Tíminn - 01.10.1957, Page 6
T í M I N N , þriðjudaginn 1. október 1957
Útgefandl: Framtóknarflokkvrlaa,
Bitatjórar: Haukur Snorrason, Þórarlnn Þðrarlnatfes (4b)
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargöta
Símar: 18300, 18301, 18302, 18308, 1830«,
(ritstjóm og blaðamenn).
Auglýsingasíml 19523, afgreiðslusiinl 128SS.
Prentsmiðjan EDDA hf.
í tilefni af „kastiu
BJARNA Benediktssyni
líður illa um þessar mundir,
en aldrei vérr en þegar hann
sveitist við að koma saman
sunnudagshugleiðingu sinni
1 Morgunblaðinu. Þá setjast
að honum illar vœttir, og
hann verður svo miður sín,
að hann hefur sýnilega litla
hugmynd um, hvað hann
segir satt, og hvað ósatt, en í
ósvífninni er hann sjálfum
sér líkur.
Síðastl. sunnudag skáldar
aðairitstjórinn langa lyga-
sögu um málflutning og yfir
lýsingar Eysteins Jónssonar
fyrir síðustu kosningar um
samstarf eftir kosningar, og
aðra ámóta sögu um yfirlýs-
ingar annarra manna um
þau efni. Þessi skrif eru með
þeim hætti, að líklega þarf
að fara alla leið aftur í
skýrslu íhaldsforingjanna
um eiðrofsmálið fræga til
þess að finna álíka málflutn-
ing og þennan sumiudags-
boðskap Bjarna Benedikts-
sonar. Klykkir hann þennan
þokkalega samsetning síðan
út með því, að endurtaka
fyrri ósannindi þeirra Sjálf-
stæðisforingj anna um láns-
tilboð til Sogsins, sem hafi
legið' fyrir fyrrverandi stjórn.
Nær ósvífnin sennilega há-
marki sínu þegar aðalrit-
stjórinn segir síðan, að Ey-
steinn Jónsson hafi orðið ó-
sannindamaður með því að
fletta ofan af ósannindum
þeirra Sjálfstæöismanna um
lánsmál þessi, og upplýsa, að
ekkert slikt lánstilboð lá
fyrir ríkisstjórninni.
BJARNA Benediktssyni
er Ijóst, að Eysteinn Jónsson
er alveg sérstaklega kunnur
að grandvarleik í málflutn-
ingi og þess vegna kryddar
Bjarni Leitis-Gróu sögur
sínar með væmnu slúðri um
að Eysteinn „hafi verið“ á-
reíðanlegur, en nú sé brugð-
ið o.s.frv. Það er vonlaust
fyrir Bjarna að reyna með
óhróðri og svigurmælum að
draga Eystein Jónsson niður
í svaðið. Menn þekkja vinnu
brögð Eysteins og málflutn-
ing hans allt of vel af langri
reynslu til þess að hægt sé
með samsetningi eins og
þeim, sem Mbl. birti á sunnu
daginn, að veikja það mikla
traust, sem hann nýtur, bæði
innan Framsóknarflokksins
og langt út fyrir raðir hans.
— Þeir Bjarni og Ólafur eru
báöir miður sín af því að
þeir liafa misst völdin, og
þessi örlög hafa orðið til
þess að skapsmunir Bjama
Benediktssonar hlaupa með
hann I gönur, svo sem kunn-
ugir vita að oft vill verða.
Veit hann þá ógerla hvað
hann segir eða gerir, en ætti
þó að hafa greind til þess að
láta lesa yfir það, sem hann
setur á pappír, þegar hann
er í slíkum ham. Mundi slik-
ur yfirlestur koma flokk
hans hetur.
í TILEFNI af þessu
„kastl“ Bjarna Benedikts-
sonar er ástæða til aö rifja
upp nokkrar staðreyndir:
Eysteinn Jónsson og Her-
mann Jónasson lýstu því
ítarlega á mörgum fundum
fyrir síðustu kosningar, hvað
fyrir Framsóknarflokknum
vakti um samstarf og stjórn
armyndun eftir kosningar.
Þeir lögðu áherzlu á þessi
atriði:
Að barist væri fyrir meiri-
hluta umbótaflokkanna.
Að ekki yrði mynduð stjórn
með Sj álfstæðisflokkn-
tim eftir kosningar.
Að færi svo, að ekki næð-
ist hreínn meirihluti^
mundi umbótabandalag
ið gangast fyrir stjórn-
armyndun í samvinnn
við samtök vinnandi
fólks í landinu.
