Tíminn - 05.09.1957, Qupperneq 8

Tíminn - 05.09.1957, Qupperneq 8
8 T í MIN N, flmmtudaginn 5. september 1957. 70 ára: Jónas Helgason Grænavatni - T'- ITi Rei ií«a Jónas Helgason hreppstjóri á Grænavatni er sjötugur 6. sept. 1957. Skylt er að minnast hans á þeim tímamótum, því svo víða hef ur hann komið við sögu þeSsarar sveitar á þessu tímabili. Hann er fæddur á Skútustöðum í Mývatns sveit 6. sept 1887, og á stutt að lielja til hinna miklu merkisbænda a Skútustöðum, Ara Ólafssonar og Helga Ásmundssonar. Er hann fimmti maður frá þeim báðum. For eldrar hans voru Helgi Jónsson hreppstjóri, Árnasonar, Arasonar og Kristín Jónsdóttir, Jónassonar, Jónssonar hreppstjóra á Græna- vatni, en Hólmfríður kona Jónasar Jónssonar var dóttir Ilelga á Skútustöðum. Hann er því í marg ar áttir kominn af grónum bænda ættum hér í sveit, sem svo má auð veldlega með aðstoð fræðimanna rekja- til höfðingja og fornkon- unga. En sá ættstofn sem hann á sínar sterkustu rætur í, er sá meið ur sem staðið hefur á Grænavatni síðan fyrir aldamótin 1800 og hefst þar með Þórði Jónssyni föður Jóns, föður Jónasar hreppstjóra Jónsson ar. Hafa þessir menn ýmist verið grónir kjarnakarlar við búskap eða Sveitarstjórnarmenn um langan aldur. Á öðru aldursári, vorið 1889 fluttist Jónas með foreldrum sín- :um að Húla í Aðaldal, en þar hjuggu þau til vors 1892 að þau fluttu í Grænavatni, og höfðu þá ■ eignast hálfa jörðina sem áður var í eigu Jóns Jónassonar föður Krist ínar. Á Grænavatni hefur Jónas átt heima síðan, og eigi dvalist annarsstaðar nema til náms. Hann var einn af þeim unglingum sem gengu í skóla hjá Sigurði Jónssyni á Arnarvatni í þinghúsinu á Skútu -stöðum veturna 1903—1905 stutt- an tíma hvorn vetur. Þessi hópur stofnaði ungmennafélag hér í sveit og lagði á ýmsan hátt grundvöll ' að félags og menningarlífi sem gþessi sveit býr að enn í dag. Telur :dhann að þessi skólavera hafi verið . sér mjög dýrmæt á ýmsan hátt, og orðið sér á'hrifarík. Síðan var hann í • Gagnfræðaskólanum á Akureyri ; veturinn 1906—7. Loks dvaldi íhann alllengi í Reykjavík veturinn 1907—8 við að læra orgelleik og : söngfræði. Tók hann alls 16 kennslustundir hjá Brynjólfi Þor- lákssyni organista og var það öll sú kennsla sem hann hlaut þar, en áður hafði hanfl notið nokkurrar tilsagnar heima hjá Kristjáni Sig- tryggssyni sem lengi var orgelleik ari í Húsavíkurkirkju. Þennan vet ,iir í höfuðstaðnum notaði hann á ýmsan hátt sér til fræðslu og skemmtunar og varð sú vera þar honum notadrjúgt veganesti í því Starfi sem beið hans heima, því vorið 1908 tók hann til starfa við bú föður síns, og hefur unnið ó- slitið síðan, við sama búið þó það hafi skipt um eigendur. Þá var hann líka ráðinn til að vera orgel- leikari og forsöngvari í Skútu- staðakirkju, en því hafði hann gegnt næsta ár á undan. Hann hef- ur því gegnt þessu starfi í 50 ár og hefur 5 sinnum verið messað á Skútustöðum öll þessi ár, án þess að hann hafi verið þar og gegnt sínu starfi. Tók hann nú þátt í ollu félagslífi hér í sveit, og fþróttastarfsemi þó einkum glímu sem þá var