Tíminn - 27.09.1957, Blaðsíða 6
6
T í MIN N, föstudaginn 27. septemöer 1957,
Útgefandl: Framsóknarflokkurtaa.
Bltatjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórartaaacs (tfe)
Skrifstofur f Edduhúsinu við Lindargöt*
Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304,
(ritstjórn og blaðamenn).
Auglýsingasími 19523, afgreiðsluslml 12321.
Prentsmiðjan EDDA hf.
Hin hvíta mynd
ÞAÐ VAR hvít mynd í
Morgunblaöinu í fyrradag.
Hún var af bæjarstjórnar-
meirihlutanum í Reykjavík.
Borgarstj órinn sat þar fjrr-
ir mi'ð'j u og útdeildi brauöi
tii beggja handa: „Borgar-
stjóri skýrir bæjarráðsmönn
um jafnóðum frá öllu, sem
gerizt í málefnum bæjarins,
heíur samráð við þá og fær
samþykki þeirra til alls . . .
með þessu er tryggt að and-
staBan í bæjarstjórn . . . fylg
ist meö öllu ... hefur aöstöðu
til að heimta upplýsingar ...
áðúr en ákvarðanir eru tekn
ar . . .“ o. s. frv. Sem sagt:
Fyrirmyndar lýðræði, gagn-
kvæmt traust og trúnaður,
nærri því eining andans í
bandi friðarins. Það merki-
lega við þessa uppmálningu
í Morgunblaðinu er, að höf-
undurinn er Bjarni Bene-
diktsson. Ástæða er því til að
ætia, að meira en lítil ónot
hafi verið farin að sækja að
íhaldinu út af útsvarsmál-
inu þegar aðalritstjórinn tek
ur sig til við að tylla dýrðar-
gioríunni á kollinn á Gunn-
ari Thoroddsen með þessum
hætti. En leiðin milli Heró-
desar og Pílatusar var fljót-
farin hér um árið, og sagan
kann að endurtaka sig.
HÉR VAR í gær bent á,
að þessi skrif Morgunblaðs-
ins mundi til komin af því,
að nýlega hefur verið rætt
um stórfelldar ávirðingar
bæjarstjórnarmeirihl. í um-
gengninni við almennt lýð-
ræði og gildar fundarreglur
og starfsaðferðir. íhaldið
lítilsvirðir iðulega alla bæj-
arstjórnina og kjósendurna
með þvl að virða samþykktir
að vettugi. Mál fást ekki upp
lýst eða afgreidd, þótt fyrir
liggi um það skýr fyrirmæli,
mál eru svæfð í nefndum og
koma þaðan aldrei aftur, nýj
asta aðferðin er að hafa
margar umræður um mál í
orði kveðnu, og stinga þau
svefnþorni á miðri leið, og
láta ekkert til þeirra spyrj-
ast síðan. Lýsing Morgun-
blaðsins á lýðræðinu hjá
bæjal'stjórnarmeirihlutanum
er því hreint öfugmæli, lík-
ara háði en alvarlegri skil-
greiningu fyrir þá, sem til
þekkja. En MbL skákar nú
sem fyrri daginn í því skjól
inu, að þessi vinnubrögð séu
ekkí á almannavitorði, enda
þött f ulltrúar annarra flokka
hafi gagnrýnt þau harðlega
í sjálfri bæjarstjórninni nú
fyrir skemmstu.
Á BAK við hvítu mynd
ina, sem er þó í reyndinni
kolgrá af vinnubrögðum í-
haldsmeirihlutans, er önnur
mynd, miklu skuggalegri og
ógeðfelldari. Það er myndin
af ráðsmennsku meirihlut-
ans með fé borgarinnar. Þar
rís Faxaverksmiðjan hæst
upp úr kófinu og minnir
á, hvernig litarhátturinn á
íhaldinu raunverulega er.
Bærinn gekk í félagsskap við
Kveldúlf um stofnun þessa
fyrirtækis. Eignarsamningi
var svo haganlega fyrirkom-
ið, að skuldarábyrgð er ekki
í hlutfalli við eignarhlut í
stofnfé verksmiðjunnar, held
ur ábyrgist einn fyrir alla og
allir fyrir einn. Skuldir hlað
ast á þetta fyrirtæki ár frá
ári, og hefur bærinn orðið að
taka á sig bróðurpart af
vaxta- og afborgunargreiðsl
um. Á meðan bærinn stend-
ur í því, selur Kveldúlfur
eignir, fjármagn hans dreif-
ist, félagseignm rýmar og
hverfur, og loks verður Kveld
úlfur aöeins sögulegt nafn.
