Tíminn - 01.10.1957, Síða 7

Tíminn - 01.10.1957, Síða 7
T í MTNN, þriðjudaginn 1. október 1957 7 . litbrigði á rúðu i Sýningarsalnum á horni Hverfisgötu og fngólfsstrætis hefir Jóhannes Jóhannesson listmálari nýlega opnað sýn- ingu á 18 málverkum, sem öll eru «ý af nálinni. I því til- efni heimsótti blaðamaður heyja hatramma baráttu sín í mill- um. Annars vegar eru tassistar, Tímans listamanninn nýlega sem slimm neína ktessumálara. Spjallao vií Jóhannes Jóhannesson, Iistmálara, sem nú sýnir 18 málverk í Sýningarsalnum og rabbaði við hann nokkra stund. Jóhannes býður mér sæti og veitingar í sólríkri stofu sem jafnframt er vinnu stofa hans, frábrugðin vinnu stofum flestra málara að því leyti að glugginn snýr móti suðri, en ekki norðri. Eg bið Jóhannes að segja mér nokk- uð frá ævi sinni. — Eg er fæddur í Iteykjavík 1921 og cfks't hér upp að öllu leyti, segir listmálarinn. í fyrstu lagði ég stunsd á gullsmíði og lauk námi í þeirri grein. — Eg hefi að vísu fengist við að teikna eg mála frá því ég var barn að aldri, en það var ekki fyrr cn á seinni árum striðsins, að ég fór fyrir atvöru að helga nvig málara- listinnL Árið 1945 gafst mér kost- ur á að fara til Bandaríkjanna og stunda nám við Barnes-stofnun- ina. Allt skipulag og tilhögun á námi við þá stofnun er gerólíkt því sem táðkast í flestum myndlist- arskólum og akademíum, þar sem hver nemandi vinnur það, sem hon um er sett fyrir og er háður ströng um aga. En þeir hjá Barnes sögðu að það væri ógerlegt að kenna nokkrum manni að verða listamað ur. Þess vegna létu þeir afskipta- laust hvaða verkefni við völdum okkur og okkur var í sjálfsvald sett á hvern hgtt við unnum. Hins vegar komu kennararnir stöku sinnmn í heimsókn, litu á rnynd- irnar hjá okkur og ræddu um þær. Að öðru leyti fór kennslan fram í fyrirlestrum og ennfreinur voru myndir gömlu meistaranna teknar til meðferðar, útskýrðar og ræddar fram og aftur. Stofnunin á eitt merkasta og fjölbreyttasta málverkasafn í viðri veröld. Þarna dvaldi ég í eitt ár, sigldi síðan heim og hélt mína fyrstu sýningu 1946. Þ>á sýndi ég eingöngu lilut- læg, fígúratív, málverk. Það var ekki fyrr en nokkru seinna, að ég fór að mála abstrakt. Stefnur innan abstraktlistar. — Mig minnir að fólk hafi risið öndvert við abstraktmálurununv í fyrstu, þið sættuð aðkasti og skömmom. — Það er rétt, fólk vildi lvafa sína báta, hús og fjöll á léreftinu óbreytt og eðlileg, svarar Jóhann- es. Nútímastefnur í nvyndlist vöklu ólgu og stundum reiði í hugunv manna, nú er fólk farið að sætta sig við abstraktlistina, kann að meta hana og reynir að skilja hvað við erum að fara. Septembersýn- ingarnar, sérstaklega sú fyrsta, áttu meginþátt í þvi að opna augu íólksins. Þær vöktu svo gifurlega athygli í fyrstu, að stundum hafði maður ekki frið fyrir bláókunn- ugu fólki, senv stöðvaði nvann á götum úti til að ræða unv abstrakt- list. — Fólki er gjarnt á að líta á ab- straktlist sem eina heild. En þar hljóta að vera mismunandi stefn- ur sem deíla innbyrðis á sama hátt og meðal natúralista? — Víssulega. Meðal abstraktmál- ara eru •fcv-eir meginflol’.kar, sem Þeir leggja aðaláherzlu á sanvleik litanna, fjörug og hressileg lit- brigði. Formið verður útundan, bygging nvyndarinnar situr á hak- anunv. Oft fer þetta svo út í öígar að