Tíminn - 11.10.1957, Qupperneq 6
a
T í M I N N, föstudaginn 11. októöer 1957.
Útgefandli framtkiitrfleM!«rl»»
Bltstjórnr: Haukur Snorrason, Þórarin* Mrariiwssa <f®t
Skrifstofur í Edduhúsinu vlG LlnfUrsSts
Símar: 18300, 18301, 18302, 18301, ÍHM,
(ritstjórn og blaðamenn).
Auglýsingasími 19523, aígrelSslttsliR? ÍSSSÍ
PrentsmiBjan EÐDA h£
Fyrsta og stærsta mál þingsins
ALÞINGI er nú sezt á
rökstóla, og íór þingsetning
fram í gær með hátíðlegum
hætti aö vanda. Á fundi
þingsins í gær var frumvarp
til fjárlaga 1958 lagt fram,
og er fyrsta mál þingsins.
Hefur svo jafnan verið síð-
an Eysteinn Jónsson tók við
fjármálastjórn á ný, að frum
varp til fjárlaga er lagt fram
á réttum tima og er van-
ræksla á þeirri skyldu liðin
saga. Um leið og fjárlaga-
frumvarpið er lagt fram, fá
þingmenn að gJíma við þá
staðreynd, að efnahagsmál-
in eru stærsta vandamál
þjóðarinnar á yfirstandandi
tíma. Hefur svo verið um
allmörg ár, og viðfangsefn-
in þó sízt orðiö auðveldari
með tám,anum. Afleiðingar
verðbólgustefnunnar eru
þungar í skauti, og frá þeim
verður ekki flúið. Þær segja
til sín í gjörvöllu efnahags-
og fjármálakerfi þjóðarinn-
ar, og þær ganga ljósum log-
um um dálka fjárlaganna á
hverju ári, og er svo enn í
því frumvarpi, sem nú er
lagt fram. í frumvarpinu
kemur nú töluJega fram
það, sem fjármálaráðherra
hafði áður skýrt frá opin-
berlega, sem sé, að tekjur
ríkissjóðs hafa brugðizt á
þessu ári, og er ekki hægt
að gera ráð fyrir sömu tekju
öflun á næsta ári og er í
gildandi fjárlögum. Heildar-
útgjöid fara hins vegar enn
vaxandi og niðurstaðan því
óumflýjanlega greiðsluhalli á
fjárlagafrumvarpinu eins og
það liggur fyrir í dag, áður
en Alþingi og ríkisstjórn
hafa ákveðiö, hverja leið
skuli fara til að mæta þess-
um vanda.
HEILDARTEKJUR á
frumvarpinu eru nú áætlað-
ar 31 millj, krónum lægri en
gildandi fjárlögum, og er þá
stuðzt við reynsluna í ár og
útlit um fjáröflun í rikissjóð
að óbreyttum aðstæðum. Út
gjöiclin hækka hins vegar um
41,5 millj. kr. og nemur sú
hækkun um 5%. Um helm-
ingur af þessari hækkun, eða
röskar 20 milljónir, er auk-
in fjárveiting til niður-
greiðslu á vöruverði, sem rík-
ið verður að taka á sig ef
dýrtíðaraldan á ekki að
skella með fullum þunga á
framleiðslunni. Er fróðlegt
að athuga í þessu sambandi,
að við þessar aðstæður hef-
ur stjórnarandstaðan í land
inu reynt að stofna til kaup-
gjaldsbaráttu og verkfalla.
Hinn helmingur hækkunar-
innar er á mörgum Jiðum, og
að Iangsamlega mestu leyti
er þar um lögboðnar greiðsl-
ur að ræða, og vegna vísi-
töluhækkunar. Nemur siðast
talda hækkunin 8—9 millj.
króna, en meðal annarra
liða er hækkun til kennslu-
mála um 9 millj. kr. og til
tryggingamála um 5 millj.
