Tíminn - 06.10.1957, Síða 9

Tíminn - 06.10.1957, Síða 9
TÍMINN, sunnudaginn 6. október 1957. SAGA EFTIR ARTHUR OMRE - — Annars hefi ég nóg að fást við fyrst nm sinn. — Ég vil hafa næði háifs mánaðar tíma. Skilurðu það. — Auðvitað. Þú gerir það nú alls ekki sláninn þinn. — Heyrðu, þú skilur yfirleitt ekki nokkurn skapaðan hiut. Hvað segirðu Hummer, skil ég ekkert? Uh-humm. Komdu snöggv- ast hérna yfir. Á eftir vil ég hafa frið í hálfan mánuð. Ég er niðursokkinn í áríðandi rit störf. Hættu þessu brosi — þú mátt trúa hverju sem þú villt. Ég segi þér að ég ætla að skrifa. Hummarinn hljóp hálf boginn gegn um skógarlndinn á undan Bárði, sneri sér við og horfði hvasst á hann og hljóp upp tröppurnar. í einkastofu Hummarans, sem tók yfir helminginn af lofthæð hússins, var bjarnar felldur á gólfinu. Þegar Bárður var smástrák ur hafði hann orðið hræddur við bjarnarfeldinn, skriðiö upp í rúmið og starað út í myrkrið eftir ísbirninum, með 1 rautt ginið og hvassar víg- tennur. Hummarinn hafði sjálfur skotið björninn. Einasta veggskrautið í stof unni var nokkurskonar vopna safn, spjót, kylfa og hnífar, fest með leðurhnökum í vegg fóðrið, kringum lítið málverk af ungri dökkhærðri stúlku með bros á vör. Á stóra tígla góffinu voru ekki önnur hús gögn en svart skrifborð, stóll með rauðri skinnsetu og tveir hægindastólar, einnig með rauðu leðri sinn hvoru meg in við lágt borð. Hummárinn geymdi bækur sínar, eða réttara sagt faldi þær í hillum í veggnum. Óg með því að gler var ekki í hurðunum og þær með sams konar veggfóöri og stofan, gat óknnugur varla grunað að hann ætti eina einustu bók. Þeir voru ekki margir, sem stigu fæti inn í hið hreinlega herbergi Hummarans. Tím- um saman, jafnvel upp að m.isseri kom þar ekki einn einasti maður, jafnvel ekki kona hans. Humarinn mælti: — Fáðu þer ?•»*-.!. Bárðpr. Viltu vind il’ Taktu svo annan til pabba bíns. Honum þykja þeir góðir. Hann opnaði skáp, tók flösku og glas, sem stóð við hlið Englandssögunnar. Viltu nú ekki. Bárður. taka bréf og koma bví á pósthúsið snemma í fvrramálið? Eg er að senda mínum fína syni hans góðu konu og efnilegu börnum hið árieea heimboð mitt. Láttu það nú ekki skitna. Bárður skvggndist í bóka- safnimi meðan Hnmmarinn skrifaði bréfið. Ein bókin nefndist: Ásthyggia menn- inearinnar og náttúra, lítil bók, gömul í brúnni kápu. — Fvrsti kafli. Eðli konunnar. Hummarinn lakkaði bréfið og skotraði augunum til Bárð ar og bókarinnar. Hann mælti í spaugsömum tón og strauk kollinn. O, ho, mannleg nátt úra. Góð bók en þurr', engar skrípamyndir né falskar myndir. Ástalíf menntaðra manna er skemmt með skammsýnum áminningum, hræðslu og fölskum hugmynd um. — Fölsk menning. — Gaktu nú ekki með bréfið í vasanum í mánuð. En — þó ætla ég að trúa þér fyrir því, að þú gerir mér greiöa með því aö láta bréfið liggja. Einn góðan veðurdag verð- ur þú nú skotinn. Hu — Ég ætla að gefa þér gott ráð. Vertu ekki með neitt víl eða hugargrufl. Allt hefir sína pistla í lífinu. Maður verður að gera sem minnst úr slíku, og láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Taktu bókina með þér og hipjaðu þig svo. Bárður situr á steingirðing- unni og les af áhuga, en þó vonsvikinn. — Ástin er skýrð fræðilega, tilfinningalaust, 1 ástarhugurinn sem nokkurs- konar gabb náttúrunnar með mannshugann. Hann les litlu bókina í striklotu, og stingur henni síðan í bakvasann. jHann labbar niður á bryggju og út. með sjónum, fram hjá húsinu hans Kumren, og vel málaða húsinu hennar Sáeter ljósmóður. Anna dóttir henn- ar er ein að leika krokket við suðurhlið hússins. Hún kemur hlaupandi, há vexti og mjaðmasver, með bylgjandi brjóst undir ljósblárri blússu. Hún er stórskorin og frekn- ótt í andliti. Óvenju þroskaleg stúlka, sextán eða seytján ára. Bárður hefir lengi þekkt hana. — Bárður, hrópar hún hárri röddu, — gengurðu í vinnufötum. — Ég draslaði nokkrum drumbum úr flæðarmálinu, segir hann hálf gremjulega. Hann ætlaði sér að ráfa þarna einn. ' — Hamingjan góða, en hvað þú ert orðin stór. Þú ert sjálf ur langur sláni. — Vertu nú ekki svona önugur. Ég geng spölkorn með þér. Þau löbbuöu saman góðan spöl. — Það er svo heillandi að ganga í nýsprottnu gras- inu í skógrajaðrinum. Hún slær