Tíminn - 27.09.1957, Qupperneq 7

Tíminn - 27.09.1957, Qupperneq 7
T í M1N N, föstudaginn 27. september 1957, 2 A víðavangi TF-Örninn af Waco-gerð, fyrsta flugvél Flugfélags Akureyrar. Myrsdin er fekin á Akureyrarpolli er félagið hafði nýlega tekið til starfa. Elzti starfsmaður félagsins, Kristinn Jónsson, forstjóri á Akureyri, sést til vinstri • myndinni ásamt fyrsta flugmanni þess og aðalhvatamanni að stofnun félagsins, Agnari Kofoed-Hansen, nú- verandi flugmálastjóra. Fullkomnasta fiugstöð landsins utan Keflavíkur ris á Akureyrarflugvelli Rætt vií Kristin Jónsson forstjóra Flugfélags Isianris á Akureyri um flugið fyrr og nú Á flvgleiðum Flugfélags ís- lands utanlands og innan ferðast hvergi fleiri farþeg- ar heldur en á milli Reykja- víkur og Akureyrar. I allt sumar hafa flugvélar félags- ins farið margar ferðir á dag á mill* Reykjavíkur og höfuð- borgar Norðurlands. Varla hefir komið fyrir, að dagur félli úr, enda hefir öryggis- kerfið aldrei verið fullkomn- ara. Eins og kunnugt er, var gerð nýs flugvallar við Akur- eyri lokið fyrir nokkru. Hann hefir reynzt mjög vel, en nú er unnið að því af kappi að Ijúka ýmsum meiriháttar öðr um framkvæmdum við völl- inn, m. a. byggingu flugstöðv arhúss og flugturns. Áætlað er, að því verði lokið eftir eitt til tvö ár. Eru aflar horf- ur á því að innan tiitölulega skamms tíma verði risin á Akureyri fullkomnasta flug- stöð á landinu utan Kefla- víkurflugvallar. Forstjóri Flugfélags íslands á Akureyri er Kristinn Jónsson, en hann er elzti starfsmaður félagsins byrjaði að vinna hjá Flugfélagi Akureyrar er Örninn kom til lands ins 1938. Elzti fastráðni starfsmað urinn er hinsvegar Brandur Tóm- asson, yfirvélstjóri hjá félaginu. Fréttamaður blaðsins átti tal við Kristin Jónsson fyrir nokkru og | innti hann frétta af starfsemi Flug félagsins. Undanfarið hefir verið unnið að því að gera flugvöllin á Akureyri fullkomlega öruggan fyrir hinar FramhliS hinnar myndarlegu flugstöðvar, sem í smíðum er á Akureyri. Teikninguna gerði Gísli Halldórsson, arkitekt. nýju Viscount-vélar, sagði Krist- inn. — Járni hefir verið komið fyr ir á nyrðri enda brautarinnar og hefir það reynzt mjög vel, en æski, legt væri að steypa suðurendann. | Flugvöllurinn verður ekki lengdur meira í suður og yrði þvi sú steypa til framtíðar, því að auðvitað verð ur að því stefnt að steypa völlinn er tímar líða. -— Hvaða fleiri iramkvæmdir eru á döfinni í sambandi við flugið norður? Fullkomin flugstöS Byggingu stjórnturnar er þegar lokið. Sterkari radartækjum en þegar eru fyrir verður komið fyr- ir þar og eru þau þegar komin. Fyrir sunnan turnbygginguna verður síðan byggður fullkominn alfgreiðslusalur. Framkvæmdum við turninn verður sennilega lokið á næsta ári. Við vonumst til, að hinu geti lokið svo fljótt sem auð- ið er. Hvernig hefir ykkur fundizt þessar framkvæmdir ganga? Ekki verður annað sagt en að þær hafi gengið vel miðað við all- ar aðstæður. Kallað er á fram- kvæmdir í flúgmálum úr velflest- um byggðarlögum og er það ofur eðlilegt. Ég held, að við megum vel við una. Hvað viltu segja okkur um flug- ið í sumar? Víðtækt öryggiskerfi Það hefir aldrei verið meira. Það virðist alltaf