Tíminn - 03.08.1957, Side 6
6
T í M IN N, laugardaginn 3. ágúst 1957,
Útgefandl: Framsóknarflokkurinn.
Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinstoi (áb)
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304,
(ritstjórn og blaðamenn).
Auglýsingasímn 19523, afgreiðslusími 12323
Prentsmiðjan EDDA hf.
---------------------------------------
Við !ok verkfallsins
Skáld í skugga kommúnisma
Howard Fast hafði gengið erinda komménista í 15 ár,
en sagði skilið við \á eftir uppljéstanir Kmsjeffs og
Ungverjalandsmálin í fyrra — Hann var, fram ti!
þess tíma, dáðnr af kommónistnm víSa um lönd, m.
a. hér á landi og var framhaldssögtihöf. Þjéðviljans
VERKFALL yfirmanna á
kaupskipunum stóð í 46 daga
og það var a.m.k. 40 dögum
lengur en eðlilegt var, miðað
við þau úrslit, sem nú eru
orðln. Samningarnir sem
undirritaðir voru í fyrra-
kvöld, eru í aðalatriðum
byggðir á sáttatillögum
nefndar þeirrar, er vann að
lausn deilunnar, og eru víðs
fjarrl þeim kröfum, sem
settar voru fram í upphafi.
Eitt af því sem torveldar
eðlilega lausn ágreinings um
kaup og kjör, er sú starfs-
aðferð, sem setja upphafleg-
ar kröfur langtum hærri og
meiri en ætlunin er að sam-
þykkja að lokum. Þetta verk
lag var haft í farmannadeil- -
unni. Það sem gerði þessa
starfsaðferð sérstaklega ó-
heppilega í þetta sinn, var
pólitísk afskipti Sjálfstæðis-
flokksins af verkfallinu. —
Fyrir atbeina og hvatningu
flokksforustunnar, var staðið
miklu lengur á óbilgjörnum
kröfnm en venjulegt er, þeg-
ar slíkar deilur eru uppi, og
á hinu leitinu gerðu nokkrir
foringjar Sjálfstæðisflokks-
ins sitt til að fyrirbyggja að
áhrifamesti aðili útgerðar-
innar gengi til móts við eðli-
legar og réttmætar kröfur
yfirmanna, t.d. í sambandi
við stofnun lífeyrissjóðs til
j afnræöis við önnur útgerðar
fyrirtæki. Með þessu athæfi
tókst foringjum Sjálfstæðis
flokksins að spilla því, að
samkomulag næðist í deil-
unni þegar í upphafi. Til-
gangurinn er fyrir löngu
auðsær öllum landslýð. Það
var ætlun stjórnarandstöð-
unnar að reyna að setja fót-
inn fyrir ríkisstjórnina með
þessum hætti. Þetta var
framlag þeirra „hörðu“ á
þessu sumri til að „vemda
þjóðarhag".
Þ JÓÐSKEMMD ARSTARF
SEMI nokkurra foringja
Sjálfstæðisflokksins í verk-
fallsmálinu mun.lengi í minn
um haft. Löngu eftir að verk
fallsmálin eru af dagskrá í
almennum umræðum munu
landsmenn verða varir við
þessa starfsemi Sjálfstæðis-
foringjanna i atvinnurekstri
sínum og daglegum athöfn-
um. Iðnaðinn skortir hrá-
efni vegna hins langvinna
verkfalls, byggingar tefjast
vikum saman, ýmis byggðar
lög þurfa að leggja í auka-
kostnað til að ná til sín eðli-
legum birgðum fyrir vetur-
inn. Útflutningsverzlunin
stöðvaðist að verulegu leyti,
en af því sprettur gjaldeyris-
skortur, sem hefur áhrif á
eðlilega verzlun um land allt.
Meira að segja farmennirnir
sjálfir munu lengi finna til
þess, að pólitískir glæfra-
menn höfðu hagsmunamál
þeirra að leiksoppi vikum
saman. Þeir hafa beðið tjón
af langvinnu verkfalli. Allir
hafa tapað, þegar upp er
gert; Moirgunbl.menn geta
að lyktum ekki einu sinni
státað af því, að þeim hafi
tekizt að veikja rikisstjórn-
ina með þessum aðförum.
