjóðafélög og
um 10 alþjóðastofnanir og mikill
f.ieldi félaga og sambanda með ein
stökum þjóðum. Ennfremur koma
út um 60 blöð og tímarit á esper
antó að staðaldri og fjöldi margs
konar bóka. Málfræði esperanti er
eihhver hin léttasta sem um gethr
og hefur hún m. a. það sér til á-
gætis að henni má allri koma fyr
ir á litlu bréfspjaldi. Er áreiðan
lega ekki ofmælt að hvér maður
geti með sáralítilli fyrihhöfn lært
esperantó sér að gaghi.
Esperantó á íslandi.
Fyrstí esperantisti hérlendis
muh hafa verið Þorsteinn Þor-
steihsson fyrrv. hagstofustjóí'i, og
gaf hann út kenhslubók í ésperahtó
árið Í909, en síðan hefur Þórhéhg
ur Þórðarsöh einnig gefið út bmk-
ur um málið. Um 200 starfandi esp
arahtistai- eru hér á landi eh íharg
ir fleiri hafa kynnt sér málið. Ali
mörg félög esþerantista starfa, bg
hafa þau samband sín í milii sem
er félag í Alþjóðasambahdi esper
antista. Kennslu í esperantö er hér
lialdið uppi af bréfaskóla SÍS.
Áhugi á esperantó fer nú vax
andi víða um lönd, og má vænta
þess að það eigi góðan íramgang
Flutningaskip geta lagzt aS bryggju
í Rifshöfn og er það mikil framför
Frá fréttaritara Tímans á Hellisandi.
Tveir stórir vélbátar ganga nú úl síldveiða frá Rifi og er afli
þeirra sæmilegur, eins og annarra báta við Srtæfellsnes um
þessar mundir, en talsverður bátafjöldi stundar reknetaveið-
•ar á slóðum Snæfellinga.
í sumar hefir ekkert verið unn-
ið við landshöfnina í Rifi, en nauð
synlegt er að gera endurbætur á
henni í suniar, eða haust, ef það,
sem búið er að fraihkvæma þar á
að koma að fullum notum.
Innsigling ekki nógu djúp.
Innsiglingln er ekiki nógu djúp
tiil þess að stærstu fiskibátar kom-
ist þar inn og að bryggju um
mestu' fjöru, en allt að 30 lesta
bátum er þó fært að bryggju hvern
ig sem stendur á sjó.
Enda þótt innsiglingin væri
sæmilega djúp, eftir uppgröftinn í
fyrra, þá 6Ígur allmikill sandur að
innsiglingunni og gerir hana
grynnri með tímanum. Athafna-
svæðið, sem búið er að grafa við
bryggjuna er líka í þrengra lagi,
einkum ef tekið er tillit til vax-
andi útgerðar í Rifi.
Flutningaskip að bryggju.
Mikil böt er samt fyrir byggðar-
lagið að þeim hafnarbótum, sem
komnar eru og geta nú flutninga-
skip af meðalstærð auðveldlega I
koimið að bryggju í Rifi bæði þeg-l
ar þau koma með vörur og eins
þegar teknar eru afurðir til út-
flutnings.
Stærsta skip, sem komið hefir
að bryggju í Rifi er 1100 lesta
flutningaskip, sem þar kom í vor.
Bregður möhnum mikið við að fá
þau þægindi, sem því eru samfara
að þurfa ekki að flytja lengur all
ar vörur frá skipum og út á bát-
um. Er það bæði fyrirhafnahsamt
og kostnaðarsamt.
trúar fara heimleiðis með Vis-
count fluigvúlum Flugfélags ís-
landB 21. ágúst.
Fjós og hláða ey ðilög’ð-
ast í bruna á Eotnastöí
ttlti í Svartárdal
Lahgadal í gær. — í gærmohg-
un kcm upp elditr í fjóshiöðu á
Botnastöðum I Svartárdal. Hlaðan
var áföst við fjósið brann á
báðutn stöðum allt, sem brunnið
gat, svo cg tveir kcfar. Svo neppi
lega viidi til að ferðafólk frá Ak-
ureýri sá til eldsins og fór þsgar
á vettVang. Tókst ferðamönnunum
að Íeysa út kýrnar, en fór síðan
að Bólstaðahiíð og gerði viðvart.
