Tíminn - 02.10.1957, Side 4
4
T í MIN N, miðvikudaginn 2. október 1&57,
Óvanalegur krankleiki - Þrjár undir
samaskinni - Ákkur fyrir sálfræð-
inga - Ahrifarík kvikmynd - Ný leik-
kona - Leysti af á Broadway - John-
son kemur í leikhúsið - Þér eruð ráðin
Eftir Gunnar Leistikow
GROÐUR OG GARÐAR
INGOLFUR DAVIÐSSON
LitbrigSi haustsins
Fyrir nokkrum árum var
vakin athygli á óvanalegu
sjúkdómstilfelli í bandarísk-
um blöðum. Það mun vera
sjaldgæft, að skapgerð
manna klofni þannig, að þeifj
komi fram til skiptis sem ó-
líkir einstaklingar með ólík-1
ar tilhneigingar, ólík áhuga-
mál og venjur án þess að
hvor hinna tveggja persónu-
gerfinga hafi hugmynd um
tilveru hins.
Sjúklingurinn sem var lífsþreytt
og útslitin húsmóðir, hagaði sér^
stundum eins og glettin og létt-'
lynd stúlka og hugsaði þá aðeins
um veizluhöld, klæðnað og daður,
en síðar breyttist skapgerð henn-
ar og kom hún þá fram sem al-
varleg og hugsandi, en innst inni
raunverulega hamingjusöm kona.
Þessar þrjár skapgerðir, sem til
að byrja með voru óvitandi hver
um aðra, fóru nú að uppgötva
sína þreföldu tilveru og berjast
innbyrðis og gera hver annarri
ýmsar skráveifur. Þessi þrílclofn-
ingur var auðvitað hinn mesti akk-
ur fyrir sálfræðinga, því þar komu
fram hinar þrjár hliðar sálarlífs-
ins, sem Freud talar um, skýrt af-
markaðar hver frá annarri. En
fyrir fjölskyldu konunnar olli
þetta hinum mestu erfiðleikum.
Litla dóttir hennar ætlaði varla
að þekkja mömmu sína, þegar
hún birtist í sínu léttúðuga gerfi
og hljóp í burtu full örvæntingar.
Læknarnir áttu í brösum með að
fullvissa hinn einfalda mann kon-
Joanne Woodward: Þrjár undir sama skinni.
Joanne meS bókina ,The Thre
Face of Eve"
unnar um, að framkoma hennar
væri ekki tómur leikur og að hún
væri alvarlega veik.
Þessi krankleiki konunnar var
ekki aðeins einstæður sem slíkur.
Hann var ekki síður einstætt sig-
urtákn fyrir nútíma sálarfræði.
Læknunum heppnaðist nefnilega
að veita konunni bata. Það gerðist
þannig, að bæði hin þunglynda og
óstýriláta skapmynd hurfu og eft-
ir varð hin heilbrigða móðir og
eiginkona.
Ný leikkona
Læknar konunnar hafa ritað bók
um þetta tilfelli og 20th Century-
Fox hefir nú látið gera kvikmynd
eftir sögunni.
Kvikmyndin, „The Three Faces
of Eve“, hefir enn ekki verið
frumsýnd meðan þessar línur eru'
ritaðar, en hefir verið sýnd blaða-!
mönnum. Myndin er mjög áhrifa-|
rík og 'saga sjúklingsins rakin
greinilega. Þótt hún sé framleidd
og sviðsett af þekktum kvikmynda
tökustjóra, Nunnally Johnson, er
hún eins og aðrar myndir sömu
tegundar nökkuð gölluð, vegna
þess hve erfitt er að samræma
slikt efni hálfs annars tíma sýn-
ingu í kvikmyndahúsi. Samt sem
áður verður myndin að teljast á-
hrifarík.
Leikurinn í myndinni hvílir svo
að segja allur á einni og sömu
manneskju. Það er ung og til
þessa óþekkt leikkona, sem fer
með hlutverk sjúklingsins og sýn-
ir hinar þrjár aðskiljanlegu skap-
gerðir.
Stórkostlegt er að sjá, þegar
Joanne Woodward, til þessa óá-
sjáleg, þreytt og veikluð húsmóðir
stendur upp og breytist í ástleitið
og tælandi stúlkubarn; ellegar
þegar hún tekur á sig reisn og
virðuleika hinnar þroskuðu konu.