Þótt fjárveiting til fjár-
festingar sé lækkuð frá gild
andi fjárlögum, verður heild
arútkoman samt sú, að
greiðsluhalli er rösklega 70
millj. kr., og þó raunverulega
meiri, ef með er reiknuð sú
hækkun landbúnaðaraf-
urða, sem við blasir nú i
haust; þama liggur því á
borði alþingismanna hið erf-
iðasta vandamál, enn ein
áminning um afleiðingar
verðbólgustefnunnar á liðn-
um árum, og staðfesting á
því, að það er engin auðveld
leið til út úr vandræðunum,
og er sérstaklega bent á þá
staðreynd í athugasemdum
þeim, er fylgja frv.
RÍKISSTJÓRNIN hefur
samráð við stuðningsflokka
sína um þessi vandamál.
Hún hefur ekki talið sér fært
að ákveða, hvaða ráðum
skuli beitt án náins sam-
starfs við þingflokka þá, er
hana styðja, og hefur ekki
verið aðstaða til að njóta
þess fyrr en nú, er þing er
komiö saman. Hins vegar er
skylt, samkvæmt sjórnar-
skrá ríkisins, að leggja fram
fjárlagafrumvarpið í upp-
hafi Alþingis. Meðan aðgerð
ir í efnahagsmálunum eru í
deiglunni, verða menn því aö
sætta sig við þá staðreynd
fjármálallfsins, að eins og
sakir standa er fjárlaga-
frumvarpið með miklum
greiðsluhalla, sem verður að
jafna áður en að lögum verð
ur, um leið og leyst er úr
þeim vandamálum frarn-
leiðslu og afkomu, sem endur
speglast í tölum fjárlaga-
frumvarpsins í dag.
EFNAHAGSVANDAMÁL-
IN eru þannig í senn fyrsta
og stærsta mál Alþingis á
komandi dögum. Og þá um
leið helzta mál þjóðarinn-
ar allrár. Fjárlagafrumvarp
ið er í nokkrum skilniJigí
skýrsla um það, hvernig okk
ur hefur vegnað í viðureign
inni við dýrtíðina, og hver
er afleiðing skemmdarstarf
semi, sem þar hefur verlð
unnin og er sjálfskaparvítl.
Það er svo um leið úttekt á
því, hvað aflabrestur og aðr-
ir utanaðkomandi erfiðleik-
.ar kosta. í átökunum um
skiptingu þjóðarteknarma
fær enginn eitthvað fyrir
ekkert, þá upp er gert. —
Aukinn skilningur á þeirri
staðrejmd mun greiða veg
heilbrigðrar lausnar, og
fyrirbyggja, að óábyrgum
dýrtíðarbröskurum haldist
uppi að hafa helztu hags-
munamál þjóðarinnar að
leiksoppi á komandi árum.
Atvinnugrein „á hvoIíi“
í MORGUNBLAÐINU réttan kjöl“. í þéssu felst
birtist í fyrradag ritstjórnar j auðvitað sú skoðun höfund-
hugleiðing um þá aðgerð, að i ar, að þessi atvinnugrein hafi
koma sjávarútveginum „á Iverið á hvolfi, er núverandí
ERLENT YFIRLIT:
Rauða tun
Eykur vígbúnaðarkapphlaupið eÖa dregur það úr því?
New York, 7. okt.
Það verður tæpast annað sagt
en að Bandaríkjainenn hafi yfir-
leitt íekið karhnannlega fréttun-
um um rauða tunglið, en svo
nefna margir russneska gervi-
tunglið, er hringsólar nn um-
hverfis jörðina.
