Tíminn - 05.09.1957, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.09.1957, Blaðsíða 4
Handritamálið er tilfinmngamál og það er von okkar, að Danir skilji T í MIN N, fimmtudaginn 5. september Kveðjusamtal við Sigurð Nordal, ambassador í Social-Demokraten „Hvort handritin verða geymd í Kaupmannahöfn eða Reykjavík skiptir visind- in engu, en þetta er tilfinn- ingamál, segir hinn íslenzki ambassador Sigurður Nor- dal, sem á morgun lætur af starfi. Kveðjuviðræða við gamlan góðkunningja og vin Danmerkur". Slík er fyrirsögnin f Social Demokraten hinn 30. ágúst, á samtali því, er Jóhs. Jacobsen hefir átt við Sigurð Nordal. í lok þessa mánaðar, þ. e. á morg un, lætur sendiráðherra íslands í Kaupmannaihöfn, prófessor Sigurð- ur Nordal, af því starfi, sesn hann hefir gegnt síðastliðin sex ár. Það var óvenjulegur við'burður. sem átti sér stað, þegar Sigurður Nordal, haustið 1951, lét af pró- fessorsstarfi við Háskólann í Reykjavík og á sínu sextugasta og sjötta aldursári steypir sér yfir í utanríkisþjónustuna, þetta koll- stökk, sem vakti mikla athygli um öll Norðurlönd. Til þessa tíma var prófessor Nordal kunnur sem framúrskarandi sérfræðingur í norrænum bókmenntum og nor- rænni sögu — og á sínu sviði vís- indafrömuður, kunnur og viður- kenndur um öll lönd — sem aldrei hafði tekið virkan þátt í stjórn- málum né verið í utanríkisþjón- ustu. Að hinu leytinu bjó hann yf- ir djúpstæðri söguþekkingu einn- ig á sviði stjórnmála og með- fæddri háttvísi og hyggindum, sem betri er en nokkur þjálfun í slílcu starfi. Vinur Danmerkur. Undir þessari kaflafyrirsögn er rakinn hinn glæsilegi náms- og starfsferill Sigurðar Nordals. sem svo er kunnur íslendingum, að ekki þykir ástæða til að þýða þann kaflann. Ágreiningur án beiskju. Það var þessi stóli, (heiðurs- prófessorstóllinn), sem Sigurður Nordal yfirgaf 1951, þegar hann varð við áeggjan þáverandi utan- ríkisráðherra Bjarna Benediktsson- ar að takast á hendur að verða sendiherra íslands í Kaupmanna- höfn. En svo hafði borið við. að Nordal og Bjarna Benediktsson hafði greint á um hina einhliða uppsögn íslands á sambandinu við Danmörku. Nordal hafði, I and- stöðu við B. B. óskað þess, að menn frestuðu uppsögninni, þar til unnt hefði verið að kveðja hinn danska konung háttvíslega og þakka fyrir samfylgdina, svo sem háttur er eftir að hafa átt langa samleið. Á þessum tíma kom til allhvassra skoðanaskipta milli Nordals og B. B., sem þó skildu ekki eftir ör eða beiskju eins og tilnefningin frá 1951 bezt vitnar um. En það, sem nú var greint, og fyrir löngu heyrir sögunni til, bar ekki á góma í kveðjuviðtali því er Social Demokraten átti við sendi- ráðherra Nordal á embættisskrif- stofunni í húsi á Ðantes Plads, þar sem utanríkislþjónusta íslands í Danmörku hefir verið til húsa síð an 1920. Spurningunni um, hvern ig það hefði borið að, þegar hann „tók stökkið" yfir í utanríkisþjón ustuna, svaraði sendiráðherra Nor- dal aðeins með hinu hógláta brosi, sem er svo einkennandi fyrir hann: „Bjarni Benediktsson spurði mig, hvort ég vildi . . . og þetta vildi ég þá“! „Hversvegna?“ Með nýju brosi: „Vegna þess að viðfangseínið freistaði min.“ „Þér hafið aldrei tekið beinan þátt í stjórnmálum?