mikið iðkuð hér. Einn ig æfði hann samkóra oftar en einu sinni á þessu tímabili á veg- um ungmennafélagsins „Mývetn- ingur“. Þótti hann góður félags- maður í ungmennafélaginu og var hann lengur félagi í því en nokkur annar af stofnendum þess. Hinn 25. júní 1915 gekk Jónas að eiga Hólmfríði Þórðardóttur frá Svartárkoti, dóttur Þórðar Fló- ventssonar sem var þjóðkunnur maður. Var þá haldin mikil brúð- kaupveizla á Grænavatni, og má segja að það sé hin síðasta stór veizla sem haldin hefur verið hér í Mývatnssveit. Hólmfríður þótti hinn mesti kvenkostur, og stað- festi öll reynsla það álit. Hún hef- ur staðið við hlið manns síns fram á þennan dag og hefur öll sambúð þeirra reynzt hin farsælasta. Þau hafa eignast fimm börn sem öll hafa komist til fullorðinsára og reynst hið mannvænlegasta fólk. Þau eru Árni bústjóri við Skóga skóla undir Eyjafjöllum giftur Jó hönnu Ingvarsdóttur. Þóroddur héraðslæknir á Breiðumýri giftur Guðnýju Pálsdóttur. Helgi bóndi á Grænavatni giftur Steingerði Jóns dóttur. Jakobína Björg húsfreyja á Breiðabakka í Vestmannaeyjum gift Trausta Eyjólfssyni og Kristín Þuríður ógift sem vinnur ýmist heima eða við skrifstofustörf hjá Kaupfélagi Þingeyinga á Húsavík. Þær systurnar eru tvíburar. Árið 1921 var karlakór Mývetninga stofnaður, og varð Jónas söng- stjóri hans, og þótt góður og ver ið miki'l búningsbót í félagslífi sveitarinnar. Mikið er Jónas Helga son búinn að vinna fyrir þennan félagskap frá því fyrsta, án allra launa, en kórfélagar gáfu honum eitt sinn vandað gullúr í þakklæt isskyni fyrir þau störf. Hann var líka sæmdur heiðursmerki Sam- bands ísl. karlakóra árið 1953, sem viðurkenningu fyrir mikið og ó- eigingjarnt starf á því sviði. Þá hefur hann um 12 ára skeið verið fulltrúi söngmálastjóra þjóðkirkj unnar hér í S-Þingeyjarsýslu. Hef ur hann ferðast um á vetrum og dvalið með ýmsum kórum tíma og tíma. Þá er loks ónefnt eitt aðal- starf hans. Hann var skipaður hreppstjóri Skútustaðahrepps ár- ið 1942 eftir föður sinn, en hafði að nokkru gegnt því fyrir föður sinn seinustu ár hans. Ég spurði Jónas nýlega við hvað honum hefði þótt skemmtilegast að vinna af því sem búskap tilheyrir. Hann svaraði, að mest gaman væri að hirða um sauðfé og allt er því við kemur t. d. göngur og réttir. Hann kann líka svo vel við sig nálægt sauðfé að hann vill alltaf hafa einhverjar kindur að hirða utifl. En langmesta yndi hefur hann haft af söng og tónleikum og aldrei talið eftir sér ferðir eða vökur til þess að taka þátt í slíku. Telur hann þessa löngun sína arf Skútustaðaættar en sönghneigð hefur verið þar mjög rikjandi. En hvað hefur þér þótt skemmtileg ast í hreppstjórastarfinu? Ekkert sagði hann, það er ekkert skemmti legt við þau störf. Þetta svar kom mér ekki á óvart. Ég hef unnið með honum að skýrslugerð á því sviði og oft ha'ft ánægju af því að sjá hvað áhyggjur hafa dreifzt af svip hans við að fara út til kind anna sinna snemma að morgni eða grípa í hljóðfærið að kvöldi. I Múgur og margmenni safnaðist saman við flugvallarhótelið til að sjá rússnesku vélina. Hluti