Tíminn - 06.09.1957, Blaðsíða 9
T f MIN N, föstudaginn 6. september 1957.
MARTHA OSTENSO
RÍKIR SUMAR
í RAUÐÁRDAL
nilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllinillllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Úrvals hangikjöt
=
121
lega vegna þess að hún er
ensk, auminginn. En hún býr
til ágætt te. Náttúrlega get
ég hvorugt gert ennþá. í
heimavistarskólanum kenna
þeir manni allt nema það
sem maður þarf að kunna, en
núna einhvern daginn ætla
ég að læra að matbúa. )
Rödd hennar var orðin há
og hvell og hún horfði þvert
yfir herbergið á móður Karst
ens, sem var niðursokkin í
samræður við þá Roald og
Cole.
Karsten sá að móður hans
brosti og reis á fætur, og
heyrði skrjáfið í kjól hennar.
Nú bar hún nælu með gim-
steini í stað gamla norska
skartgripsins, sem hann
mundi svo vel eftir. Og þá
kom honum snögglega í hug
að móðir hans hafði smátt og
smátt eytt öllum minjum frá
fortíðinni, innflytjendaárun-
um, en faðir hans var ennþá
— tja, hvað var faðir hans?
núna, einn hinna beztu, og
gaf nýja landinu allt hið
bezta er hann hafði frá hinu
gamla. Hánn leit á ívar þar
sem hann sat við gluggann.
Honum virtist faðir sinn alls
ekki hlusta á Arne.
Þið unga fólkið eruð auð-
vitað farin að kynnast hvort
öðru, sagði Magdali og var
öll eitt bros. Við eldra fólkið
höfum um svo margt alvar-
legt að ræða. Svo sagði hún
glaðlega, rétt eins og hún
hefði ekki fyrr tekið eftir
Rose Shaleen: — Og Rose. En
hvað þú hefir stækkað barn.
Hjálpi mér, ekki man ég hve
langt síðan við höfum séð
nokkurt ykkar. Eru allir frísk
ir heima hjá þér?
— Já, þakka yður fyrir frú
Wing, viö erum öll heilbrigð,
sagði Róse af mikilli ein-
lægni. — Það er að segja
nema pabbi. Hann fær alltaf
gigt, þegar rignir, og við erum
aö nudda hann með . . .
— Shaleen-fólkið eru ná-
grannar okkar hér skammt
fyrir sunnan, sagði Magdali
í samræðutón við Ednu. En
maður hefur ekki mikinn
tíma til að hitta nágrannana
þegar unnið er eins mikið og
hjá okkur. Eg heyrði að þiö
voruð að tala um kaffi. Það
brakaði svolítið í lífstykkinu
hennar um leið og hún laut
áfram og klappaði á hnén á
Ednu. — Eitt það nauðsyn-
legasta, sem eiginkona þarf
að kunna, hélt hún áfram, —
er að kunna að búa til kaffi.
Bolli af góðu kaffi kemur
manninum alltaf í gott skap,
hversu geðillur sem hann er.
Karsten, færðu ungfrú Cole
nokkrar af regnbogakökunum
mínum. Hún hefur ekki
smakkað þær ennþá, en þær
eru reglulega góðar, þótt ég
segi sjálf frá.
Karsten sótti kökudiskinn
og hélt honum fyrir framan
stúlkunum tveimur. Hann
brosti kvíðafullur og horfði í
augun á Rose Shaleen. Hon-
um var efst í huga hvernig
hann gæti komizt sem fyrst
út úr stofunni. Rose hlyti að
líða jafn illa og honum sjálf-
um. Hann reyndi að koma
þessari hugsun til hennar með
augnaráði sínu. Hún hrissti
höfuðið að kökudiskinum, en
snöggi gleðiglampinn, sem brá
fyrir á andliti hennar, gladdi
hann.
— Þessar kökur eru svo
góðar, frú Wing, sagði Edna
um leið og hún tók eina. —
Karsten, þér hjálpið mér að
borða þessa. Hún braut kök-
una í tvennt og lagði annan
helminginn á diskinn hjá
Karsten.