Blöðin viðurkenna undantekn-
ingarlítið, að Rússar hafi hér ekki
aðeins unnið mikinn tæknilegan
sigur, heldur jafnframt pólitískan
sigur og Bandaríkjamenn hafi hér
orðið fyrir mildu áfalli á báðum
þessum sviðum. Aðeins af hálfu
blaðafulltrúans í Hvíta húsinu og
nokkurra ákafra fylgismanna
stjórnarinnar var í fyrstu reynt að
gera heldur lítið úr þessu afreki
Rússa, en segja má að þær raddir
séu nú alveg þagnaðar. Það ber
einnig minna og minna á því, sem
nokkuð bar á fyrst um sinn, að
þýzkum vísindamönnum sé eignað-
ur að verulegu leyti þessi sigur
Rússa, heldur fylgja biöðin nú yfir-
leitt í þá slóð, sem „New York
Times“ varð einna fyrst til að
marka, að bera hrós á rússneska
vísindamenn og nefna þvi til sönn-
unar nöfn ýmsra rússneskra vís-
indamanna, sem hafa skarað fram
úr fyrr á tímum. Yfirleitt vara
blöðin líka við því að vanmeta
getu rússneskra visindamanna.
HJÁ ÞVÍ hefir náttúrlega ekki
farið, að rauða tunglið hefir vakið
nokkurn ugg í Bandaríkjunum.
Það virðist benda mjög til þess,
að Rússar séu komnir fram úr
Bandaríkjamönnum á því sviði víg-
búnaðarins, sem nú er talið einna
þýðingarmest — framleiðslu lang-
fleygra flugskeyta eða eldskeyta,
er geta flutt með sér kjarnorku-
vopn. Ólíklegt er talið, að Rússar
hefðu getað komið tungli sínu af
stað, ef þvi hefði ekki verið hleypt
af stokkunum með eldskeyti, er vel
ætti að geta flutt vetnissprengju
heimsálfanna á milli. Spurningin er
því vart um það, hvort Rússar ráði
'yfir slíkurn skeytum, heldur hitt,
hvort þeir hafi jafnframt náð þeim
árangri að geta ráðið ferð slíkra
skeyta, svo að þau geti hæft til-
skilið mark. Jafnvel þótt svo væri
ekki, bendir gervitunglið til, að
Rússar séu komnir fram úr Banda-
ríkjamönnum í flugskeytagerð.
Það er og talið geta haft mikla
! hernaðarlega þýðingu, ef Rússar
eru komnir svo langt í framleiðslu
jjgervitungla, að þeir geti notað þau
til njósna, t. d. við myndatökur af
hemaðarlega þýðingarmiklum stöð
um, eða til að stjórna ferðum flug-
skeyta. Iívortlveggja er talið mögu-
legt. Spurningin er aðeins sú, hvort
Rússar séu komnir svo langt á veg.
EÐLILEGA IIEFIR rauða tungl-
ið vakið verulega gagnrýni í garð
Bandaríkjastjórnar. Vafalaust
hefði þessi gagnrýni þó orðið miklu
sterkari, ef kosningar hefðu staðið
fyrir dyrum. Ef rauða tunglið hefði
komið til sögunnar fyrir réttu ári
síðan eða mánuði fyrir forsetakosn-
ríkisstjórn tók við forsjá
hennar úr hendi Ólafs Thors.
Það var líka eitt helzta verk
efni stjórnarinnar á fyrstu
starfsmánuðum hennar, að
vinna þarna björgunarstarf,
koma flotanum á miðin og
fjárhag útgerðarinnar aftur
„á réttan kjöl“.
Kannske má vænta þess,
að Mbl. hafi nú komizt á þá
skoðun, að það hafi verið
eitt hið mesta öfugmæli sam
tímans, er það' hélt því fram,
að núverandi síjórn hefði
tekið við „blómlegu búi“. —
í blómlegum búskap þarf
ekki að erfiða við að koma
atvinnuvegunum á réttan
kjöl. „Á hvolfi“ er hins veg-
ar allgóð lýsing á sjávarút-
vegsmálastjórn og dýrtíðar-
pólitík Sjálfstæðisflokksins.
Fer3 rauóa manans umbverfis jörö-
ina í 900 km. hæð.
ingarnar 1956, hefði þ3ð áreiðan-
lega mjög spillt kosningaaðstöðu
Eisenhowers.