Klofnun skapgerðar, minnisleysi
og annað af því tagi hefir áður
verið tekið til meðferðar á tjald-
inu. En það hefir gerzt með
skreyitlist, grímum og öðrum með- (
ulum eins og t. d. í hinni sígildu |
„Dr. Jekyll og Mr. Hyde“. Þar er
klofnunin gerð sýnileg á táknræn-
an hátt. Joanne Woodward notar
ekki svo mikið sem varalit. Við
sjáum hina óhamíngjusömu móð-,
ur grafa andlitið í höndum sér.
Augnabliki síðar, án þess að
myndatakan liafi verið stöðvuð og
án þess að hárgreiðslu- og snyrti-
dömur hafi gripið inn í, sýnir
hún allt aðra veru, sem lyftir and-
litinu úr höndum sér. Svipbrigðin
eru önnur, röddin og limaburður-
inn frábrugðinn. Jafnvel kjóllinn,
sem hékk eins og poki utan á hús-|
móðurinni verður eins og falleg
umgjörð utan um hið tælandi
stúlkubarn. Leikurinn virðist
byggður á næstum óhugnanlegum
innlifunarhæfileikum.
Leysti af á Broadv/ay
Vert er að geta þess, hvernig
Nunally Johnson fann þessa ó-
þekktu stjörnu. Joanne varð ekki
óbarin biskup. Varla er of djúpt
tekið í árina að segja, að hún
hafi fæðst inn á leiksviðið. Þriggja
ára kom hún fyrst fram á leik-
sviði. Meðan hún gekk í skóla var
hún handviss um, að hún vildi
gerast leikkona. Hún gekk í leik-
listarskóla í New York og lauk
þar almennu leiknámi. Hún kom
fram í sjónvarpi áður en hún fékk
starfa við leikhús og lék þá stund-
um á móti Gregory Peck og Rob-
ert Montgomery.
— ii —iuii'i" iwmi i b—
Þegar Joanne barst til eyrna,
að óskað væri eftir leikkonu til
að leysa af í hlutverkum systr-
anna tveggja, hinnar friðu og hinn
ar ófríðu, í lejkritinu ,,Picnic“
eftir William Inges, sem flutt var
á Broadway við mikla aðsókn,
gekk hún fyrjr leikstjórann, Josh
Logan, í tilheyrandi búningi og
Ias hlutverk systurinnar ófríðu.
„Ágætt!“ hrópaði Logan. „Ef
þér væruð nú bara svólítið flott-
ari ... Við þurfum á leikkonu að
halda, sem getur leyst af í báð-
um hlutverkum".
En Joanne varð ekki rekin á
stampinn. Hún losaði um hárið,
klæddi sig úr jakkanum og lapp-
aði svolítið upp á snyrtinguna og
var þá tilbúin að lesa hitt hlut-
verkið.
„Fyrirtak“! hrópaði Logan hrif-
inn. „Og nú lítið þér fjandakornið
vel út. Þér eruð ráðin.“
Joanne hafði heppnina með sér.
Báðar leikkonurnar sem hún leysti
af vorú einatt fjarverandi og lék
hún bæði hlutverkin fimmtíu sinn-
um. Einn leikstjóranna, sem sá
Joanne í báðum hlutverkum var
Nunally Johnson. Það var einmitt
um það leyti sem hann var á hnot
skóg eftir leikkonu til að taka að
sér hlutverk hinnar geðbiluðu hús
móður. Þegar hann hafði séð Jo-
anne leika bæði hlutverkin var
hann ekki lengur í vafa.
Allir þekkja íífuna Ihvitu. Þegar
líður á sumarið roðna blöð henn-
ar og kallast rauðbreyskingur eða
ihringabrok. Þau fara snemma í
(haustbúninginn. Núna í septem-
berlok skarta tré og runnar í haust
litum sínum. Reyniberin eru orðin
ifagurrauð og girnileg fyrir skóg-
aiþrestina og ágæt í aldinmauk fyr
ir mannfólkið. En meðan þau voru
að þroskast voru þau ósjáleg og
fæstir tóku eftir þeim. Lyngbrekk
ur og skóglendi er nú furðu lit-
skrúðugt. Ber mikið á rauðum, |
torúnum og gulum litum. í görðun-|
um eru rósalauf og reyniviðarblöð
víða orðin rauð og brún — og víði-
lauf gulnað. Lauf bjarkanna gul-
brún, flekkótt og rauð, ribsið gul-
grænt, sigurskúfurinn blóðrauður,
Jivönnin fölhvit og ’hin stóru blöð.
Alaska-asparinnar gulbleik og víða
-með svarta jaðra. Innanum standa
tré með algrænu laufi. Valda því
jarðvegsskilyrði, éburður o. fl. Þaðj
er blindur maour, sem ekki undr-!
ast fegurð haustlitanna. „Aftan-
sunna þegar þýð um þúsundlitan
skógi‘nn“, kvað Steingrímur Thor-j
steinsson. — Grasblettir og móari
taka líka litaskiptum með haust-j
inu. Sérhver árstíð á sinn fegurð-
arljðma.
