Tíminn - 20.08.1957, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.08.1957, Blaðsíða 5
T í MI N N, þriðjudaginn 20. ágúst 1957. 5 HéraSssýning á hrossum í Skagafirði: Hestar eru fieiri tamdir og betur byggðir es var um síðustu aldamót Aí hverju stafar munurinn á arðsemi búanna? Yngri kynsióíiin áhugasöm um hestamennsku og kynbætur og utan — móðins eins og grænar húfur. Loks sagði Gunnar Bjarnason þau tíðindi, að á þessu ári hefðu verið sett á stofn þrjú hótel í heiminum, sem hefðu íslenzka gæðinga handa gestum sínum: í Þýzkalandi í Bjarnardal í Svörtu-j skógum, í nágrenni Edinborgar og' í Varmahlíð í Skagafirði. Tvö hin j fyrrnefndu hótel hefðu verið stofn- j sett beinlínis vegna hestanna. Ðómsorðin Þegar Gunnar Bjarnason hafði; lokið ræðu sinni, las hann upp dómsorð og einkunnir hrossanna jafnóðum og þau voru sýnd, en þegar dómsorð hafði verið lesið,1 sté knapinn á bak og spretti úr spori um 'völlinn. Sýndir voru 25 : stóðhestar í þremur flokkum. í fyrsta flokki hestar, sem voru meira eða minna tamdir. í öðrum flokki ótamdir hestar 4 vetra og eldri og í þriðja flokki 3 vetra hestár. Hestunum var raðað með áhorfendásvæðinu frá austri til vesturs og bezti hesturinn vestast,1 I næst Mielifellshnúknum. Nr. 1 var Iíreinn frá Þverá, eign Hólabúsins. Hann var sýnd- ur með tveimur sonum sínum nr. 4 og nr. 5 og hlaut heiðurs- verðlaun þúsund krónur. Hann hlaut meðaleinkunn, sem einstakl ingur 8,17 en sem stóðhestur með afkvæmum 8,92. Hreinn kom fyrst á héraðssýningu árið 1944, var þá efstur og síðan hefir eng- inn hestur farið upp fyrir hann. Nr. 2 var Sörli, eign Hrossa- ræktarsambands Skagfirðinga. •Hann fékk einnig heiðursverð- laun og sýndir voru með honum þrír synir hans. Einstaklings einkunn hans var 7,84 cg einkunn fyrir afkvæmi 7,53. Nr. 3 var Háfeti af Svaðastaða- stofni, eign Hestamannafélagsins Stígandi. Meðaleinkunn 7,56. Nr. 4 var Blesi frá Djúpadal, eign Hrossaræktarsambands Skag firðinga. Meðaleinkunn 7,53. Nr. 5 var Gustur frá Ríp, eign Péturs Þórarinssonar. Meðal- einkunn 7,50. Alls fengu 8 hestar fyrstu verð- laun. Þá voru sýndar 13 hryssur alls, 7 tamdar og 6 ótamdar. Af tömdu hryssunum fengu 4 1. verðlaun. Nr. 1 var Vaka, eign Hólabús- jns. Nr. 2 var Katla, eign Björns Björnssonar, Sauðárkróki. - Nr. 3 var Síöa, eign Sveins Guð mundssonar, Sauðárkróki. Nr. 4 var Gráskjóna, eign Stef- óns Stefánssonar, Brennigerði. Þegar öll hrossin höfðu verið sýnd, mælti Gunnar Bjarnason nokkur hvatningarorð. Hann sagði, að skagfirzkir hestar væru nú vel byggðir með ótvíræða reið hestshæfileika og Skagfirðingar ættu að setja markið hátt og vinna vel næstu fjögur árin og höfuðatriði væri að yngri kynslóð in leggði lóð á vogarskál. Góð stemmning Pétur og Páll vildu láta Gunnar Bjarnason dveljast á staðnum fram eftir kvöldinu, en hann mátti ekki vera að því. Hann varð að fara suður tafarlaust til þess að gera ráðstafanir vegna útflutnings á hestum, því að farmannadeilan hafði sett punkt í