í samræmi við þetta var
stjórnarmynduninni hagað
eftir kosningarnar. Athug-
aðir möguleikar á stuðningi
við minnihlutastjórn um-
bótabandalagsins þegar
meirihluti náðist ekki. En
þegar stuðningur við minni-
hlutastjórn var ekki fáan-
legur, þá var samið við Al-
þýðubandalagið um stjórn-
arsamstarf og var það i fullu
samræmi við yfirlýsingar
Hermanns og Eysteins fyrir
kosningarnar. Það sem
Bjarna Benediktssyni svíður
er aftur á móti hitt, að það
skyldi ekki vera samið við
Sjálfstæðisflokkinn, en slíkt
kom auðvitað ekki til mála.
Karlmannlegra væri fyrir
aðalritstjórann að bera þetta
án þess að kveinka sér eins
átakanlega og hann gerir nú
í Mbl. Það eykur svo á svið-
ann og gremjuna, að sjálfir
ætluðu þeir Ólafur og Bjarni
að semja við Alþýðubanda-
lagið en tókst ekki.
SKÁLDSÖGUNA um Sogs
lánstilboðið, sem átti að
hafa legið fyrir hjá fyrrver-
andi ríkisstjórn, bjuggu þeir
félagar til í vetur og settu
í eldhúsumræður sínar. Um
hana sagði Eysteinn Jóns-
son við umræðurnar þá m.a.
þetta:
„Svo fréttum við það
núna, að fyrrv. ríkisstjórn
hafi átt kost á láni í Sogið,
og ekki tekið það. Alltaf
heyrir maður eitthvað nýtt,
og langt er nú gengið. Eins
og ég skýröi þjóðinni
frá í útvarpsávarpi fyrir
skömmu, og hefi greint frá
áður, var reynt misserum
saman að útvega lán í Sogið
án þess að það tækist. Og
Sogsstjórnin reyndi einnig
árangurslaust. Það er því til
búningur einn, að legið hafi
fyrir ríkisstjórninni tilboð
um lán í Sogið. Það má líka
svo sem nærri geta hvort
legið hafi verið á því fyrir
siðustu kosningar ef tryggt
hefði verið lánsfé til Sogs-
ins“
Ennfremur sagði Eysteinn
Jónsson:
„Eitt það furðulegasta,
sem komið hefur fram i
þessum umræðum, er þjóð-
Walter Lippmann ritar um aiþjóðamál:
Átburðirnir í Little Rock kalla á
endurmat á kenningum stjórnarvalda
AuíSur og völd vekja tortryggni, siðíerííispré-
dikun án aufimýktar, fellur í grýtta jörS
WASHINGTON: — Maður þarf
ekki annað en hugsa til nafua
eins og Little Rock, Kýpur, Al-
sír og Kasmír, til þess að minn-
ast þess jafnskjótt, að hiutskipti
ameríska áróðursmannsins er
ekkert skemmtilegt um þessar
mundir.
Það er erfitt að halda ímynd
leiðtoga hinna frjálsu þjóða og
frelsara hinna kúguðu, bjartri og
sannfærandi, því að oss skortir
átakanlega kunnáttu til að breyta
eins og vér kennum. Samt höldum
vér áfram án afláts að prédika
um réttlæti og frelsi, lög og reglu.
Sundurskipting eftir
litarhætti
Það er samt staðreynd, að á
heimaslóðum er haldið uppi
stéttakerfi, sem er byggt að litar-
hætti hörundsins. Þessi staðreynd
eltir okkur og hæðir í hvert sinn,
sem vér gerumst mælskir og
hneykslunarfullir á þingum Sam-
einuðu þjóðanna. Hún eltir oss
og hæðir oss í hvert sinn, sem
vér kryddum ræðu vora með leið-
beiningum,aðvörunum og áköllum.
Það er tilgangslaust að reyna að
blekkja sjálfan sig. Þessi sundur-
skipting fólksins, einkum þó þegar
liún er staðfest með vopnuðu varð
liði, ein og nú í Littla Rock, er
stórfelldur og nærri því óyfirstíg-
anlegur þröskuldur á vegi vorum
til að verða leiðtogi þjóðanna í
baráttunni fyrir frelsi og mann-
legu jafnrétti.
Úti um heim kalla mörg deilu-
og sundrungarefni á þessa Ieið-
sögu — Frakkland og Arabarnir,
— ísrael og Arabarnir, — Pakistan
og Indland. — Þar erum vér for-
dæmdir ef vér tökum afstöðu og
eins fordæmdir ef vér hörfum frá
því að taka afstöðu, og hvorugur
kosturinn er eins göfugur og vér
kysum, og aðstaðan eftir því.