mannfjöldans sést á myndinni. (Ljósmyndir: Geir). Rússneska farþegaþotan (Framhald af 1. síðu). voru út um morguninn. Auk þeirra var ekki annað lestrarefni en myndablaðið Soviet Union, sem skrifað er á ensku. Ýmsum Rússanna lék hugur á því að fá eitthvað að vita um nýj ustu flugvélar á Vesturlöndum. Spurðu þeir fréttamennina, hvort þetta væri fyrsta þrýstiloftsfar- þegaflugvélin er sést hefir hér. Lætur það nærri, því að hingað Mafvæli (Framhald af 7. síðu). málmblöndur, sem í er meira en 0,50 grömm af blýi í hverjum 100 grömmum, kátsjúk, sem í er zink eða blý. Glerungur eða önnur húð- un má ekki innihalda zink- eða blý- sambönd, sem eru þess cðlis, að málmarnir leysist upp við hálf- tíma suðu í þynntri edikssýru, sem í eru 40 grömm af edikssýru (CH3. COOH) í lítra. í lóðmálmi, sem notaður er til að lóða þau áhöld, sem um getur í 1. máls- grein þessarar greinar, má þó vera allt að 10 grömmum af blýi í hverj um 100 grömmum. Um matvæli, neyzlu- eða nauð- synjavörur má ekki búa í pappír eða aðrar umbúðir, sem eru litað- ar, málaðar, gljáðar eða prentaðar með eitruðum litum eða öðrum eit urefnum, t. d. samböndum af ar- sen, barýum, blýi, kadmíum, kvika silfri, þannig, að liætta geti verið á því, að eitthvað af þessum efn- um komist í vöruna. Barýumsúl- fat og zinnóber skulu þó ekki telj- ast til eitraðra sambanda af barý- um og kvikasilfri. Eigi má heldur búa um þau í málmþynnum úr öðru en alúmíni eða tini. Ákvæði þessarar greinar ná þó ekki tií leiðslna, íláta eða áhalda úr zinki eða máhnum, sem húðaðir eru með zinki, þegar þau eru ein- göngu notuð til að geyma vatn í þeim eða mæla það með þeim. Blýílát má ekki nota, bótt þau séu húðuð með zinki, tini eða öðr-1 um óeitruðum málmum, og blýpíp-! ur aðeins til samskeyta eftir því,1 sem minnst verður komizt af með. Ljósmyndasýning Framhald af 5. siðu. um eru sameiginleg. Hann og að-, stoðarmenn hans fóru í gegnum I hlaða af meir en tveimur milljón-! um ljósmynda og völdu loks 503, sem teknar voru af 273 ljósmynd- i urum frá 68 löndum. Sýningin var J fyrst opnuð í Nútímalistasafninu (Museum of Modern Art) í New York fyrir tveimur árum síðan, var að því búnu sýnd í nokkrum borgum Bandarikjanna, og síðan hefir hún farið sigurför víðs veg- ar um heim. Þær eru hluti af sjálfum manni blessaðar skepnurnar, og tengilið urinn milli mannsins og landsins segir hann. Jónas er mjög hjálpsamur mað ur og fljótur til ef einhverjum þarf að rétta hjálparhönd. Ég þakka þér og fjölskyldu þinni fyr ir alla góða samvinnu og við- kynningu og óska ykkur allra heilla í framtíðinni. Pétur Jónsson. hafa ekki aðrar komið af slíkri tegund, nema Comet-vélarnar brezku er teknar voru úr umferð fyrir nokkru. „Minjagripir.