myndirnar verða ekki annað en skrækjandi litaklessur. Stundum halda þessir málarar því franv, að landslag vaki fyrir þcim nveðan þeir mála. Annars vegár eru svo þeir abstraktmálarar, sem mála geometrískt. Hjá þeim situr forrn- ið í fyrirrúmi, hjá ýmsum þeirra hefir átt sér stað eins konar frá- hvarf frá litnunv en nvyndskipun- er þeim íyrir öllu. Stundum verða myndir þeirra einna Jíkastar flókn um dænvum í flatarmálsfræði. I Evrópu heyja þeissir tveir höfuð- flokkaf heiíagt stríð og er ekkert iát á. Karlar á skútunnl. — Þú hefir farið til Evrópu í námsför? — Ég fór ásamt Kjartani Guð- jónssyni og Valtý Péturssyni til Ítalíu árið 1948. Það ferðalag hófst á sögulegan hátt. Við ætluðum nveð Súðinni gönvlu t.il Genova en þangað átti hún að sigla nveð salt- fiskfarm. Þegar ég konv á skrif- stofu skipafélagsins hér til að sækja farseðil var þar staddur mað Listamaðurinn í Sýningarsalnum. helmingur áhafnarinnar á land. Við félagar létum engan bilbug á okkur finna og héldum nveð skip- inu aflur út og komust til Ítalíu heilu og höldnu. Þar létunv við inn rita okkur í Academia Bell’Arte í Flórenz. Við vorunv þar í 4 nván- uði og græddum heldur lítið á því. Prófessorunum leizt ekkert á nvyndirnar okkar og gengu venju- lega fram hiá okkur í stórum sveig kennslan virtist aðallega fólgin í því að þeir settust upp í glugga og spjölluðu við kvenfólkið um heinva Knattleikur. Olíumálverk eftir Jóhannes. ur sem spurði afgreiðslufólkið og geyma. Loks kvöddum við kóng hvaða skip það væri er sigla ætti og prest og fórum í ferðalag um I til Ítalíu. Er honum var sagt að Ítalíu og í’rakkland og skoðuðum ■ málverkasöfn. Eftir heinvkomuna það væri gamla Súðin, varð hon- um að orði: Jahá, svo þið ætlið að losna við hana svona! — Þetta hefir ekki verið sérlega uppörvandi. — Nei, enda fór svo að við fengí rænar, myndir. um sjóhnút á okkur út á Atlants-j ______________ hafi og komumst við illan leik til | hafnar á ný. Við þurftum að fara til Reykjavíkur aftur svo gert yrði við skipið eftir áfallið og þá gekk Litir knýja á luiganu. — Þú getur ekki gert rnér grein fyrir stefnuhvörfunv þínunv frá hlutlægri nvyndlist til abstraktlist- ar? Jóhannes horfir í gaupnir sér nokkra sund þögull og veltir vöng unv, hristir síðan liöfuðið. — Eg er hræddur um að ég hafi aldrei gert mér fyllilega grein fyr- ir þeinv straumhvörfunv sjálfur, svarar hann loks, slíkt fer að mestu fram í undirvitundinni án þess maður hendi reiður á. En mér i virðist vandamálin scm listamaður- inn á við að glíma ósköp svipuð, hvort heldur hann nválar abstrakt eða natúralistiskt. Þetla er mín persónulega reynsla að minnsta kosli. Þegar mynd vaknar í huga mér, er það ætíð liturinn senv knýr á fyrst. Höfuðvandanválið í nvínum augum er samrænvi litanna. Fornv- ið skiptir mig minna máli og vandamál fornvsins leysast að mestu sjálfkrafa eftir því sem lit- irnir konva á léreftið, í rauninni eru það litirnir í mínunv myndum senv ráða forminu og myndskipun- inni. — Við slíka þróun málanna er það eðlilegt og í rauninni lífs- nauðsynlegt að listmálarinn sé ekki bundinn fyrirfram neinni á- kveðinni fyrirmynd, mótívi. Hann gæti átt á hættu að mótívið taki fyrir kverkarnar á þeirri listrænu túlkun senv litunum var ætlað að flytja og málverkið verður ekki annað en nvynd