Þeir hafa þvert á móti styrkt
hana í sessi, því að fleiri
landsmenn en nokkru sinni
fyrr sjá nú hvernig peninga
kóngar höfuöstaðarins leika
sér með hagsmuni þjóðar-
innar og beita fyrir sig póli-
tískum samtökum Sjálfstæð
ismanna. Þeirri skoðun vex
líka fylgi um land allt, að
þessar aðfarir sýni og sanni,
að verkfallsmálin í þjóðfé-
laginu séu komin út í öfgar
og ógöngur, og við svo búið
megi ekki standa lengur.
Liggja nú fyrir samþykktir
verkalýðsfélaga, sem ganga
í þá átt. Hefði slíkar sam-
þykktir þótt tíðindi fyrir fá-
um árum.
ÞAÐ er þá líka auðséð
af skrifum Morguntalaðsins,
að innstu kopparnir þar ótt-
ast, að verkfalls- og skemmd
arbarátta þeirra verði stöðv-
uð í framtíðinni með heil-
brigðu viðhorfi stéttarfélag
anna. Um þetta birtíst ákaf-
lega athyglisverð ritsmíð á
fréttasíðu Mbl. s.l. fimmtu-
dag, daginn, sem verkfallið
leystist. Er hún öll með
eyrnamarki aðalritstj órans,
enda er hann helzti verk-
fallsforkólfurinn. Þessi
grein, sem er í rauninni eng-
in fréttaerein, þótt tyllt sé
upp á fréttasíðu til blekk-
inga, hefir það hlutverk að
draga úr áhrifum samþykkt
ar þeirrar, er öll verkalýðs-
félögin á Akureyri gerðu
um farmannaverkfallið. í
þeirri samþykkt var minnt
á, að það er stefnumál þeirra
stéttafélaga, sem hægt er að
kalla verkalýðsfélög, að hafa
samvinnu við ríkisvaldið um
kaupgjaldsmálin. Þar er og
skörulega rætt um þá blekk
ingu, að kenna fámenn stétt
arfélög hálaunaðra manna,
sem ekki eru í Alþýðusam-
bandinu, við verkalýðshreyf
ingu almennt. Er og á það
minnt, að svo geti farið, að
rikisvaldið geti ekki horft
aðgerðarlaust upp á verk-
fallsaðgerðir slíkra aðila, og
af öllu saman geti hlotizt hið
mesta tjón fyrir verkalýð- j
inn sjálfan. Þessi orð létu 1
illa í eyrum í Morgunblaðs-
höllinni, og ráðsmennirnir j
þar lögðu sig því fram um að
draga úr áhrifum þeirra. í
„fréttagreininni" á fimmtu- <
daginn, er reynt að færa
sönnur á, að þeir, sem sam-
þykktina gerðu, hafi í raun-
inni ekki verið fulltrúar
verkalýðsins, þetta hafi að-
eins verið „tuttugu manna
fundur tiu félagssamtaka".
Tónninn er sá, að ekkert sé
með svona samþykktir ger-
andi.
HEILBRIGT viðhorf
verkalýðssinna til kaup-
gjalds- og deilumála, þykir
því ekki lengur góð tíðindi
í Morgunblaðshöllinní.„Öðru
vísi mér áður brá“. Á árinu
1955 sagði Mbl., að kaup-
hækkanir án sambands við
Otal margir rithöfundar og
andans menn í Evrópu og
Ameriku sem og í öðrum
heimsálfum hafa á einhverj-
um tíma hrifizt af kenning-
um og hugsjónum kommún-
ista. Sumir hafa gengið
kommúnistum á liönd, verið
tryggir fylgismenn flokksins
lengri eða slcemmri tlma —
aðeins til að vakna upp við
vondan draum einn góðan
veðurdag þegar þeim varð
Ijóst hvað leyndist að baki
hugsjónagrimunni: blygðun-
arlaust ofbeldi, einrœði og
kúgun. Margir þessara manna
hafa síðan snúizt gegn komm-
únismanum, reynt að forða
öðrum frá aö lenda í sömu
villu og þeir sjálfir.
