Tíminn - 01.10.1957, Side 8

Tíminn - 01.10.1957, Side 8
B T f MIN N, þriðjudaginn 1. okíóber 1957 Irar (Framhald af 4. síðu). fáu sálum sem enn eru mælandi á hina fornu tungu, keltnesku. Flóttinn er í algleymingi og mál- ið er óðum að týnast. Frjálsífsróttakeppni milli Norðurl. og Balkanríkjama um næstu feelgi Þrír Islendingar valtlir til keppni — Grein- Kirkjan á móti dansleikjum. — En fólkið sem eftir er, hvern ig unir það hag sínum? — Yfirleitt giftast menn þar seint en eiga mörg börn. Það er' bábilja að flestir írar séu rauð- hærðir, þeir eru þvertámóti dökk-1 hærðir en bláeygir. Cliesterton segir einhversstaðar að írar séu ólmir í stríði en daprir við söng. Skemmtanir þeirra eru fábreytt- ar, stundum kemur úngt fólk sam- an í einhverju íbúðarhúsanna og skemmtir sér við dans. Þá er spil- að á harmoníku eða fiðlu. Það eru sungin írsk lög, þau eru flest með dapurlegum blæ, fjalla um ástar- drauma sem ekki rættust. Annars beitir kirkjan sér gegn þessum dansiböllum og reynir að útrýma þeim. Áður fyrr dönsuðu frar kringum elda sem þeir kynntu á fjöllum uppi eða á gatnamót- um, nú hefir kirkjunni tekizt að uppræta þann sið. Jón Indíafari segir frá slíkum dansi í Reisu- bók sinni. Drykkjuskapur og þjótSlög. Drykkjuskapur er mikill á ír- landi, karlmenn sitja löngum stundum á ölstofum og krám og þjóra óspart. Ég þekkti einn mæt- an mann sem kunni ógrynnin öll af gömlum þjóðlögum og kvæðum og söng laglega. Hann hóf aldrei upp raust sína í söng fyrr en hann hafði drukkið rúmlega 8 lítra af sterku öli. En þá söng hann allt sem hann kunni. Vínkrárnar eru eins og mý á mykjuskán, jafnt í sveitum sem bæjum. Það er aldrei meira en 10 mínútna gangur milli kránna. í einum bæ sem var á stærð við hálfan Hafnarfjörð taldi ég 90 drykkjukrár. Allar þrifust vel og voru þétt setnar. Einu sinni spurði ég hvort margt væri um lausaleikskrakka í byggðinni. Ég fékk það svar að enginn lausaleikskrakki hefði fæðst síðan 1840. Það kom í ljós að elztu menn höfðu ekki spurnir lengra aftur. — Ekki eru þó írar miður nátt úraðir en aðrir menn? — Nei. En kirkjan er þar vold ug og siðavendni mikil. Klerkarnir vaka yfir hverri hreyfingu fólks- ins. Það fér í kirkju á hverjum sunnudegi og hver sem ekki læt- ur sjá sig við messu er sekur um höfuðsynd. Kvölds og morgna kem ur fjölskyldan saman^ og þylur bænir eftir talnabandi. frska kirkj an rekur risavaxið trúboð um heim allan og hefir það reyndar starfað frá því á 8. öld. Kirkjan er nær einráð yfir hugum fólks- ins og ríkir einnig á efnahagssvið- inu. Ungur læknir komst nýlega i ráðherrastól og beitti sér fyrir almannatryggingum, ellistyrk og örorkubótum. Kirkjuhöfðingjar börðust hatramlega á móti þessu og fengu því framgengt að ráð- herrann varð að segja af sér. Err þess ber að geta að kirkjan út- býtir sjálf eftir geðþótta pening- um til nauðstaddra. Þeir töldu ráð ist inn á sitt verksvið. Enn eru sagftar þjóísögur. — Hvað um almenna menntun? — Allir ganga í barnasköla og einstaka stundar framhaldsnám. Um allt frland þar sem ekki er töluð írska er hún skyldunáms- grein í skólum. Stefna stjórnarinn- ar er að koma á írsku jafnfætis ensku. írska er óhemju erfitt og flókið tungumál og fæstir læra hana að nokkru gagni. Því fer mestur tíminn í írskukennslu og enginn tími aflögu til að