færast í aukana og er það satt að segja furðulegt hjá svo lítilli þjóð. Flugdagarnir hafa aldrei verið fleiri á leiðinni Mikið hefir breytzt í flugmál- um sem öðru frá því að Krist'inn Jónsson byrjaði að starfa fyrir Flugfélag Akureyrar. Starf hans var þá í því fólgið að afgreiða T. F. Örn, sem var eina flugvél félagsins. Fyrsti flugmaðurinn var Agnar Kofoed Hansen, núverandi flugmálastjóri, en annar flugmað ur félagsins var Örn O. Johnson, núverandi forstjóri Flugfélags ís- lands. Um tíma voru Kristinn Jónsson, Brandur Tómasson og Örn O. John son einu starfmenn félagsins. Þá var flogið á litlu sjóflugvélinni Erni um allt land, farþegaflug og póstflutningar á daginn, en síldar flug á næturna, en aldrei kom neitt alvarlegt fyrir, þrátt fyrir verstu skilyrði. Ekki var t. d. flogið til Reykja víkur eftir neinum sérstökum lelð um, „hvar sem smuga fannst“, sagði Kristinn. Alltaf var farfð undir skýjum, skriðið meðfram ströndum, um fjallaskörð og dali yfir simalínum og þjóðveg- únt. Gamli og nýi tíminn „Ekki er bætt við franzbrauði nú til dags, er vélin er komin á vigtina“, sagði Kristinn, „en það var annað í gamla daga.“ Þá var ekki ótítt, að margar til- raunir væru gerðar til að komast á loft. Og Kristinn rifjaði upp gamlar sögur frá Akureyri. Þá var Erninum siglt inn að Leiru- garðinum og þar var flugtakið reynt út yfir Akureyrarpoll. Ef vélin komst ekki á loft var rennt upp að Oddeyri til að henda út einhverjum farangri til að létta vélina. Stundum varð að láta far- þegana fara. Margt hefir breytzt síðan þeir Örn Johnson og Agn- ar Kofoed Hansen voru að reyna að koma Erninum á loft á Akur- eyrarpolli. Þróun íslenzkra flug- mála hefir sannarlega verið með ævintýralegum hætti og eiga for ráðamenn þeirra miklar þakkir skildar fyrir unnið framtak. Er lit- ið er yfir farinn veg, verður ekki annað séð en að í þróun flugmála liafi gerzt ein stærsta bylting ís- landssögunnar. Á tiltölulega skömmum tíma hefir framtak dug legra forráðamanna gert íslend- inga að einni helztu flugþjóð heimsins. (Framhald á 8. síðu.l Ahöfti fyrsta Katalína-fiugbátsins er kom til Akureyrar, gengur á lahd. ÞaS var árið 1944. Krlstján Kristjánsson, iforstjórl á Akureyri, stjórnar húrrahrópum á bryggjunni, en hann átti s»tl. í fyrstu stjórn félagsins á- samt VDhjálmi: Þór og GuSmundl K. Péturssyni yfjrlœkni á Akureyri. Farþegaflugvél af Beechcraft-gerS kom til landslns áriS 1942 og þótti mik- III viðburSur. Þarna er vélin á Melgeröismelum 1 Eyjafirði. Fyrir framan vélina standa þrír þekktir flugmenn: Smárl Karlsson, Magnús Guðmunds- son og Jóhannes Snorrasón. Afbrýðissemi í Mbl. í gær varði aðalritstjóri Morg- unblaðsins heilum dálki til að kljást við „Andvara“, ganianvísna höfund Tímans. Viðureignin er ekkert skemmtileg af því að hún er svo ójöfn. Þeir, sem eru gjör- sneiddir allri skynjun á humor, eru eins og kýr á svelli þegar út í gamanniálin er komið. Það er nokkur ráðgáta, hvers vegna aðalritstjóra Mbl. er svona í nöp við liinn ágæta höfund, sem yrk- ir stundum . „vísur dagsins“ og birtir í Tínianum. Helzt kemur manni í hug að afbrýðissemi sé undirrótin. Aðalritstjórinn hefur tvö gamanvísnaskáld hið næsta