af húsi eða skipi, af því iistanvaðurinn þorði ekki að brjóta ganvlar rcglur til að birta nýjan boðskap. Ég skal segja þér það, að litirnir sem birtast okkur í tilverunni eru ekkert grín. Þeir vekja ólgu í huga nvanns, krefjast þess að maður taki afstöðu til þeirra, gefi þeim aukið líf. Þorri nvanna veitir litun- unv í kringum þá alls enga athygli. Eg fór í hópferðabíl um Grafning inn í sumar og Sá þá fjallshlíð vaxna blágresi. Þar gaf að líta ótrú lega sjón: bláa fjallshlíö í nálægð. Fólkið í bílnum virtist ekki taka eftir þessu. Það horfði út um gluggana sljótt og sofandalegt. En um leið og það sæi þetta sama birt ast á lérefti í ferhyrndum ramma er eins víst að það mundi ærast og öskra að svona gæti það ekki litið út. — Svo þú sérð að ég er furðu nvikill natúralisti að þessu leyti, bætir Jóhannes við og kímir. — Sldrskota nvyndir þínar ef til vill til einhvers ákveðins fyrir- brigðis í náttúrunni? :— Ákveðið nei. En þræðirnir, senv liggja að einni mynd eru flóknir og dularfullir. Furðuleg lit brigði á rúðu hér í stofunni að kvöldlagi þegar birtu bregður geta vakið ýmsar kenndir, en þær stuðla aldrei beint að sköpun á- kveðinnar nvyndar. En þessi lit- brigði hafa vissulega sín áhrif eftir huldum leiðum. Sérhvert málverk er sjálfstæð heild, fyrsti liturinn senv kcmur á hélt ég samsýningu með Sigurjóni léreftið lveimtar annan og þannig Ólaíssyni myndhöggt ara, þá sýndi koll af kolli, innan ranvmans gilda ég eingöngu nonfíguratívár, óhlut- lögmál senv ekki mega rofna af ytri áhrifum jlj. Nýtt tíutarit, Bridge, hefur göngu sína - kemur út átta sinnum á ári Nýtt tímarit hefir hafiS göngu sína, sem eingöngu er helgað bridgeíþróttinni og nefnist það Bridge. Að útgáfu ritsins standa nokkrir áhugamenn. Því er ætlað að koma út einu sinni í mánuði yfir keppnistímabilið og flytja fréttir og birta eitt og annað, er viðkemur bridge bæði af innlendum og erlendum vettvangi. Ritstjóri er Hallur Símonarson, blaðamaður. Silfursmiði. Forseti Bridgesambands íslands, Ólafur Þorsteinsson, ritar förmáls- orð. í þeinv bendir hann m. a. á, að nágrannaþjóðir okkar hafi hvert sitt tímarit uin bridge. Þa segir hann: „Bridge (þ. e. tímaritið) mun eiga erindi til allra, kvenna sem karla, ungra senv aldinna, því bridgeíþróttin er íþrótt fjöldans, og trú mín er sú, að nveð útkomu þossa rits séu mörkuð tímamót í sögu bridgeíþróttarinnar hér á landi“. Fjölbreytt efni. Ritstjórinn skrifar rabbdálk, I sem nefnist Slemmur og pöss og skýrir frá franvhaldi á útkonvu ritsins og hvers vegna ráðist var í útgáfuna, en útgefendur eru hann og Agnar Jörgensson. Þá er grcin unv Evrópumeistaramótið í Vín og úrslitaleikinn í tvenndarkcppninni. Grein er eftir Hollendinginn L. Spier, er nefnist „Cold bottonv", skenvmtileg og athyglisverð grein. Sagt er frá sumarmótinu í Borgar- nesi og rætt unv fyrirhugaða keppni tveggja íslendinga í Eng- landi nú i haust. Margt fleira er í ritinu, svo sehv þátturinn „spurn- ingar“, senv Agnar Jörgenson stjórnar. Mikill fjöldi spila er sýnd ur og meðal annars spil mánaðar- ins, senv er sérstakur. þáttur. — I. Á víðavangi Reykbomban Morgunblaðið og Vísir syngja í kór um mannvonzku Eystein? Jónssonar. Þetta er sú gamla hern aðarlist, að setja upp reykbombu á iiiidanlialdinu. Mbl. og Vísir vilja leiða