Tíminn - 01.10.1957, Qupperneq 2
T f M I N N , þriðjudaginn 1. október 1957
Hér sést aðalgata Oslóarborgar, Karl Johannsgata, í hátíðaskrú'ða. Fyrir
enda hennar rís konungshöllin. Þannig var gatan og mannhafið á eir.ni
mestu hátíðasundu í sögu Noregs, þegar Hákon konungur steig á land
eftir að landið losnaði undan oki nazista. í dag er Karl Johann enn
skreytt en með öðrum hætti. Lítill vafi er á því að þar verður mann-
margt, þegar Norðmenn fylgja hinum ástsæla konungi sínum til grafar.
Útför konungs...
(Framhald af 1. síðu).
akkerum fast upp við Akerhús-
kastala, byggingu sem er frá mið-
öldum.
Karl Jóhannsgata eitt blómahaf.
Borgaryfirvöldin í Oslo búast
við gífurlegum mannfjölda með-
fram götum þeim, sem líkfylgdin
fer um, frá konungshöllinni til
dómkirkjunnar og síðan þaðan til
Akerhúsvirkis, þar sem konungur
verður lagður til hinnztu hvildar í
marmarakisu, er standa á við hlið
Maud drottningar í hinu konung
lega grafhýsi.
Aðalgata Osloborgar Karl Jo-
hann verður eitt blómahaf á morg
un. Þar hefir verið komið fyrir
10 þús. Chrysanthemum og inn á
milli brómber við fánastengurnar
meðfram götunni. Dómkirkjan
sjálf verður skreytt með öorum 10
þúsund blómum af ýmsum teg-
undum.
Skólabörnum gefiS sérstakt tækifæri
til aS sjá „Fjölskylctu þjéSanna
u
Eínl ífl íilgerSarsamkeppni um sýninguna
meíal skólafólks — firenn verÓlaun
Ákveðið hefii’ verið að gefa skólaæsku Reykjavíkur sér-
stakt tækifæri á að skoða hina alþjóðlegu ljósmyndasýningu,
sem komið hefir verið upp í Iðnskólabyggingunni við Vitastíg.
Það eru þrír aðilar, sem hafa beitt sér fyrir þessum heim-
sóknum skólaæskunnar, Æskulýðsráð Reykjavíkur, Fræðslu-
skrifstofa Reykjavíkurbæjar og sýningarnefndin í samráði við
skólastjóra og kennara barna- og unglingaskólanna í bænum.
Upplýsingaþjónusta Bandaríkj-
anna hefir einnig sýnt hinn mesat
áhuga á framkvæmd þessara heim
sókna skólaæskunnar og veitt ýms-
an stuðning í því sambandi.
Eftir að kennsla hefst.
Stuttu eftir að almenn kennsla
hefst í skólum bæjarins, mun hverj
um skóla gefinn kostur á að senda
hópa nemenda í fylgd með kenn-
urum til þess að skoðá þessa
merku sýningu. Flestir kennarar
við barna- og gagnfræðaskóla
Reykjavíkur hafa kynnt sér sýn-
inguna, enda var þeim sérstaklega |
boðið"til þess, og munu þeir þann-
ig geta skýrt eðli hennar og til-
gang enn betur fyrir börnunum.
Sérstakt sýningarrit.
í sambandi við þessar heimsókn-
ir skólanna hefir einnig verið
ákveðið að gefa út sérstakt sýning-!
arrit, sem ætlað er æskufólkinu.!
í því verður stuttorð skýring á eðil |
og tilgangi þessarar ljósmyndasýn-
ingar, en auk þess verður þar
prentaður listi spurninga, sem eiga
að beina athygli skólanemenda að
ýmsum þáttum og einkennum sýn-
ingarinnar og vekja þá til umhugs
unar um boðskap hennar.
Ritgerðasamkeppni.
Ennfremur skal þess sérstaklega
getið, að efnt verður til ritgerðar-
samkeppni um sýninguna meðal
skólafólks. Skólanemendur, sem
taka þátt í samkeppninni skulu
skila ritgerð til kennara síns fyrir
20. okt. n. k., og mun sérstök
nefnd dæma um þær ritgerðir,
sem berast kunna í þessari sam-
keppni. Heitið hefir verið verð-
launum fyrir þrjár beztu ritgerð-
irnar að dómi nefndarinnar, en
þes'si verðlaun eru skrautútgáfa af
myndabók þeirri, • sem á sínum
tíma var gafin út af tilefni opnun-
ar sýningarinnar „Fjölskylda þjóð-
anna“ í Nútímalistasafninu í New
York, sem þá hélt upp á 25 ára af-
mæli sitt. Verða þessi verðlauna-
eintök sérstaklega árituð til þeirra
nemenda, sem skilað hafa beztu rit
gerðunum um þessa merku alþjóð-
iegu ljósmyndasýningu.
mmm
I
Við dauða Hákonar VIS.
