Tíminn - 11.10.1957, Page 8
TÍMINN, föstudaginn 11. október 1957,
Bindíndisfélag ökumanna
ÁsbjÖrn Stefánsson
UmferÖarvikan
HjóheiÖar
Hjólreiðamenn eiga sama réit og
aðrir ökumenn - en hvað veldur.... ?
„Hjólreiðastrákar eiga að
haga sér eins og aðrir ölcu-
menn, þá geta þeir með rökum
gert kröfu til að njóta sama
réttar.“
Þetta, eða eitthvað þessu líkt
sagði ég við yngri drenginn
minn í hitteðfyrra, þegar hann
kom skælandi heim, með brákað
hjól, og sagði að bíll hefði
„svínað á sér“, brotið á sér að-
albrautarrétt og nærri verið bú-
inn að drepa sig. „En manstu
nokkuð, hvernig þú hagaðir þér
í fyrra á Kirkjugarðsstígnum",
bætti ég við. „Það var ekki þér
að þakka að þú slappst vel þá“.
„Já, það er nú satt, pabbi, en
ég hefi heldur aldrei síðan ekið
einstefnubraut öfugt.“ „Gerir
það vonaandi aldrei framar“,
sagði ég.
Nú er ekki því að neita, að
sennilega velflestir fullorðnir
hjólreiðamenn og vitanlega
mörg börn og unglingar hlýða
sæmilega umferðarreglum.Samt
er einmitt skorturinn á þessu
ógæfa mikils fjölda af hjól-
reiðaunglingum. Þeir skeyta yf
irleitt ekki um umferðarreglur
og skapa sér með því það við-
horf fjölda ökumanna, að það
sé heldur ekki beitandi reglum
við þá. Það opinbera hefir einn
ig lítt eða ekki búið í hag-
inn fyrir hjólreiðamenn. Bílarn
ir hafa sínar akbrautir, fót
gangandi fólk sínar gangsté'ct-
ir, en hjólreiðamönnum er vís
að út á vinstri vegarbrún, út
í lausa mölina, sem vegheflarn
ir hrúga þar upp.
í bæjunum sýnist þeim ekk-
ert pláss ætlað. Þeir eru í hættu
fyrir bílunum, alls staðar í
hættu. Manni liggur við að
skilja þá, þegar þeir bregða sér
stundum yfir á hægri vegar-
brún. Og í bæjunum er sem
sagt ekki litið á þá sem full-
gilda ökumenn. Og það versta
er, að þeir gera það heldur ekki
sjálfir. Manni liggur við að
vorkenna krökku.num, en þeir
eiga líka sjálfir sök á mörgu
og miklu.
Það þarf nú víst ekki að
vænta þess að það opinbera sjái
hjólreiðamönnum fyrir sérstök
um akbrautum fyrst um sinn
a. m. k. Eina ráðið fyrir þá,
sem gæti dugað, er að -fara
sjálfir eftir settum umferðar
reglum. Þá skulu þéir sjá að
ekki líður á löngu þar til aðrir
ökumenn fara að virða rétt
þeirra. Þeir eiga sama rétt og
bílarnir, en þeir eiga heldur
ekki meiri rétt, eða allan þann
rétt sem þeim dettur í hug að
taka sér í það og það sinnið. En
þetta virðast þeir margir halda
sem sakir standa.
Þeir fyrirlíta umferðarmerki
jafnvel umferðarljós, glanna
fyrir horn, hjóla öfugu megin
eða á miðjum vegi, gefa ekki
stefnumerki, aka ljóslaust,
hanga aftan í bílum, tvímenna,
æfa hjólhestasvig á aðalöku-
brautum og gera margir hverj
ir allan fjárann, sem þeim dett-
ur í hug.
Þetta dugir ekki, góðu börn.
Þið verðið ekki meiri menn fyr
ir þetta, heldur minni. Og svo
er nú slysahættan. Þið eigið
ekki nema eitt líf og eina
heilsu.
Þið eigið, góðu hjólreiða-
börn, að ávinna ykkur virðingu
annarra ökumanna. Því marki
náið þið aðeins með því móti
_að_ hlýða umferðarreglunum.
Fyrst og fremst er nú þetta:
1. Akið vinstra megin.
2. Gefið merki, er þið ætlið
að beygja, með því að rétta
hönd til hliðar. Ef þið ætlið
að stanza, þá gefið merki
með því að rétta hönd beint
upp.
3. Takið litla (krappa) vinstri
beygju en stóra hægri beygju.
Gerið þetta alltaf, líka þó að
þið séuð ein á vegi, þá venj
ist þið á það.
