Tíminn - 11.10.1957, Page 4

Tíminn - 11.10.1957, Page 4
4 T f MIN N, föstudaginn 11. október 1957, Sú japanska stingur niður löppinni. — Það er á nýju baðhúsi í Tokyo, þar sem ská eygðar stúlkur hjálpa karl- mönnum í baði og hreinlega troða á búk þeirra með fót- unum. Menn standa á önd- inni í fimm mínútur eða leng ur meðan stúlkurnar þvæla á þeim bakhlutann frá hnakka og niður á þjóin. Er þetta tókn þess að konur Japans hafi brotið hlekkina og haf ist til jafnræðis við karlmenn? j i Landar þeirra erlendis reka upp BaSiS er fuii heitt fyrir Evrópumenn, en Japanir vilja hafa það svona. — stór augu, er þeir heyra um slík fyrirbrigði þar eystra. Lagður í bleyti Ástralskur blaðamaður, Peter Campell, heimsótti baðhúsið á dögunum til að komast að raun um hvernig fótumtroðinn karlmað ur tæki sig út við fætur japanskra baðkvenna. Og honum fannst það hreint ekki svo bölvað. Verðið? Um 14 emerísk sent og innifalið fyrir fulla þjónustu. I baðhúsinu, sem hann heim- sótti voru, hreinlætistæki af nýj ustu gerð og amerískur krómblær á flestum hlutum. Fjórar stúlkur buðu honum inngöngu af mikilli kurteisi og biðu meðan hann tíndi af sér spjarirnar. Eftir að hann hafði þvegið sér lögðu þær hann í heitt vatnsbleyti ojg lögðu hann síðan á bekk, þar sem þrek vaxinn unglingskvenmaður tróð á honum hrygginn. Þetta, auk þess að draga úr fitu, styrkir maga vöðvana og örvar blóðrásina. Ðaprasfa hlutskiptið „Ég var eins og klasi af vín- ( berjum, sem er troðinn á upp' skeruhátíð", sagði Peter. En ég var líka allt annar maður.“ Og svo var það verðið. Baðið j kostar 64.000 japönsk yen. Eiga þessar baðvenjur eftir að verða fastur liður í daglegu lífi manna, sem árum saman tröðkuðu á rétti konunnar? Japanskar konur hafa öðlast margvísleg réttindi á síðari árum. Þar á meða atkvæðisrétt, rétt til hjónaskilnaðar, sambærilega fræðslu og aðgang að margvísleg- um störfum svo sem lögreglu stjórn, bifreiðaakstri og jafnvel dómstólum. Japanskt máltæki segir: „Dapr- asta hlutskiptið er að vera kona.11- En nú eru þær ekki alveg eins vissar um það. Skósmiðir yiija fá Fjórar skáeygðar tátur hreinsa neglur á höndum og fótum, greiða og pússa baðgestinn, þegar hann kemur upp úr. leður frá Englandi og Kanada Á ársþingi Landssambands skó- smiða, sem haldið var 28. f. m„ voru auk venjulegra þingstarfa, tekin til umræðu ýmis vandamál stéttarinnar, meðal annars erfið- leika á gjaldeyrisyfirfærslu á hvers konar efni ti lskóviðgerðar, sérstaklega fhá þeim þjóðum sem leðurkaupmenn hafa fengið bestar vörur, eins og til dæmis sólaleður frá Englandi og Kanada, en það hefir reynst betra og ódýrara í notkun en sólaleður, sem fáanlegt er frá öðrum þjóðum. Skósmiðir leggja því mikla á- herzlu á að halda þessum viðskipt- um, eins og fram kemur í eftirfar- andi samþykkt. „Þrátt fyrir margra ára við- skiptaörðugleika hafa undanfarn ar ríkisstjórnir séð sér fært að leyfa leðurkaupmönnum að flytja inn sólaleður frá þeim löndum, sem vér Iiöfum fengið það bezt og ódýrast. Á þessu hafa nú á síðustu mánuðum orðið nokkrar hömlur, sem vér leyfum oss að fara fram á, að háttvirt ríkisstjórn sjái sér fært að bæta úr, með því að leyfa innflutning á sólaleðri frá Eng- landi og Kanada.