Gagnrýnin á Eisenhower og
stjórn hans virðist einkum beinast
að þessum atriðum:
Stjórnin hefir ekki fylgzt nægi-
lega vel með og oft gert of lítið
úr getu Rússa á sv^ði flugskeyt-
anna. Upplýsingaþjónusta hennar
hefir þvi annað hvort verið í ólagi
eða stjórnin sjálf verið of andvara-
laus. Seinast kom þetta greinilega
fram í lok ágústmánaðar, þegar
Rússar tilkynntu, að þeir hefðu
reynt langfleygt flugskeyti með
góðum árangri. Bæði Eisenhower
og Dulles reyndu þá að gera lítið
úr þessu og töldu tilkynningu
Rússa byggjast meira á áróðri en
raunveruleika.
Stjórnin hefir Jagt svo mikla
áherzlu á tekjuhallalausan ríkis-
rekstur, að hún hefir dregið of mik-
ið úr framlögunum til vígbúnaðar,
Republikanar deildu mjög á skuida
söfnun ríkissjóðs í 6tjórnartíð
demokrata og hafa reynt að standa
við loforð sín um að reyna að draga
úr henni síðan Eisenhower kom til
valda. Þetta hefir liaft í för með
sér niðurskurð til vígbúnaðarins,
ekki sízt á framlögum til ýmsra
rannsókna og tilrauna. Margir sér-
fræðingar hakla þvi fram, að
amerískt gervitungl væri orðin
staðreynd fyrir nokkru, ef nægi-
legt fjármagn hefði fengizt til
þess.
Loks er svo þvi borið við, að
stjórnin búi illa að þeim sérfræð-
ingum, sem vinna í þjónustu henn-
ar. „New York Herald Tribune“
minnist m. a. á það i þessu sam-
bandi, að margir sérfræðingar í
þjónustu stjórnarinnar hafi orðið
fyrir ómaklegum árásum af völd-
um McCarthyista á sínum tíma, án
þess að stjórnin hafi nokkuð reynt
ui þess að retta hlut þeirra. Önnúr
jblöð benda á, að einkafyrirtæki
I greiði sérfræðingum hærri laun
'en ríkisstjórnin og sækist þeir því
eðlilega í þjónustu þeirra. Þá er
nijög bent á, að sérfræðingar séu
mesta sérréttindastéttin í Sovétríkj
j AUGLJOST ER, að demokratar
ætla mjög a'ð nota þessi mál til
árásar gegn stjórninni. Margir
forustumenn þeirra hafa þegar
, kennt stjórninni um, að Bandarik-
i in hafi hér dregizt aftur úr Sovét-
iríkjunum. í þessum efnum hefir
I kveðið einna mest að Symington
’ öldungadeildarmanni frá Missouri,
en hann hefir verið um skeið helzti
leiðtogi demokrata á sviði hermál-
anna. Symington hefir oft áður
bcitt sér gegn niðurskurði á fram-
lögum til hermálanna og hefir einn
ig haldið því fram, að Rússar væru
komnir lengra en Bandaríkj'amenn
í framleiðslu flugskeyta. Hann
stendur hér því vel að vigi til þess
að gagnrýna stjórnina. Stefna hans
hsfir verið sú, að Bandaríkin ættu
að leggja megináhcrzlu á að hafa
sinn eigin her öflugan, en sinnp
þá heldur 'minna um herstöðvar í
öðrum löndum eða hernaðarlega
aðstoð við ríkisstjórnir, sem gætu
reynzt veikar í scssi. Fyrst og síð-
ast byggist friðurinn á því, að
Bandaríkin hafi öflugan her, er sé
betur búinn nýtízku vopnum en
nokkur her annar.
