Tíminn - 01.10.1957, Page 12

Tíminn - 01.10.1957, Page 12
TeBriB: Saðvestan gola, dálítil rigning. Hitinn W. 18. Beykjavík 9 stig, Akureyai 13, London 8, París 10. Þriðjudag'ur, 1. okt. 1957. Mikið tjón af eldsvoða í Siglufirðl á sunnudaginn Notageymsla síldarverksmiíja ríkisins brann tii ösku meÖ 27 sildarnótum Frá fréttaritara Tímans í Siglufirði. Á sunnudaginn varð mikið tjón af eldsvoða í Siglufirði. Brann þá til kaldra kola nótageymsla síldarverksmiðja ríkis- Ins. Brunnu þar 25 síldarnætur og er tjónið metið á milljónir króna. Nótageymsla verksmiðjanna er stór bygging með steyptum veggjum, járnklæddu þaki og timburlofti. Á loftinu var mikið geymslurúm og þar voru næt- urnar geymdar eftir að búið var að þurrka þær í aðalsalnum niðri en það var gert með aflmiklum rafmagnsblásara. Þegar húsið brann á sunnudag, voru geymd- ar þar 25 síldarnætur, reknet og sitthvað af öðrum veiðarfærum og útgerðarvörum. Hver síldar- nót er talin um og yfir 100 þús. króna virði og sést á því, að hér hefir orðið gífurlegt tjón, því að húsið brann með öllu, sem í því var. Eldurinn hefir sennilega kvikn- að með skjótum hætti, enda síldar næturnar og önnur veiðarfæri eld- fimt. Vissi fólk ekki fyrr um eld- inn en eldsúlan stóð upp úr þaki hússins á fimmta tímanum á sunnu daginn. Slökkviliðið var strax kallað og vann það vasklega að slökkvistörf-1 um, en erfitt var um vik, því að skömmu eftir að eldsins varð vart, féll þakið,^ svo fljótt magnaðist eldurinn. Á áttunda tímanum mátti heita að allt væri þarna brunnið, sem brunnið gat. Mikil hætta var á ferðum í sambandi við eldinn, þar sem ein af helztu síldarverksmiðjunum stendur rétt lijá nótageymslunni. Tókst að verja byggingar verk-' smiðjunnar og olíugeymi með því að dæla látlaust á bygging- arnar, en logn var og' bjargaði það miklu. Enginn maður .var í húsinu, þeg ar eldsins varð vart og' ókunnugt er um eldsupptök. Ekki er talið óiíklegt að kviknað hafi í út frá rafmagni. Bandaríkin skora íast á Sovétríkin að fallast á samkomulag um afvopnun .j Annars standi bau brennimerkt sem ríki er stefni aíf íieimsyfirráðism með hervaldi ' NTB-New York, 30. sept. — Henry Cabot Lodge beindi í dag sterkum tilmælum til Sovétstjórnarinnar, að fallast á til- lögur vesturveldanna í afvopnunarmálum sem fyrsta skref að víðtækari aðgerðum í þessu mesta vandamáli mannkynsins. Ef Sovétríkin gerðu þetta ekki, hlytu þau að standa brenni- merkt frammi fyrir alheimi sem ríki, er stefndi að því að ná íaeimsyfirráðum með hervaldi. Lodge kom með áskorun sína á fundi í afvopnunarnefnd allsherj arþingsins, er umræða fór fram í dag um afvopnunarmálin. •Neydd til að vígbúast. Lodge sagði, að ef Sovétríkin ekki fengjust til þess að fallast á að hætta að auka hirgðir sínar af kjarnorkuvopnum, þá ættu vestur veldin og aðrar friðelskandi þjóð ir heims ekki neins annars úr- kosta, en einbeita öllum kröftum sínum að því að mæta hættunni. Annað væri ekki verjandi. Það væri nú á valdi Sovétríkjanna, að segja heiminum, hverju hann mætti búast við. Reiðubúnir að slaka enn til. Lodge rakti nokkuð gang máls- ins á fundi undirnefndar S. þ. í London sem stóðu samfleytt í 5 mánuði. Taldi hann, að vesturveld in hefðu þar sýnt einlægan vilja til samkomulags og stöðugt kom ið með nýja tillögur, sem gengju í átt til samkomulags við fyrri til lögur Rússa. Þetta hefði reynzt á- rangurslaust, þar eð Sovétríkin hefðu jafnóðum lagt nýjar hindr anir á veginn. Vesturveldin krefð (Pramliald á 2. síðu). Fjárílutningum nær lokið í Dala- hólfið og sunnanverða Strandasýslu i Lungu úr fullor^nu fé rannsökuS í sláturhús- I um, en hvergi orftið vart mæÖiveikieinkenna Nú er að mestu lokið fjárflutningum í hólf það í Dalasýslu og Strandasýslu, sem fjárlaust var s. 1. ár eftir niðurskurð. Verða um 12 þús. fjár flutt í þetta hólf, og er þá ekkert fjár- skiptasvæði á landinu fjárlaust. Féð er flutt í fjóra hreppa í Ðalasýslu og Bæjarhrepp og Óspakseyrarhrepp í Strandasýslu. IJm 7 þús. fjár er flutt sjóleiðis, og er það fé vestan úr fjörðum og Djúpi. Hafa fjárskipin sett féð á land í Skarðsstöð og Hjallanesi. Hafa þeir flutningar gengið sæmi- lega, þótt fyrstu þrjú skipin fengju íllt veður. Munu nokkur lömb hafa drepizt í þeim ferðum. 