— Ég þykist vita, að þér
og móðir yðar verðið önnum
kafnar næstu vikurnar við að
koma ykkur fyrir í Wing,
sagði Magdali við Ednu. —
Þessi herbergi, sem ég var að
benda föður yðar á yfir járn
vöruverzluninni, eru snotur
og hreinleg, þótt þau séu ekki
stór. Þau myndu geta dugað
þangað til þið byggið sjálf
síðar meir. Ég vona, að yður
muni að minnsta kosti langa
til að byggja hér, góða mín.
— Ó, þakka yöur fyrir, ég
er viss um að við munum
kunna mjög vel við okkur
hérna, sagði Edna og lyngdi
augunum framan í Karsten.
— Allir eru svo vingjarnlegir
og . . . . Svo breiddi hún út
hendurnar til að sýna, hve
hjálparvana hún væri. — Ég
hélt ég myndi deyja úr leið-
indum. En þið eruð öll svo
vingjarnleg og ég er ekki
lengur í minnstu vitund
hrædd.
— Við skulum sjá til þess
að þér kynnist öllu skemmti
legasta unga fólkinu hér um
slóðir, sagði Magdali hlýlega.
— Karsten, næsta sunnudag
kemur hr. Grosman í heim-
sókn hingaö, — væri ekki til-
valið að bjóða líka nokkru
af yngra fólkinu — vinum
okkar hér úr nágrenninu —
svo að Edna gæti kynnst því?
Þú og Solveig og Magdis gæt-
uð boðið því . . . hvar er Sol-
veig annars? Hún áttaði sig
í tíma og sléttaði úr brúna-
hnyklunum með blíðu brosi:
— Mig skyldi annars ekki
undra, þótt hún væri einhvers
staðar úti, vokandi yfir því
að ná í Einar Flatta til þess
að fara í útreiðatúr með sér.
— Einar Flatta, sagði Karst
en spyrjandi.
— Svo þú ert ekki búinn
að átta þig á því, að þú átt
fullvaxna systur, sagði Magd-
ali og snéri sér að Ednu. —
Einar er bróðursonur séra
Flatta, prestsins okkar. Hann
er viðkunnanlegasti drengur
— er að hefja nám í presta-
skólanum — og ég held, að
hann og Solveig hafi talsverð-
an áhuga hvort á öðru. Magd-
ali hafði það til á stundum
að vera spaugsöm.
— Við skulum fara og finna
hana, sagði Karsten og rétti
Rose hendina.
Andlit móður hans varð al-
gerlega sviplaust og í því
hreifðist enginn dráttur. Á
augu hennar kom blá frost-
hula, sem vel mátti hugsa
sér að varnaði henni að sjá
eitthvað, er væri henni á móti
skapi.
En Karsten stóð upp og
hraðaði sér á brott með Rose.
Þau mæltu naumast orð af
vörum fyrr en þau voru kom-
in yfir litlu fótgöngubrúna,
sem lá yfir árvíkina. Rauðu
rósirnar þrjár, sem staðið
höfðu í blóma, voru búnar aö
fella mörg blöð sín, en nýir
blómknappar voru að opnast,
fíngerðir, en þéttir og hraust
legir. Karsten laut niður og
snerti einn þeirra. Svo lagði
hann handlegginn utan um
Rose Shaleen og dró hana
ákveðið að sér. Það kom yfir
hann eitthvað kæruleysi og
honum var alveg sama hver
sæi til hans.
— Það verður að vökva þær
á hverjum degi, sagði hann.
— Já, ef þú villt eiga þær,
sagði hún.
— Hvað áttu við með því?
spurði hann. — Hvers vegna
skyldi ég ekki vilja eiga þær?
Rose gekk að hávöxnum
runnum þar rétt hjá og sett-
ist. Hún starði hugsandi yfir
á árbakkann hinum megin.
— Ég plantaði runnunum
hérna megin, svo móðir þín
skyldi ekki sjá hann og láta
rífa hann upp, sagði hún loks.
