Tíminn - 26.07.1957, Blaðsíða 4
4
T f HII N N, föstudagina 26. júlí l!)5t*
Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn.
Eitstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb)
Skrifstofur í EdduMsinu við Lindargötu
Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304,
(ritstjórn og blaðamenn).
Auglýsingasímn 19523, afgreiðslusími 12323
Prentsmiðjan EDDA hf.
Stjómarandstaða í launsátri
EKKI kemur svo út blað
af Morgunblaðinu að þar sé
ekki rætt um farmannaverk-
fallið á mörgum stöðum. Um
það er fjallað í ritstjórnar-
greinum og fréttum. Stund-
um er allt í einum graut,
svokallaðar fréttir af deil-
unni og hugarþel ritstjórnar
innar. En þótt mörg sé þann
ig holan í „stærsta blaði lands
ins“ er maturinn æ hinn
sami. Verkfallsskrifin öll á
sömu bókina lærð, enda und
an sama rifi runnin. Ríkis-
stjórnarinnar er minnzt í
hverju skrifi, og ætíð með
sama hætti: Verkfallið er
henni „að kenna“, það er
„hennar að leysa“ það og
drátturinn er „henni til
skammar“. Þannig er tung-
unni tamast það, sem hjart-
anu er kærast í Morgunblaðs-
höllinni.
EN lesendur blaðsins og
aðrir landsmenn spyrja: Eru
ekki aðrar hliðar á þessu
verkfallsmáli, hvað sem líð-
deilu Morgunblaðsmanna við
ríkisstjórnina, sem raunar er
af allt öðrum toga spunnin og
málinu óskyld. Hvernig er
komið hag þess þjóðfélags,
sem horfir upp á það vikum
saman, að fámennur hags-
munahópur, sem yfirleitt hef
ur setið við sældarkjör, skuli
þannig geta vegið að atvinnu
lífi allrar þjóðarinna og ruðst
inn á hvert heimili landsins
með kröfur sínar og sérhags
muni? Þessi spurning sækir
á hvern mann, sem hugsar
um framtíð þjóðfélagsins,
hugsar sem sagt lengra en
Morgunblaðið, sem sér ekki
komandi dag fyrir ofstæki og
heift nú í dag. Það er ljóst,
að þær aðferðir, sem í gildi
eru hér á landi til að semja
um kaup og kjör stétta og
starfshópa eru úreltar, ófull-
nægjandi, óréttlátar og stund
um beinlínis þjóðhættulegar.
Þetta er ekki ný bóla, en hef
ur aldrei verið augljósari en
síðan yfirmannaverkfallið
stöðvaði kaupskipaflota lands
manna. Tilefni þessarar deilu
mun vera óánægja lægst laun
uðu yfirmannanna með kjör
sín. Kunnugir telja, að þar
hafi verið þörf lagfæringar,
og eflaust er, að samkomulag
um slika lagfæringu hefði
þegar náðst, ef allt hefði ver
ið með eðlilegum hætti. En
hvað gerizt svo? Þótt með
þetta stórmál sé farið sem
launungarmál, og fólk fái
lítið að vita um hinar raun
verulegu kröfur, virðist samt
liggja fyrir, að kröfurnar ná
yfir miklu víðtækara svið en
þessa lagfæringu. Þeir, sem
mest hafa, vilja líka fá mik-
ið herfang úr búi þjóðarinn-
ar. Þegar tregða er á því að
framselja herfangið, er
hvergi undan slegið, og hver
tillaga um miðlun og sætt kol
felld. Þessar aðfarir 1 hópi yf
irmanna annars vegar og sig-
urfregnir Morgunblaðsins
hins vegar, eru svo hluti af
sömu mynd í sömu umgerð.
Þótt verkföll fámennra hags-
munahópa, sem gegna trún-
aðarstöðum fyrir þjóðfélagið
allt, séu sjaldan réttlætan-
leg og oft hættuleg, kastar þó
tólfunum þegar pólitískir
glæframenn komast í spilið
og haga sér eins og þeir
haldi á trompunum, en þjóð-
in öll sitji með hunda eina
og megi hafa sig hæga. En
þannig virðist umhorfs nú í
kappliði yfirmanna á kaup-
skipunum þegar búið er að
styrkja það með sveit Morg-
unblaðsmanna, sem í upp-
hafi blésu að glæðunum, en
hælast nú um orðinn hlut og
reyna að svíkja lit 1 stjórnar
andstöðunni með því að
spila úr launsátri pólitískrar
verkfallsbaráttu.