“ ,,Ég hefi aldrei tilheyrt neinum stjórnmálaflokki. Ég er sagnfræð- ingur, og er þá bezt að standa utan stjórnmiálaflokka, til þess að vera hlutlægur svo framast er unt. Þar með er ekki sagt að ég sé áhugalaus um stjórnmál, eða að ég hafi ekki greitt atkvæði í kosn- ingum. Það hefi ég gjört En ég á heima í þeim hópi kjósenda, sem við sérhverjar kosningar spyrja sjálfa sig: „Hvar er nú atkvæði manns bezt komið?“ ,,En þér hafið þó tékið þátt i pólitískum rökræðum?" „Jú, komið hefir það fyrir, það hefur það . . .“ Málið aðkallandi! Af íslendinga hálfu var á sinum tíma litið svo á, að virðulegasta viðfangs-efni Sigurðar Nordals, sem sendiherra í Kaupmannahöfn, væri að fá leyst vandamálið um handritin. Þetta mál er að^ nýju komið til sögu, eftir að af íslend inga hálfu hefir verið lagt til, að sett yrði á laggirnar dönsk-íslenzk nefnd manna úr hópi þingmanna beggja landanna í þeim tilgangi að fá komist að endanlegri niður- stöðu. Vér tökum að ræða mál þetta við sendiráðherra Sigurð Nordal áð vísu mjög varfærnislega fyrst í stað. „Þér eruð sá sem mesta sér- þekkingu hafið á sviði fornrit- anna“ „Nei . . . (afneitandi bros og eins og ósjálfráð hreyfing handar- innar) . . . það er alveg tvímæla- laust prófessor Jón Helgason, hann er hinn mesti núlifandi sérfræðing ur á þessu sviði. Gætið að, hann hefir um la'ngt skeið átt hlutskipti sitt mitt á meðal handritanna. Prófessor Jón Helgason er for- stöðumaður Árnasafns á báskóla- bókasafninu í Kaupmannahöfn og meðlimur í stjórnarnefnd þessar ar stafnunar. Það tilheyrir hon- um sannarlega að vera nefndur hinn mesti sérfræðingur hvað ís- lenzk fornhandrit áhrærir. „En til þess að orða þetta vægi- legar — þér hafið þó gróna þekk- ingu á gamalnorrænum íslenzkum bókmenntum." „Hversvegna að tala um fornorr ænar (oldnordisk)? Hversvegna ekki blátt áífram að tala um ís- lenzkar bókmenntir, nákvæmlega eins og talað er um danskar, sænskar og norskar bókmenntir!" „Verður hin íslenzka krafa eða ósk um allt eða ekkert?" „Hvað allt? Því er ekki auðsvar- að . . . og þar að auki verð ég ekki í hinni dönsk-íslenzku nefnd. Verði farið að hinni íslenzku til- lögu, verður hér um að ræða nefnd skipaða þingfulltrúum, en með hinu tel ég, að sú nefnd ráðfæri sig við sérfræðinga . . . En þar eð vér nú erum teknir að ræða þessi mól, er mér ljúít að láta getið, að vér erum mjög þakk látir, að þeim fer æ fjölgandi, sem gjörast talsmenn fyrir mál- stað vorn hér í landi yðar. Leyf- ið mér að minna á, Hans Hedtoft var það hjartansmál að verða Íslandi að liði í þessu máli . . . Hversu að þessu sinni fer um hand ritamálið, um það vil ég engu spá, en þó er einn hlutur vís: frá sjón- armiði vísinda skiptir það litlu máli, livort handritin eru varð- veitt í Kaupmannahöfn eða Reykja vík. Með ljósmyndum í útfjólubláu ljósi, er unnt að gjöra eftirmyndir, þar sem letrið kemur greinaegar fram, og þess vegna auðveldara að lesa þær en frumritin. Afhending handritanna til íslands, mun því ekki valda vísindamönnum í Dan- mörku neinum erfiðleikum. En handritamálið er tilfinningamál og er það að sjálfsögðu vor einlæg- asta ósk, að Danmörk öðlist skiln- ing á þessu viðhorfi voru. Þegar að því er vikið, hversu örðugt sé fyrir Danmörku að vera án handritanna ættu menn að