Tíminn - 20.08.1957, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.08.1957, Blaðsíða 8
8 T í MIN N, þriðjudaginn 20. ágúst 1957, Sextugur: Björn Guðnason, bóndi á St-Sandfelli Ef okkur verður á að líta aftur í tímann, þó ekki sé nema um 3—4 áratugi, getum við ekki ann- að en undrazt þá gerbyltingu, sem átt hefur sér stað á þessu tíma- bili, til sjávar og sveita. Samgöngur, ræktun, húsakostur og vinnuskilyrði hafa svo gjör- breytzt, að líkast er ævintýri, og vart mun nokkrum manni hafa órað fyrir því, í alvöru, um alda- mótin síðustu, að þannig yrði um- horfs á íslandi um miðja tuttug- ustu öldina, sem nú er. Ekki höfum við nú samt alveg fyrirvaralaust né fyrirhafnarlaust gengið inn í þessa ævintýrahöll. Margur hefir klettinn knúið. Sú kynslóð, sem nú er yfir miðj an aldur, á fyrst og fremst heiður inn. Hún bar með þolgæði, erfiði og þunga gamla tímans, en tók jafn- framt með manndáð og víðsýni á móti kröfum og tækni hins nýja tíma, til þess að búa framtíðinni betri lífsskilyrði en hér höfðu áður þekkst. Eins og að líkum lætur, sjáum við í hópi þessa fólks menn og konur, sem öðrum fremur hafa verið áberandi í þessu umbóta- starfi. Einn af þeim er Björn Guðnason bóndi á Stóra Sandfelli í Skriðdal í S-Múlasýslu, sem er sextugur í dag, þann 20. þ.m. Björn er fæddur að Þorvalds- stöðum í Skriðdal þann 20. ág. 1897. Foreldrar hans voru Guðni Björnsson, Árnasonar Scheving í Stóra Sandfelli og Vilborg Krist- jánsdóttir frá Grófargerði á Völl- um. Guðni og Vilborg voru hin mestu myndar- og sæmdarhjón, sem þau áttu kyn til, en fátæk af fjármunum lengst af ævinnar. Guðni var bráðhagur á tré og járn og starfsmaður með afbrigð- um, enda bar hann þess menjar á efri árum, því bakið bognaði fyrir aldur fram. Vilborg var hin mesta atgerfis- kona til sálar og líkama. Há og myndarleg, eins og þau systkyni öll og framúrskarandi hlý og um- hyggjusöm móðir og húsmóðir. Hún lifir ennþá, hátt á níræðis- aldri og dvelur hjá sonum sínum á St. Sandfelli, en Guðni er látinn fyrir allmörgum árum. Foreldrar Björns byrjuðu bú- skap sinn á Þorvaldsstöðum á parti úr jörðinni á móti Benedikt Eyjólfs syni hreppstjóra. Voru þeir Guðni og hann náfrændur og einskonar uppeldisbræður. Aldir upp sitt á hvoru Sandfellinu, með þeim var og hin kærasta vinátta er hélzt alla ævi. Upp úr aldamótunum fluttu þau að St. Sandfelli á part úr jörðinni, er Björn, faðir Guðna lét af bú- skap. Stóra Sandfell er stór jörð og Reykhólakirkja (Framhald af 4. síðuj. heitir en bundin nafni Þóru vegna þess að kvæðið er ort um hana og nafn hennar gæti því verið eins- konar samheiti hinna góðu mæðra um allt land. Kirkjan á Reykhó- um yrði því vottur um þakkæti þjóðarinnar til Matthíasar fyrir hin andlegu verðmæti, sem hann hefur gefið henni, er orðið verður við hinni brennandi ósk hans að móður hans sé minnst á verðugan hátt. Þessi kirkja yrði þá hið fagra liljublað, sem helgað yrði hennar minningu. MóSurminning — gjafir, áheif. Vegna mikils kostnaðar við slíka framkvæmd hefir komið fram sú hugmynd, að hver sem vildi minn- ast móður sinnar, og sýna einhvern sóma, gæfist kostur á að hjálpa til við að koma þessari hugmynd í framkvæmd með framlögum eftir ástæðum, og fengi nafn henn ar greypt í vegg kirkjunnar eða skráð í þar til gerða bók til varð- veizlu um aldur og ævi. falleg. Þar er skógur að túni heim og útsýni • vítt og fagurt. En á þeim árum voru fáar jarðir svo kostamiklar, að þær þyldu að bútast í sundur, en gefa samt góð skilyrði til afkomu, enda var part- ur þessi almennt álitinn, sem hann Systkini Björns er til aldurs Systkyni Björns er til aldurs komust eru þessi: Kristján bóndi á