út höndunum og lætur dæluna ganga. Hann snýr við hjá eyrinni, en nemur staðar stundarkorn og horfir á stein húsið hans Hagen. Það er byggt úr allskonar steinum þarna úr flæðarmálinu. Milli steinaraðanna eru breiðar kalkrandir. Steinarnir eru hol ir innan til þess að varna I raka. Hagen hefir byggt hús- ið einn að mestu. ! —Við skulum setjast, segir hún, og settist í grasið. Hún teygir fram hendurnar og heldur um pilsfaldinn neðan | við hnén. — Seztu, segir hún ' aftur. — Þú ert utan við þig. Hann sezt við hliö hennar, , horfir yfir sjóinn og lætur hana tala. — Sýnist þér ég vera stór, og ólagleg? — Langt frá. Þú ert hressi- leg og myndarleg stúlka. Það veiztu vel. I-íún grípur um handlegg hans stórum höndum og þrýst ir fast. — Ég veit vel að þú segir þetta ekki í einlægni. Skilurðu það, segir hún í á- nægjutón. — Settu fæturna aftur fyrir hnakkann. Sýndu mér að þú getir það. Bárður slengdi fótunum aftur fyrir höfuðið. — Flónið þitt, tautar hann. Hann hefir þekkt Önnu Sæter, og getur spjallað við hana á sama hátt og Öddu Steinnes eða Bertu á Steini. Þetta eru einustu stúlkurn ar, sem hann þekkir vel og honum finnst að þær gætu eins vel verið systur sínar. Hún situr stundarkorn þög ul við hlið hans. Þau horfa yfir vatnið í rökkrinu, og hann blístrar lágt „stúlkuröddina“. Skyndilega segir hún nokkuö andstutt: — Hér er að verða kalt, og hún sprettur á fætur, gengur nokkur skref á undan honum. Svo lætur hún aftur dæluna ganga við Bárð. Bárður tók af sér skóna í stofunni og gekk hljóðlega upp í kvistherbergið. Hann horfir á myndina yfir rúm- inu með hálf opnum augum. Hún stígur fram í liugskoti hans, og hann heyrir hljóm- mikla rödd hennar. Það er gengið hægt með húshliðinni og lágt samtal heyrist milli manns og konu. Hurðin niðri er opnuð og lokuð með varúð. Hann heyrir þetta hálfsof- andi, og um morguninn held ur hann að sig hafi dreymt það. Hann steinsefur. Skógar ilmur og blómangan úr garð inum streymir inn um opinn gluggann á mildri maínáttúr- unni. IV. Báröur hefur fyrjr venju að setja vekjarann á hálf fjögur, þegar hann ætlar á sjó að morgni. En nú hafði hann ver ið hálftíma lengur á ferli en venjulega og vaknaði við hávaðann í vekjaranum klukk an fjögur. Hann rétti letilega úr sér með hendur undir hnakkanum. í rauninní lang- aði hann til að blunda leng- ur, sofa út, en honum fannst þó, sem hann þyrfti að vakna til nytsamra starfa. Hann var nokkuð þungur í hugsun eftir fáa stunda svefn. Hann hafði lokið við lexíuna og í'ært inn í bók eins og ti lstóð. Það fannst honum þægileg tilhugs un. Hann mundi nú ekki eftir neinu mótdrægu. Allt var í lagi. — Sakarías Dal hafði að vísu ekki hlúð eftir honum við gluggann hjá Berntsen, en það var ekki til að fárast yfir. Augun hvíldu á myndinni af Margréti og hann brosti. Já, teikningin stóð sig og það j af nvel í morgunbirtunni. Hann raulaði smálag og stökk fram úr rúminu. Vitanlega Helgi V. Ólafsson — fslend- ingurinn 1957 — er 20 ára gamalt, þróttmikið ung- menni. Hann hefir æft Atl- as-kerfið, og með því gert líkama sinn stæltan og heil- brigðan. ATLAS-KERFIÐ þarfnast engra áhalda. Næg- ur æfingatími er 10—15 mínútur á dag. Sendum Kerfið, hvert á land sem er, gegn póstkröfu. ATLASÚTGÁFAN, pósthólf 1115, Reykjavík. ■ ■■■■■ ■ ■■■■■■■■ W.V UII!llllllllll!lllllllllUIIIIIII!limillii!lllllll!!l!l!llillllllllllill!illllll!l!ll!llillliIIIII!lllll!IIUIj|IIIillll!llllilllilllllUB E • = | Kvennadeild Slysavarnaféíagsins | | í Reykjavík | 1 heldur fund, mánud. 7. okt. kl. 8,30 í SjálfstæSishúsinu. I 1 Til skemmtunar: 5 Kvikmyndasýning — Dans | Fjölmennið. 1 | Stjórnin § iiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiininmiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiina^ jraiBmmiiiiiimiimiiKmimnmiimmmimmmmiiimMmmmiiiiimmmiimmmimmmiiuiuiuiiiiuiiy | JÓH&NN BRIEM | I MÁLVERKASÝNING I = s 1 í Þjóðminjasafninu (Bogasalnum). I Opin daglega kl. 13,00—22.00. limiiinmmmmmmimuiimmmmmimiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiituiiiiimiiiiiiiiiimiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiinJi uiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiuimuiuiuiuiiuiui

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.