athyglina frá skatt- kónginum í Reykjavík og skatt- ránsstefnunni, sem við liann ér kennd. Þess vegna er þessi sam- rænvda rógsherferð gegn Eysteini Jónssyni í íiialdsblöðuiuun. Vafa laust er, að þessi hernaðarnauð syn bæti ekki skapið í Morgun- blaðshöllinni. Höfuðpaurum þar er í rauninni ósárt, þótt Gunnar Thoroddsen eigi bágt. En þeir harka af sér og telja sjálfum sér trú um, að. fleira verði að gera á stundunv en gott þykir. Skárra að Gunnar hangi en íhaldsand- stæðingar taki við. Á þessum þokkalegu hugrenningum byggja þeir svo óhróðursstrið sitt gegu Eysteini Jónssyni. Þögul sölumennska Sölustrákar á Lækjartorgi hrópa stundunv til vegfarenda að það sé frétt í Vísi. í gær voru þeir þögulir. Þeir höfðu leitað. en ekkert fundið. Þeir buðu þynnsta blað á íslandi án .þess að geta mælt með nokkrum sköji uðunv hlut. Gátu ekki einu sinni nefnt afsökuiiarbeiðni fyrir að liafa þurrkað nöfn fjögurra þjóð kunnra Sjálfstæðismanna ut úr stjórnmálasögunni. En Morgun- blaðskálfurinn í Vísi var svo á- kafur að ráðast til atlögu í reyk- bobustríðinu gegn Eysteini Jóiis syni, að liann hélt því fram, að Eysteinn Iiefði verið fjármála- ráðherra í nær 25 ár sanvfleytt. Þar fuku á einu bretti Pétur Magnússon, Jakob Möller, Björn Ólafsson og Jóhann Þ. Jósefsson, en þessir spekingar Stjórnuðn fjármálum Iandsins óslitið á tínva bilinu 1939—1950. Þetta slysalega upphaf rógs- herferðarinnar setti áætlanir úr skorðuin. Seuiiilega liefur Vísir fengið ávítur hjá Bjarha fyrir heinvskuleg skrif. A. m. k. hef- ur þynnkan í Vísi þynnkað síðan. Lægri tala hjá Pétri! Jón á Akri er öðru vísi farið en Vísislegátanum. Jón man sitt fólk og vill halda heiðri þess upp úr llans fjármálauppgjör er miklu einfaldara í sniðum en undan- bragðastíll Mbl. og Vísis. Jón man vel, að þeir Pétur Magnússon og Jóhann Þ. Jósefs- son hafa verið fjárnválaráðhcrr- ar. Hann segir að þeir hafi verið iniklu betri fjármálaráðherrár en Eysteinn og er ekki í vandræð um ineð sömuinargögiún. Jón tek ur heildarútgjöld ríkisins í tíð’ Péturs og svo aftur lieildarút- gjöldin 1957, ber saman tölurn- ar, og segir: Þarna sjáið þið, miklu lægri tala hjá Pétri. Hann er því betvi fjármálaráðherra. Jóni finnst ekki taka því að nefna það í þessum sainanburði, að gerð var gengisfelling á tímabilinu, eða þá það að dýrtíðarstefna Sjálfstaiðisflokksins hafi leikið lausum hala í landinu í mörg ár enn, eftir að Pétur lét af starfi. Ennþá snjallari verður sanvt nvál flutningur Jóns þegar liann fer að bera saman reikninga stofnaua eins og Landsímans fyrf og nú. Þá strikar hann bara út stór- felldar framkvæmdir: bygging- ar símstöðva, uppsetningu sjálf- virkra kerfa, símlagningar í sveit um o. s. frv. aúk þess sem hann sleppir dýrtíðaraukningunni allri. Lægri talan hans Jóhanns Þ. er miklu betri en hærri talan 1957, segir Jón, og þar af íeiðandi var Jóliann niiklu betri fjárinála- maður en Eystcinn. Þetta eru nú rök í lagi. Fyrir hverja er skrifað? Grein Jóns Pálmasonar í Mbl. á laugardagimi er sá dómadags- þvættingur, að maður undrast að það skuli vera þiugmaður, sem skrifar. Jóni er farið að förlast nieira en lítið, Fyrir nokkrunv ár- ur var hann hressari en þetta. En það sýnir ,að fátt er ura (Fr^mhald á 8. síðu).

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.