Tíminn - 03.08.1957, Síða 1

Tíminn - 03.08.1957, Síða 1
limar TÍMANS eru nú: Ritstjórn og skrifstofur 18300 RlaSamenn eftir kl. 18: 18301 — 18302 — 18303 — 18304 41. árangur. Reykjavík, laugardaghm 3. ágúst 1957. Auglýslngaslml TlMANS «r núi 1 95 23 Afgrelðslusimi TÍMANS: 1 23 23 170. blað. Þessar myndir voru teknar við Reykjavíkurhöfn í gær. Á efri myndinn er veriS a3 skipa vörum út í Heklu, sem heldur nú á hafnir landsins meí vörur, sem vönturi var orðin á. Á neðri myndinni er verið að skipa vörum út í Gullfoss, sem sigldi í gærkvöldi til Leith í aukaferð. — Ljósm.: J.H.M Sameiginlegar tillögur vesturveldanna um afvopnun: Öil Bandaríkin, Sovétríkm og Kan- ada verði undir nákvæmu eftirliti Sorin tekur heldur kuldalega í tiílögurnar, en segir, að þær verði rækilega athugaðar NTB —Lundúnum, 2. ágúst. — John Foster Dulles utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna lagði fram á fundi afvopnunar- nefndar S.Þ. sameiginlegar tillögur vesturveldanna um eftir- lit með vopnabúnaði bæði á jörðu niðri og úr lofti. Er Sovét- ríkjunum gefinn kostur á að velja milli tveggja svæða, er komi undir slíkt eftirlit og tekur annað þeirra til Banda- ríkjanna allra, Kanada og Sovétríkjanna. DulSes „fáfróðuru um uppreisnina í Oman NTB—LUNDÚNUM, 2. ágúst: ~ Enskar flugvélar hafa í dag hald ið uppteknum hætti og gert ú- rásir á stöðvar uppreisnarmanna í Oman. Hafa þær einkuni rúð- izt á flutningatæki þeirra, svo og kofa þeirra og tjöld. Segja Bret- ar, að nú hafi Imamen aðeins fylgi eins ættarhöfðingja. Dulles sagði fréttamönnum í kvöld, að hann hefði rætt laus- lega um uppreisnina við utan- ríkisráðherra Breta. Hann kvaðst þó ekki vita nægilega um mála- vexti til þess að hann gæti tekið afstöðu með eða móti um íhlut- un Breta, cn kvað Bandaríkja- stjórn vona, að hún tæki enda sem fyrst. Ægir fann síld ut af Siglufirði Samkvæmt fregnum, sem bár- ust frá síldarleitárskipinu Ægi í fyrrakvöld, fannst mikil síld 50 —60 sjómílur út af Siglufirði og eins virtist mikið af átu vera þar í sjónum. Fá skip voru þá á þessum slóð um, en skip, sem komust þang- að síðar, urðu ekki síldar vör, þannlg, að hægt væri að veiða. Hitt svæðið, sem gefinn er kost ur á í þessum tillögum, nær til heimskautasvæðanna nor'ðan heim skautsbaugs og verða þó einnig Al- eutaeyjar og Kurilaeyjar þar með taldar. Eftirlit í mestallri Evrópu. Fallist Sovétríkin á eftirlit eins og gert er ráð fyrir í annarri hvorri þessari tillögu, eru vestur- veldin reiðubúin til að taka upp samninga við Sovétríkin um eítir- lit með sama hætti í Evrópu allt frá írlandsströndum til Úralfjalla eða á takmarkaðra svœði, ef Sovét- stjórnin teldi það aðgengilegra. Skilyrði fyrir slíku eftirliti, er þó af hálfu vesturveldanna, að Sovót- ríkin fallizt á aðra hvora tillöguna er fyrst voru nefndar. Vesturveld- in taka og fram, að slíkt eftirlit sé háð samkomulagi viðkomandi ein- stakra ríkja, en jafnframt segir, að bandamenn þeirra í V-Evrópu séu í meginatriðum sammála þeim tillögum, sem fram hafi verið lagð ar. Hvað gera Sovétríkin? Sorin, fulltrúi Sovétrfkjanna í nefndinni, tók til máte á eftir Dulles og gagnrýndi tillögurnar allharðlega. Hvað hann vesturvekl- in sniðganga kjarna málsins, sem væri algert bann við kjarnorku- og vetnisvopnum. Hann spurði hvers vegna Dulles hefði ekki not- að færið tfl þess að ræða við utan- ríkisráðherra allra ríkjanna, sem sæti eiga í afvopnunarnefndinni? Hann kvaðst þó ekki hafna þess- um tillögum. Þær myndu i/erða vandlega athugaðar. Fréttaritarar segja, að erfitt sé að spá um, hvernig Sovétleið- togarnir bregðizt við þessum nýju tillögum, en flestir virðast þó þeirrar skoðunar, að þcir muni hafna þeim. Á vesturlöndum mælast þessar nýju tillögur vel fyrir yfirleitt. Talsmaður frönsku stjórnarinnar lét svo unimælt í dag, að þær væru eilt merkasta skrefið, sem stigið hefði verið frá lokum seinni heimsstyrjaldar til þess að vernda heimsfriðinn. ,4ukaútsvar“ Heykjavíkuríhaldsins á dagskrá: Fulltrúar minnihlutaflokkanna biðjá félags- málaráðuneytið að skerast í leikinn Mikil önn við höfnina, skipin tínast út og eðlilegar siglingar hefjast Við Reykjavíkurhöfn