Náttúran hefir „hamskipti“ á
'haustin. Grænu litirnir dofna, lauf-
vindarnir blása. En fyrir lauffallið,
skrýðist skógurinn og lyngið rauð-
um, gulum og brúnum litum. Það
er lauffallshátíð trjánna. Hvað
veldur? Laufið springur ú>t á vor-
in, fagurgrænt og frísklegt. Það
gegnir hlutverki sínu að vinna kol-
e/fii úr loftinu allt sumarið. Þá er
jafnvægi í lí'fsstarfseminni. En þeg
ar liður að hausti, og laufið tekur
að eldast, verður breyting á. Nær-
ingarstarfsemin minnkar, mikilvæg
efni flytjast úr laufinu, án þess að
jafnmikið sé unnið eða byggt upp
í staðinn; haustlitirnir koma í Ijós.
Venjulega ber mikið á rauðu haust
litunum, áður en hinir gulu láta
að sér kveða. Ekki myndast samt
rauðu litarefnin í laufi allra trjáa,
en allt lauf gulnar. Blaðlitirnir
teljast til þriggja aðalflokka. Blað-
grænan veldur hinum venjv.Iegu
grænu litum, en í henni eru einn-
ig tvö gul litarefni Xantofyl og
kahótín. XantOfyl er líka í ýmsum
gulum blómum, t. d. páskalíljum,
en karótín einkum í gulrótum.
Þgssi þrjú lilarefni leysast ekki
upp í vatni. En rauð litarefni. upp
leysanleg í vatni, eru í sumum
plöntum, t. d. í rauðrófum. Sá
efnaflokkur kallast anthocvaner og
stendur í sambandi við mikinn syk
ur í frumunum. Bláberjalyn.s verð
ur einnig stundum rautt og rytju-
legt vegna sveppaskemmda. Brún-
ir haustlitir eru algengir. En ekki
veldur þeim neitt litareíni, heldur
orsakast þeir af efnabreytingum í
dauðu laufi. Þetta er sams konar
breyting og þegar sundurskorin
kartafla eða epli dökknar vegna á-
hrifa súrefnis loftsins. Oft eiga
mörg litarefni þátt í litbrigðum
laufsins á haustin. Haustlitirnir
eru háðir flutningi mikilvægra
ðfna frá laufinu.' Efnagreipingar
sýna, að þatta byrjar venjulega á
(Framh3ld á 8. síðu).
Reyniviður og reyniber.
Aðalfundur Verzlunarráðs íslands
haldinn í síðastl. viku.
Aðalfundur Verzlunarráðs ís-
lands var haldinn í húsakynnum
ráðsins í Reykjavík dagana 26. og
27. þ. m. f upphafi fundarins
minntist Gunnar Guðjónsson, for-
maður ráðsins, kaupsýslumanna,
er látizt höfðu frá því að síðasti
aðalfundur var haldinn, og vott-
uðu fundarmenn hinum látnu virð-
ingu sína með því að rísa úr sæt-
um.
Fundarstjórar voru kosnir þeir
Árni Árnason og Hjörtur Ifjartar-
son. Fundarritari var Sveinn Finns
son.
Formaður ráðsins, Gunnar Guð-
jónsson, flutti ræðu um efnahags-
mál þjóðarinnar.
Þorvarður J. Júlíusson, fram-
kvæmdastjóri ráðsins, flutti
skýrslu um störf stjórnar ráðsins
á starfsárinu.
Ýmsar nefndir störfuðu á fund-
inum, m. a. viðskipta- og verðlags-
málanefnd og nokkrar ályktanir
voru gerðar.
KOSNINGAR. ^
Stjórn V. í. skipa nú eftirtaldir
menn. Tilnefndir af félögum;
Stefán Thorarensen, ísleifur Jóns-
son, Gunnar Ásgeirsson, Júlíus
Björnsson, Hans R. Þórðarson, Páll
Þorgeirsson, Gunnar Guðjónsson,
Egill Guttormsson, Björn Hall-
grímsson og Gunnar Friðriksson.
Kosnir; Hallgrímur Fr. Hall-
grímsson, Þorvaldur Guðmundsson,
Othar Ellingsen, Magnús J. Brynj-
(Framhald á 9. síðu).
Alaskaosp að hausti.
I/ > .1. ðf ...Lií'Iv Þ fl . . .. . .....
Haustlitir í gulvíði og bjarkarlaufi.