5—6 þús. lömb eru flutt á bíluih úr Barðastrandarsýslu og Reykjar- firði. Fer það fé aðallega í Bæjar- hrepp og Óspakseyrarhrepp, en einnig í Dalasýslu. Eru þeir flutn- ingar vel á veg komnir. Loks er ráðgert að kaupa og flytja á þetla svæði um 2 þús. lömh úr Laxárdal og Hvammssveit en þau kaup eru ekki hafin enn og ekki vitað, hvort allt það fé verður keypt. Hvergi vart við mæðiveiki. Rannsókn fer fram á fjárskipta- svæðunum á lung'um úr öllu full- orðnu fé, sem slátrað er, en hvergi hefir komið upp grunur um mæði- veiki, að því er Sæmundur Frið- riksson tjáði blaðinu í gær. Friðrik Ólafsson heilum vinning á nndan stórmeisturunum Flokksþing brezkra jafnaSarmanna Verstu efnahagsörðugleikar, sem að Bretlandi hafa steðjað síðastl. 40 ár - Bretland aíf vería algerlega háí V-Þýzka- landi og Bandaríkjunum segir Wilson NTB-Brighton, 30. sept. — Flokksþing brezkra jafnaðar- manna hófst í Brighton í dag. Formaður flokksins frú Hergi- son setti þingið með yfirlitsræðu og réðst grimmilega á rikis- stjórn Macmillans. Aðalgagnrýnin kom þó frá Harold Wifcon, sem fjallaði um efnahagsmálin. Sagði hann, að ríkisstjórnin væri að gera Bretland að hjáríki Bandaríkjanna og Vestur- Þýzkalands. Á þinginu eru mættir 1500 full trúar. Þingið er haldið í yfirbyggð um sal, sem annars er notaður til skautaleikja. Var aðeins þunnt bráðabirgðaþil, sem skyldi fundar- salinn frá svellinu. Mættu því flest ir fundarmenn í vetrarfrökkum og voru með þykka hanzka á hönd- um. Stjórnin á að fara. Meginkrafa þingsins er sú, að íhaldsflokkurinn láti þegar í stað fara fram þiugrof og nýjar kosn- ingar. Var samþykkt ályktun í þá átt. Samþykkt var ályktun, sem lýsti algeru yflntrausti á stefnu stjórnarinnar í efnahagsmálum og þá einkum forvaxahækkun þá, er gerð var fyrir skömmu. Wilsom sagði, að stjórnin stefndi vísvit- andi að því að draga úr íramleiðsl unni og gera allt efnahagslíi Eret- lands háð bandarísku og þýzkn fjár magni. Mann sagði, að ríkisstjóm Mac niillans liefði leitt yfir Bretland þau mestu efnaliagsvandræcfi, er yfir landið hefðu duuið s. 1. 40 ár. Stefnau væri fáluKHMb og hikandi, en það sem húu aæði væri hún fjandsamleg bagsmun um fólksins. Helzta úrræðdð gegu verðbólgu væri að hennar 4»mi að draga svo xir fjárfestiagw og framleiðslu að af hlytist stórfellt atvinnuleysi. (Framhald á 2. sfðu). Friðrik Olafsson sigraði á stórmóíi taflfélagsins Benkö og Arinhjörn geríju jafntefli í síSustu umferSinni eftir 90 leiki Síðasta umferð á Stórmóti Taflfélags Reykjavíkur var tefld á sunnudaginn. Úrslit fengust í öllum skákunum, nema einni milli Benkö og Arinbjarnar. Friðrík og Pilnik gerðu jafntefli í sinni skák, og valt því á miklu um efsta sætið hvernig skák Benkö og Arinbjarnar færi. Mykle-málið dæmt eftir 10 daga NTB—Oslo, 30. sept. í ðag lauk réttarhöldunum yfir Agnar Mykle og Harald Grieg bókaútgef anda, sem dregnir hafa verið fyr ir lög og dóin á þeim forsenðum að bók Mykle Sangen onx deu röde Rubinen sé klámfengui og ósiðleg'. Sækjandi og verjendur fluttu lokaorð og' eiulurtóku fyrri rök sín. Dómari lýsti síðan yfir að réttarhöldunum væri lokið og yrði málið tekið til dóms. Mætti vænta niðurstöðu eftir 10 til 