St. Sandfelli; Benedikt, bóndi í Ásgarði á Völlum; Haraldur, bóndi á Eyjólfsstöðum; Sigrún hús freyja á Arnkellsgerði. Öll eru þessi systkini mesta atorku- og myndarfólk. — Öll hafa þau aflað sér ágætrar mennt unar og var það ekki algengt á þeim árum, um mörg börn fátækra foreldra, og öll lögðust þau á eitt framan af árum, meðan þau stofnuðu ekki sitt eigið heim- ini, að bæta og prýða þetta ættar- býli sitt. Björn og Kristján stunduðu nám í Eiðaskóla, báðir samtímis, veturna 1920—’22 og veturinn þar á eftir var Björn við nám í Reykja vík. Síðan hafa þeir búið saman á St. Sandfelli. Björn hefir jafnan haft trú á íslenzkum landbúnaði og þeirri kenningu „að bóndi væri bústólpi og bú landsstólpi“. En til þess yrði bóndinn að vera efnalega frjáls og sjálfstæður og vel menntaður. Fáir bændur hafa barist af meiri hörku fyrir hag bændastéttarinn- ar og hann. Eftir að verðlagsmál landbúnaðarins urðu ofarlega á dagskrá með þjóðinni, skrifaði hann ýtarlega og rökfasta blaða- grein um þau mál. Kröfur hans þóttu þá ganga of langt, fyrir hönd bænda og mættu ekki nægilegum skilningi þeirra, er með þessi mál fóru. En ég fullyrði það, að þær réttarbætur, sem smátt og smátt hefir verið náð síðan, eru að veru- legu leyti byggðar á skrifum hans og rökum. Eftir að Björn settist að búi á Sandfelli hefir hann lengst af haft ýmsu að sinna. Fyrst og fremst hafa þeir bræð ur lagt á sig mikið erfiði við að fóðurtryggja sitt stóra bú á hverju sem hefur gengið með árferði og við að bæta og prýða þessa jörð. Nú er þarna sem víðar á landi voru, allt gerbreytt frá því sem áður var. Húsakostur góður, bæði íbúðarhús, peningshús og hlöður. Lokið var smíði íbúðarhússins 1930. Stóðu þeir bræður allir að því. Kristján annaðist smíði alla, bæði utan húss og innan. Er hann þó ekki lærður smiður, en völund- ur í höndunum bæði á tré og járn. Það hefir þægileg áhrif á mann að koma i'nn í stofuna í St. Sand- felli. Bækur þekja þar heila veggi. Húsgögnin stílhrein og traustleg, smíðuð af Kristjáni heima á Stóra Sandfelli Mundi engu verkstæði hafa þótt vansi að því að hafa sent þau frá sér. Ræktun er orðin mjög mikil og allur heyfengur nú tekinn á rækt- uðu landi. Segja má með sanni, að nú sé þessi jarðarpartur orðinn með skemmtilegustu býlum héraðs ins. Björn hefur haft fleira með höndum á þessu tímabili. Hann er frjálslyndur og félagslyndur og vill hverjum manni vel og brenn- andi áhugamaður um allar fram- farir. Hann var á yngri árum for- maður Ungmennafél. Skriðdals um 10 ára skeið. Á því tímabili, sem það var þróttugast og athafna samast. Ekki mun hann þó kæra sig um það, að honum sé eignaður allur heiðurinn af starfi þess, því margt var hér af ungu og velgerðu fólki. En þess eru margir minnugir enn í dag, af hve miklum áhuga og ósérhlííni hann innti af hendi sitt formannsstarf. í stjórn búnaðarfélagsins hefir hann setið um áratugi, og var nær 20 ár formaður og fulltrúi þess út á við. Álíka lengi hefir hann verið hreppsnefndarformaður og skólanefndarformaður. Fræðslu- málin hefir hann ávallt látið mikið til sín taka. Hann hefir haft brenn andi áhuga á því, að engin börn yrðu útundan nauðsynlegri fræðslu vegna fátæktar eða hirðuleysis. Fyrir mörgum árum síðan stofn aði hann sjóð, sem hefir það mark mið, að styrkja fátæk börn í sveit- inni til náms. Síðan hefir löggjöf breytzt í þeim efnum og fjárhagur almenn- ings líka. Ef til vill þarf aldrei að nota þennan sjóð. Engu að síður ber sjóðstofnunin manninum vitni, án margra orða. Mörg fleiri störf hefir Björn haft með höndum. Hann hefir ver ið deildarstjóri Skriðdalsdeildar K.H.B. nú um skeið og fulltrúi á Stéttarsambandsfundum bænda