Kornu menh þegar á vetívang, en
engu tóifcst að bjarga, nema Jitils-
háttar heyi. Engihn var heima á
bænum, en bóndinn á Botnastöð-
urn ef nú húsvörður í hinu nýja
félagsheimili í Bólstaðárhlíð. — Ó-
kunnugt er um eldsuppitök. GB.
Þing norrænna borgar-
stjóra haldið hér um
miíjan ágúst
Um miðjan ágúst hefst í Reykja
vík þing nori-ænna höfuðborgar-
stjóra og borgarráðsmanna og
starf&mánna höfuðborganna.
Þingfulltrúar frá hinum Norður
löndunum koma hingað til lands
með SóLfaxa Flugfélags íslands 15.
ágúst.
Gert er ráð fyrir að þingið
istandi til 19.—20. ágúst. Þingfull-
Ger^ardómstílSagan
(Framhald af 1. síðu.)
slcurður gerðardóms verði ekki
bindandi fýrir þau, fyrr en þeim
hefur verið tryggð rekstursaðstaða
eftif þeim' leíðum og að því marki
sem þau telja Viðunahdi.
Eins og afstaða útgerðarfélag-
anna til sáttatillögunnar, sem til at
kvæðagreiðslu kom, bar með sér,
töldu þau sér ókleift að taka á sig
þau auknu útgjöld, sem tillagan
gerði ráð fyrir, þar sem rekstur
inn berðist í bökkum. Þaðan af
síður telja útgerðarfélögin sér fært
að bera útgjaldaaukningu, sem
fólst í viðbótatillögum sáttanefndar
innar og 17 kröfuliðum íarmann-
anna. Þar sem farmannadeilan hef
ur hinsvegar skapað mikil vand-
ræði í þjóðfélaginu og valdið gífur
legu tjóni, töldu útgerðarfélögin
rétt að samþýkkja tillögu sátta-
nefndarinnar um gerðardóm, þó
með framangreindum fyrirvara.
(Frá Vinnuveitendasambandi ís-
lands og Vinnumálasambandi
samvinnufélaganna.)
réttirfná landsbyg;
Mikil karlavinnsla á
Sauðárkróki
| Sauðárkróki í gær. — Síðastlið-
inn mánudag og þriðjudag landaði
i togarinn Norðlendingur hér rúm-
um 300 lestum af karfa af Græn-
landsmiðum. Er aflinn kominn
hér í frystihús og annríki þar mik
ið. Togarinn Kaldbakur er vænt-
anlegur hingað með fullfermi af
karfa á morgun. Mokafli af karfa
er nú sagður á Grænlandsmiðum.
!
TöiSuhiríing vel á veg
komin í Skagaíir íSi
Sauðárkróki í gær. — Heyskap
artíðin hefir verið fádæmagóð,
sa'mfelldir þurrkar og hirðingin
gengið eins og í sögu, töðuifengur-
in því mikill og góður. Margir eru
iangt komnir að hirða tún sín
fyrra sini. Spretta er góð. GÓ.
Komin Jioka og rigning
Egilsstöðum í gær. — Hér hefir
bru-gðið veðri. Eftir langa röð skin
andi sólskinsdaga er komin úrg
þoka og í dag heHirLgning. Bænd-
ur voru þó yfirleitt búnir að ná
inn eða upp meginhluta af töðu
sinni. Nokkurt hey er þó enn úti
einkiwn upp-til dala en á miðhcr-
aðinu er hún að mestu komin í
hlöðu. ES.
