Tíminn - 08.09.1957, Síða 2
T í MIN N, sunnudaginn 8. september 195T
Myndin sýnir glögglega, að ekki er mikil fjarlægS á milli flugleiSar SAS
og bannsvæðis Rússa.
Fram og Víkingur
leika í haustmótinu í
Vopn Rússa
da g
Haustmót meistaraflokks verð-
ur haldið áfram í dag og leika
þá Fram og Víkingur. Fer leik-
urinn fram á Melavellinum og
hefst kl. 14. Þetta er annar leikur
þessara félaga í meistaraflokki í
sumar, en eins og kunugt er, sigr-
aði Fram í Reykjavíkurmótinu
með 15 mörkum gegn engu.
Stigin í mótinu eru þannig, að
Valur hefur 45 stig, KR 2 o« hin
3 félögin ekkert.
í .dag verður haldið áfram með
Haustmót 3. fl. A á Háskólavell-
inum og leika Fram—Þróttur kl.
9,30 og á eftir Valur—Víkingur.
1 35. fl. B leika KR—Fram á
Valsvellinum kl. 9,30 og á eftir
hefst Haustmót 2. fl. B á sama
velli með leik KR—Vals.
Færri en vilja sjá þá
tannhvössu
ísafirði í gær. — Leikfélag
Reykjavíkur sýnir nú gamanleik-
inn Tannhvassa tengdamömmu hér
á ísafirði. Uppselt er á allar sýn-
ingar og komast færri að en
vilja. Sömu sögu er að segja frá
Bolungarvík. Þar varð fólagið við
ósk fólks um að fresta leiksýningu
þar til klukkan 10,30 um 'kvöldið,
eða þar til það hafði lokið vinnu.
Kvikmyndin Gilitrutt var sýnd hér
fyrir fullu húsi. G:S.
CFramhald af 1. síðu).
þeir hafa nýlega skýrt frá.
Taismenn skandinaviska flug-
félagsins SAS hafa lýst yfir mikl-
um áhyggjum vegna viðvarana
Rússa, þar sem hér er um að
ræða svæði, sem liggur rétt við
flugleið félagsins yfir Norðurpól-
inn.
Talsmaðurinn sagði, að félagið
yrði að gefa flugáhöfnum þeim er
færu þessa leið nýjar leiðbeining-
ar og öryggisákvæði. Einkum
mun á það lögð áherzla að gæta
þess, að flugvélar félagsins fari
ekki hársbreidd út fyrir hina af-
mörkuðu leið.
íþróttablaðið Sport
ið út
Nýlega hóf íþróttablaðið Sport
göngu sína í nýjum búningi. Rit-
stjóri blaðsins og útgefandi er Jó-
hann Bornhard fyrrverandi rit-
stjóri íþróttablaðsins.
Efni þessa fyrsta töiublaðs er
mjög fjölbreytt og ritið allt hið
læsilegasta. Greinar eru um frjáls-
íþróttir, knattspyrnu, sund, hand-
knattleik, golf, róður, ásamt nýj-
ustu erlendum íþróttafréttum.
Áformað er að Sport komi út
hálfsmánaðarlega í framtíðinni,
það er 20 síður í sama broti og
íþróttablaðið. Má búast við, að
Sport verði mjög skemmtilegt og
fróðlegt aflestrar, því að ritstjór-
inn, Jóhann Bernhard er allra
manna fróðastur um íþróttir og
málefni íþróttahreyfingarinnar.
FyrirtækiE Teppi h.f., sem var tll húsa í gömlu Geysisverzluninni í Hafn-
arstræti er nú flutt í ASalstræti '9 iþar sem verzlunin Guilfoss var áður
tll húsa. Býr Teppi h.f. nú vlð 'hin vistlogustu 'húsakynni. Enn sem fyrr
verða á boðstólum ullarhamps- -og ullarteppi, aðallega flutt inn frá
Tékkóslóvakíti og A-Þýzkalandi. Verzlurtln, sem tók tll starfa 1955 er
hin ‘fyrsta sinnar tegundar hér á landi. í sambandi við verzlunina er
földunar- og viðgerðarverkstæði. Aðaleigendur fyrirtækisins eru Sigurð-
ur Árnason og Jón Jónsson. Myndin er frá hinum nýju húsakynnum
verzlunarinnar.