Á ÁRINU 1955 fullyrti
Mbl. að kauphækkun, sem
ekki hvíldi á aukinni getu at-
vinnuveganna, væri „bölv-
un“. Það er hollt fyrir lesend
ur blaðsins að bera þá kenn-
ingu saman við skrifin í dag.
Verkfall fámenns starfshóps,
og glæfraspil pólitískra
spekúlanta, er þjóðinni allri
áminnig um hættulegt á-
stand.
Örlög gerðardómstillögunnar
í TILLÖGU þeirri um
gerðardóm, sem samninga-
nefndin í yfirmannaverkfall-
inu lagði fram, voru nokkur
akvæði, sem ástæða er til að
vekja athygli á. Samkvæmt til
lögunni skyldi gerðardómur-
inn eigi ganga skemmra en
sáttatillaga sú, sem aðilav
felldu með atkvæðagreiðslu
fyrrihluta mánaðarins, en þó
að viðbættri nokkurri kaup-
hækkun umfram þá, sem
mun hafa verið ætluð lægst
launuðu yfirmönnunum í
sáttatillögunni. Þetta var önn
ur hlið málsins. Hin hliðin
var svo það ákvæði, að ekki
skyldi bætt meiru ofan á
þetta lágmark í væntanlegum
gerðardómi en kröfum í 17
liðum, sem farmenn höfðu
lagt fram. Þarna var hámark
ið, og virðist allhátt sett, þótt
ekki sé hér á öðru að byggja
í frásögn en þeirri staðreynd
að kröfurnar eru hvorki fleiri
né færri en 17 talsins.
Gunnar Leistikow: Deilur um hæstarétt Bandaríkjanna II.
Hæstiréttur sýknar 5 kommúnistafor-
ingja og lætur taka mái annarra upp
í fyrrihluta þessarar grein-
ar er birtist í blaðinu í gær
var rætt um hæstaréttardóm
er hnekkti rannsóknum þjóð-
þingsins. Hér á eftir verður
sagt frá tveimur dómum öðr-
um er einnig hafa vakið
mikla eftirtekt í Bandaríkj-
unum og víðar um lönd, og
eru þeir báðir kveðnir upp
yfir kommúnistum.
Annar dómurinn snýst um 14
starfsmenn kommúnistaflokksins
sem allir höíðu verið dæmdir til
refsingar samkvæmt hinum svo-
I nefndu Smith-lögum frá 1940. Að
vísu banna þessi lög hvorki komm-
únistaflokkinn nó nokkurn flokk
annan, en í þeim er reynt að gera
kommúnistum, fasistum og öðrum
einrœðissinnum lífið brogað með
því að leggja refsingu við eftirfar-
andi athæfi:
I 1) að reka áróður fyrir að
steypa ríkisstjóm Bandarikjanna j
með valdi eða ofbeidi.
I 2) að skipuleggja eða hjálpa til
að skipuleggja samtök er reka á-
róður fyrir slíkri uppreisn.
| 3) að vera meðlimur einhverra
slíkra samtaka vitandi urn tilgang
þeirra.
Með öðrum orðum: kommúnista-
fiokkurinn er ckki bannaður sjálf-
ur, en allt kommúnistískt starf er
ólöglegt, jafnvei það eitt að vera
félagi í flokknum, þ. e. a. s. ef
manni er ljóst að ílokkurinn stefn-
ii' að því að steypa stjórninni af
stóli.
Samkvæmt þessum lagaákvæðum
var forustulið kommúnistaflokks
Bandaríkjanna dæmt í sektir og
fangelsisvist árið 1949, og siðan
hæstiréttur staðfesti þennan dóm
1951 hafa 89 starfsmenn flokksins
verið dæmdir til viðbótar og 56
kærðir. Mál 14 af hinum 89 hafa
nú komið fyrir hæstarétt.
