Tíminn - 14.09.1957, Blaðsíða 2
TÍMINN, laugardaginn 14. september 1957,
Heiiar og samlelMar
frá 14. öM graínar upp í
Einstæíur fornleiíafundur sem varpar nýju
Ijósi á byggingarstíl íslendinga fyrr á öldum
Þjóöminjasafnið boðaði blaðamenn á sinn fund í gær og
skýrði {>eim frá árangri af fornleifarannsóknum að Hofi 1
Öræfum. Hafa þær staðið tvö síðastliðin sumur og verið
sérlega umfangsmiklaj;, enda borið ríkulegan ávöxt og nið-
urstöður allar hinar merkilegustu. í Iandi Hofs hafa bæjar-
rústir fundizt. heilar og samfelldar og er hægt að ákvarða
aldur þeirra með vissu frá árinu 1362. Þá er talið að bær-
inn hafi eyðst í gosi sem varð í Öræfajökli.
Bæjarrústirnar á Stöng í Þjórs-
árdal eru frá því um 1100. en síð-
an er ekki vitað með neinni vissu
um aldur . nokkurra bæjarrústa
fyrr en um 1700, en frá þeim tírna
eru kotrústir nokkrar í Sandár-
tungu í Þjórsárdal. Er það því stór
kostlegur fengur að fundist hafa
rústirnar að Hofi í Öræfum og
gefa þær ómetanlegar upplýsingar
um byggingarlag og húsagerð for-
feðra okkar.
7 kúa fjós og 100
hesta hlaSa
Gísli Gestsson safnvörður, sem
stjórnað hefur uppgreftrinum að
Hofi,. skýrði svo frá, að enginn
vottur rústa hefði sézt á yfirborði
jarðar, en menn hefðu fyrst orðið
þeirra varir er kartöflugarður var
gerður í grennd þeirra. Þá var
komið niður á hleðslu, sem seinna
reyndist hluti af fjósi. Var fjósið
grafið upp og ennfremur samliggj-
andi hlaða, 14 m. löng og 2ja m.
þjúp. Er áætlað að hlaðan hafi
itekið um 100 hesta af heyi á sín-
um tíma. í fjósinu var básaröð
fyrir einar 7 kýr meðfram öðrum
veggnum, en geldneyti munu hafa
yerið bundin við hinn vegginn.
40 m iörtg bæjarröð
Er fjósið og hlaðan höfðu verið
grafin upp, var þegar hafizt handa
um að leita að bæjarrústunum
sjálfurn, og var brátt komið niður
á þær. Bærinn hafði eyðst í vikur
gosi og varðveitist sérstaklega vel
fyrir þær sakir; gekk greiðlega að
hreinsa rústirnar. Vikurmolarnir
voru sumir á síærð við mannshaus
og má af því marka, hvílík feikn
og ógnir hafa verið samfara gos-
inu. í sumar dvaldi Gísli 6 vikur
í Öræfum við rannsóknir, og lauk
þeim að fuilu. Var bærinn allur
grafinn upp, og kom þá í Ijós, að
bæjarröðin hefur verið 40 m.
Iöng. Stafnar sneri mót suðri, en
vestast var eldhús, þá skáli', síðan
stofa og loks búr. Auk þess fund-
ust tvö smáhýsi að baki aðalhús-
anna og er erfitt að fullyrða um
tilgang þeirra. Sennilegast hefur
þó annað þeirra verið baðstofa, en
þess ber þó að gæta, að hér er
ekki átt við baðstofu í venjulegum
skilningi, heldur gufubaðstofu þar
sem kynnt var undir hlóðum og
vatni síðan skvett á steina til að
mynda gufuna. Þá voru enn tvö
smáhús skammt frá aðalrústunum
og taldi Gísli að þau væru svo-
kölluð sofnhús og notuð til að
þurrka korn. Slík hús tíðkast enn
í Færeyjum og þar hefur nafnið
lialdist óbreytt.