12 claga. I-Iefði Ungverjanum tekizt að sigra, þá hefði hann náð sömu vinn ingatölu og Friðrik. Benkö, sem hafði hvítt, lagði mikið kapp á að vinna Arinbjörn. Á sunnudags- kvöld var skákinni haldið áfram, og fór þá enn í bið eftir 68 leiki. Staðan var mjög jafnteflisleg, en Benkö vildi ekki sætta sig við jafn tefli, og settust þeir því enn við skákina í gær. Enn allt kom fyrir ekki. Arinbjörn varðist vel, og þegar skákin var orðin 90 leikir, gafst Benkö upp við að tefla leng- ur, og sömdu keppenclurnir þá jafn tefli. Úrslit í mótinu iirðu því þau, að Friðrik Ólafsson bar sig'ur úr býtmn, hlaut 8‘/2 vinning. Má liik laust telja þetta með mestu sigr um Friðriks við skákborðið, og færir liann nær stórmeistaratign inni, enda urðu stórmeistararnir tveir í mótinu að sætta sig við að hljóta einum vinning minna en Friðrik. Næstur Friðrik varð hinn skemmtilegi, ungverski skákmaður Benkö með 8 vinn- inga. Piinik og Stáhlberg lilutii 7 '/2 vinning, og skipta því með sér þriðju og fjórðu verðlaunum í mótinu. Fimmti varð Guðmund itr Pálmason með 6 ',í> vinning. Þá eru verðlaunamennirnir upp taldir. í sjötta sæti varð Ingi R. Jóhannsson með C vinninga. í sjöunda og áttunda sæti Guðm. S. Guðmundsson og Ingavr Ás- mundsson með 5 vinninga. Ní- undi Arinbjörn Guðmiiiidssoii með 3 \Li vinning. í 10.—11. sæti voru Björn Jóhaimesson og Guð mundur Ágústsson með 3 vinn- inga og' tólfti Guiinar Gunnarsson með V/2 vinning. Mótslit og verðlaunaafhending fór fram í Tjarnarkaffi í gær- kvöldi. Víðtækar boranir og leit að vatni í Eyjum ber ekki árangur BúiÖ aÖ bora fjórar stórar holur niÖur á alit aÖ 70 m dýpi, en ekkert finnst nema saltvatn Frá fréttaritara Tímans í Vestmannaeyjum. í Vestmannaeyjum hefir. í sumar verið borað mikið eftir vatni, en skortur á uppsprettuvatni hefir alltaf verið tilfkin- anlegur í Eyjum og fólk orðið svo til eingöngu að notast við rigningarvatn, sem safnað er af húsþökum. Boraðar hafa verið fjórar holur, sumar allt að 70 metra djúpar, en niðurstaða hefir ekki orðið já- kvæð af þessum tilraunum enn sem komið er. Það er jarðborana- deild ríkisins, sem annast þessar framkvæmdir fyrir Vestmannaey- inga. Er venjulega borað niður ú dýpi móts við sjávarmál og hefir þá alls slaðar komið í Ijós til þessa, að þar er vatnið salt. Ilöfðu nokkra von um að vatn myndi finnast Veldur Jietta Vestmanneying- um nokkrum vonbrigðum, þar sem þeir bjuggust við að svipað gæti ntt sér stað með vatn lijá þeim og á Reykjanesi, að rign- ingavatnið safnaðist ínilli jarð- lag'a og' þar væri hægt að ganga að því með borunum. Þetta virð- ist ekki vera svo í Eyjiun al- mennt, en eftir er að kanna jarð vegimi víðar nieð boruuum. Rigningavatniö, sem eyjabúar safna af húsþökum og nota svo til cingöngu sem ncyzluvatn, er aldrei gott og oft alger skortur á því, þegar um langvarandi þurrka cr að ræða. Verður þá stundum að sækja vatn til lands og fólk þá að kaupa vatnið dýr- um dómum. Fiskvinnslan orðin vatnsfrek. Eina uppsprettulindin í Eyjum er í Herjólfsdal og' er þangað sótt talsvert af vatni, einkum til notk- unar við fiskverkun, en hún er vatnsfrek í frystihúsunum eins og' (Framliald á 2. síðu). Alít rólegt í Little Rock NTB—Little Rock, 30. sept. Allt var rólegt í bænum Little Rock í dag. Negrabörnin níu sóttu gagn fræöaskólann undir vernd her- manna svo sem þau hafa gert síð ast liðna viku. Raunar hafa þeir tekið byssustingina af byssunum. Inn í skólanum eru þó stöðugt nokkrir hermenn á verði með kylf ur að vopni. Seinna í vikunni ræð ir Eisenhower forseti við fimm fylkisstjóra og frá Suðurríkúunúm um kynþáttavandamálið og sam- skóla hvítra og þeldölckra barna þar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.