kenna önnur útlend tungumál en ensku. Af því leiðir að írar eru enn ríg- bundnir menningu hins enskumæl- andi heims, einmitt þeirri menn- ingu sem þeir leitast við að út- rýma úr landi sínu til að koma á stofn sjálfstæðri keltneskri menn- Til vinstri er mynd af sænskum fjórmenningum, sem hlutu silfurverSlaun í róSri, en til hægri er sænska sundkonan Kate Jobson, sem komst í und- anúrslit í 100 m. skriðsundi. Frábær, sænsk bók um Ólympíuleik- ana í Melboume og Cortina Blaðinu barst fyrir nokkru síðan Olympiaboken 1956, en það er sænsk bók um Ólympíuleikana síðustu, bæði vetrar- leikina í Cortina í Ítalíu og sumarleikina í Melbourne í Ástra- líu, auk þess, sem þar er einnig frásögn og myndir frá hestaíþróttum leikanna, sem að þessu sinni fóru fram í Stokk hólmi. — Olympiaboken er í einu orði sagt mjög glæsileg bók — og frá- bært heimildarrit um þessar miklu íþróttahátíðir. — Þar er skýrt frá í orðum og myndum öllum helztu atburðum leikanna — birtar mynd ir af úrslitum í einstökum grein- um og af ýmsum sigurvegurum. Grein Páls Framhald af 5. siðu. um burðinn. Ef þið gerið það, þá farið þið vel með ykkar ær að vori, því alls staðar vonar maður nú að fóðrið verði nóg, þótt enn sé úti mikið af heyjum sums stað- ar á landinu. Af reynslunni eigum við að læra, og bezt fæst hún af eigin raun, eða eigin sjón. En menn sj'á ekki alltaf það sarna, einn tekur eftir því sem annar sér ekki, og því bið ég ykkur að gæta að þessu í haust, þá veit ég að þið lærið af því, og hafið gott af þeim lærdómi. Og svo að síðustu þetta til ykkar bændur góðir: Þið hittið marga félaga ykkar í haust. Spjall- ið þá saman. Fáið að vita hvernig þetta eða hitt hefir gengið hjá þeim og segið þeim hvernig það hefir gengið hjá ykkur. Berið sam- an bækurnar. Af því lærið þið báð- ir, og verðið betri bændur og betri þjóðfélagsþegnar eftir. 23. september 1927. Svíar hafa áður gefið út bækur um Ólympíuleikana í London 1948 j og Helsinki 1952 — en að þessu sinni hafa þeir breytt útgáfunni og gert hana meir norræna. Þann- ig eru t. d. myndir af öllum þátt- takendum Norðurlandaþjóðanna, bæði í Cortína og Melbourne, og skýrt frá árangri þeirra. Bók þessi er því ekki aðeins nauðsynleg Svíum, heldur öllum Norðurlanda búum, sem láta sér þessi mál ein- hverju skipta. — Bókin hefst með frásögn af vetrarleikjunum í Cortína, og tek- ur sá kafli yfir um 70 síður. Þá er grein um leikana í Stokkhólmi, en aðalefni bókarinnar er svo sumarleikarnir í Melbourne.Er þar skýrt frá öllum greinum leik- anna, frjálsíþróttum, sundi, fim- leikum og svo framvegis, og getið um úrslit í þeim öllum. Einnig er greint frá öllum Ólympíumetun- um í hinum ýmsu greinum og hverjir hafa átt þau frá upphafi. Kemur þar fram nafn eins ís- lendings, Vilhjálms Einarssonar, sem átti Ólympíumetið í þrístökki í rúman klukkutíma. — Olympiaboken er 260 blað- síður í stóru broti, og prýða mörg hundruð myndir bókina. Frágang- ur allur og prentun er hinn vand- aðist t. d. eru allar myndir mjög skýrar. Bókina er hægt að panta hér í bókaverzlunum og kostar hún 140 krónur. ingu. Þetta er hörmulegur víta- hringur. — Stendur alþýðumenntun á háu stigi? — Fólk les yfirleitt ekki bækur á írsku því stafsetningin er svo flókin og úrelt að almúginn kýs frekar að lesa á ensku. Sem dæmi um stafsetningu