Ómefanleg heimild um
byagingarstíl
Talið er að rústir þessar sem
fundist hafa í landi Hofs, séu af
bæ þeim, er hét að Gröf, og getið
er í Sturlungu. Ekki er vitað hver
| var ábúandi jarðarinnar þegar hún
eyddist né heldur live margt fólk
hefur verið þar í heimili, en senni
legt talið að bær þessi hafi verið
heldur í stærra lagi á þeirra tíma
mælikvarða. Byggingarstíllinn er
nokkurskonar millistig milli lang-
húsa og gangabæja og einstæð
hamild um húsakost íslendinga
fyrr á öldum. Er það ómetanlégt
gagn að unnt er að ákvarða aldur
rústanna með öruggri vissu. Við
gosið 1362 hafði öll byggð farið
í eyði í Öræfum, en þar hét áður
Litla-Hérað. Byggðist skjótt þar
aftur, en nokkrum öldum síðar
eyddist byggð að nýju af völdum
eldgosa og hefur ekki verið byggt
nc-ma á litlum hluta þess lands
eftir það gos.
Fjalagólf í alþiljuðum skáia
Rústirnar voru vel varðveittar
og sýnilegt að húsin höfðu staðið
heil þegar vikurinn. færði þau í
kaf. Hleðslur allar voru myndar-
legar og vandaðar, hlaðið úr stóru
grjóti og vel löguðu. Þakhellur
næst veggjum stóðu víða órask-
aðir en tré var allt fúið. Augljóst
var að skáli hafði verið alþiljaður
og flest hús timburklædd, fjala-
gólf í skála. Hafa bændur gert
sér mat úr rekavið af söndunum,
en reki hefur alltaf verið mikill
þar eystra.
Fáir munir
Fáir munir fundust við gröft-
inn aðrir en þeir sem fóiki er
gjarnt að týna við daglega önn.
Bendir það til þess að fólk hafi
haft nægan tima til að forða sér
með búslóð sína, enda fundust
engin mannabein í r’ústunnm eða
nálægt þeim. Ýmsir hversdagsleg-
ir hlutir komu þó upp, brýni,
Otsvörin
(Framhald af 12. síðu).
Þá taldi Þórarinn, að illa sæti
á borgarstjóra að hallmæla ráð-
herranum, þar sem hann hefði
leyft Reykj avíkurbæ meiri hlut-
fallslega hækkun útsvara en
nokkru öðru bæjarfélagi á þessu
ári. Borgarstjórinn hefði því síður
en svo ástæðu til að kvarta undan
ráðherranum -í samþandi við út-
svarsmál.
Óljós tillaga meirihlutans.
Þórarinn taldi tillögu meirihluta
niðurjöfnunarnefndar stefna í
rétta átt. Af ummælum borgar-
stjóra og Ólafs Björnssonar mætti
lma ráoa, ad meo ftinni nyju ut-
svarsskrá ætti að fullnægja þeim
meginatriða í úrskurði ráðu-
neytisins, að heildarupphæð útsvar
anna yrði ekki hærri en 199,4
miilj. kr. og að fyrir lægi yfirlýs-
ing niðurjöfhunarnefndar þess
efnis, að hún hefði lækkað og leið
rétt útsvarsskrána til þess að
tryggja álagningu í samræmi við
efnahag og ástæður skattgreið-
enda, en nefndin hefði lýst því
yfir í sambandi við hina fyrri út-
; svafsskrá, að þessara fyrirmæla
útsvarslaganna hefði ekki verið
nógsamléga gætt, og hefði það
verið önnur ástæðan fyrir ógilding
arúrskutði ráðuneytisins. í tillögu
I meirihluta niðurjöfnunarnefndar
j kærni ekki nógu skýrt fram að
fullnægja ætti þessum tveimur at
riðum og því hefðu sex bæjar-
stjórnarfulltrúar lagt fram tillögu,
þar sem allur vafi væri tekin af
tiffl þetta. Væri réttast og heiðar-
legast fyrir meirihiutann að fall-
ast á þetta og ganga hiklaust
til verks, en vera ekki að hylja
undanhald sitt reyk eða gera eitt-
hvað það, sem gæti framkallað
nýjar deilur og tafir, er gætu
truflað útsvarsinnheimtuna.
Augljós ávinningur.
Að lokum rifjaði Þórarinn það
upp, sem hefði áunnist með kæru
fimm-menninganna út af útsvarsá-
lagningunni.
í fyrsta lagi hefði niðurjöfnun
arnefnd þegar gert miklu meiri
leiðrcttingar en nokkru sinni fyrr,
og lækkað þannig heildarálagn-
inguna um 8 millj. kr. Meiri leið-
réttingar 'væru svo vænlanlega í
vændiwn,
í öðru lagi yrði veittur nýr
kærufrestur og þá gæfist tækifæri
til leiðtéttingar fyrir þá, sem áð-
snældusnúðar og steinkolur. —
Kvarnasteinar og hengilás má
telja með því merkasta er fannst
af einstökum munum. Þess má
að lokum geta að rústirnar verða
huldar moldu á ný, en það er bezta
aðferðin til að varðveita þær um
ókomna tíma.
ur 'hefðu vanrækt að kæra eða
teldu sig hafa öðlast rétt til þess
með hliðsjón af leiðréttingum, er
væri búið að gera.