o. m. fl. mætti nefna. Hin mörgu trúnaðarstörf, sem Birni hafa verið falin, sýna það traust, sem borið hefir verið til hans og það að verðugu, því hann er einn þeirra manna, sem ekki vill vamm sitt vita í neinu. Björn hefir ekki kvænst og hef- ur móðir hans, Vilborg lengst af staðið fyrir búi í Sandfelli, þar til nú fyrir nokkrum árum, að Kristján gifti sig ágætri konu, Sigurborgu Guðmundsdóttir af Eskifirði, sem nú veitir félagsbúi þeirra forstöðu. Eins og að er vikið hér að framan, hafa þeir Björn og Krist- ján aldrei skilið og sambúð þeirra verið með ágætum. Hefir þetta sambýli, sem svona hefir gefist vel, vitánlega gert heimilið kraftmeira, enda eitt sterkasta heimili sveit- arinnar um langt skeið. Ég lýk svo þessu rabbi mínu með því að þakka Birni vel unnin störf í þágu sveitarinnar og vona að hann eigi enn eftir langan starfsdag. Þakka honum persónu- lega vináttu og samstarf og óska heimilinu í Sandfelli heilla um alla framtíð. Þorvaldsstöðum, 13. ág. 1957. Friðrik Jónsson. Fjárrétt fyrir 11 þús. fjár í byggingu Blönduósi í ágúst. Heyskapartíðin er betri en oft- ast áður og sprettan mjög mikil. Víða er byrjað að slá síðari slátt inn. Upprekstrarfélag Vindhælinga og Engihlíðinga eru að byggja stóra fjárrétt í tungunni milli Lax ár og Norðurár, Laxárdalsmegin. Almenningurinn er 68 metrar í þvermál. Réttin er sexstrend og tekur 10—11 þús fjiár. 19. þessa miánaðar verður Jakob Sigurjónss on bóndi að Glaumbæ 60 ára. Ágæt laxveiði hefur verið í Lax á í Ásum svo stundum hafa veiðst 20 laxar á dag á tvær stengur. Einnig var góð laxveiði í Blöndu framan af, í júní og júlí, en síðan er hún gruggug. Sv-artá er tæplega í meðallagi í ár. Búizt er við að slátrun hefjist um miðjan næsta mánuð og mun verða slátrað yfir 30 þús. fjár. Vegagerð og berja- spretta Akureyri í ágúst. Háarsprettan er að verða sæmi leg og víða byrjað á seinni slætti. Fyrir háifum mánuði rigndi tölu- vert og brá þá til hins betra með sprettuna, eftir langvarandi þurrka. Unnið er að vegagerðinni í Dalsmynni og er nú verið að brjótast í gegnuan klifið norðan við Böðvarsnes. Sæmilega lítur út með berjasprettu. Vígsla Hvammstangakirkju Vatnsness í björtum byggðum blærík Andans sól gylli læki, ár og engi, eldi fari um sérhvern hól. Hvammstanga sé heill og heiður, honum lyfti kirkjumeiður. Verði hans framtíð björt og blíð. Blessi hann drottinn ár og síð. ——oOo------ Kirkjur rísi, kirkjur blómgist, kirkjur sérhvers blessi hag. Til kirkna flestir landsmenn leiti •og lifi þar hvern helgan dag. Þá klukkur hringja og kerti loga kemur dýrleg trúarsýn, helgir kraftar hjartans vaxa, heilags Anda dýrðin skín. í kirkju rí'ki konungshugsjón, — sú kærleikshugsjón aldrei deyr: Dyggð og hreysti og helgikraítur •hjörtun .blessar meir og meir. Að vera gjöfull, góður, sterkur, ganga brautir helgiranns og berjast fyrir betri tímum er bezta óskin kristins manns. Þessi hugsjón, þessi vilji, þessi leið til gæfunnar vera skal um framtíð fagra fremsta hlutverk kirkjunnar, þeirrar kirkju, er hér á heima og hefir vígst á þessum stað til að vaka og vinna Drottni, vera kristnisögublað. Heilög kirkja á Hvammstang- anum hafi réttan vopnaburð heilags Anda, heilags máttar, iheilags lífs á mannlífsurð, og í láni og lífsins blíðu Ijómi stöðugt markið hátt, brosi alltaf bjartur sigur, blessun fyrir kærleiksmátt. Kærleikselfa krossins fórnar, Krists í Guði jarðneskt líf veiti oss öllum frið og frelsi fögnuð, elsku og stormahlíf fyrir ógnum andans dauða Andann vígi sólskinslind, helgur kraftur himingeisla hreinsi menn af allra synd. Páskasól og páskagleði, páskavissa um eilíft vor, alkærleikans undrafögnuð, upprisunnar