á keltnesku má nefna það að írska nafnið á Dyfl- inni er: Baile Atha Cliath en framhurðurinn er blaklía. Það þýðir borgin við Grindavað. En flestir kunna þjóðsögur og munnmæli sem varðveitzt hafa á vörum alþýðunnar frá örófi alda. Til eru feiknin öll af óskráðum fróðleik, draugasögum, huldufólks sögum og ljóðrænum ástarkvæð- um. Enn í dag syngur alþýðan dap urlega söngva um ástina sem brást og landið sem var svikið. Þannig fórust Helga Guðmunds- syni orð um þessa gömlu frænd- þjóð okkar íslendinga. Örlög þess- arar merku menningarþjóðar eru hörmuleg og vafamál hvort henni takist að endurvekja og varðveita hina fornu menningu. Hún hefir átt við ofurefli að etja þar sem voru erlendir kúgarar og innlend- ir sundrungarmenn. jlj. * A víðavangi (Framhald af 7. síðu). góða drætti hjá Morgunblaðmu í rógsherferðinni gegn Eysteini Jónssyni þegar bjánalegum skrif um af þessu tagi er tyllt upp með stórum fyrirsögnum í blað inu. Greinin öll er móðgun við heilbrigða skynsemi. Hræðslan við útsvarsmálið Ef menn vilja kynnast því, hvernig íhaidinu er raunverulega innanbrjósts núna út af útsvars- málinu, þá skulu þeir leita að greinum um það í Mbl. og Vísi þessa síðustu daga. Það er nefni lega allt í einu allt dottið í dúna logn. Hætt að skrifa uin „árás- ina“ á Reykjavík og annað I þeim dúr. í þess stað er hamast að Eysteini Jónssyni. Með þessari taktik þykist íhaldið heizt geta forðað sér á flóttanum. Mold viðri og blekkingar um önnur efni eiga að fela útsvarsmálið. I Þetta eru ráð Bjarna. Vísiskálf I nrinn fetar dyggilega slóðina. argertS frá FRS: Það eru nokkur ár síðan fyrst var farið að ræða um möguleika á keppni í frjálsum íþróttum milli Balltanríkjanna annars veg- ar og Norðurlanda liins vegar. Þannig var haustið 1955 búiö að ákveða keppnina þá um haustið en pólitískar deiiur á Balkan oliu því, að keppnin féll niður. En viljinn hjá frjálsíþróttasam- böiidum viðkomandi landa var áfram fyrir hendi, og á ráð- stefnu fulltrúa frjálsiþróttasam- banda í Evrópu, er fram fór í Lundúnum í janúar síðast liðn- um var svo samið á ný um keppnina. Er nú endaniega á- kveðið að keppnin fari fram 4. til 6. október n. k. á Panathéne- en leikvanginum í Aþenu, hin- um sama leikvangi og Olympíu- leikarnir fóru fram á 1896. Þrír keppendur frá hvorum aðila keppa í öllum einstaklings- greinum, en þær eru allar lands- keppnisgreinar auk Maraþon- hlaups, og ein sveit frá hvorum aðila í boðhlaupum, en þau eru 4x100 m, 1000 m og 4x400 m. Val Norðurlandaliðsins var framkvæmt í Stokkhólmi 16. sept. s.l. af fulltrúum frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. ís- land taldi sér ekki kleift, bæði fyrir hvað fyrirvari var stuttur og auk þess hve kostnaðarsamt það er, að senda fulltrúa til Stokk- hólms til að taka þátt í þeim fundi. Stjórn F.R.f. símsendi því sínar tillögur til Stokkhólms. Var lögð áherzla á Vilhjálm Einars- son í þrístökki (15,92) og lang- stökki (7,46), Hilmar Þorhjörns- son í 100 m hlaup (10,3) og 200 m hlaup (21,3) og Valbjörn Þor- láksson í stangarstökk (4,40), Pét- ur Rögnvaldsson í 110 m grinda- hlaup (14,6) og Hallgrím Jónsson í kringlukast (52,56). Auk þess var bent á sem mögulega keppend- ur: f kúluvarpi Skúla Thoraren- sen (16,00 m) og Gunnar Huseby (15,95), í kringlukasti Þorstein Löve (51,57 