Sigurður Nordal reyna að gjöra sér ljóst, hversu miklu erfiðara það er fyrir okkur að vera án þeirra!. Þau eru vort einasta áþreifan- lega þjóðernislega minnismerki um hina liðnu tíma. Danmörk hins vegar á svo m'örg. Og þegar menn öðru hvoru hér í Danmörku líta svo á, að íslendingar hafi verið erfiðir og kröfuharðir í þessu máli skyldu þeir ekki gleyma, að við höfum aldrei beðið um neitt ann- að en það, sem áður liafði verið frá okkur tekið — það sem við höfðum átt, en misst! Þér ættuð annars að lesa síðasta hefti af „Dansk Udsyn“, þar getið þér fengið mikið að vita uin livaða þýðingu liandritin liafa fyrir okk- ur íslendinga. „Hafa menn eftir skilnaðinn orð ið varir mikiilar gremju á ísiandi út af handritunum?“ „Ekki enn! Enda hafa breyting- ar hvað pólitískar aðstæður snert- ir, ekkert með vísindaleg og menn ingarleg samskipti að gera. Það eru álíka margir ísleuzkir náms- menn hér í Kaupmannahöfn í dag eins og í mínu ungdæmi, enda er stöðugur straumur íslendinga hér x gegnum sendiráðið. En úr því að við erum að ræðast við, vildi ég mega láta þess getið, að ísland hef ir aldrei litið svo á, að það til- heyrði Danmörku, og þegar ís- lenzka lýðveldið var endurreist 1944, var það fyrir okkur aftur- livarf til þess sem var áður en ís- land var sameinað Noregi 1262. — Tímarnir fyrir 1262 eru oss nálæg- ari („ligger os nærmere“) en hin- ir milliiiggjandi tímar. Við tölum ekki um skilnað við Dani, við töl- um um endurreisn lýðveldisins. Óskastaða. „Þegar þér nú látið af starfi, sem sendiherra, hverfið þér þá aft ur til íslands?" „Eg er fastráðinn prófessor í ís- lenzkum bókmenntum og sögu við háskólann í Reykjavík. J>etta er prófessorsstaða án kennslskyldu og aldurstakmarks, ég verð ekki settur á eftirlaun — sem sagt óska staða! Eg hverf aftur í mitt gamla vinnuherbergi í háskólanum, og til samneytis við námsfólkið, stúdent ana, sem er mér tilhlökkunarefni. Eg uni mér með æskufólki. „Og er það vísast gagnkvæmt." „Það viidi ég mega vona!“ „Hversu margir námsmenn eru við Háskóla íslands?" „7—800, þar á meðal einnig nokkrir frá Skandinaviu, Eng- landi og að kalla frá öllum lönd um í V.-Evrópu og frá Ameríku.“ „Og hvað leggja þessir náms- menn fyrir sig?“ „Þeir stunda allir íslenzkar bók menntir, sögu og íslenzku. Fyrir aðra en Skandinava er ís lenzka hið klassiska norræna tungumál. Það er í öllum aðalat- riðum óbreytt um síðustu þúsund árin! Sérhvert íslenzkt barn get- ur lesið Eddukvæðin. ísland eign aðist þjóðlegar bókmenntir þegar á 12. öld, bókmennlir sem alltaf voru lesnar, en bókmálið er hin varðveitandi líftrygging hins lif andi máls. Dæmi: eftir að Dante og Boccaccio komu til sögu er unnt Gretar Fells: 1 Krishnamurti o g GuSspekiíélagiS Vegna greinar, sem birtist í Morgunblaðinu nýlega, þar sem mjög virtist vera byggt á ónákvæm um og villandi heimildum, um Krihnamurti og Guðspekifélagið, tel ég rétt að taka þetta fram: 1. „Stjörnufélagið" og Guðspeki- félagið eru tvö félög, sem alltaf voru algerlega aðskilin. Það er að vísu rétt, að nokkrir Guðspekifé- lagar voru í Stjörnufélaginu, en margir alls ekki, enda voru skipt- ar skoðanir innan Guðspekifélags- ins um boðskapinn um hinn nýja ,,heimsfræðara“. Innan þessa fé- lagsskapar ríkir algert