ú . n
Ovinsældir auðs og valda
Það er mín persónulega skoðun,
að sumt af þessu, þó ekki allt,
sé i eðli hlutanna sjálfra og ó-
viðráðanlegt. Það er ein af stað-
reyndum lífsins, að ekkert land,
sem er eins voldugt og auðugt
sagan um lánstilboð í Sogið,
sem ekki hafi verið notað.
Á að trúa því, að Ólafur
Thors eða einhver annar
ráðherra í ríkisstjórninni
hafi haft tilboð um lán,
sem hann hafi haldið
leyndu fyrir rikisstjórn-
inni? Á að trúa því, að form.
Sogsstjórnarinnar, Gunnar
Thoroddsen hafi verið lát-
inn senda menn sína úr
einu landi í annað árang-
urslaust, ef fyrir lá not-
hæft lánstilboð til Sogsvirkj
unarinnar? Á að trúa því,
að borgarstjórinn í Reykja
vík og hans félagar hafi
verið látnir búa við þá mar
tröð, að alltaf nálgaðist síð
ustu. forvöð í Sogsmálinu,
en féð vantaði, ef lánstil-
boð lá fyrir. Nei, ég held
það sé ofvaxiö að telja
mönnum trú um annað
eins og þetta.“
MEÐ ÞESSUM ummæl-
um Eysteins Jónssonar er
svo rækilega flett ofan af
málflutningi þeirra Sjálf-
stæðismanna í þessu máli,
að engu er við að bæta, og
allt er þetta í fullu gildi enn
i dag. Svipað efnis er skáld-
skapurinn um vesturþýzka
lánið. Verður sú saga rifjuð
upp i blaðinu á morgun.
og Bandaríki Norður-Ameríku, get
ur vænst þess að engir óttist það,
engir vantreysti því, engir öfundi
það, eða beri til þess þungan hug.
En ég held líka, að allt sé þetta
miklu verra en það þyrfti að vera.
Það er skaðsamlegara en það
mundi vera, ef þeir, sem tala fyrir
munn þjóðarinnar, einkum forset-
inn og utanríkisráðherra hans,
héldu frernur á loft vizku, sem
leiðir, og mildi, sem bætir, en
miklu valdi og miklum auðæfum.
Beiskt meðal
Það er til meðal, þólt ekki sé
lækning, til að draga úr öfgafullri
andúð í vorn garð, og þó einkum
á Dulles utanríkisráðherra, erlend-
is. Meðalið er sterkt, og kann að
vera beiskt fyrir þá, sem þurfa
að taka það inn. Það krefst breyt-
ingar á þeirri siðfræðilegru upp-
stillingu, sem forsetinn og utan-
ríkisráðherrann kjósa sér þegar
þeir ávarpa allt mannkyn. Þessi
breyting mundi af þeirra hendi
krefjast auðmýktar, vegna vorra
eigin ávirðinga, og meiri hrein-
skilni. Því að ávirðingar og syndir
vorar sýnast miklum mun meiri
en raunverulegt er, er þær ber
í þá sterklitu mynd sjálfsréttlæt-
ingar, sem opinberir bandariskir
aðilar halda á lofti fyrir sjónum
heimsins.
I ræðum sínum og á blaðamanna
fundum, eru forsetinn og ráðherr-
ann helzt til hástemdir í tali sínu
um hugsjónir vorar, en aldrei auð-
mjúkir gagnvart óvirðingum vor-
um, sem eru mannlegar, mjög
mannlegar. Þetta vekur gremju í
brjósti þeirra, sem eni af þjóð-
legum hvötum vinir vorir og banda
menn, að minnsta kosti meðal
þeirra, sem stoltir eru og upprétt-
ir, en lúta ekki í duftið í von um
bein. Með miklu valdi, sem ætíð
er tortryggilegt, þarf að vera ein-
læg auðmýkt, og aldrei skyldi
hvíslingum, og aldrei gefið í skyn
mcð neinum hætti, að vér séum
ekki aðeins auðugri og voldugri
en nágrannar vorir, heldur líka
til muna betri inn við beinið.