m) og Friðrik Guð- mundsson (50,20). Aðeins 3 af þessum mönnum voru valdir, þeir Vilhjálmur Ein- arsson í þrístökki, Hilmar Þor- björnsson í 100 og 200 m hlaupi og 4x100 m boöhlaupi Og Val- björn Þorláksson í stangarstökki. Stjórn •Frjálsíþróttasambands fs- lands telur, að í þessu efni hafi ísland verið hlunnfarið og hefir þegar mótmælt þessu, sérstaklega gagnvart 110 m grindahlaupinu og kringlukastinu og kúluvarpinu. Samtals voru valdir 56 keppend ur í Norðurlandaliðið og skiptast þeir þannig: 24 Finnar, 18 Svíar, 10 Norðmenn, 3 fslendingar og einn Dani. Auk þess verður 9 manna fararsíjórn — 3 frá Sví- þjóð, 3 frá Finnlandi, 2 frá Nor- egi og einn frá íslandi — einn læknir, 3 þjálfarar og einn nudd- ari. Samtals eru þetta um 70 menn. Þess skal getið, til þess að ekki valdi misskilningi, að áður en lið Norðurlanda var valið, hafði verið ákveðið af hinum Norð urlöndunum að einn íslendingur skyldi vera í fararstjórninni án nokkurra skuldbindinga um hvort nokkur íslenzkur keppandi yxði valinn eða ekki. Þriðjudaginn 1. okt. mun Norð- urlandaliðið fara með flugvél frá Norðurlöndum til Aþenu. En fs- lendingarnir, að undanskildum Vil hjálmi Einarssyni, sem staddur er í Finnlandi, munu fara til Kaup- mannahafnar 30. septemher og sameinast þar liðinu. Frá Aþenu er svo ráðgert að fara sömu leið til baka heim þann 7. eða 8. okt. Balkanríkin kosta ferðir liðsins frá Stokkhólmi til Aþenu og til baka og uppihald í Aþenu, en ferðir innan Norðurlandanna verða Norðurlöndin að greiða sjálf. Balkanríkin hafa nú þegar valið lið sitt og er það skipa'ð 17 Júgó- slöfum, 12 Búlgörum; 12 Rúmen- um og 10 Grikkjum, eða samtals 51 keppandi á móti 56 keppend- um frá Norðurlöndum. ranBBiminimimmiiminmummminmmmminmmimnmimmmiiiiiimmimmiimiimDiæBí! = Hafnarfjörður Hafnarf jörður = Opnum í dag nýja bóka- og ritfangaverzlun í STRANDGÖTU 39 Sími 5-00-45. Oíiveró 3 £2 I BOKABUÐ einó i niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimmiiiiiiiimiimiiinimmmmmmi <iiiiiiiiiii!iiiitiiiiiiiuiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!i!iiiii!iiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiip.i(m 1 1 I Námsflokkar Reykjavíkur | 1 SíSasti innritunardagur er í dag (þriðjudag). Innritað 1 I er kl. 5—7 og 8—9 síðd. í Miðbæjarskólanum, gengið I | inn um norðurdyr. Námsgreinar: íslenzka, enska, danska, 1 | þýzka, franska, spænska (esperanto og e. t. v. fleiri 1 1 tungumál verða kennd, ef þátttaka er nægileg), reikn- 1 I ingur, bókfærsla, vélritun, föndur, kjólasaumur, barna- | 1 fatasaumur, sniðteikning, útsaumur, upplestur, sálar- | 1 fræði. Byrjendaflokkar og framhaldsflokkar í öllum bók- g 1 legum greinum. Nýir framhaldsflokkar í íslenzku og I | flatarmálsfræði fyrir gagnfræðinga. Talæfingar í ensku | | og dönsku í efstu flokkunum. Hver námsgrein kennd 3 | | kennslustundir á viku. Kennt er á kvöldin kl. 7,45— | 1 10,20. | i Nánari upplýsingar við innritun. g jiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuuiiiiiiiuiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiil RAFMYNDIR hf. Lindarg. 9A Sími 10295 llllllllllillllllllllllllllllllllllllllllliiuillllliuilllllllllllllllllllllllllllllllliu'jlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllll

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.