Dönskum lýðháskóla
möiimim sendur
tónninn
Danska blaðið „Sorö Amtstid-
ende“ birti nýlega grein mjög and-
stæða íslendir.gum í liandritamál-
inu og fullyrðir, að því sé fjarri,
að ekki séu neinar ástæður fyrir
að ástæður séu fyrir hendi :aú iil
þess að afhenda íslendingum hand
ritin. Um leið er notað íækifærið
til þess að senda dönskum lýð-
skólamönnum tóninn á lieldur
hryssingslegan hátt. Þar segir i.d.
„Það stuðlar ekki að lait3n máls
ins, þó að íslendingar geri kröfur
um alit eða ekkert eða heimti
nýja nefndarskipun og hlutdeild
í þeirri nefnd. 'Rétt er það, að til
eru danskir nienn, sem leggjast á
sveif með íslendingum, einkum
■illmargt lýSháskólamanna. Því
virðast -engin ftakmörk sett, h,vað
hægt er að kalla norræna sam-
vinnu og norrænan bróðurhug, þeg
ar lýðháskólamenn eru annars .veg-1
ar. En ií þeim hópi hlýtur þó að .
vera :til fólk, sem skilur, að þjóð-
ernislega gimsteina or ekki hægt
að gefa eins og pappírssnepla eða j
sóa á glæ“.
Fjölskylda þjóðanna
(Framhald af £L. síðu).
ans nýja. Ef allar myndirnar á
sýningunni væru lagðar hlið við
hlið, myndu þær ná yfir 300 m.:
langan veggflöt. Kössunum, sem
myndirnar voru fluttar í, hefur
verið hlaðið upp í kjallara skóla-
byggingarinnar, en þaðan þurfti
að flytja myndirnar upp á 4. hæð
hússins og raða þeim niður í stof-
urnar og á gangana í samræmi við
uppdrátt Stefáns. Þegar lokið hef
ur verið við að hengja myndirn-
ar upp og koma þeim fyrir á sem
haganlegastan hátt, sem út af
fyrir sig er mikið vandaverk og
seinvirkt, munu rafvirkjar koma
fyrir sérstökum ljósaútbúnaði,
sem fylgir sýningunni, þannig að
myndirnar njóti sín sem bezt.
Eins og getið hefur verið í blöð
um og útvarpi, verður sýningin
opnuð laugardaginn 21. sept., og
mun hún standa yfir í þrjár vikur,
en að því búnu verður hún send
aftur til meginlands Evrópu.
Að loknu vel heppnuðu sjúkraflugi
Björgunarflugvél frá varnarliðinu á Keflavíkurfiugvelli flaug s. I. fimmtu-
dag fil Suður-Grænlands og sótti þangað mann sjúkan af botnlangabólgu.
Þetta var Ameríkumaður, sem hafði veikzt skyndilega í strandgæzlu-
skipinu „Firebush", er það var statf á þessum sióðum. Fiugvélin -var
Albatrosflugbátur og settist hann við erfiðar aðstæður á sjóinn hjá
skipinu ií Tokolak-fhði. Flutti vélin síðan manninn til Keflavíkur, þar
sem hann var skorlnn upp í sjúkrahúsinu. Myndin sýnir, er sjúklingur-
inn er fluttur úr flugvélinni í sjúkrabifreiö við komuna.
í veiruíeit
Svo virðist sem landlæknisem-
bættið hafi eitfchvað á móti því,
að Tíminn geti skýrt fyrir lesend-
um sínum hvað er að gerast hér-
lendis varðandi varnir og gang
hinnar svonefndu Asíu-inflúenzu.
Á sama tíma og iandlæknisem-
bættið sendir frá sér haglega orð-
aðar tilkynningar um málið til
dagblaðanna í Reykjavík, verður
Tíminn að byggja fréttaflutning
sinn af flenzunni á skyndisímtali
við landlæknir, sem einkum snér-
ist um það, hvar Tíminn ætti að
leit.a sér upplýsinga í málinu. —
Nú eru það vinsamleg tilmæli
blaðsins, að landlæknisembættið
láti ekkí niður 'falla að senda því
tilkynningar þær, sem það sendir
öðrum blöðum.
Háteigskirkja
(Framhald af 1. síðu).
hefir kvenfélagið haldið fundi
sína.