Kommúnistar sýknaðir
Það kom öilum á óvart að æðsti
dómstóll landsins kvað nú ekki
upp sama úrskurð og 6 árum áð-
ur. 5 sakborninga voru nú sýkn-
aðir en fyrirskipað að mál hinna
9 skyldu tekin upp á nýjan leik.
Forsendur dómsins eru ailtof
flóknar til að unnt sé að gera grein
fyrir þeim hér. Eitt atriði má þó
nefna: þar er gerður skýr grein-
armunur á að óska þess að stjórn-
inni sé steypt af stóli og telja
það rétt fræðilega annars vegar og
hins vegar að gera raunverulega
tilraun til að framkvæm,a það.
jRétturinn telur aðeins hið síðar-
talda athæfi refsivert, og þar sem
byltingarástand hefir ekki ríkt í
Bandaríkjunum í margar kynslóð-
ir hafa hinir örfáu komrnúnistar,
Hiíiir nýju hæstaréttardómar tryggja írelsi ein-
staklingsins gagnvart ríkisvaldinu og koma í
veg fyrir misferli í dómsmálum
þessari byggingu er hæstiréttur BandaríKjanna til húsa.
sem þar cru cftir, að sjálfsögðu
ekki gert tilraun til að hrifsa
völdin í sínar hendur með ofbeldi.
Og flokksbundnir kommúnistar eru
ekki margir í Bandaríkjunum;
þeim hefir á fáum árum fækkað
úr 100.000 niður í 17.500.
En við lestur dómsins virðist
manni sem annað og mannlegra
sjónarmið leynist að baki hinnar
fræðilegu hliðar málsins. Það er
eins og dómararnir segi: Það er
ekki hægt að vera að ofsækja þessa
vesalinga lengur. Þeir eru engan
veginn hættulegir Bandaríkjunum
lengur, hafi þeir þá nokkru sinni
vcrið það. Og hin pólitíska sértrú
þeirra á sér engar framtíðarvonir
i Bandaríkjum nútímans.
Þagnarskylda FBI
í þriðja málinu sýknaði hæsti-
réttur verkalýðsleiðtoga að nafni
Clinton Jencks sem dæmdur hafði
verið fyrir meinsæri, en hann hafði
svarið að hann væri ekki komm-
únisti. Hann var dæmdur sam-
kvæmt líkum er byggðust á skýrsl-
um FBI, en hvorki hann né verj-
andi hans höfðu fengið að sjá
þessar skýrslur. Hæstiréttur taldi
þetta óleyfilegt, og úrskurðaði
hann að slík mál ætti að láta nið-
ur falla vegna skorts á sönnunar-
gögnum, ef FBI treystist ekki til
að veita hinum ákærða aðgang að
viðkomandi skýrslum.
Þessi dómur vakti af skiljanleg-
um ástæðum enn meiri athygli en
báðir hinir til samans. Eðlilegt er
aö FBI hafi yfir ýTnsum upplýs-
ingum að ráða sem ekki cr hægt
að gera opinberar. Af þessum á-
stæðum hefir ákæruvaldið eftir
dóm hæstaréttar neyðzt til að
fresta ýmsum málsóknum, bæði
pólitiskum málum og glæpamálum,
er byggjast á slíkum sönnunar-
gögntim.
Auðsætt er að við svo lniið má
ekki standa, og því er nú í undir-
búningi lagasetning er á að finna
hinn gullna meðalveg. Annars veg-
ar \-erður að virða þagnarskyidu
leynilögreglunnar, á hinn bóginn
má heimila dómurum að vcita verj-
endum hinna ákærðu einhvern að-
gang að þeim skýrslum er ákærurn
ar byggjast á.
Staðfesfing á frelsi
Fyrri hæstaréttardómarnir tveir
hafa fyrst og fremst vakið reiði
þeirra aðila er þeir bitnuðu á:
rannsóknarnefndar þjóðþingsins í
(Framhald á 7. síðu).