— Rose. Hann settist niður
við hlið hennar og tók fast
um hönd hennar. — Líttu á
mig, Rose.
Hún renndi seinlega til
hans augum, en þótt í þeim
væri bros, voru hvarmar henn
ar votir af tárum. Hún dró að
sér hendina.
— Henni finnst ég ekki
nógu góð handa þér, tautaði
hún svo lágt að varla heyrð-
ist, og reitti upp grastotta
með annarri hendinni. —
Hún mun aldrei, aldrei láta
okkur . . .
— Hún mun ekki verða
neitt um það spurð, sagði
Karsten æstur. — Enginn
þarf neitt að skipta sér af
því nema við tvö. Mamma veit
ekki einu sinni neitt um það
ennþá. Ég hefi ekki haft tæki
færi til þess að segia henni
frá bví. Þú. ert aðeins sár
vegna þess að hún fór með
big eins og krakka þarna
inni. Hún gerir sér ekki ljóst,
að bú ert orðin fullorðin. Svo
voru líka gestir og hún varð
að sinna þeim, annars hefði
hún verið . . .
— Gestir — bað er nú ein-
, mitt það, savði Rose og nart-
i aði í puntstöngul, sem hún
.hafði siitið upp.
I — Vertu nú sanneriörn,
Rose. sagði Karsten biðjandi.
— H^að annað gat hún gert
Cole-fðlkið er okkur algerlega
ókunnugt og mamma varð
að . . .
— Það mun ekki verða ykk
ur ókunnugt næsta lengi, tók
Rose fram í fyrir honum. Hún
er sú, sem móðir þín hefir
þegar valið handa þér.
— Ó, heyrðu nú í guðs bæn
| um, sagði Karsten. — Nú ertu
: alveg eins og krakki. Meira
' að segja verri en Olina. Held-
• urðu annars að ég sé slíkur
vesalingur. Og ef þú heldur
það, hvernig geturðu þá . . .
Reykhús
| 1-70-80 og 14-2-41
^iiiiiiniiiimniiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimnnniiiiiiiiiiimiinnirMMan
Æðardúnn
Nýkominn æðardúnn.
| FiíSurhreinsun K R 0 N
| Hverfisgötu 52.
^uiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimuisHnM
| Matráðskona óskast |
í Samvinnuskólann Bifröst, húsmæðrakennara- |
menntun æskileg. Umsóknir sendist Fræðsludeild |
| SÍS, Sambandshúsinu.
Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
W.V.VW.'.V.V.V.V.V.VV.'.V.'.V.W.’.V.’.V.V.V.V.V.VV
í i
1!; Innilega þakka ég þeim systkinunum Ingibjörgu
I|| Karlsdóttur og Steingrími Karlssyni fyrir þá miklu
V rausn sem þau sýndu okkur hjónunum á sjötugsafmæli v
-■ mínu. ■"
Stefán G. Stefánsson
3:
W.V.’.W.V.V.V.V.VV.V.V.W.V.W.W.V.V.V.W.’.VVV
V.VWV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.WV.VV.V.WV.V.W
i: 1
■; Alúðarþakkir flyt ég öllum þeim, sem á einn eða •;
I; annan hátt minntust mín og föður míns í sambandi við ’;
■; áttræðisafmæli mitt og afhjúpun myndastyttu af föður I;
■; mínum Jörundi Jónssyni í Hrísey. ■;
I; Guð blessi ykkur öll. ■;
;• 5
■; Svanhildur Jörundsdóttir ■;
■; frá Hrísey. ■;
i 'i
WWVWVWWWWWWWVV.V.V.WWV.V.VW,V.V.WV
v.v.vvvvv.vvv.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.vv.v.vv.v.w
í í
;. Iljartanlega þakka ég öllum, sem glöddu mig a 80 ára ;.
I; afmæli mínu með skeytum, gjöfum og heimsóknum, og I;
■; á ýmsan annan hátt. Guð blessi ykkur öll. I;
;; Páll Gíslason,
■- Víðidalsá.
vvvvvvv.vvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvwvww