Tíminn - 10.08.1957, Síða 4

Tíminn - 10.08.1957, Síða 4
4 T í MI N N, laugardaginn 10. ágúst 1957. Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn. Ritatlórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsaoa (áb) Skrifstoíur í Edduihúsinu við Lindargötu Símar: 18300, 18301, 16302, 18303, 18304, (ritstjórn og blaðamenn). Auglýsingasímn 10523, afgreiðslusími 12323 Prentsmiðjan EDDA hf. Furðulegur útvarpsáróður á frídegi verzlunarmanna Færeyska útvarpið á við ýmsa örðug- leika að etja en miðar þó í rétta átt Færeyskir útvarpshlustendur eru áhugasamir en óskiivísir og Utvarp Föroya stendur til bóta, þótt enn sé það frumstætt á marga lund ÞAÐ VEKUR athygli, að hvorug áróðursræðan, sem flutt var af hálfu verzl- unarfyrirtækja í Reykjavík í útvarpsdagskrá á frídegi yerzlunarmanna,. hefur ver- ið birt. Eins og bent var á hér í blaðinu þegar á mið- vikudag s. 1., var þar um grófa misnotkun útvarpsins að ræða, sem hlýtur að hafa þær afleiðingar, að endur- skoðað verði það fyrirkomu- lag, sem ríkt hefur um út- varp á sumarhátíð verzlunar manna. Meðan erindi þessi liggja ekki fyrir á prenti, er ekki unnt að vitna orðrétt til einstakra ummæla. En í þeim báðum kom greinilega og skýrt fram viðhorf innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins til nokkurra þjóðmála. Þetta var sérstaklega fróðlegt því í blekkingarskrifum íhalds- blaðanna er reynt að leyna þessu viðhorfi á stundum, ellegar dulbúa það. Ræðu- mennirnir á mánudaginn var höfðu ekkert fyrir slíkri snyrtingu. Þeir töluðu í út- varpinu eins og þeir væru að ávarpa fund í fulltrúa- ráði Sjálfstæðisflokksins en ekki alla þjóðina. ÞAÐ, sem einkum mun hafa vakið athygli út um byggðir landsins, var saman- burður sá, er formaður Verzlunarráð íslands gerði á starfrækslu samvinnufélaga og einkafyrirtækja, og blekk ingar þær, er hann viðhafði í sambandi við skattamál samvinnufélaga. Á undan- förnum árum hefur ávarp það, sem formaður þessarar samkundu hefur flutt á þess um degi, jafnan fjallað um verzlunarmáíSn á breiðum grundvelli, og stefnt að því, að auka skilning á gildi verzlunarstarjfsins. Nú var blaðinu snúið við. Nú þótti hæfa að ræða málin út frá þrengsta eiginhagsmuna- sjónarmiði og fara með hlekkingar og rangfærslur. Málflutningur þessi var helzt til þess fallinn, að auka misskilning og vanþekkingu. Ástæða þessarar breytingar er augljós. Það er ráðandi klíka Sjálfstæðisflokksins sem ryðst inn í dagskrá út- varpsins með sín sérsjónar- mið. En innan þeirrar klíku er að finna það hugarfar, sem Hkir pólitlskum and- stæðingum á þingi og í ríkis stjórn við Kadar í Ungverja landi, ekki einu sinni, heldur dag eftir dag, í „stærsta blaði landsins". Þegar byggt er á slíkum grundvelli, er ekki von að vel farl. FORMAÐUR Verzlunar- ráðs íslands lét sér sæma að taka undir þann áróður Morgunblaðsins, að 1 raun- inni væri enginn munur á starfrækslu samvinnufélags og einkafyrirtækis. í saman burði þeim, er hann gerði í útvarpsræðunni, var svo samvizkusamlega farið með staðreyndir, að hann sleppti algerlega að geta um endur- greiðslu kaupfélaganna til félagsmanna sinna, en þar er um að ræða milljónatugi á fáum árum. Er ekki að furða þótt röksemdafærsla, sem er byggð á jafn stór- felldri fölsun staðreynda, verði harla bágborin, þegar hún er krufin til mergjar. Það er