var starfsamt í gær, unnið við mörg skip, og í gær létu fvrstu skipin úr höfn. Gullfoss fór í auka- ferð til Leith og Fjallfoss hélt til útlanda. Hálfri stundu eftir að verkfallinu var aflýst var farið að undirbúa losun HamrafeOJs. Dælt var úr skipinu upp í geyma í Örfirisey, og síðan losar það einn ig í Skerjafirði og við Laugarnes. Á mánudaginn heldur Hamrafell til Rússlands til að sækja nýjan farm. Eina Sambandaskipið, sem er í Reykjavíkurhöfn, er þar í vélarviðgerð en byrjar olíuflutn- inga sína eftir helgina. Á Reyðar- firði lágu Ilvassafell og Dísarfell, sem héldu úr höfn í gær og fara á ýmsar hafnir austan lands og norðan og taka 16 þús. tunnur af saltsíld til Finnlands. Helgafell Iá á Akureyri og fór til Dalvíkur, los ar timbur á nokkrum höfnum og kemur svo hingað suður og losar hér. Arnarfellið var einnig á Ak- ureyri og hélt í gær til útlanda að sækja timburfarm. Strandferðaskipin Hekla og Esja voru að búast til ferðar og lesta vörur til flutnings út á land. Breiðarnar fara eftir helgina. Helztu atriði samniuganna. Eins og skýrt var frá hér í blað inu í gær, náðist samkomulag i deilunni á grundvelli þeirra kaup hækkana, sem boðnar voru í síð- ustu tillögu sáttanefndarinnar, en þó hnikað lítillega til í lokasamn- ingum, yfirleitt til hækkunar. Skip stjórar fengu enga grunnkaups- hækkun en lcngd sumarfrí og land gönguíé þeirra var hækkað um 200 kr. án vísitölu. Fyrstu stýrimenn fengu nokkra grunnkaupshækkun eða 7—9,5%, og 2. stýriníenn fengu 10—12% hækkun, og 3. stýrimenn 12% hækkun. Allir vélstjórar fengu liækkaða {Framhald á 2. síðuj Biðja rátSuneytií aí rannsaka og úrskuríJa um lögmæti umframálagningarinnar og koma fram lei&réttingu meÖ lögmætum aftgertSium Fulltrúar minnihlutaflokkanna í Reykjavík hafa nú skrif- að félagsmálaráðuneytinu bréf, þar sem þess er óskað að ráðuneytið taki til meðferðar umframálagningu bæjaryfir- valdanna á útsvarsgreiðendur í Reykjavík, en hún nemur sem kunnugt er, sjö milljónum króna, rannsaki og úrskurði um lögmæti hennar og komi fram leiðréttingum með lög- mætum aðgerðum. Bréfið er svohljóðandi: „Rcykjavík, 2. ágúst 1957. Hinn 20. desember 1956 sam- þykkti bæjarstjórn Reykjavíkur fjárhagsáætlun Reykjavíkurkaup- staðar fyrir árið 1957. Samkvæmt henni nam fjárhæð áællaðra út- svara skv. útsvarslögum kr. 181. 305.000,00 auk 5—10%. Var þar um að ræða mjög mikla hækkun útsvara frá fyrra ári og um 60% hækkun miðað við með- altal útsvara áranna 1954—1956. Þurfti því staðfestingar félagsmála ráðuneytisins á áætlunarfjárhæð- inni skv. 3. gr. úlsvarslaganna. Sótt var um þá staðfestingu hinn 16. janúar 1957. Með bréfi hins háa ráöuneytis dags 1. júlí s. 1. samþykkti ráðuneytið, „að útsvör- in mættu verða svo sem gert er ráð fyrir í áætluninni kr. 181.305. 000,00“, eins og segir í bréfinu. Þegar aðainiðurjöfnun lauk hinn 10. júlí s.l. og skrá um niðurjöfn- unina var lögð fram, kom í ijós, að jafnað hafði verið niður kr. 206.374.350,00 eða kr. 6.938.850,00 umfram samþykkt bæjarstjórnar og heimild í staðfestingarbréfi hins háa ráðuneytis. Skrá um að- alniðurjöfnunina hefii- legið frammi í 2 vikur eftir að niður- jöfnun lauk og rann kærufrestur út á miðnætti aðfararnótt 29. júlí s. i. Þar sem meirihluti bæjarráðs Reykjavíkur hefir ekki viljað hlut- ast til um að aðalniðurjöfnuninni frá 10. júlí s. 1. verði breytt og hún leiðrétt þannig, að heildarfjár hæð álagðra útsvara í Reykjavík 1957 verði innan___lögleyfðra og heimilaðra marka, kr. 199.435.500, 00, leyfum vér undirritaðir bæjar- fúlltrúar oss hér með að snúa oss til hins háa ráðuneytis með þá beiðni, að ráðuneytið ranasaki miálið, úrskurði um lögmæti greindrar umframálagningar og komi fram leiðréttingu með lög- mæltum aðgerðum. Virðingarfyllst, Gúðmundur Vigfússon, Þórður Björnsson, Ingi R. Helgason, Alfreð Gíslason, Petrína Jacobsson. Til félagsmálaráðuneytisins." Rétt er að taka það fram, að aðalfulltrúi Alþýðuflokksins, Magn- ús Ástmarsson, er erlendis, og varamaður hans, Óskar Hallgríms- son, einnig, og gátu þeir þvi ekki staðið að þessu bréfi með hinum minnihlutaflokkunum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.