Tíminn - 06.09.1957, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.09.1957, Blaðsíða 7
t í Hl*i?N, fostodaginn 6. septeittber 1957. 7 Eínn af nafntoguðum land námsmönnum við Breiða- f jörð var Geirmundur heljar- skitftt* sem nam land á Skarosströnd og reisfi sér bú að Geirmundarsf öðum, sem nú ei* hjáleiga höfuðbólsins að Skarði. í landnámi Geir- muhdar er bezta höfn í allri Dalasýsiu, þar heitir Skarðs- stöð. Nú er upphaf nýrra tírna í Skarðsstöð. Þar eru hafnar fram- kvasmdír við hafnarmannvirki og Grein og myndir: Guðni Þórharson. verzlunarstöð, sem vafalítið á eft- ir að verða Dalamönnum dýrmæt höfn #g athafnasvæði, þegar haf- skip geta lagzt þar að bryggju, sem setrn verður. w óem enn buici mrteomenaur > óóciíþi auir lanancímámannó Bátar og bændur við BreiðaffÖYð Þegar blaðamaður frá Tímanum kom n$tega í Skarðsstöð, voru þar nokkrir Dalamenn í kaupstaðarer- indum og, sóttu sér nauðsynjar i verzktn, sem þar er verið að end- nrbyggja og opna í gömlu hús- næði. ,, , „; Bátar Kristins bónda í Skarði stótó'þ^r s'kammt frá í naustum, máláðir og v'el' 'hirtir, enda illt bát- lausum? .niarmi við Breiðafjörð. Sjálftiir-, var. Kr.istinn bóndi ekki langt, frá, hress.ilegur og glaður í bragðí,'enda með hugann allan út lúðan ír s.iónum, en lítill tími til veiða. Áður voru eyjarnar byggð- ar, en nú eru Ijósin horfin, en vit.iað U'tn æðardún á vorin og skepnur fluttar í eyjar til að nytja það kjarngóða gras, sem ek-ki vinnst lengur tími til- að heyja, eða flytja til lands. Svo getur mað ur skroppíð til fiskjar og sótt sér í soðið, þegar heimilisfólkið lang- ar i nýjan fisk. Ágæt höfn í smíðum í fjörunni stendur vélbátur, en í nausti stór flutningaprammi, sem notaður er í eyjaferðir og •:i ,¦ -. ¦ , ' ^fzaroóótöo i/eroup haf- ómpanöfn cÁJaic i Breiðafjarðareyjum, eða kannske líka á Iúðumiðum við eyjar. — (Tá, það er fallegt að sjá til eyja á svona björtum degi, sagði Kristiivn, þegar komið var upp á steinnökkvann, i sem stendur í SkarSsstöð, og er fyrsti áfangi mikilía hafnarmannvirkja. — Sko, þarna úti eru Rauðseyjar og þarna Rúí£e|rjar ,og margar fleiri. Þ.ar toiðtir selurinn á sker.iunum og ainanna hægt er að flytja á 17 hross í einni ferð. — Þannig er þá eyjabúskap urinn við Breiðafjörð, hugsar blaðamaðurinn og spyr um fram- kvæmdir í Skarðsstöð. I fyrra var byggður stein- nökkvi, sem myndar ágæta og trausta byrjun á bryggju út í mjótt stind milli kletta. Þar er annars djúpt og skjólgóð höfn í Skar'ðsstö«. ííeta mí Iwt b^r að bryggju stórir vélbátar, og ætlunin er að lengja bryggjuna, ef til vill að sumri, svo að strand ferðaskipin og minni millilanda- skip geti komið að bryggju í fyrstu hafskipahöfn nútímans í Dalasýslu. Verzlunarstaður hefir lengi ver- ið í Skarðsstöð, að minnsta kosti af og til. Þar hefir frá alda öðli vcrið skipauppsátur Skarðsmanna, enda þótt sjávargatan frá Skarði sé óvenjulega löng, eða um 3 km. Um áratug fyrir aldamót hóf þar verzlun danskt félag, sem rak verzlun og útgerð víða við Brciða- fjör'ð og hafði höfuðstöðvar í Flat- ey. Þá var reist myndarlegt hús í Skarðsstöð og byggð þar bryggja. Stóð verzlun þar með blóma þar til verzlunarhúsið brann, og enn stendur þar gamalt hús og nýleg viðbygging. Nú er verið að breyta gamla verzlunarhúsinu, setja á það stóra glugga og snyrtilega sölubúð, sem er útibú frá kaup- félaginu í Stykki'shólmi. Er Krist- ján Breiðdal þar útibússtjóri og annast hann uppsetningu nýju verzlunarinnar af smekkvísi. Hefir Kristján áður byggt upp með mikl um myndarbrag verzlunarstað að Vegamótum á Snæfellsnesi, líka fyrir kaupfélagið í Stykkishólmi. í Skarðsstöð er einnig slátrun að haustinu og með tímanum kemur þar áreiðanlega frystihús til að novma lq?