Horegskonungs |
Mörgum varð hverft við Heljar
hrattfaranda tíðendi:
Farinrí er frænda vorra
fóikungur í stórstríði,
Hákon, sem hafði á skildi:
Hér er land mitt, Noregur.
Sam er það bót í bruna
böltíðenda, að glæstur
Ólafur stendur til erfða,
íslendinga vinur.
ÓLAFUR Þ. INGVARSSON
wmmmmmmmmm m mmmmmmm
LjósastiMing bifreiða
óti á landi
Maður utan af landi hringdi til
blaðsins í gær og sagði eitthvað
á þessa leið:
„Ég sé það í fréttum blaða, að
nú stendur yfir „umferðavika“ í
höfuðstaðnum og i sambandi við
hana bjóða tryggingafélögin bíla
eigendum ókeypis ljósastillingu.
Nú er það svo, að úti á landi eru
iíka bílar, sem tryggðir eru hjá
þessuia sömu félygum, og það er
líka hættulegt að bílaljós blindi
vegfarendur þar. Þess vegna spyrja
nú margir bíleigendur útL á landi,
hvcrt þeir eigi ekki líka aö fá að
njóta góðs af þessu framtaki trygg
ingafélaganna, og hvort þau muni
ekki sjá sér fært að veita ókeyp
is ljósastillingu hvar sem.er á land
inu.“
Afvopnunarmáiiii
(Framhaid af 12. síðu).
ust þess ekki heldur nú, að geng
ið væri að tillögum þeirra óbreytt
um, þar mætti ýmsu enn þoka til.
Kenna hvor aðrum um.
Sobolev fulltrúi Rússa í nefnd
inni létt ekki standa upp á sig
og svaraði Lodge um hæl. Rakti
hann sjónarmið Rússa og taldi allt
háfa strandáð á vesturveldunum,
sem ekki vildu afvopnun. Ef svo
væri myndu þau þegar í stað fall
ast á bann við tilraunum og fram
leiðslu kjarnorkuvopna án þess að
binda slíkt bann pólitískum deilu
málum og lausn þeirra sér í hag.
Vatn í Eyjum
(Framhald af 12. síðu). ,
kunnugt er. Veldur vatnsleysið
bæði miklum útgjöldum og vand-
ræðum við fiskvinnsluna. Bætt og
aukið vatn er því mikið hagsmuna
mál fyrir Vestmannaeyinga, sem
því miður eru ekki horfur á að
leysist í bili með borunum og
kemur þá helzt til þeirra úrræða
að vinna vatn úr sjó, eins og sums
staðar er gert, eða leiða það frá
landi, sem yrði mikið fyrirtæki og
dýrt.
Aifred Asmussen og unnusta hans með látúnshringana.
Hittumst fyrst um bcrð í Guilfossi -
gtrúlofuð er komið var til Hafnar
Eiirn vélamannanna í GuIIfossi smíSaSi
handa þeim trúlofunarhringa úr látíini.
Meðal farþega með síðustu
ferð Gullfass til Kaupmannahafn
ar vai’ ungur danskur fluginaður
og dönsk stúlka, er hafði unnið
urn skeið í lyfjabúð í Reykjavík.
Þau höfðu aldrei sézt á'ður, en
þegar þau stigu á land í Höfn
efíir þaegilega ferð, voru þau
hæði hringtrúlofuð.
Það var sannarlega ást við fyrstu
sýn. Þar sem enginn gullsmiður
er um borð á Gullfossi snéru elsk
endurnir sér til vélamanns á Gull
fossi, sem varð við beiðni þeirra
og smíðaði handa þeim hringa úr
látúni. Er tíðindin fréttust á skip-
inu var efnt til veglegrar veizlu
og varð úr hinn mesti fögnuður.
Kærustupörin hafa ákveðið að fá
sér ekki gullhringa — látúnsliring
arnir eru of dýrmætir til þess að
þeim verði á glæ lcastað. Hægt er
að láta þá líta ágætlega út með
þvi að fægja þá nógu oft. Hin ham
ingjusama stúlka heitir Inger Sör
ensen, en unnusti hennar Alfred
Asmussen,
Borgfirzkir presiar vilja ekki flytja
biskiipsseinr landsins a8 SkáSIioIli Þing brezkra krata..
HéraSsfundur Borgarfjarðarprófastsdæmis var haldinn að
Hvanneyri sunnudaginn 15. sept. Fundurinn hófst með guðs-
þjónustu. Prédikaði sr. Jón M. Guðjónsson á Akranesi, en
sóknarpresturinn, sr. Guðmundur Þorsteinsson, þjónaði fyrir
altari. Aítarisganga fór fram 1 guðsþjónustunni.