Síðast, en ekki sízt • væri svo
það, að hér eftir myndi ekki verða
haldið áfram á þeirri braut að
leggja á hærri útsvör en löglegt
væri. Þessi málarekstur nú, myndi
verða nægilegur til varnaðar. Því
ættu fimm-menningarnir og fé-
lagsmálaráðherra þakkir skildar
fyrir það, sem þeir hefðu hér
gert.
Auk áðurnefndra ræðumanna,
töluðu einnig Magnús Ástmarsson,
Glafur Björnsson, Björgvin Fred-
, riksson, Guðm. Vigfússon, Alfreð
' Gíslason, Bárður Daníelsson og
! Sigurður Guðgeirsson.
j Atkvæðagreiðslan fór þannig,
j að tillaga sexmenninganna hlaut
j sjö atkvæði, og fékk því ekki næg
1 an stuðning, því að fulltrúar meiri
I hlutans sátu hjá. Þorðu þeir ekki
; að greiða atkvæði gegn tillögunni.
Tillaga borgarstjórans var síoan
samþykkt með 8:5 atkv. Fulltrinr
minnihlutaflokkanna sátu hjá við
atkvæðagreiðsluna um þann lið
hennar, þar sem tekin var upp
! tillaga meirihluta niðurjöfnunar-
nefndar.
Sýning Júlíónu
Fréttir frá landsbyg
Siáturhúsbyfging í smíð-
um á Svalbaríísströnd
AKUREYRI. — Samkvæmt við-
tali við Skúla Jónasson kaupfélags
stjóra á Svalbarðseyri, er nú verið
að byggja frystiklefa við gamla
sláturhúsið. En í smíðum er nýtt
sláturhús hjá kaupfélaginu. Ætti
það að geta tekið til starfa næsta
liaust. Yiðbyggt er vandað fjár-
skýli. — í haust verður slátrað
10 þúsund fjár og hefst slátrunin
19. sept.
Kartöflusprettan er misjöfn og
æfintýraleg sums staðar.
Rotary-klúbbur Ólafs-
fjar^ar baut> gamla fólk-
mu í skemmtiför
ÓLAFSFIRÐI. — Rotaryklúbbur
Ólafsfjarðar bauð eldra fólki :;tað-
arins í skemmtiferð fram í fjörð-
inn og Fljót.Var Skeiðsfossvirkjun
skoðuð m, a. og hafði fólkið mikla
ánægju af ferðinni.
Fjögur íbúðarhús eru í smíðum
og bústaður bæjarfógeta og skrif-
stofur embættisins að auki. Verið
er að slá upp fyrir efri hæð fé-
lagsheimilisins, sem áður hefir
verið sagt frá. Reynt verður að
koma byggin'gunni undir þak í
haust. Fjármagn er þó af skorn-
um skamrnti og mikið veltur á
veðráttunni.
Björtííf Gíslason á Ak-
ureyfi gefur út Ijóoabók
AKUREYRI. — Hjörtur Gíslason
á Akureyri hefir ser.t frá sér Ijóða
bók, Vökurím að nafni, með nær
fimm tugum Ijóða og vísna. Höf-
undurinn er þekktur hagyrðingur,
en sýnir það í þessari nýju bók
sinni, að hann er snjall þegar
bezt lætur, og skemrntilega hug-
kvæmur.
Innbrotstilraunir
á Ákureyri
AKUREYRI. — Um síðustu helgi
voru gerðar nokkrar tilraunir til
i innbrota hér í bænum. Me'ðal ann-
ars var brotiat inn .4 þremur stöð-
um í Kaupfélagi Eyfirðinga. Ekki
var þó stolið neinu, en læsingar
brotnar.