furðulegt að hlusta á trúnaðarmann margra verzl- unarfyrirtækja halda því fram opinberiega, á því herr ans ári 1957, að réttmætt væri að afnema sérákvæði laga um skattheimtu af sam vinnurekstri. Ef það vœri gert, mundi það veröa einsdœmi meö vestrœnum þjóðum. í öllum lýðrœðislöndum, þar sem samvinnuhreyfing á nokkra sögu, gilda sérákvœði um skattheimtu af samvinnu- rekstri, af þeirri einföldu ástœðu, að slíkur rekstur er ekki sama eðlis og einka rekstur. Hlutafé skilar arði og eyk ur tekjur þess, sem hluta- féð á; samvinnuverzlun eyk ur ekki beinlínis tekjur fé- lagsmanna sinna, heldur sparar þeim útgjöld. Þ>úr nota eigið fé, er þeir greiða skatt af, til innkaupa. Sam- vinnufélagið endurgreiðir einhvern hluta kaupverðs- ins að loknu uppgjöri. Þetta sjónarmið kom mjög glöggt fram í umræðu um skatta- mál, sem fóru fram í Dan- mörku fyrir nokkru. Þar viðurkenndu talsmenn einka framtaksins augljósar stað- reyndir, og skattaákvæði voru sniðin i samræmi við það. í álitsgerð um þetta, sem í Danmörk, var þetta meðal annars: „ . . . Ekki er hægt að halda því fram, að tekjuaf- gangur, sem skipt er í milli neytenda, er í félagsskap starfrækja verzlunarbúð, sé sama eðlis og tekjuafgang- ur, sem skipt er milli hluta- fjáreigenda, er starfrækja fyiúrtæki, sem hluthafar. — Þetta eru gjörólíkir heim- ar . . “ ÞANNIG líta sanngjarn ir menn á málin, þótt ekki séu samvinnumenn. Hér er því hins vegar haldið fram, að þarna sé enginn eðlis- munur, og alls konar blekk- ingar hafðar í frammi til að villa fólki sýn. En skörin er þó sannarlega farin aö fær ast upp á bekkinn, þegar ofstækisfullur áróður er fluttur í útvarpi undir yfir- skini landsföðurlegs boð- skapar frá verzlunarstétt- inni. Það er engin ástæða til að taka við slíku með þögn og þolinmæði. Færeyingar hafa nú eign- art sitt eigið útvarp — Ut- varp Föroya. Þeim þykir vænt um það, og eru kannski jafnvel stoltir af að hafa nú náð til jafns við aðrar sið- aðar þjóðir á þessu sviði, en engu að síður ríkir ekkert blíðalogn um útvarpið í Fær- eyjum. Útvarpsstjórinn er prestur, Aksel Togard frá Þórshöfn. Út- varpið tók til starfa í febrúar í vetur, og alla tíð síðan hefur gagnrýnin dunið á klerki. Það er vanþakklátur starfi að stjórna útvarpsstöð í Færeyjum ekki síð- ur en annars staðar. En það er fjárhagurinn sem veldur forráða- mönnum útvarpsins mestum á- hyggjum. Færeyingar hafa nú í mörg ár vanizt því að geta átt útvarpstæki og hlustað á útvarp hvenær sem þeim sýndist, án þess að greiða túskilding fyrir. Nú kemur útvarpsstjórinn askvaðandi og skipar þeim að greiða 20 kr. í afnotagjald á ári, og það er beiskur biti að kingja. Reikn ingnum er ekki tekið með nein um blíðmælum, og margur svíkst um að greiða gjaldið. Óskalög í fjáraflaskyni Utvarp Förya er á ýmsalund séxstæð útvarpsstöfl. Dagskráin er birt í blöðunum vikulega, og henni lýkur alltaf með kæ|rri kveðju frá Utvarp Föroya. Þetta lítur nógu þokkalega út. Þá víkur sögunni að dagskránni I sjálfri. Útvarpað er tvisvar á dag * í hálfa aðra klukkustund hvoru sinni, og einu sinni í viku að minnsta kosti er klukkutíma óska lagaþáttur. Þessir þættir hafa orðið svo vinsælir að slíks munu fá dæmi — jafnvel ekki á íslandi. Óskirnar streyma til útvarpsins hvaðanæva úr eyjunum, og meir en helmingur hvers þáttar fer til að lesa upp nöfn þeirra