skoðana- frelsi. Þar er ekki um neinn and- legan einstefnuakstur að ræða. Annie Besant, Leadbeater o. fl., sem héldu því fram, að Krishna- murti væri hinn nýi heimsfræðari, gerðu það því á eigin ábyrgð, en ekki í nafni félagsins. Það skal tekið fram í þessu sambandi, að bví var aldrei haldið fram, að Krishnamurti væri Kristur endur- borinn eða neitt þvílíkt, en hitt var gefið í skyn, að hann mundi með einhverjum hætti reka erindi Krists, verða yfirskyggður af hon- um, tala og starfa í hans anda. 2. Það var Leadbeater, en ekki Annie Besant, sem „uppgötvaði“ Krishnamurti fyrstur manna. Bæði voru þau Annie Besant og Lead- beater skyggnir á sálir, og hvað sem líður kenningur Krishnamurt- is og öllum spádómum um hann, verður því ekki neitað, að hann er merkilegur og eiginlega alveg sér- stæður persónuleiki. Og „heims- fræðari" getur hann talizt: Heim- urinn hlustar á hann. Það er ekki rétt, sem sagt var í áðurnefndri grein, að hann hafi hætt „heims- flakki" sínu, eins og þa’ð var orð- að þar. Flest undanfarin ár hefir hann ferðazt um Evrópu og Asíu og haldið fyrirlestra, sem mjög hafa verið fjölsóttir. Fvrirlestrar hans hafa verið gefnir út og vakið mikla athvgli — og deilur, eins og gengur. Þessi andlegi fóstursonur Annie Besant og Leadbeaters er fyrir löngu orðinn heimsþekkt stærð, albjóðlegur kennimaður, sem margir elska og dá og telja sig eiga mikið að þakka. Er ekki dálítið ódrengilegt — a. m. k. af þeim. sem annars virðast kunna að meta hann — að kasta steinum að fósturforeldrunum, jafnvel þó að þeim kunni að hafa skjátlast að einhverju leyti um framtíð þessa sonar síns? Ég veit ekki til, að bau hafi nokkurn tíma haldið því fram, að þau væru óskeikul. 3. Krishnamurti vildi ekki dýrk- un á sér og lagði Stjörnufélagið niður. Ég held ekki, að hann hafi lagt neinn „guðdóm“ niður með því. Þvert á móti virðist mér sú ráðstöfun hans bera því vitni, að hann sé heldur meira en venju legur maður, enda sé ég ekkert guðdómlegt við það að vilja vera dýrkaður. Vera má, að ýmsum að lesa ítölsku þann dag í dag jafn auðveldlega og þá sem þeir rituðu. í Danmörku átti sér stað breyting á þjóðtungunni á 14. og 15. öld, en með siðaskiptunum, látum mig segja með biblíuútgáfu Kristjáns III., kom til sögunnar hið danska ritmál, sem allir Danir í dág eiga auðvelt með að lesa og skilja. „Hvað álítið þér um nýju staf- sctninguna okkar, hvarfið frá upp hafsstöfunum?“ „Um hana hefi ég ekki brotið heilann, hún skiptir svo litlu. Aðalatriðið er að nútíma danska er orðmargt og háþroskað tungu mál. Það er hægt að orða sér- hverja hugsun á danska tungu. „Og að lokum: hafið þér verið ánægður þessi sex ár, sem þér haf ið dvalið, sem sendiráðherra hér í Kaupmannahöfn?" „Já, það hefi ég verið. Þetta varð lengri tími en ég upphaf- lega hafði liugsað mér. Þótt ekki væri nema það, að ég hefi unað mér liér. Þér megið gjarnan láta getið, að bæði kona mín og ég dáum Kaupmannahöfn og hina yndislegu dönsku náttúru. Við hverfum frá Kaupmannahöfn með hinar beztu minningar. Guðspekisinnum hafi komið nokk- uð á óvart, að Krishnamurti leystl upp Stjörnufélagið, en að það hafi verið eitthvert áfall fyrir þá eða . Guðspekifélagið yfirleitt, er fjarri j sanni. Margir Guðspekisinnar höfðu, eins