sér. Hefur birt ljóð annars í Morgunblaðinu, en Ijóð hins í Stefni. Er vísast, að lionum þyki Ijóð Andvara í Tímanum nú skyggja á sína menn. Til þess að lesendur geti tekið þátt í þess ari skáldakeppni skulu hér til- færð nokkur sýnishorn úr kveð- skap Morgunblaðsskáldanna. Ljóð Andvara þekkja lesendur Tímans og þarf ekki að rifja þau upp. Hlass á eigin rassi. m Ljóð Morgunblaðsmannsins, sem skipar virðulegan sess í Morgunblaðshöllinni, var birt í bókmcnntatíniariti Sjálfstæðis flokksins. Þar var þessi vísa: „ . . . Því hlassið þungt — því hæfir ei að vilja sig hefja upp til flugs sem lítið ský. Því fylgir engin fegurð, aðeina- fall með feiknagný. Og eftir situr lilass á eigin rassi enn á ný f orði kveðnu er þetta lýsing 3 leikfimi bangsa nokkurs í út'* lenduin dýragarði, en það er synibólík í Ijóðinu, og þess vegna hefur það náð miklnm vinsæld- um. Verður að viðurkenna, að þessi ganiansaina lýsing slagar hátt upp í sumar skoplýsingar Andvara í Tímanuin. BrageyraS óbrigðula. Hitt góðskáldið debuteraði í Morgunblaðinu 7. apríl s. 1. og fékk lieiðurssæti inni í miðju Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs- ins. Áður liafði Ijóðið verið bii t í þingveizlu. „Jóhann Hafstein’ sagði fram nokkrar vísur,“ sagði í formálsorðum í Reykjavíkur' bréfinu. í kvæðinu eru m. ’a. þessar hendingar: „ . . Áki veit uin Guðmund í, liann ætlar sér að ráða því að lengist nokkuð landi í að ljúka verkum enn á ný . /•' * Og enn kvað Jóhann: „ . . Jafnt er þó, er sýnist þér, þessi fótur höggvinn er. Menn haida og sleppa — lialda sér, lialdleysið af öðru ber . . .“ Varla fer hjá því, að mönnum finnist Stefnisskáldið bera af unr. skýrleika í hugsun og í skáldlegri framsetningu, en þá er þess að minnast, að brageyrað hjá Jóhanni mínum bregst ekki. Það cr enginn leikur að gera upp á milli góðskáldanna. Það hefur lengi loðað við. Hætt er við að Bjarni verði að Ijóða öðru sinni á Audvara, áður en hann kemur hoiiurn í kútinn. Óskhyggja og staðreyndir. Tímarit Alþýðusambands ís- lands hefur nýlega gert skil þeirri kenningu Morgunblaðsins, að sumarið 1957 sé réttnefnt „verkfallasumar“. Kemur í ljós af greinargcrðinni, að nafngift- in lýsir aðeins óskliyggju aðal- ritstjóra Mbl. en ekki staðreynd unum. íhaldið ætlaðist til að sum arið yrði stórfellt verkfallasunv ar. Morgunblaðið reyndi alls staðar að magna óánægju og espa til ófriðar, en árangurinn varð miklu rýrgri en forkólfarnir liöfðu vonað, Niðurstaðan í. tíma- (Framhald á 8. síðu.) j Reykjavík—Akureyri heldur en j síðasta ár. Veldur því ekki hið nýja ör- yggiskerfi? — Jú áreiðanlega. Það hefir fjölgað flugdögum að miklum mun, ekki sízt á veturna. Flogið er á milli vitanna í Reykjavík, Reyk- holti, Löngumýri og yfir radarkerf ið á Akureyri. Síðan er ílogið út yfir vitann á Hjalteyri og enn yf- ir Akureyri þar til sjónflugi er náð. Ekki er regla að nota radar- inn alltaf, nema þegar farið er niður úr skýjum. Þó að dimmviðri sé á Akur- eyri geta starfsmenn flugumferð arstjórnarinnar, sem hafa slöðugt samband við flugvélarnar, fylgzt með þeim á skífu og leiðbeint flugmönnunum niður. Ævintýraleg þróun

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.