er þarna leggja fram skerf sinn til útvarpsins. Sá háttur er nefnilega hafður á, að hver maður er óskar sér lags, verður að láta a.m.k. 2 kr. fylgja óskinni, en Utvarp Föroya tekur fegins hendi hverjum eyri er berst umfram tilskilið gjald. Það fé er berst rennur nefnilega til útvarpsins sjálfs, starfsemi þess til styrktar. J Plötusafn útvarpsins er ekki mjög stórt — þ.e.a.s. það er mjög lítið — en fénu sem óskalögin gefa af sér er varið til hljómplötu- kaupa. Það er lélegur óskalaga- þáttur sem ekki gefur af sér and-1 virði margra nýrra hljómplatna. Sérstakur óskalagaþáttur er fyrir börn og tekjunum af honum er varið til að kaupa plötur fyrir börnin sjálf. Fréttaflutningur. En færeyska útvarpið er sér- kennilegt á fleiri sviðum. Frétt- ir eru þar lesnar tvisvar á dag, og auk. innlendra frétta eru flutt- ar fréttir utan úr hinum stóra heimi. Þeim fréttum er beinlínis stolið. Fréttastofan færeyska fær ekki efni sitt frá einni eða fleiri fréttastofnunum eins og aðrar út- varpsstöðvar, heldur sitja frétta- mennirnir og hlusta á enska, danska, norska og þýzka útvarpið, og hirða það úr fréttum þeirra sem þeim þykir nýtilegt. Það er ekki dregin nein dul á að þetta atferli stafi af fjárskorti, fjár- hagur útvarpsins er svo lélegur, að það hefur ekki ráð á að kaupa efni til flutnings. Og menn hafa haft rænu á að kjósa ýmsa fær- eyska blaðamenn í útvarpsráðið: þá geta þeir ekki verið þekktir fyrir að taka greiðslu fyrir það efni er þcir Ieggja útvarpinu til! Færeyingar hafa almennt mik- inn áhuga á útvarpinu. Alls stað- ar er mikið hlustað, jafnt á af- skekktum stöðum og þar sem þéttbýlla er. Og forstöðumenn út- varpsins gera mikið til að Þórs- höfn ein setji ekki svip á dag skrána. í öllum byggðarlögum eru fastir fréttaritarar. Þeir hafa segul bönd. til umráða og ef rekið er dálítið á eftir þeim, getur vel komið fyrir að þeir leggi fram ágætt útvarpsefni. Óskilvísir hlustendur. Færeyingar hlusta sem sagt mik ið á útvarp. Útvarpstækið verð ur óhjákvæmilegur miðpunktur í öllu fjöiskyldulífi í hinu langa og drungalega skammdegi þegar aðeins er bjart í fáa tíma á dag á afskekktum og einmanalegum slóðum. Auk þess er útvarpstæki á langflcstum fiskibátum. Það er ekki fjarri iagi að álykta að alls séu 10 þús. útvarpstæki á Færeyj um, en afnotagjald er aðeins greitt ViSurstyggð eyðileggingarinnar á helgum stað. SIG. E. Hjörleifsson skrifar: „Þingvellir er töfraorð. — Það er eins og slegið sé á viðkvæman streng í brjósti hvers íslendings, þegar það er nefnt, enda táknar það þann stað, sem helgastur er með þjóð vorri og örlagaríkustu viðburðir í sögu hennar eru við tengdir. Þingvellir eru þá lika einn þeirra staða, sem erlendir menn, fullir eftirvæntingar, koma liingað hópum saman til að sjá. Nýlega var frá því greint í fréttum, að einn slíkur liópur ferðamanna hefði orðið að snúa við á Leið sinni til Þingvalla vegna kæfandi moldryks úr veg- inum. Ekki er fréttin góð, en því mið- ur sönn. Það segir sig sjálft, að slík landkynning er æði óhugn- anleg, og enginn getur sagt um það, hversu mikið og marghátt- að tjón fyrir þjóðrna getur hlot- ist af slíkum moldaraustri yfir saklausa langferðamenn, sem einskis ills eiga sér von og eru að sjálfsögðu alls óvanir slíkum „trakteringum“. Og þó að full- hraustir íslendingar láti sig löng- um hafa það