Þá stendur bærimi uppi með
alla Faxasúpuna og hefur
ekkert hald né traust af með
eigandanum. Þetta hefur ver
ið augljóst lengi og margsinn
is á það bent, einkum af full
trúa Framsóknarmanna í
bæjarstjórn. Minnihluta-
flokkarnir hafa krafizt reikn
ingsskila, hreins yfirlits um
ástandið, og lagt til, að bær-
inn reyndi að bjarga sér út
úr feninu áður en öll skulda
súpan lendir á honum. En
þessar ábendingar hafa ver
ið hundsaðar, þeim stung-
ið undir stól, setzt á þær í
nefnd, eða svæfðar á göng-
unni í milli bæjarskrifstof-
anna. Skuldirnar og áhætt-
an halda áfram að vaxa, og
að lokum verða borgararn-
ir að borga alla súpuna þeg-
ar íhaldsgæðingarnir hafa al
veg skotið sér undan sínum
hlut.
JÁ, ANDSTAÐAN „fylg-
ist með öllu“ og hefur að-
stöðu til að sannprófa
að bæjarstjórnarmeirihlut-
inn fari heiðarlega og vel
með það vald, sem honum er
fengið, segir Morgunblaðið.
Litirnir eru ljósir, og vist má
lengi mála ofan í dökkt og
hressa upp á gamlan dúk.
En hinn sanni litur kemur
þó að lokum i ljós, enda mun
áhugi MorgunblaÖsliðsins
ekki endast nema fram um
bæ j arstj órnarkosningar, ef
skjólstæðingarnir i Faxaæv-
intýrinu hafa þá notfært sér
tímann til að bjarga sér, áð-
ur en veggir verksmiðjunnar
hrynja/yfir bæjarfélagið.
Það hallast ekki á
MORGUNBLAÐIÐ segir unni að afturkalla ósannindi,
að vöruskiptajöfnuðurinn í sem í upphafi var ætlað að
ágúst hafi verið óhagstæöiir gera stjómarvöldunum ó-
um milljónatugi. Hagstofan gagn. Vöruskiptajöfnuður-
segir aðhann hafi verið hag inn skal því vera óhagstæð-
stæður. En Morgunblaðið hef ur í ágúst í augum lesend-
ur talað, og er ekki á þeim anna, hvaö sem hagstofan
buxunum 1 stjómarandstöð-, segir. Vísir heidur þvi fram,
Harðnandi flokkabarátta í Bretlandi
eftir forvaxtahækkun stjórnarinnar
Ars|)ing stóru fiokkanna hefjast senn, undirbún-
ingur næstu kosninga þegar hafinn
í fyrradag var skýrt frá því í fréttum, að leiðtogi brezka
Verkamannaflokksins, Hugh Gaitskell, hefði skorað á Mac-
millan forsætisráðherra að kalla þing saman hið bráðasta.
Reglulegur samkomudagur þingsins er 29. október; lilmæli
Gaitskells eru því vísbending um harðnandi flokkabaráttu í
Bretlandi og hörð viðbrögð stjórnarandstöðunnar brezku gegn
síðustu aðgerðum brezku stjórnarinnar í fjármálum landsins.
En þær voru, sem kunnugt er,
mikil forvaxtahækkun banka, og
telur stjórnin það lið í baráttu
gegn dýrtíð, gegn óhóflegri eftir-
spurn eftir fjármagni og nauðsyn-
lega aðgerð til að tryggja núver-
andi gengisskráningu sterlings-
pundsins.
Shadow-cabinet
^ Tilmæli Gaitskells komu fram
eftir að hið svmkallaða „shadow-
cabinet“ hafði fjallað um málið.
En þetta nafn er gefið þeim leið-
togum Verkamannaflokksins, sem
ætlað er að taka við ráðherraemb-
ættum, þegar Verkamannaflokkur-
inn nær stjórnarforustu á ný. Þar
skipar þegar liver maður ráðherra-
embætti, og „ríkisstjórnin“ tekur
ákvarðanir um það, hvernig stjórn-
arandstöðunni skuli haga hverju
sinni.
Það er þessi ríkisstjórn „í skugg-
anum“, sem hefir ákveðið að krefj-
ast þess að þing komi saman út
af fjárhagsmálunum. Að þeirri
ákvörðun stóðu einkum þeir Gait-
skell flokksforingi, og Wilson, sem
er fjármálaráðherraefni flokksins,
en nokkuð skiptar skoðanir munu
hafa verið um það, hvort rétt væri
að stíga þetta skref. Bevan, utan-
ríkisráðherraefnið, var ekki heima.