'&AÐSroFAN
ÞAÐ liggur nú fyrir að yf-
irmenn höfnuðu þessari mála
miðlun, sem gaf þeim þó mik
ið svigrúm. Hin einhliða neit-
un vakti furðu áhorfenda út í
frá. Á einum stað var ekki
furða heldur fögnuður. Morg
unblaðið setti upp ,sigurfrétt‘
undir stórri fyrirsögn. Stolt
ið leyndi sér ekki. Farmenn
voru „einhuga" um að neita
þessari sáttaleið, kvað blaðið.
Þannig var söngurinn á efri
nótunum í gær. Vísir kom svo
með neðri röddina og varði
rúmi til að rægja sáttatillög-
una síðustu en ekki til að
skýra hana. Þessi meðferð á
skynsamlegri tilraun til lausn
ar miklu vandamáli varpar
enn ljósi á þær aðfarir, sem
hafðar eru í frammi gegn
þjóðfélaginu af harðsvíraðri |
hagsmuna- og valdastreitu- í
klíku. . i
ÞeysireiS litil skemmtiferS.
RYKMÖKKURINN hefir stigið til
himins frá fiestum þjóðvegum
landsins síðustu vikurnar. Það
er fyrst þessa síðustu daga, sem
regnið hefir bælt hann undir sig
og þó aðeins um sunnan- og vest-
anvert landið. Fyrir norðan og
austan leggur mökldnn inn með
hlíðum, yfir tún og engi og er til
angurs fyrir bændur jafnt sem
bílstjóra. En við þessu er vist
ekkert að gera. í þurrviðrum sum
arsins kemur mökkur undan um-
ferðinni og umferðin verður ekki
stöðvuð. Hún eykst með ári
hverju. Nú ekur maður varla
langan spöl s\'o að ekki sjáist
fleiri en ein bifreið á ferð. Það
er af sú tíðin, að maður fór hálf
an daglnn án þess að mæta bil.
Slikt gat hont fyrir fáum árum
á Austurlandsvegi, t. d. á leiðinni
frá Möðrudal niður á Jökuldal.
En fólkið vili sjá landið og gerir
það lika á nýju fararskjótunum.
En margur fer hratt yfir að því
er virðist, og sér í rauninni iítið
nema rylonökkinn undan bíl ná-
ungans. Þeyaireið í miUi iands-
fjórðunga er ekki lengur orðin
nein skemmtiferð.
Allt breytist — nema ræsin.
ÞRÁTT FYRIR mikla umferö eru
þjóðvegimh- furðanlega góðir og
virðist viðhald á helztu leiðum
hafa verið í góðu lagi i sumar.
Einn er þó Ijóður á vegum okk-
ar annar en ryk, ójöfnur og
grjótflug: Ræsin. Með aukinni
umferð verða þau hættulegri, og
mildi er, ef ekki verður stórslys
\nð eitthvert ræsið áður en langt
um Jíður. Vegimir hafa breikkað
og kantamir hafa styrkzt, en ræs
in eru allt of víða þau sömu, til
mikiHa muna mjórri en vegurinn
— hættuleg skörð beggja vegna,
s«m geta orðið ferðamönnum að
fjörtjóni.
VarúS ferðamanna deyfð.
FYRIR NOKKRUM árum var
hafizt handa um það að merkja
þessi ræsi, setja spýtur með rauð
um toppi við veginn, þar sem
hætta var á ferðum. Þetta var
gert í einstökum vegáhmdæm-
um, t. d. allvel í Borgarfirði, ann
ars staðar slælega eða ekki, t. d.
í Eyjafirði. Auðvitað hefði þetta
átt að vera samræmd aðgerð,
eJcki háð duttlungum verkstjóra
á þessum stað eða hinum. Samt
var þetta til bóta og er . það
enn. Nú blasir hins vcgár við,
að þessi merki eru víða fallin, og
þá er um leið deyfð varúð bíi: 1 jóra
sem ætla, að merki séu við hin
hættuiegustu ræsi. Nú í vikunni
bíasti við hvar mörg ræsi í Borg-
arfirði voru ómerkt, og lá við
slysi við sum þeirra. Þessu þarf
að kippa í lag. Og svo þarf að
endurbyggja mikinn fjölda ræsa
á næstu árum. Það er ein ..liiil
allra nauðsynlegasta vegafram-
k\’æmd á helztu leiðum nú á
næstunni. — Flnnur.
/