Rangæingar eiga mikil
hey í göltum
Hvolsvelli í gær. — Heýsikapur-
inn hefir gengið eins ag bezt verð
ur á kosið. Margir eru langt komn
ir með fyrrislátt á túnum cg sum-
ir búnir. Víða er þó mikiil hey úti
ígöltum, því að menn telja viss-
ara að láta hina kraftmiklu töðu
standa áður en hún er sett í hlöð-
ur. Þurrkur hefir verið hvern dag
langan tíma, þár til áíðari hluta
dags í gær, er rigndi nokkuð hér
úm slóðir. PE.
HjólbartJi sprakk á flug-
vélinni
Þórshöfn í gær. — í gær kom
bandarísk flugvél hingað og lenti
á flugvellinum. í lendingu sprakk
hjólbarði á lendingarhjóli vélar-
innar og stakkist liún á nefið. Slys
mun ekki hafa orðið á mönnum,
en flugvélin sfcemmdist eitthvað.
Spretta í metSallagb hey-
skapartíÖin hagstæð
Þórshöfn í gær. — Heyskapur
hefir gengið ágætlega hér á Langa
nesi og í Þistilfirði. Þurrkar hafa
verið góðir ög margir að mestu
búnir að slá og hirða tún sín. —-
Seint spratt þó og mun sprettá ail-
mennt ekki vera meira en í meðal-
la-gi.
Dró ekki fyt'ir sól í
heila viku
Mývatnssveit 21. júM. —
viku júli rigndi hér nokkuð.
una nýiili 7. og 14. júlí var agæt
spreítiitíð. Spru':tu tún þá
fljótt, þar sem ekki var alveg
brunnið niður í grjót áður, en víða
er grunnt á hraun í mývetnskum
túnu-m. Túnasláttur hófbt ekki af
fullum krafti fyrr en 15. júlí, þeg
ar rúningi sauðfjár var að fullu
lokið. Síðustu vi-ku hefir aldrei
dregið fyt'ir sól o-g heyUkapur á
túnum gengið með afbrigðum vel.
Tún eru vdða ágætlega sprottin.
Silungsveiði í Mývatni hefir verið
mjög lítil og er svo enn. PJ.
MikiS um samkomur í
Skjólhrekku
Mýva.tnssveit 21. júlí. — Sam-
komur hafa verið margar í Skjól-
breleku, félagsiheimili Mývetninga
að Skútu/stöðum. 16. júní var þar
söngmót karlakórasambansins
Heklu. Hinn 20. júní efndi Einar
Kristjánsson, óperusöngvari þar
til söng'skem'mtunar. 22. júní hélt
kirkjukórinn á Sauöárkróki þar
söngeikemmtun. 8. júlí hélt Sinfón-
íuhljóunsiveitin þar hljómleika. 13.
júlí var sýnd þar revían Gullöld-
in ökkar“ og hinn 14. sýndi nonski
leikiflokkurinn Brúðuiheimilið. —
Flestar þesar samko-mur hafa ver
ið vel sóttar og sumar ágætlega.
íslendingar sækja
alþjóðamót skáta
í Englandi
I byrjun næsta mánaðar verður
Alþjóðamót skáta haldið í Eng-
landi. Héðan fara bæði kven- og
karlsktátar til þátttöku í mótinu og
fara skátarnir utan með Viscount
flugvéluim Flugtfélags íslands til
Glasgow. Þaðan fara svo stúlkura
ar með bilum til Edinborgar og
þaðan fUigleiðis til London. Pilt-
arhit fara Hugleiðis frá Glasgow
tii Birmihgham, en þeirra hluti
mótsins er haldinn þar.
fossi, Geysi, Skálholti =—=
og Þingvöllum, sunud. ==
kl. 9. Fararstjóri Karl = :
Guðmundsson. ===
s |Pl
N.s. Droonlng
Alexandrine
fer til Færeyja og Kaup-
mannahafnar, laugardaginn 3.
ágúst. Pantaðir farseðlar ósk-
ast greiddir fyrir 26. þessa
mánaðar, eftir þann tíma
verða ósóttar pantanir seldar,
ef nauðsyn krefur.
Skipaafgreiðsla Jes Zimsen
Erlendur Pétursson,