að brjótast í gegn- um moldarmökkinn vegna þess dýrðlega útsýnis, sem þeir þekkja og vita að þeir eiga í vændum, hljóta allir að skilja, að liér er aðkallandi verkefni, sem alts ekki er hægt að slá á frest, nema til stór skaða og skammar fyrir land og þjóð. — Ef til vill opnar sem- entsverksmiðjan nýja leiðina til þess, að vér íáum bráðlega breiö an og ryklausan Þingvallaveg." Gróður eyðilagður. ENN SEGIR: „En svo er önnur saga, e. t. v. ennþá ljótari, því að þótt það sé alveg óhæfilegt á- stand, að eldra fólk og lasburða geti ekki heimsótt þennan dásam af 4500. Og nú situr útvarpsráðið í Þórshöfn og veltir vöngum yfir því hvernig fá megi hina 5500 út varpseigendurna til að borga sitt gjald. Það er nauðsynlegt að hafa hendur í hári þeirra ef unnt á að vera að bæta hag útvarpsins og auka starfsemi þess. Oframkvæm anlegt væri að láta lögreglu ann ast málið. í fyrsta lagi er lögreglu lið ekki ýkja fjölmennt í Færeyj um. Að vísu eru sýslumenn á víð og dreif um eyjarnar, en þeir hafa allir meira en nóg að gera, og auk þess er byggðin svo strjál að slík innheimta yrði alltof kostn aðarsöm. Ekki er heldur Ijægt að lækka afnotagjaldið, 20 krónur fyrir eitt tæki og 30 fyrir fleiri, enda vafasamt að slíkt kæmi að gagni. Útvarp Föroya á sem sagt við heldur erfið kjör að búa. Á Tinga næs hefur verið komið upp litlu útvarpshúsi, vinnustofu og skrif stofu. Og útvarpinu aukast kraft ar. Það sézt strax á því að starfs lið stöðvarinnar hefur nú þegar tvöfaldazt. í upphafi hafði Aksel Torgard aðeins eina stúlku sér til aðstoðar, nú starfa 4 alls við út varpið. lega stað á blíðviðrisdögum, og að erlendir gestir .neyðist til að snúa við, til þess að bjarga lung- um sínum, þá er það þó ennþá verra, að trjágróðurinn á staðn- um sjálfum sé gjöreyðilagður af j’firþyrmandi rykmekki frá veg- um þeim, er liggja um hið frið- helga svæði, einkum á leiðinni að Ármannsfelli. Þarna er um að ræða ein- hverja fegurstu leið á íslandi. Þessi fegurð er ekki sízt að þakka trjágróðrinum, sem nú er reyndar að eyðiLeggjast vegna vegaryksins, og að nokkru leyti vegna sandfoks, þegar nokkuð hreyíir vind, frá nærliggjandi uppblásturssvæðum framan og ofan við Ármannsfell. Þarna eru gætu mönnum, sem hafa örvandi kvæmdir aðkallandi nauðsyn. Auðvitað þarf að leggja fleiri vegi iim Þingvelli, t. d. frá Vell- andkötlu til Hrafnabjarga og yfir að Ármannsfelli, en þeir verða ailir að vera þannig gerðir, að engir rykmekkir bneiðist yfir skógarsvæðin og eyðileggi vöxt trjánna á þessu friðaða landi, svo sem nú gerist. Slikt er sú regin ómenning og rækfcarleysi við þennan stað, sem vér íslending- ar erum þó svo stoltir af, að vér getum ekki verið þekktir fyrir að láta slíkt viðgangast og allra sízt á þessari miklu skógræktaröld, sem vér nú lifum á“. Naktir lurkar. AD LOKUM: „Gætið þess, góðir íslendingar, að séu umferðar- brautirnar um Þingvelli ekki gerðar ryklausar í þessari gífur- legn umferð, sem þar er, getur auðveldlega svo farið, að naktir og lifvana lurkar og gulgráar kalviðarrenglur heilsi Þingvjjla- gestum, þegar moldarsúgurínn er horfinn af heiðinni, og nvi vegttrinn loksins kominn. — S. E. (Framhald á 7. síSu). !»■ !.‘i Útvarpsstjórinn, séra Aksel Torgard, ásamt aðstoðarstúlku sinnl Hjördísi Thomsen. '&AÐsromN

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.