Héraðsprófastur, sr. Sigurjón
Guðjónsson í Saurbæ, setti fund-
inn og stjórnaði honum. Minr.tist
hann tveggja manna, er látizt
höfðu á þessu ári, Guðmuadar Jóns
sonar á Hvíbárbakka, er lengi hafði
verið safnaðarfulltrúi Bæjarkirkju
og Jóns Sigurðssonar í Hraunsási,
.sóknarnefndarmanns í Stóra-Áss-
sókn. Heiðruðu fundarmenn mir.n-
ingu þeirra með því að rísa úr sæt
um.
Prófastur gaf yfirlit um messu-
gjörðir og altarisgöngur í Borgar-
fjarðarprófastsdæmi fyrir árið
1956, og gat um lielztu kirkjulega
viðburði innan prófastsdæmisins á
árinu, sem nú er að líða. — Þá
ræddi hann nokkuð kirkjuþingslög
in frá 21. maí s. 1. og lét í ljós á-
nægju sína yfir þeim.
Sr. Guðmundur Sveinsson skóla-
stjóri, flutti guð'fræðilegt erindi:
Meyjarfæðingin. í lok fundarins
las prófastur ritningarorð og flutti
bæn.
Fundinn sátu allir prestar pró-
fastsdæmisins og flestb’ satnaðar-
fulltrúarnir, auk gest.'i.
Þessar ályktanir voru samþykkt-
ar: ' j
I. „Héraðsfundur Borgarfjarðar j
prófastsdæmis, haldinn að Hvann-1
eyri '15. sept. 1957, lýsir sig and- j
vígan frumvarpi, er kom fram áj
síðasta Alþingi, þess efnis, að bisk-
upssetur landsins. verði fiutt frá '
Reykjavík til Skálholts, og visar .
til: ályktunar sinnar frá 1S55, að
iandinu verði skipt í þrjú biskups-
dæmi.
II. „Héraðsfundur Borgarfjarðar
prófastsdæmis, haldinn að Hvann-
eyri 15. sept. 1957, beinir þeirri
áskorun til Alþingis, að árlegt
framlag til kirkjubyggingasjóðs
verði bækkað til helminga frá því
sem nú er.“
IIÍ. Héraðsfundur Borgarfjarð-
arpróíastsdæmis þakkar biskupi,
Alþingi og ríkisstjórn fyrir setn-
ingu kirkjuþingslaganna frá 21.
maí s. l.“
(Framhald af 12. síðu).
Húsaleiguvandræðin.
Það er álit margra fréttaritara,
að húsaleigulög núverandi ríkis-
stjórnar eigi mikinn þátt í þverr
andi fylgi hennar. Með iögum bess
um var húseigendum heimilað að
hækka leigu og segja leigjendum
upp. Á þinginu i dag var sam-
þykkt ályktun, þar sem flokkur-
inn lofar,. ef hann kemst til valda,
a3 nema þessi lög úr gildi og
tryggja á ný öryggi leigjenda með
sérsíökum lagaákvæðum.
augiysíb í rmmrn
Fréttir M landsbyggðinni
Veiddu tvo minka
á Kjalvegi
Blönduósi í gær. — Tveir menn
komu fyrir skömmu sunnan yfir
Kjöl og höfðu með sér hund, er
vaninn hafði verið til minkaveiða.
Hundurinn drap tvo minka á leið-
inni nálægt Freymundarvötnum.
Voru þarna miklar minkaslóðir. —
Göngum er að ljúka. Réttir búnar
nema hrossaréttir vestan Blöndu.
Fé er heldur fallegt, dilkar feitir
og flokkast vel.
Sumir fá á aimaí þús.
poka af kartöflum
Hvolsvelli í gær. — Kartöflu-
uppskeran hér um slóðir er með
afbrigðum góð, ekki sízt í Þykkva-
bænum, enda er kartöfluræktunin
þar langmest. Sumir bændur þar
munu í haust fá á annað þúsund
poka af kartöflum. PE.
SkólafólkíS
heldur aÖ keiman
Egilsstöðum í gær. — Skóla-
fólkið er nú að þyrpast í skólana,
ýmist norður til Akureyrar eða
suður til Reykjavíkur. Áætlunar-
bifreið fór héðan norður í dag, þótt
nokkur snjór sé kominn á Möðru-
dalsfjallgarð. Var þungfært þar í
fyrradag. Engin flugvél kom hing-
að í dag vegna þoku sunnan lands.
Mjög margt fólk bíður hér eftir
flugfari, einkum skólafólk.
Gagnfræðadeild Eiðaskóla hefst
síðar í þessari viku en héraðsskól-
, inn um veturnætur. Skólinn er full
j skipaður. Sæmileg aðsókn er einn
! ig að Ballormsstaðaskóla, en þó
! ekki alveg fuilskipað enn. ES.