Hefir þessi aðstaða verið söfn-
uðinum miklis virði. Kirkjulegar
athafnir hafa farið fram í kirkj-
um bæjarins, hefir t. d. verið fermt
í Ðómkirkjunni bæði vor og haust
og þar hafa verið altarisgöngur í
sambandi við fermingar o. s. frv.
í dag hefir kvenfélag sóknarinn-
ar kaffisölu í Sjómannaskólanum
til fjáröflunar. Hefir það félag
starfað frá upphafi af miklum á-
huga og lofsverðri fórnfýsi. Þeg-
ar starfið hófst í hátíðasalnum
kostaði félagið gluggatjöld og dreg
il á gólf. Það gaf fyrir noklcru 70
fermingarkyrtla og ýmsum málum
hefir það veitt gott lið. Nú væntir
félagið fjölmennis við kaffisöluna
Hætta í sjónum
vegna geislavirkra á-
hrifa
Þrír af heiztu sérfræðingum
heims í öllu því er lýtur að rann-
sókn úthafanna, þeir Dr. Anton
Bruun, próf. Einer Stemann Niels
en, sem báðir eru Danir og rússn-
eski prófessorinn Zenkevich, hafa
gefið út yfirlýsingu um hættuna,
sem fiskum hafsins stafi af aukn-
um geislavirkum áhrifum í sjón-
um. Þeir telja, að ef tilraunum
með kjarnorkuvopn verði haldið
áfr.arn öllu lougur, verði sú hætta
fyrir hendi, að fiskurinn í sjón-
um verði eitraSur og hættulegur
til matar.
í dag, sem hefst kl. 3 að lokinni
messu, þar sem séra Bjarni Jóns-
son vígslubiskup predikar.
Líkön af kirkjunni og umhverfi
hennar verða til sýnis í Sjómanna-
skólanum í dag.
IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIHIK
Franileiðuin
allar tegundir
af einkennishúfum.
Ódýrar vinnuhúfur
með lausum koili.
jöliiir k^eSst Míta
en át rýjar
í sambandi við lausn flutningadeilunnar að Efra-Sogi,
óskar stjórn Mjölnis að taka fram eftirfarandi:
Þróttur setti fram í samninga-
viðræðunum það skilyrði fyrir
samkomulagi að Mjölnir félli frá
áfrýjunarrétti til sanlbandsþings
og gerði kröfu til að samningar
gíltu virkjunina út. Mjölnir neit-
aði algjörlega að fallast á það og
féll Þróttur þá frá kröfu sinni um
þelta atriði.
Á Mjölnis-fundi í fyrrakvöld var
samþykkt einróma að áfrýja til
Sambandsþings úrskurði Landsam
bandsstjórnar. Hafði félagsfund-
ur áður gert kröfu til að auka-
þing væri kallað saman í haust
til að útkljá endanlega þetta deilu
atriði. Stjórn Landssambandsins
hefur ekki ennþá svarað þeirri
málaleitan.
Fundurinn í fyrrakvöld taldi,
Kaskeyti ávallt
fyrirliggjandi.
Bílstjórahúfur
með tilvísun til 18. gr. laga Lands
sambandsins, Mjölni skylt að j
lilíta *hinum rangláta úrskurði eft i
ir frávísun A:S.Í„ þar til Lands-!
sambandsþing hefði breytt þeim1
úrskurði. Hinsvegar mótmælti
fundurinn enn sem fyrr úrskurð- i
inum og italdi hann enga stoð eiga !
í vinnuskiptareglum Sambandsins. 1
Stjórn Mjölnis vill færa öllum
meðlimum félagsins þakkir fyrir
einhug og samheldni í átökum
deilunnar. Sérstaklega þakkar
hún frábæra fórnfýsi félaganna í
hinni erfiðu verkfallsvörzlu. —
Einnig þakkar stjórn félagsins öll
um þeim aðilum utan félagsins,
sem veitt hafa félaginu stuðning
og liðsinni á einn eða annan hátt
í deilunni. 1
Kuldahúfur
á börn og unglinga.
P. EYFELÐ
Ingólfsstræti 2.
Box 137, sími 10199.
-iliiillillliiiiiiliiiiiwiiiiiiliilllllilllllillllillllliniiiiiiiiiiv