Upphrópun hugsjónanns
Eisenhower forseti er ekki
sjálfur hofmóðugur eða stoltur
maður. En hann er barnalegur í
þeirri skoðun sinni, að upphrópun
siðferðislegra hugsjóna munu á
einhvern hátt stuðla að því að
koma þessum hugsjónum í fram-
kvæmd. Fyrir nokkru lét hann
liggja sterkt að þvi, að það væri
hlutverk hans að láta í ljósi stefnu
mið þjóðarinnar, en hlutverk
Dullesar að sameina þessi stefnu-
mið raunverulegu ástandi í veröld
inni. Þetta er furðuleg hugmynd
um þýðingu þess að yera á odd-
inum í ríkisstjórn. Útkoman af
þessu tali er sú, að umheimurinn
heldur að forsetinn prédiki eitt,
en Dulles framkvæmi annað.
Dulles utanríkisráðherra er
hörkuduglegur og raunsær fram-
kvæmdamaður þegar fjallað er um
atburði líðandi stundar. En í ræðu
er hann siðferðisprédikari, upp-
hafinn túlkandi alls réttlætis. —
Gallinn á þessu er sá, — og mætti
e.t.v. nema á brott með sálkönn-
un — að hann skráir siðfræði-
lögmálin humorlaust og án auð-
mýktar; liann er hinn réttláli að
ávarpa þá ranglátu.
Örlög hinna hofmóðugu
Þessi skortur á aðalsmerki auð-
mýktarinnar vekur ekki kærleika
eða skilning, ekki einu sinni með-
aumkun þegar fyrir kemur, eins
og í Little Rock, að vér, sem allar
aðrar þjóðir, komust hvergi ná-
lægt þeim hugsjónum sem vér ját-
um í orði. í þess stað sprettur
upp illkvitin ánægja — manneðlið
er eins og það er — af því að
sjá þá, sem ekki hafa verið um-
burðarfyndir, standa auðmýkta
frammi fyrir veröldinni, sjá þá,
sem hafa verið hnakkakertir,
hrasa og liggja flata.
(Netv York Herald Tribune,
einkar. á íslandi til að birta
greinar eftir Walter Lipp-
mann, hefur TÍMINN).
Erfitt a8 fá frímerki.
„ÉG ÞURFTI að koma áríðandi
bréfi í póstinn á sunnudaginn, en
átti engin frímerki heima“, segir
x bréfi frá borgara. „Ég hefi .stund
um áður keypt frimerki í blaða-
sölunni lijá Eymundsson í Aust-
urstræti, skammt frá pósthúsinu,
og ætlaði enn að gera þao. En
afgreiðslumaðurinn þar segir þá
þau furðulegu tíðindi, að sér hafi
verið bannað að selja frímerki
þar. Hér má ekki selja neiít nema
blöð, sagði hann. Hvers vegna?
Það er fyrirmæli bæjarstjórnar,
er svarið. Ekki er öli vitleysan
eins. Bannað að selja frímerki í
blaðasölugati rétt við hliðina á
pósthúsinu. Er þetta ekki ágæít
dæmi urn skriffinnsku- og reglu-
gerðarvitleysu embættismennsk-
unnar? En ekki er um annað að
gera en snúa frá gatinu. Þar fást
engin frimerki, en maðurinn seg-
ir að þau fáist í sjoppu tannarri
götu. Hún má selja írímerki af
þvi að hún hefir alls kyns varn-
ing á boðstólum. En bona fide
blaðasali má ekki sclja frímerki".
Viðureignin við sjálfsalana.
„ÉG TEK HELDUR þann kostinn,
að slást við sjálfsalann í pósthús-
inu, en labba langa leið í sjopp-
una. Þar eiga að fást frímerld fyr
ir 2 kr. í senn. Þá er að útvega
sér tveggja krónu peninga. Eftir
nokkra fyrirhöfn faxst 10 kr.
seðli skipt. Nú þarf ég að senda
nokkuð stórt bréf í flugpósti
langa leið og það kostar líklega
eitthvað á fimmtu krónu. Þetta
er áætluð upphæð. Ég kaupi því
3 frímerkjaskammta í sjálfsalan-
um, hvern á 2 krónur. Og svo
hefst álímingin. En þá kánxar
gamanið. Þessu 2 króna frímerkja
virði er skrpt í svo mörg merki,
að þegar ég er búinn að líma -í
krónur á bréfið, sést varla í ulan-
áskriftina fyrir frímerkjum. En
þannig verður bréfið mi samt að
fara.
Það er ekki of auðvelt að fást
við póstinn i Reykjavík, þótt sjálf
sagðri ft'rirgreið.slu eins óg frí-
merkjasölu um helgar og á sið-
kvöldum i blaðasöiunni í Austur-
. stræti sé ekki kippt burlu. Reghi-
gerðin, sem bannar það, viröist
vera eintóm vitíeysa. IMeð þökk
fyrir birtinguna, Borgari í bæn-
um“.