Hægt er aö nefna ótal dæmi
þessara manna: Upton Sincl-
air, André Gide, Arthur
Koestler, Jean-Paul Sartre —
þetta eru nöfn nokkurra
hinna frægustu, nöfn manna
sem allir kannast við. í vetur
sem leið bættist enn einn í
þennan hóp, ameríski rithöf-
undurinn Howard Fast og
hafði þá fylgt kommúnistum
dyggilega að málum heil
fimmtán ár. Bækur hans hafa
verið þýddar viða um lönd, og
njóta þær m. a. mikilla vin-
sælda í Sovétríkjunum. Einar
tvær taækur Fasts munu hafa
verið gefnar út á íslenzku.
Rithöfundur, sem snýr
baki við kenningu er hann
hefur léð áralangt fylgi
lætur sér ekki nœgja að
snúa við og spdsséra burt
eins og ekkert haji l skor-
izt. Hann hlýtur að glíma
við þá spurningu hvernig
þetta gat gerzt, hvemig
draumur hans molaðist.
Getur skapandi listgáfa
ekki lifað og þróast í þjóð-
félagi sósíalisma? Getur
rithöfundur sinnt köllun
sinni undir stjórn komm-
únismans? Er ekki frelsið
listamanninum höfuðnauð-
syn, þarfnast hann þess
ekki jafnvel enn fremur en
aðrir menn?
Þessar spurningar og ótal
aðrar hlýtur rithöfundur sem
stendur í sömu sporum og
Howard Fast nú aö glíma við.
Bréfaskipti, sem vöktu
athygli.
Ýmsir íslendingar munu
kannast við rússneska rithöf-
undinn Boris Polevoi. Hann
afkomu atvinnuveganna
væri „bölvun“. Þegar verka-
lýðssamtök þokast inn á það
sjónarmið, rýkur upp Mbl.,
og telur að slíkt sé að engu
hafandi. Þannig lauk af-
skiptum Mbl. af 46 daga
verkfalli yfirmanna á kaup-
skipunum. Upphafið var,
þegar blaðið hældist um fyr
ir að handlangarar flokksins
hefðu átt meginþátt í að
samningum var sagt upp. í
milli þessara tveggja endi-
marka má skemmdarstarfið
heita óslitið. Verður það í
minni manna og til umræöu
næstu vikurnar.
Grein þessi birtist í New
York Times Magazine fyrir
nokkru. Inngang ritar hinn
kunni blaðamaður og Rúss-
landssérfræðingur Harrison
E. Salisbury, en meginefnið
er bréfin, sem fóru í milli
þierra Fasts og Polevoi. How-
ard Fast lét bíaðið hafa bréf-
in til birtingar.
hefur samið nokkrar skáld-
sögur sem njóta mikilla vin-
sælda í Sovétríkjunum, og eru
raunar kunnar víðar um lönd.
Hann er ritari rithöfunda-
sambands Sovétríkjanna og
nokkur áhrifamaður í komm-
únistaflokknum. Þeir Polevoi
og Fast eru vinir, hafa skipzt
á bréfum um langt skeið, og
eitt sinn hittust þeir augliti
til auglitis. Það var er Polevoi
kom í heimsókn til Banda-
ríkjanna árið 1955.
í febrúar í vetur sagði Fast
skilið við kommúnista og lýsti
því yfir í viðtali við The New
York Times. Skömmu síðar
sendi hann Polevoi orð um
þessa ákvörðun sina fyrir til-
stilli annars sovéthöfundar,
Boris Isakovs. Um það bil 6
vikum síðar skiptust þeir á
bréfum sem hér fara á eftir.
Það hefur komið í ljós að
Polevoi ritaðí Fast bréf 15.
febrúar, en þaö hefur aldrei
komið til skila. Eftir að Fast
sagði skilið við kommúnista
hættu honum skyndilega að
berast bréf frá rússneskum
lesendum sinum — og hefur
þó enn ekki verið sagt frá
sinnaskiptum hans í rússnesk-
um blöðum. Trúlega sitja að-
dáendur Fasts enn og rita
honum bréf, en þau stöðvast
bara einhvers staðar á leið-
inni.