og áður er sagt, enga trúarlega afstöðu til Krishnamurti. Þeir biðu aðeins átekta. Aðrir voru vantrúaðir, eins og gengur. Og Guðspekin var hin sama eftir sem áður. 4. Mjög skýtur það skökku við að ásaka hina íslenzku prestastétt fyrir það, að hún hafi orðið fyrir einhverjum áhrifum af hinura :gáfulegu kenningum Guðspekinn- 1 ar, sem á engan hátt eru hættuleg- ar sönnum kristindómi. en mundtl áreiðanlega geta gefið honum byr undir vængi, ef rétt væri á haldið. Og furðulegt er að sjá og heyra spíritismann stimplaðan sem „ó- fögnuð", þessa göfugu rannsókn- j arstefnu, sem fært hefir þúsundum j manna huggun, sannfært þá uní framhald lífsins eftir líkam»-dauð- ann og göfgað og fégrað lífsviðhorf þeirra yfirleitt. Játað skal, að til er „vulgær“ spiritismi, barnalegur og blekkingakenndnr, en er ekki |líka til barnalegur kristindómur? jEngin stefna skyldi metin eftir jþví, hvernig hún skekkist og af- ! lagast í meðferð ófullkominna I manna. — Nokkuð svipað er að segja um allan persónulegan óhróð ur. Mennirnir geta haft sína galla, en verið um margt merkilegir menn og unnið afreksverk á ýms- um sviðum. Leadbeater hefir ekkf farið varhluta af persónulegu níði, og Annie Besant ekki heldur. Bæði eru þau nógu stór til þess, að minning þeirra þoli. að viðurkennt sé. að þau hafi ekki verið með öllu gallalaus. En þegar nöfn róg- beranna eru gleymd, mun Ijós þessa tvístirnis halda áfram að j skína. Við íslendingar höfum átt ýmsa góða presta, sem margir hverjir voru fjarri því að vera gallalausir menn. sumir mjög breyzkir og hrösulir. En þeir nutu mikils umburðarlyndis, ef beir voru atkvæðamenn á hinu klerk- j lega sviði, ekki sízt ef þeir voru jgáfumenn. íslendingar hafa alltaf I litið upp til gáfna. Þó að umburð- I arlyndi í þessum efnum geti hæg- ' lega gengið of langt, orðið að kæru leysi og léttúð, er þó hóflegt frjáls lyndi bæði göfugt og sk.vnsamlegt, enda erum vér mennirnir flestir f smíðum. Hví skyldum vér stara mjög á ljósberann, ef ljósið, sera hann ber, er bjart og heillandi? 5. Að lokum skal það endurtek- ið, að í raun réttri komu Krishna- murti og Stjörnufélagið Guðspeki- félaginu aldrei neitt við. Guðspekf félagið er fræði- og námsfélag. og þar eru kenningar ýmissa og ólíkra fræðara teknar til athugunar og meðferðar, en allir frjálsir að því að aðhyllast þær eða hafna þeim, eftir því sem efni standa til og þeim þóknast. Fræðarar koma og fara, en sannleiksleitin heldur á- fram — og Guðspekifélagið mun lifa. 26. ágúst 1957. Gretar Fells Djilas ritar aðra bók í fangelsinu BELGRAD: Milovan Djilas, fyrr verandi varaforsætisráðherra Júgóslavíu sem nú situr í fang elsi Títós, hefir skrifað aðra bók í fangelsinu. Fyrri bók lians, sem kölluð var á ensku The New Class, kom út í New York fyrir skömmu eftir að Djilas hafði tek izt að smygla handritinu út úr fangelsinu, en í bókinni réðst Djilas harkalega á hina komm únistísku valdhafa og glæpaverk þeirra. Önnur bók Djilasar er ann ars eðlis, fjallar um serbneska skáldið og rithöfundinn Peter Njegos, sem var uppi á 19. öld •inni. Djilas var dæmdur í þ”iggja ára fangelsi í fyrra fyrir að hafa gagnrýnt stefnu stjórnarinnar i Ungverjalandsmálunum. L

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.