Nú er Macmillan engan veginn
skuldbundinn til að verða við til-
mælum stjórnarandstöðunnar og
líklegast er, að hann muni ckki
gera það. En þetta framtak Gait-
skells mun verða til þess að skerpa
mjög deilurnar um efnahagsmálin
og stefnu ríkisstjórnarinnar. Stjórn
arandstaðan gerist liarðskeyttari,
flokkabaráttan færist í aukana.
að unnt sé að leysa þá mcð ein-
angruðum aðgerðum heima á Bret-
landi, svo sem vaxtahækkuninni.
Bretar hefðu átt að setja sig í varn-
arstöðu, segja þeir, með því að
minnka innfiutning frá dollara-
svæðinu og nota til þess beina
stjórnaríhlutun; þeir hefðu líka
átt að setja D-markið í flokk hins
harðasta gjaldeyris, sem ekki er
fáanlegur nema með sérstöku leyfi.
Óttinn við atvinnuieysi
Verkamannaflokkurinn telur, að
aðgerðir ríkisstjórnarinnar á pen-
ingamarkaðinum, muni geta leitt
til atvinnuleysis, án þess að nokk-
ur trygging sé fyrir því, að þær
bæti aðstöðu Breta og sterlings-
pundsins út á við.
Öll þessi átök í Bretlandi
raunu líka að nokkru Ieyti vera
forleikur að ársfundum stóru flokk
anna, sem senn hefjast. Frjálslynd-
ir hafa þegar haldið sitt ársþing,
hafa sýnt meiri þrótt og dug en
lengi áður, ætla að stilla upp fleiri
frambjóðendum cn í síðustu kosn-
ingum, og berjast harðri baráttu.
Þessi afstaða gæti orðið íhalds-
flokknum hættuleg.
Þing stóru flokkanna
Verkamannaflokkurinn heldur
ársþing sitt 30. þ. m. og þar verð-
HUGH GAITSKÆLl.
ur stefna flokksins mörkuð. Ýmis
innanríkisvandamál hrjá flokkinn.
Harðnandi átök á landxmálasvið-
inu gætu e. t. v. barið í brestina
og vísast er, að foringjar flokksins
hugsi líka til þess í stjómarand-
stöðunni um þessar mundir.
íhaldsflokkurinn heldur sitt þing
10. október og Iíka hann á við ýmis
innbyrðis vandamál að etja. Þar
mun ætlunin að gera Hailsham
lávarð að flokksformanni, og skipu
leggja flokksstarfsemina að nýju
í ljósi slæmrar útkomu í aukakosn-
ingum.
Afstaða verkalýðs-
hreyfingarinrvar
Á bak við átök flokkanna fyrir
opnum tjöldum lúrir sú vitneskja,
að verkalýðslrreyfingin kunni þá
og þegar að vilja reyna kraftana
(Framhald á 8. síðu.)
'Baðstofan
Deilt um aðferðir
Það er hvort tveggja, að umræð-
ur um kosningar eru byrjaðar, þótt
enn séu raunverulega 2 ár til
stefnu, og hinar nýju ráðstafanir
hafa enn breikkað bilið í milli
flokkanna og minnt á, að þær að-
ferðir, sem þeir vilja beita í að-
steðjandi vandamálum, eru mjög
ólíkar.
Ríkisstjórnin fylgir í megindrátt-
um þeirri Stefnu, að efnahagsvanda
málin muni lej-sast án beinnar
íhlutunar stjórnarvalda, en jafnað-
armenn vilja að stjórnin hafi beina
íhlutun með höndum, og taki upp
eftirlit og leiðsögu á mörgum svið-
um.
Það, sem nú veldur Bretum mest
um erfðileikum er dollaraskortur-
inn, sem nú gerir vart við sig um
ÖU vestræn lönd, samtímis því,
sem þýzka markið er of hátt skráð
Igagnvart sterlingspundi að dómi
Breta. Erfiðleikarnir eru miklu
umfangsmeiri og djúpstæðari,
segja Gaitskell og hans menn, en
að Eysteinn Jónsson hafi ver
ið fjármálaráðherra í nær
25 ár óslitið. Þjóðarsagan
segir aftur á móti að Sjálf-
stæðisflokkurinn hafi farið
með fjármálastjórnina árin
1939—1950. En Vísir er ekk-
ert uppá það kominn að fara
eftir sögulegum staðreynd-
um. Hann birti enga leið-
réttingu, þótt ósannindin
séu rekin öfug ofan í hann.
Eysteinn skal hafa verið
fjármálaráðherra í 25 ár,
hvað sem hver segir. Og enda
þótt 4 nafnkunnir Sjálfstæö
ismenn séu afmáðir í leið-
inni. Það hallast ekki á í mál
flutningi íhaldsblaöanna um
þessar mundir.
Símtöl og bréfaskriftir.