áætlunina. Hann hafði enga ferð vísa suður, en þegar hann kom að Varmanlíð, fékk hann ferð svo að segja sam- stundis. Þeim, sem brennur af áhuga verður flest íil hjálpar. Eftir sýninguna lét Gunnar Bjarnason svo ummælt, að hjá sýn ingargestunum hefði verið framúr- skarandi hestamánnastemmning. Þetta fólk flest með þess' hesta- mannastemmningu dvaldist á staðn Á skagf.rzkum gæS.ng. a Vallabokkum . sumar. Hestur.nn er Gutfur fra hyer heim ta sín vig döggfall Jóns Ríp, og er tvöfaldur verSlaunahafi sem stóShestur. Eigandi hestsins er nressunætur. Pétur Þórarinsson, knapi aS þessu sinni Leifur Þórarinsson. Ljósm.: El. H. | Björn Egilsson. Héraðssýning á hrossum í Skaga firði var haldin við Mælifellsrétt sunnudaginn 23. júní. Veður var gott, léttskýjað og úrkomulaust, en norðan gola. Aðstaða til sýningar er þarna allgóð. Réttin er nýbyggð úr steinsteypu og annað alhafna- svæði rúmgott. Hestamannafélagið, Stígandi sá um sýninguna og ann- aðist allan undirbúning. Veitingar voru seldar á staðnum og Skag- firðingabúð var reist þar, en svo kallast stórt samkomutjald, sem ýms félög í sýslunni hafa látið gei-a. Um kvöldið var svo dansað í Skagfirðingabúð til kl. 1 eftir mið- nætti. Dagana á undan höfðu sveita- sýmngar verið haldnar í héraðinu. í uomneínd meö Gunnari Bjarna- syni áttu sæti Jón Jónsson, bóndi á Hofi, og Páll Sigurðsson gest- gjafi í Varmahlíð. Pall var fjarver- andi og gat ekki mætt á héraðssýn- ingunni, en í stað hans mætti vara- maður, Steingrímur Arason frá Sauðárkróki. Heraössýningin átti að hefjast kl. 5 síödegis en hófst litlu siðar. Eyrr um daginn höíðu sýmngarhrossin verið íiokkuð og dómar uppkveðnir. Þegar sýningin hófst, var komið allmargt manna eftir því sem við mátti búast, lík- lega tvö til þrju hundruð manns. Fyrsfa hrossasýningin Formaður Bunaðarsamhands Skagfirðinga, Kristján skólastjóri á Hólum setti sýninguna með stuttri ræðu. Hann rakti nokkuð sögu hrossasýninga í Skagafirði og lét þess getið, að fyrsta hrossa- sýningin hefði verið haldin á Reyni stað árið 1881, en sú sýning var jafnframt fyrsta búfjársýning í landinu. Aö ræðu sinni lokinni gaf skólastjórinn Gunnari Bjarnasyni hrossaræktarráðunaut B.I. orðið. Gunnar Bjarnason flutti því næst skemmtilega og að mörgu leyti athyglisverða ræðu um hrossarækt og hestamennsku og kom víða við. Hann fékk gott hljóð. Hér skal nú drepið á nokk- ur atriði úr ræðu Gunnars, þó að ekki verði það orðrétt. Hann kvað þátttöku í sýningum minni nú en áður, en _ hestarnir væru fleiri tamdir og betur byggðir og munaði það miklu, miðað við síoustu alda- mót. Þá hefðu vaxtargallar komið í veg íyrir útflutning á mörgum hestum. Þá taldi hann að hrossa- sýningarnar á Jiðnum áratugum hefðu átt drjúgan þátt í að móta smekk og kröfur hestamanna. Um hrossasýningarnar sagði hann, að sýningarhrossin fyrr á tímum hefðu flest öll verið ótamin og dómarnir um reiðhestahæfileika þeirra oroið að vera spádómar. Höfuð markmiðið væri það, að vaxa frá þessum