Bréfin tvö sem þeir skipt-
ust á Polevoi og Fast varpa
skýru Ijósi á þá örðugleika
sem eru á samskiptum lista-
og menntamanna austan
tjalds og vestan. í Sovétríkj-
unum er rithöfundurinn
bundinn af ofurvaldi flokks og
ríkis, honum er ómögulegt að
segja jafnvel vini sínum sann-
leikann eða sýna fulla hrein-
skilni. Bréf hans „týnast“ í
pósti eða eru „lagfærð“ af rit-
skoðuninni. Það virðist jafn-
vel ómögulegt að vinátta geti
haldist með mönnum sem
hafa ólíkar stjórnmálaskoðan-
ir.
Bréfin eru þýdd úr grein
eftir Harrison E. Salisbury
sem birtist í New York Times
nú fyrir skömmu. Þau voru
birt þar með leyfi Howards
Fasts, en hann hafði þá beðið
fulla tvo mánuði eftir svafi
frá Polevoi.
Þar sem Boris Polevoi
skilur ekki ensku og Fast
ekki rússnesku lœtur Pole-
voi enska þýðingu fylgja
bréfi sínu. Þessi þýðing er
reyndar frábrugðin frum-
ritinu á ýmsan hátt. Hér d
eftir eru viðbœtur rússn-
eska þýðarans skáletraðar,
innan sviga er það sem fellt
er niður í þýðingunni.
Vakað hjá sjúklingi.
ViLhjálmur II. Vilhjálmsson
Skrifar á þessa leið: „Fyrir
nokkru þurfti ég að vaka hjá
sjúklingi á Landakotsspítalanum,
og var þar frá kl. 23 til kl. 4
um morguninn. Eg sat við glugg
ann sem vísar út að Túngötu.
Mikil umferð var um Túngöt-
una, af gangandi fólki, skelli-
nöðrum og bílum langt fram yf-
ir miðnætti. KI. 2 um nóttina
fór ég að skrifa niður bílana sem
fóru fram hjá sjúkrahúsinu og
reyndust þeir vera 88 frá kl. 2
til kl. 3. Og frá kl. 3 til kl. 4,
53 bifreiðir, þar að auki sá ég
og heyrði til margra bíia sem
komu upp Hávallagötu og óku
um Hrannarstíg. — Það hljóta
allir að viðurkenna að slík um-
ferð og sá hávaði, sem liún veld
ur er iilþolandi sjúku fólki. Það
er því nauðsynlegt að þeim hluta
Túngötunnar, sem að spítalanum
veit sé iokað f.vrir umferð öku-
tækja frá því kl. 8 að kvöldi til
kl. 8 að morgni.“
Mál lögreglu og spítalastjórnar.
Enn segir V. H. V. „Vonandi
sjá yfirmenn lögreglunnar, eða
þeir sem þessi mál heyra undir,
um að þetta komist í fram-
kvæmd, ekki eingöngu við Landa
kotsspitela, heldur og að þeir
gefi sér tíma til að athuga, á
hvern hátt svefnfriður sé bezt
tryggður gegn næturumferð öku
tækja á öllum sjúkrahúsum í
bænum.“
En segir V. H. V.
„Ekki er það heldur heppilegt
hjá stjórn sjúkrahússins, að láta
starísfólfeið ganga um aðaldyr
sjúkrahússins á nóttunni, er það
kemur heim og þurfa að hringja
hveilri bjöllu í hvert sinn, til að
gera vart við sig.“ Lýkur þar
bréfinu.
Gamalt mál — lítil úrbót.
Hvað ætla menn að búið sé að
birta marga pistla hér í Reykja-
víkurblöðunum um þetta efni?
Þetta er algengt lesefni og hefir
verið í mörg ár. En úrbætur
koma seint. Þær fást ekki, svo
að um muni, fyrr en borgarbúar
allir temja sér meiri tillitssemi
viö náungann en gildir í nl-
mennri umferð hér í dag. Því
miður er hætt við, að þess verði
nokkuð langt að bíða.
—Finnur.