í MORGUN hringdi til okkar
húsmóðir í borginni og spjallaði
um ýmis áhugamál, er hún vill
að við tökum til meðferðar í bað-
stofunni. Það er auðvitað ágætt
að verða var við lifandi áhuga les
enda fyrir því, sem liér er skráð,
en gott ráð er, þegar manni dett
ur eitthvað í hug, að setjast nið-
ur og skrifa sjálfur. Hér koma
fram hin ólikustu sjónarmið, það
er helzt aldrei að menn fá ekki
að • kveðja sér liljóðs í baðstof-
unni, ef þeir láta nafn síirs getið,
og haga orðum sínum kurteis-
lega. Hins vegar töldum við hér
sjálfsagt að koma hugleiðingum
húsfreyjunnar á framfæri, þótt vís
ast sé, að það verði með mildu ó-
fullkomnara hætti en ef hún
hefði sent okkur línu og gert
grein fyrir áhugamálum sínum í
skörulegu bréfi.
í ólgusjó dýrtíðarinnar.
ÞAÐ ER ÞÁ fyrst harðfiskur-
inn, Maður lætur sér ekki verða
bylt við þótt matvaran sé dýr,
sagði hún. Maður er orðinn sjó-
aður eftir mangra ára dýrtíðar-
velting. En samt gengur alltaf
fram af mér þegar ég fer í búð
ti lað kaupa harðfisk Fiskur er
helzta framleiðsluvara landsins,
harðfiskur er þjóðarréttur. Eg
keypti i gær riklingsflök í pakka,
22 — tuttUgu og tvær — krónur
kostaði það. Það er þá verðið á
steinbítnum þegar búið er að
herða hann. Maður getur líka
keypt ofurlitið steinbítsstykki,
niðurskorið í. smáhluta og sett í
plast.poká, fyrir 10 krónur. Það
hljóta að vera meiri prísarnir,
sem mennirnir fá fyrir fiskinn er
lehdis, úr þvj að steinbíturinn
kostar hér meira en, 20 krónur
þótt hertur sé. Eg trúi því ekki,
að þetta verðlag sé í nokkru sam
ræmi við fiskverð til sjómannsins
Er mUliliðakostnaðurínn þá orð-
, inn þessi lifandi ósköp? Eg veit
það ekki, Ef það kostar þetta að
koma sellófaninu utan um harð-
fis.kinn, þvl þá ekki að bjóða
mánni að Kaupa hann umbúða-
laúst og fyrir ákikkanlegt verð?
Ja, svarið vafðist fyrir okkur hór
í baðstofunni. En spurningunni
er hér m-eð komið á framfæri og
skoðunum húsfreyjunnar á þess-
um þætti matvöruverzlunarinnar.
Og er vafalaust, að fleiri en hún
vilja heyra skýringu. Hver getur
gefið hana?
Er til nokkurs að skrifa í blöSin?
NÆST SNERI húsmóðirin sér
að því að spjaila um það, hvort
noldcurt gagn væri yfirleitt að
því, að senda blöðunum línu;
hvort hægt væri að hafa áhrif á
ganga mái með því að skrifa um
þau í blöð. Eg var nú alitaf van-
trúuð á það, sagði hún, að þið
veltuð nokkru hlassi með þessum
blaðaskrifum. En ég horfði sanit
upp á það hér á dögunum, að þið
baðstofubúar léttuð miklum ó-
fögnuði af fólkinu sem býr í Hlíð
unum. Þar hefur rikt hið mesta
hörmungarástand í alit sumar.
■ Það hefur ekki verið hægt að
opna glugga eða hengja út þvott.
Það eru engin orð til að lýsa á-
standinu suma dagana þegar bíla-
umferðin um Miklubraut hefur
verið í algleymingi og kófið svo
svart, að maður hefur eíkki séð
út úr augunum. Jæja, rétt eftir
að þið voruð búnir að taka bæj-
aryfirvöldin tii bæna út af þessu,
og benda á, að auðvelt væri að
stöðva rykið með einlwerju ryk-
bindiefni, fóru þeir lóksins á vett
vang og gerðu eitthvað í málíhuj
þá kom í Ijós, að þetta var hægti
Rykmökkurmnn í allt sumar staf;
aði af kæruleysi og hirðuleysi
yfirvaldanna. Þetta fannst mér
lærdómsríkt, og svo mun fíeirr
um hafa farið. Mér datt rétt
svona í hug, sagði Msmóðirinj
að líklega hefðum við samt mátt
vera í mekkinum til jóla, ef ekki
hefðu verið bæjarstjórnarkosin
ingar framundan.
Því miður er ekki rúm til að
birta meira af spjalli húsmóður-
innar í bráðina. Og kæra frú,
því ekki senda okkur línu? Ég
er viss um að þér munduð sjólfar
skrífa þetta alh. saman miklu
skemmtilegar en við hér.
— Katdbakur.