spádómum og því marki yrði náð með því að öll kyn- bólahross væru fulltamin og hægt að sýna hæfileika þeirra á hrossa- sýningunum. Hamingja á hsimaslóð Um orsakir þess, að þátttaka í hrossasýningunum væri minni nú en áður, sagöi Gunnar, að yæru eðliiegar að öðrum þræði. Hið hagfræðilega gildi hestsins íyrir ísienzkan landbúnað hefði stór- minnkað með íilkomu vélanna. Hins vegar leitaði hugur fólksins í aðrar áttir. Fóikið vildi fara burt úr sveitunum til Reykjavíkur og fólkið í Reýkjavík væri nú ekki allt ánægt. Það vildi fara til Ameríku. Þessa óeirð og þetta los kallaði hann eins konar sálsýki. Þetta fólk leitaði hamingjunnar og héldi að hún væri langt x burtu, en hún væri ekki langt í burtu. Allir gætu fundið hana í næsta umhverfi, ef þeir leituðu þar. Það væri áreiðanlega hægt að )ifa ham- ingjusömu lífi í íslenzkum sveit- um, ef fólkið vildi hagnýta sér þau gæði, sem þær hafa að bjóða. Hér væru beztu reiðhestar, sem til væi’u í heiminum og mætti gera þá verðmæta til útflutnings, en til þess að það gæti orðið, yrðu lands menn að rækta þá og temja og sýna það sjálfir í verki, að þeir vildu nota þá sér til gagns og' gleði. Til samanburðar benti Gunnar á, að Bretum hefði tekizt að gera sína ómjúku brokkhesta verðmæta og eftirsótta til reiðar. Sömu tök- um þyrftu íslendingar að ná og ætti það að vera auðvelt með heimsins beztu reiðhesta að gera þá eftirsótta og móðins innanlands Páll Zóphóníasson við skrifborð sitt. Eftir Pál Zóplióiííasson Mér þykir nú rétt, lesari góð ur, að athuga með þér, hverj- ar séu nú orsakir þessa mikla mismunar á arði búanna, sem fram kemur í þessum tveim dæmum, því þær eru þær sömu, sem orsaka, að bændur í heilum héruðum hafa miklu minni tekjur af búum sínum en ætla mætti, eftir stærð þeirra og heymagni því sem þeir afla, og tekjui’, sem ei’u of'litlar til að lifa af. Dilkarnir eru vænni. Ég veit vel, að mjög margir vilja kenna landgæðum og .kyn- ferði fjárins um anismuninn á vænleika dilkanna ó einstaka bæj- um og í einstökuim héruðum. Þetta er oft rétt að meira eða minna leyti, en svo til aldrei er það höfuðástæðan, heldur inismun ur á nieðferð fjárins. Lambið tek- ur út aðalvöxtinn í móðurlíifi ó 6—8 vikum meðgöngutimans, og þá þarf ærin að hafa nægjanlegt fóður, til þess að það geti náð eðlilegum þroska. Það er þetta, sem vantar hjá öllum þeim, sem linfóðra féð. Frá því í marz og þangað til um miðjan maí eða til burðar, verður ærin að þyngjast helzt sem nemur þyngd fóstursins eða um 6—8 kg. Geri hún það ekki þá verður hún að taka af sjölfri sér til þess að leggja lambinu, og það gera að vísu allar mæður, þvi náttúran hugsar ætíð meira um framhald'slífið og viðhald þess en einstaklinginn. En þá ver'ður lamb ið ekki eins þungt nýborið. En að fá það þá sem þyngst, hefir mikið að segja, til þess að fá það vænt að haustinu. Og jafnfrasnt því, sem ærin verður ma'grari, með því að þurfa að leggja lambinu til frá sjálfri sér, verður 'hún verr fær til þess að mjólka