Margt bendir til þess, að rauða
tunglið verði til þess að gefa þess-
ari stefnu Symingtons byr í seglin
og Bandaríkjaþing verði nú örlát-
ari á framlög til vígbúnaðarins en
undanfarin ár. Sú stefna. virðist
nú líkleg til að fá fylgi almennings
í Bandaríkjuunm, að ékkert verði
sparað til að ná Rússum og helzt
að fara fram úr þeim í framleiðslu
eldskeyta og gervitungla. Vafalítið
tekst það líka. Reynslan hefir a. m.
k. sýnt það oft áður, að Bandaríkja-
menn eru fljótir að ná settu marki,
þegar þeir einbeita sér að ein-
hverju á iðnaðarsviðinu.
NOKKUÐ hefir verið rætt um
það, hvaða áhrif rauða tunglið
muni hafa á afvopnunarmálin.
Margir tala nú á þá leið, að það
ætti frekar að hvetja til þess að
saman drægi í afvopnunarmálun-
um en til hins gagnstæða.
Amerísku blöðin virðast þó óttast
(Framhald á 8. síðu.)
Gulu regnkápurnar.
REGNKÁPURNAR í búðarglugg-
anum eru alla vega.litar, rauðar,
bláar, dökkar, ljósar, en engin
gul. Þær eru ætlaðar fyrir börn,
og eru sjálfsagt hinar vönduð-
ustu flíkur; engin efar nauðsyn
regnfatnaðar á strönd Faxafióa.
- En útstillingin í búðarglugganum
rifjar upp atvik í fjarlægri, er-
lendri borg. Hópur skólabarna
bíður þess að komast yfir fjöl-
farna umferöagötu. Til leiðsögu
eru ungir drengir, sem haf i ver
ið þjálfaðir sérstaklega til að
hjálpa skólasystkinum í umferð
inni, og starfa í samvinnu við
lögreglu borgarinnar. Þetta er
athyglisvert fyrrikomulag. En
vegfaranda verður starsýnt á þá
staðrejmd, að þessi stóri hópur
skólabarna er þannig klæddur, að
hvert barn er í ljósgulri regn-
kápu og með ljósgulan regnhatt.
Frumástæðan var vitaskuld, að
dumbungsveður og rigningar-
hraglandi var á. En var þetta ein
kennisbúningur? Eða hvernig
stóð á því að öll börnin voru í
gulum flíkum, sem virtust alveg
eins að gerð og sniði?
Öryggi skólabarna.
HEIMAMAÐUR leysir greiðlega
úr spurningunni. Þetta er gert
til öryggis skólabörnum. Skýrslur
sýna, að börn verða mjög fyrir
barðinu á umferðinni, og slys eru
allt of tið. Skýrslur sýna líka,
að börn á ieiö í skóla, og þó
einkum á leið heim úr skóla, eft
ir strangan dag, voru" í mestri
hættu. Margt var gert til að
reyna að barta ástandið, eitt af
því eru gulu regnkápurnar. í
þessari borg er þetta skyldufatn
aður skólabarna. Guli liturinn
sést langar leiðir, bifreiðastjórar
eiga að geta áttað sig á þvx í
tíma, að þar fer hópur skóla-
barna yfir strætið. Þetta er svona
alls staðar hér í þessu héraði,
sagði heimamaðurinn og vegfa.-
andi hugsaði með sér, að þetta
væri skynsamJeg aðgerð, og gæti
verið til eftirbreytni.
Væri gula tízkan ekki gagnleg?
EN ATVIKIN gleymast svo í önn
dagsins, að þetta litla tilvik skaut
ekki upp kollinum aftur fyrr eu
nú á dögunum, er ég var að virða
fyrir mér marglitu regnkápurnar
í búðarglugganum. Þær eru sjálf
sagt góðar flikur, ett mundi gu!a
tízkan ekki góð tízka hér í borg
inni og i öðrum kaupstöðum, þár
sem börn þurfa að sækja skóla —
smábarnaskóla, almenna barna-
skóla — yfir umferðargötur? —
Vel má hugleiða þetta meðan um
ferðarvikan stendur enn yfir.
•—Frpsti.