I
Meistaramót Akureyrar
í frjálsum íhróttum háí
ifsessa dagana
| AKUREYRI. — Meistaramót Akur-
i eyíar í frjálsum íþróttum verður
á íþróttavelliíium dagana 13,—20.
september. Keppt verður í eftir-
töldum greinum:
100, 200, 400, 800 og 1500 m
hlaupum. Eunfremur 110 og 400 m
grindahlaup i og boðhlaupum,
kúluvarpi, kringlukasti og spjót-
kasíi, hástökki, langstökki, stang-
arstökki og þrístökki. Fimmtar-
þraut og tugþraut. — Fyrir konur:
i 80 m. hiaup, langstökk, hástökk
| og kúluvarp.
| Vegna bættra afreka margra
frjálsíþróttamanna íná búast við
' mjög harðri og skemmtilegri
keppni.
Fjölmenn jaríarför
á Sauðárkróki
SAUÐÁRKRÓKI. — Miðvikudag-
I inn 4. sept. fór fram útför Jóns
j Sigfússonar deildarstjóra kaupfé-
i lagsins hér. Var hún fjölmenn
I mjög og annaðist kaupfélagið út-
| forina. Jón var tæpra 65 ára er
hann lézt, hinn 28. ágúst s.I.
Rotaryklúbbur Sauðárskr. heim-
sótti borgfirzka félaga á !augar-
daginn og var farin skemmtiferð
um hið fagra Borgarfjarðarhéra'ð
undir leiðsögn heimamanna. Var
það hin ánægjulegasta ferð.
Hór er hvítt af snjó ofan til í
fjÖilum, en haustlitir þó litlir enn.
(Framhald af 12. síðu).
un í list sinni. Enda hefir hún
hlotið viðurkenningu opinberra að-
ila og myndir hennar selzt víða
um lönd bæði á söfn, og í einka-
eign.
Ástæða er til að minnast sér-
staklega á eina grein í listsköpun
Júlíönu sem teljast má til nýj-
ungar hér á landi en það er mynd
vefnaður hennar sem skipar sér-
stakan sess í sölum Listasafnsins.
Eru það gólfteppi og veggteppi
skreytt frumlegum og skemmtileg-
um mynztrum. Sýna þau betur en
flest annað að Júlíana reynir enn
nýjar leiðir í túlkun sinni og er
óhrædd að leggja inn á .villugjarn-
ar brautir nútímamyndlistar. Ár-
angurinn sýnir að stíll hennar er
sterkur og persónulegur, lífrænn
og ferskur þrátt fyrir aldur lista-
mannsins. Er þess að vænta að
listunnendur fjölmenni í Lista-
! safnið og kynnist verkum Júlíönu,
gömlum sem nýjum.
!S. Þ.
(Framhald af 12. síðu).
ríkjunuim á ranglæti það, sem
þetta ríki hefði framið gagnvart
einu af aðildarríkjum samtakanna.
Júgóslavneski fulltrúinn kvaðst
hvorki geta stutt skýrslu nefndar-
I innar né framkomna tillögu um
| vítur. Skýrslan væri ekki hlutlæg
; í efnismeðferð og tillagar ekki
þannig prðuð, að hún væri líkleg
til að nokkuð gott gæti af henni
hlotist.
MiSskóIadeiId M. A.
í stuttu viðtali, som fréttamaður
blaðsins átti nýlega við Þórarin
Björnsson og birt var í blaðinu í
gær, var svo til orða tekið: „Sem
betur fór tókst Þórarni skólameist-
ara og öðrum aðstandendum skól-
ans að koma í veg fyrir að skamm-
sýnum mönnuia tækist að minnka
skólann fyrir nokkrum árum ...
Tilefnið er lagaheimild sú um mið-
skóladeild við MA, er á dagskrá var
f.vrir nokkrum árum og olli deilum
á Alþingi og víðar. Með hinum til-
vitnuðu ummælum var átt við. að
heppitegt hefði verið að undanþága
þessi fékkst fram í núgildandi formi,
en ekki tilætlun blaðsins né frétta-
manns að veitant að neinum séístök-
um aðila, sem aðra skoðuu hefir á
málinu.
«tiitMiiiiiil|,I„|IM, úíihhii lliili,f,ni|lllllll|lli,|||||||||||)
li
ÍBÚ0 ÓSKAST
1 Tveir háskólastúdentar óska I
= eftir tveim herbergjum og eld I
i húsi, helzt með einhverjum hús I
| gögnum, skamrnt frá Háskólan-1
I um. — Algjöri reglusemi heit-1
| ið. — YTilboð sendist á af-1
1 greiðslu blaðsins, merkt „Stúd-1
\ entar“.
2 =
”* 3
!IIUIIIIIIIIIIIIIIIf|||||„|IIIIIIIIMMIIMIIIIIim)lllllll|||||„||j