“ Samþykkt með samhljóða at- kvæðum. Stjórn Landssambandsins var endurkosin, en hana skipa Þórar- inn Magnússon, form., Páll Jör- undsson ritari og Kjartan Jensson gjaldkeri. Menn standa á öndinni í fimm mínútur eða lengur meðan stúlkurnar þvæla á þeim bakhlutann frá hnakka og niður á þjóin. Studia Islaediea Ritgerðasafnið Studia Islandica eða íslenzk fræði er gefið út af heimspekideild (háskólans. Nýiega kom út 16. hefti safnsins, og er það ritgerð eftir dr. Richard Beck prófessor í Grand Forks. Fjallar. ritgerðin um skáidið Jón Þorláksson, Icelandic Transia- tor of Pope and Milton". Segir þar fyrst frá ævi séra Jóns, en að öðru leyti er fjallað um þýðingar hans á verkum íslenzkra stórskálda, og loks um áhrif þau, er þær þýðing- ar hafa haft á samtímamenn og seinni tíma skáld. í formála skýrir höfundurinn frá því, að ritgerðin sé unnin úr doktorsritgerð hans, en þó með allmiklum breytingum. Nokkrir kaflar úr ritgerðinni hafa áður verið birtir í tímaritum, en meg- inhluti hennar, kaflinn um þýðing una á Paradísamissi, hefir aldrei fyrr komið fyrir almenningssjónir á prenti. Námssíyrkir tií guðfræðináms Alkirkjuráðið (World Council of Ohuréhes) mun eins og að und- anförnu, veita guðfræðingum ó- keypis n'ámsdvöl við erlenda há- skóla háskólaárið 1958—59. Styrk- ir þessir eru ætlaðir guðfræðing- um, er lokið hafa háskólaprófi í guðfræði eða a. m. k. stundað nám í guðfræði 2—3 ár, og ætla sér að búa sig undir sérstakt kirkjulegt starf eða stunda framhaldsnám í ákveðinni grein guðfræðinnar. Um sækjendur mega helzt ekki vera eldri en- 30 ára. Umsóknir skulu hafa borizt skrifstofu Alkirkju- ráðsins í Genf fyrir 1. j.m, 1. febr. eða 1. marz 1958, eftir því í hvaða landi menn óska að dveljast. Nán ari upplýsingar um skilyrði fyrir því að hljóta styrkinn og umsókn- areyðublöð er hægt að fá hjá for- seta Guðfræðideildar Háskólans, Birni Magnússyni prófessor. Danskur íþróttalýðskóli hefir ; boðið tveimur íslenzkum piltum ; til ókeypis námsdvalar í vetur. IPiltarnir þurfa ekkert að greiða Inema fargjöld fram og aftur, aub ' þass sem þeir verða að sjá sér jfyrir vasapeningum sjálfir. Skól- ! inn hefst 3. nóvember næstkom- ! andi. Þeir sem hug hafa á að 'Sinna þessu kostaboði geta fengið 1 frökari upplýsingar í síma 1224Q eftir kl. 8 síðdegis. Nýr yiðskiptasamn- ingur við Tékka Hinn 1. október var undirritað- ur í Prag nýr viðskiptasamningur milli íslands og Tékkóslóvakíu. Samninginn undirrituðu formenn íslenzku og tékknesku samninga- nefndanna, þeir Þórhallur Ásgeirs son og Frantisek Schlegl. Gildir samningurinn í þrjú ár, til 31. ág. 1960. en vörulistar, sem jafnframt var samið um, gilda í eitt ár, frá 1. september 1957 til 31. ágúst 1958. Samningurinn er svo til sam- hljóða viðskiptasamningi þeim, er gerður var árið 1954, til þriggja ára, og rann út 31. ágús’t 1957. —. Vörulistarnir eru einnig lítið breyttir frá því sem áður var, og er gert ráð fyrir því, að andvirði viðskiptanna verði svipað því, sem verið hefur á síðasta ári. I safningnum er gert ráð fyrir sölu til Tékkóslóvakíu á frystum fiskflökum. frystri og saltaðri síld, fiskimjöli, lýsi, ull og niðursoðn- um fiskafurðum. Á móti þessu er gert ráð fyrir, að íslendingar kaupi frá Tékkóslóvakíu ýmsar vörutegundir, svo sem vefnaðar- vörur, skófatnað, pappírsvörur, gler og glervörur, asbestvörur. bús áhöld, vélar og tæki, miðstöðvar- ofna, bifreiðar, hjólbarða, járn og i stál, rafmagnsvörur o.fl.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.