“ Er rússneska túlknum var skýrt frá því, að fslendingar ættu Vickers Viscount-vélar hristi hann liöfuðið glottandi og sagði: „Souvenirs—Souvenirs" „Minja- gripir — Minjagripir". Vélin lagði af stað frá Keflavík kl. 17.52 síðdegis í gær þegar er veður batnaði vestra. Áætlað var að fljúga beint til Goose Baý á Labrador — á 3 klst. og 18 mín útum. Þess má geta að Skymastef flugvélar eru tæpar 8 klst. þá vega lengd. Hluti farþegarúmsins. — Rússar eru ekki vanir því aö leyfa vestrænum blaðaljósmyndurum að taka myndir í flugvélum sínum, en I gaer tókst það eftir mikið stríð. Starf Bláa bandsins er orðið mjög árangursríkt Aðalfundur áfengisvarnarfélagsins Bláa-Bandið var haldinn þriðjudaginn 16. f. m. Formaður félagsins Jónas Guðmunds- son skýrði frá rekstri og starfsemi hjúkrunarheimiíis Bláa Bandsins á Flókagötu 29, en þar hcfðu á thnabilinu frá 23. okt. 1955, er heimilið tók til starfa, og til 31. des. 1956, dvalið samtals 590 manns. Lagðir voru fram endurskoðaðir reikning- ar félagsins og voru þeir samþykktir. Auk venjulegra aðal- fundarstarfa samþykkti fundurinn eftirfarandi tillögur: Aðalfundur Bláa-Bandsins 1957 um, sem vilja starfa að þeim mál- samþykkir að heimila stjórn fé- um. lagsins eftirfarandi: I Fundurinn telur að endurskoða 1. Að kaupa eða taka á leigu til þurfi nú þegar gildandi löggjöf langs tíma hentuga jörð í sveit um lækningar drykkjusjúkra fyrir framhalds dvalarheimili manna, setja Gæzluvistarsjóði sér- handa þeim vistmönnum, sem staka stjórn, og breyta verulega langa dvöl þurfa á vistheimili fyrir starfrækslu Gunnarsholtshælisins, drykkjumenn, en eiga hennar jafnframt því sem unnið verði að ekki kost annars staðar. |því að auka þekkingu manna á 2. Að leita aðstoðar ríkisins og möguleikunum til að lækna Reýkjavikurbæjar til að kaupa drykkjuhneigð og útrýma drykkju- hentugt hús í Reykjavík í þeim skap. tilgangi að koma þar upp hjúkrun- j Aðalfundur Bláa Bandsins 1957 arslöð og dvalarheimili íyrir drykk fagnar því að tekizt hefir náin felldar konur á sama grundvelli og samvinna við Bláa kross hælið á Flókagötuheimilið er rekið. | Eina í Noregi, og í þakkarskyní 3. Að stækka lijúkrunarstöðina1 fyrir þá hjálp og fyrirgreiðslu, á Flókagötu 29 samkvæmt fyrir-’sem íslendingum, er þangað hafa liggjandi teikningu, ef leyfi fæst farið sér til lækninga, hefir verið til þess og lán eða styrkur frá ' veitt, vill fundurinn heimila stjórn Gæsluvistarsjóði. jfélagsnsi að verja nokkurri fjár- Aðalfundur Bláa Bandsins 1957 hæð af söfnunar- og gjafafé, sem einir þeirri áskorun til ríkisstjórn-1 Bláa Bandinu áskotnast á árinu ar og Alþingis, að framvegis verði j 1957, til að bjóða hingað forstöðu- tíundi hluti hreinna tekna Áfengis ' manni Eina-hælisins, ef hann getur verzlunar ríkisins látinn renna í þegið það boð á næstunni, því lík- Gæzluvistarhjóð og þvi fé varið legt er einnig að margt mætti af til að vinna gegn áfengisbölinu í þeirri stofnun læra um rekstur og landinu. ! skipulag hjúkrunar- og dvalar- Verði Gæzluvistarsjóði ætlað heimilis íyrir drykkjusjúklinga. það hlutverk sérstaklega að Stjórn félagsins skipa nú: Jónas styrkja byggingu og starfrækslu Guðmundsson, form., Guðm. Jóh. stofnana fyrir drykkjusjúklinga, varaformaður, Jónas Thoroddsen, sem reist eru og rekin af því opin- ritari, Vilhjálmur Heiðdal og Sig- bera og af frjálsum félagasamtök- urður Egilsson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.