>t o» s.iávarafla til út- Krtstinn bóndi aS Skarði, óðalsbóndi jafnvigur til sjós og lands. flutnings. Þegar höfnin kemst lengra á veg, verður þess ekki 'angt að bíða að Skarðsstöð verði útflutningshöfn, bæði fyrir land- búnaðar- og sjávarafurðir. Útflutningshöfn fyrir land- búnaðar- og sjávarafurðir Dalasýsla er ágætt landbúnaðar- hérað og verður það í enn stærri | stíl í framtíðinni. Héraðið iiggur nokkuð langt frá helztu markaðs- svæðunum fyrir landbúnaðaraf- ur'ðir innanlands, ef miða þarf við daglega flutninga. En þegar út- flutningshöl'nin er komin í Skarðs stöð, og öruggir vctrarvegir um hérað, verður þar mikilvæg mið- stöð fyrir útflutningsframleiðslu landbúnaðarvara. Skarðsstöð hefir Iíka, að því er virðist ákjósanlegar aðstæður fyrir útgerð. Fiskimlð eru góð og örugg frá f ornu fari á Breiða- firði og með aukinni landhelgis- vernd ættu hin fornu fiskimið að eflast að nýju, og þá liggur vel við að sækja á stórum vélbátum frá Skarðsstöð. Elzta óðal á fslandi Höfuðbólið að Skarði stendur hátt í fallegri brekku undir fjalli, sem skagar langt fram á strönd- ina, þegar horft er inn frá Klofn- ingi. Heiman frá Skarði sér vel yfir Breiðafjörð og út til eyja, yfir breiða velli og lynggróið land hið næsta. Er skiljanlegt, að ein- mitt þar hafi Geirmundi heljar- skinni þótt gott og fallegt undir bú. Kunnugir telja, að síðan hafi Skarðseignin ekki farið úr eigu einu og sömu ættarinnar. Þar er því elzta ættaróðal á íslandi. Skjal legar heimildir munu vera til um eign ættarinnar á jörðinni frá þv á elleftu öld og allar líkur bend; til þess, að fram að þeim timt hafi niðjar Geirmundar landnáms manns átt jörðina. Skarð á Skarðsströnd hefir jafn- an verið í tölu helztu höfuðbóla á fslandi, enda oft búið þar auð- menn, sem komið hafa við sögu samtíðar sinnar. Hirðstjórinn ríki, Björn Þor- leifisson, bjó þar með konu sinni Ólöfu ríku á fimmtándu öld. Skarð verjar bjuggu margir af mikilli rausn og áttu margar jarðir. Þeir keyptu jafnvel menn til að taka að sér drauga, sem þeim voru sendir, og fengu til kirkju sinnar gripi gerða af frægum listamönn- um á meginlandi Evrópu. Seldu sjálfjr vörur sínar til útlanda og voru hafnir yfir smáborgara- og kotungssjónarmið, sem einkenndu íslendinga á umkomuleysisárum hinna erlendu yfirráða. Altaristaffa Ólafar ríku og kirkjubekkur Valgerðar frá Bræðratungu ' Heima á Skarði stendur enn kirkja í einkaeign og er þar margt kjörgripa, sem vart eiga sína líka í íslenzkum kirkjum, Nægir þar að nefna altaristöfl- una fögru, sem Ólöf ríka gaf kirkjunni á fimmtándu öld og þykir með helztu kjörgripum, sem tengdir eru íslenzkum kirkj- um. Er altaristafla þessi með trcskurðarmyndum forkunnar fögrum og lokast í slcáp, þannig að varðveitzt hafa litir og fáguu hins listræna handbragðs. Þessi altaristafia úr Skarðskirkju var send til Parísar á heimssýning- una árið 1900 og þótti hinn merk asti kjörgripur, einnig þar. ¦¦:¦¦¦¦¦¦ >¦?¦; ¦ •¦¦¦,) Kirkjubekkur Valgerðar frá Bræðra- tungu stendur enn í kirkju Skarð^- bænda. • í kirkjunni er líka prédikunar- stóll, gamall mjög, eða frá fyrri hluta sautjándu aldar. Þar er einn ig fagurlega útskorinn og m'álaS- ur kirkjubekkur frú Valgerðar Gisladóttur, Hákonarsonar lög- manns frá Bræðratungu. Valgerð- ur giftist Eggert ríka á Skarði ár- ið 1633. Hún var sýstir Kristinar konu Þorláks byskups Skúlasonar og voru giftingarmál þau öll hin sögulegustu. Kristín hafði áður verið heitin Eggert á Skarði, þá sextán ára gömul, er byskup kom (Framhald á B. sfSu.) .ii.íifiiÍiÍÁii .'úkií ;•.. l .w.v*-*»: L:ik-i, *: A myndinni til vinstrl sér heim aS Skarði. Myndin aS ofan er frá upp> sátri báta f Skarðsvör. t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.