því íyrst eftir burð | inn, haifi hún þá ekki nóg fóður, : en oft er gróður það lítill framan af sauðburði, að þá þarf hún að í geta lagt af til þess að geta mynd- að mjólik, því hún hefir ekkert efni til þess af gróðurlausri jörð, þó hún kroppi 'sinu og vetrarlauk frá fyrra ári, sér sjálfri til við- halds. Þetta kemur mjög greini- I lega frani í mörgum fóðurbirgða- ] félögum, þar sem ærnar ekki þyngjast, frá imiðsvetrarvigtun til vorvigtunar, er fallþungi dilkanna að haustinu alls staðar verri en þar sem þær þyngjast. Og léleg- ust eru lö'mhin að haustinu, þar sem ærnar létta'st síðari hluta vetr ar, en það er því xniður algengt, að þær geri það. Eftir að ærin er borin, þyngist lambið, hafi það næga mjólk, um minnst 350 gr. á dag og allt upp í 450, en hafi ær- in sjálf lagt af á'ð'ur, og sé gróður ekki kominn næ:gur, þá verður ær in að taka af eigin skrokk til mjólkurmyndunar, og þá mjólkar hún minna, larnbið þyngist minna og vel getur það endað með, að lambið drepist Og stundum líka ærin, ef langt er að bíða gróðurs- ins. Fyrsta skilyrðið til þess að fá gott fall af dilkunum að haust- inu, er því að fóðra ærnar svo, að þær þyngisl síðustu vikur með göngutímans og hafi af nokkru að má fyrst cftir burðinn, ef tíð fellur, svo að þær þurfi þess vegna gróðursins. Lambið nýborið á að vega 4—5 kg. og gerir það á vel fóðruðum ám. í heilum héruðum fæðast ekki svo þun:g lömh, heldur lömb, sem eru 2—3 kg. að þyngd nýborin, og þau ná sjaldan nema 24—35 kg. þunga að haustinu, og leggja sig með 9—14 kg. falli. Hin, sem eru 4—5 kg. nýborin, vega að haust- inu 40—60 kg. og hafa 16—25 kg. fall. Þið, sem vanir eru að láta ærn- ar léttast eða ckkert þyngjast síð- ari hluta vetrarins, þið þuffið að fara að smá bæta við fóðrið, úr þvi ærin er hálfgengin með, og herða síðan á því smám saman, svo hún fái 1 fe á dag síðustu vik- urnar fyrir burðinn eða helmingi meira en þið gáíuð henni fram um miðjan vetur. Með þessari breyt- ingu fáið þið 2—4 kg. þyngri meðalvigt að haustinu. Þetta hefi ég oft sagt áður, en ég segi það enn, því vera >má, að einhver heyri nú, sem ekki hefir heyrt áður og hver sem hækkar meðalþunga dilka sinna, eykur hag sinn og allrar þjóðarheildarinnar. Tiiraun, sem verður að gera. Þeir, sem ekki trúa því, að þessi aukagjöf, sem orsakar þyngdar- auka ærinnar, sem nemur ca. lamh þunganum borgi sig, ættu að taka 'svo sem 10 ær frá og gefa þeim svo þær þyngiist, og vega svo lömb þeirra bæði nýborin og að haust- inu, og bera saman við lömbin undan hinuim ánum. Eg skora á heysparnaðarsteínumennina að gera þetta og sjá hvort þeir geti ekki öðlazt trúna. Sumir öðlast trúna við að sjá sjálfir, þó hinir séu til, sem loka augunum fyrir staðreyndum, cins og bóndinn, sem deildi við prestinn sinn um á- kveðna ritningargrein, og þegar prestur sóttf hina helgu bók, og sýndi honum'grcinina, sagði bónd inn: „Svona stendur það nú ekki í minni biblíu heima“.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.