sigurþor, Guð, lát þessa kirkju krýna, kenninganna blessa flaum. Heilög, eilíf, æðsta vizka, oss veit kraft í tímans straum. Hvítasunnu hvetja lát oss hvern og einn á sínum stað:- inn að ganga í Andans Ijósheim, í eining lifa og hugsa um það, að ein er trúin, ein er vonin, einn er Drottinn kærleikans, ein er skírn, er inngang veitir inn í ríki frelsarans. Blessað Ijós, sem bugar myrkur í Betlehem um miðja nátt, kirkjuna trúarvígslu vígðu, veit þú henni sigurmátt. Nælurmyrkur mannlifs buga megi sannleiksviljans jól, ihvar sem er á andans lendum, alvöld ríkja, vera sól. Langa frjádags lind frá krossi, Ijómadýrð frá páskaisól og hvítasunnu sannleiksandi sérhvert yfir mannaból gj’örðu lífið helga hátíð. Hjartans gull og viljans stál iheilög jól í hjörtum veki, heilags Anda líknarmál. -----oOo---- Vatnsness í björtum byggðum blærík Andans sól gylli læki, ár og engi, eldi fari um sérhvern hól. Hvammstanga sé heill og heiður, ihonum lyfti kirkjumeiður. Verði hans framtíð björt og blíð. Blessi hann Drottinn ár og síð. Hvammstanga, 21. júlí 1957, Halldór Kolbeins. 7 íslenzkir gagníræðaskélanemend- ur farnir vestur um haf til ársdvalar Hlutu ókeypis skólavist við ýmsa ameríska framhaldsskóla I s. 1. viku fóru liéðan méð flugvél Loftleiða til Bandaríkj- anna 7 íslenzkir gagnfræðaskóla- nemendur, sem stunda munu nám um eins árs skeið við gagn- fræðaskóla vestan hafs. Nemend ur þessir hafa lilotið fría skóla- vist við ýmsa framhaldsskóla í Bandaríkjunum fyrir milligöngu félagsskapar þar, er nefnist American Field Service. Íslenzk-ameríska félagið hefur annast alla fyrirgreiðslu hér heima í sambandi við för hinna íslenzku námsmanna til Banda- ríkjanna, auk þess, sem hinn góð kunni Bandaríkjamaður, Thomas E. Brittingham, Jr., hefur haft veg og vanda að því að styrkja þessa námsferð fjárhagslega. American Field Service er fé- lagsskapur sem stofnaður var í fyrri heimsstyrjöldinni og hefur það markmið að styrkja vináttu- og menningartengsl þjóða í milli með því að greiða fyrir gagn- kvæmum nemendaskiptum ung- linga á aldrinum 16 til 18 ára. Á n.k. skólaári munu um 1000 gagn- fræðaskólanemendur frá 30 þjóð- löndum stunda nám víðsvegar um Bandaríkin á vegum þessa félags- skapar, þar af eru 300 frá Norður löndum. íslendingar hljóta nú í fyrsta skipti námsstyrki frá American Field Service, og munu 8 gagn- fræðaskólanemendur stunda nám á vetri komanda í eftirtöldum fylkjum Bandaríkjanna: Delaware, Wisconsin, Minnesota, Missouri og Oregon. Íslenzk-ameríska félaginu bár- ust alls 12 umsóknir um styrki þessa, en 9 umsækjendur hlutu þá. Einn umsækjandanna gat ekki þekkst boðið. Félagið gerir sér vonir um, að á skólaárinu 1958 —’59 verði hægt að útvega 15 gagnfræðaskólanemendum héðan skólavist í Bandaríkjunum á veg- um American Field Service. Myrti foreldra sína - nýsloppinn úr fangelsi NTB — KAUPMANNAHÖFN, 16. ágúst. — Holger Aage Karlshöj, stórkaupmaður og kona hans fund ust myrt í íbúð sinni í Kaupmanna höfn í dag. Fullvíst þykir, að sonur þeirra hjóna, Mogens, sem er 25 ára gamall, sé valdur að verkinu. Er hahn horfinn svo og bíll föður lians, sem talið er að hann hafi stolið. Lögreglan leitar hans nú af ákafa. Starfslið á skrif stofu kaupmannsins hringdi til lög reglunnar í dag og kvað hann ekki hafa mætt til vinnu síðan á mánu- dag. Var brotizt inn í íbúðina og fundust þá lík hjónanna í kjallar- anum. Höfðu þau fyrst verið bar- in niður með öxi, en síðan kyrkt. Vitað er, að óvild mikil var milli foreldranna og sonarins, sem áð- ur hefur komizt í kast við lög- regluna og var nú rétt sloppin úr fangelsi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.