4. Lærið að þekkja umferðar
merkin og hlýðið þeim.
Hljfjið umferðarljósunum
og lögreglunni. Hún er vin
ur ykkar og verndari, en ekki
óvinur.
Þetta var það helzta og ó-
hjákvæmilegasta. Lærið það
vel fyrst — svo eru hér fleiri
ráð.
5. Á gatnamótum eigið þið
alltaf að stanza fyrir farar-
tæki (líka hjóli) sem kemur
frá vinstri, nema þið séuð á
aðalbraut. En verið samt allt
af varkár, þótt þið séuð á að
albraut, því það getur verið
að einhver „svíni á ykkur“.
6. Farið fram úr öðru farar
tæki hægra megin við það.
7. Reynið aldrei að flýta för
ykkar með því að hanga aft
an í bíl. Það getur orðið
„stóra stoppið" úr því. Slepp
ið aldrei báðum höndum af
stýri.
8. Reiðhjól (stór mótorhjól
undanskilin) eru aðeins ætl-
uð fyrir einn. Það ætti ekki
að tvímenna á þeim.
9. Hjólið aldrei upp á gang
stétt, ekki einu sinni þvert
yfir hana. Það er tillitslaust
gagnvart gangandi fólki, sem
á rétt á gangstéttinni, og er
bannað.
10. Hjólið ekki ljóslasuir á
ljósatímanum. Lærið vel um
hann. Hafið „kattarauga" aft
an á hjólinu, eða afturskerm,
sem er lakkeraður hvítur að
aftan.
Skapið ykkur umferðar
menningu, börnin góð, þá
skuluð bið sjá að farið verð
ur að taka mark á ykkur í um
feröinni.
Demetz tekinn við
hlntverki Stefáns í
Sovéttunglií
Tosca
Sem kunnugt er, hefir Stefán
Islandi orðið að fara til Danmerk-
ur þar sem hann er fastráðinn
söngvari við Konunglegu óperuna
og lætur iþví af söng sínum í óper-
unni Tosca, sem nú er sýnd í Þjóð-
leikhúsinu við fádæma aðsókn.
Sem betur fer reyndist unnt að fá
afbragðs söngvara í hans stað til
að syrigja hlutverk Cavaradossi. Er
það ítalinn Vincenzo Maria Dem-
etz. —
Demetz er ættaður frá Suður-
Týról í Norður-Ítalíu og stundaði
nám í Mílanó. Opinberlega söng
hann fyrst við Ríkisóperuna í Dres
den, í „Manon“ eftir Massenet.
Demetz hefir einnig sungið í Fen-
eyjum og Napoli, og fyrsta söng-
hlutverk sitt við Scala-óperuna
söng hann 1948, í „Ódipus Rex“
eftir Stravinsky. Alls hefir hann
sungið óperuhlutverk í 38 óperum
og m. a. hlutverk hertogans í
„Rigoletto" fimmtíu sinnum. Af
öðrum óperum, sem hann hefir
sungið í, má nefna „Lucia di Lam-
mermoor" eftir Donizetti, „Ma-
dam Butteffly" og „Tosea“ eftir
Puccini. Vincenzo Maria Demetz
hefir og sungið talsvert í útvarp
á ftalíu, í Sviss og Austurriki. í
Barcelona söng hann sem gestur í
óperunni „Hollendingurinn fljúg-
andi“ eftir Wagner. Síðasta hlut-
verk sem Demetz söng í Scala-óper
unni, var tenórhlutverkið í „The
Rakes Progress" eftir Stravinsky.
Hér á landi hefir Demetz dvalið
um tveggja óra skeið sem söng-
kennari.
Hsrfgimt bóndl tryggir
dráttarvói sína
(Framh. af 6. síðu.)
að slíkt tal byggist meira á ósk-
hyggju en raunsæi. Grundvöllur
þess, að samkomulag náist um af-
vopnunarmálin, sé trygging fyrir
raunhæfu eftirliti með því, að slíkt;
samkomulag verði haldið. Hingað ;
til hefir mjög staðið á Rússum um
að fallast á slíkt eftirlit. Vafasamt,
sé að þeir verði fúsari til að fallast
á slíkt eftirlit eftir að þeir hafa 1
komizt fram úr vesturveldunum á
sviði flugskeytaframleiðslunnar.1
Með tilliti til þessa sé öllu raun-1
særra að gera ráð fyrir því, að i
rauða tunglið verði frekar til þess !
að herða vígbúnaðarkapphlaupið á
næstunni en til þess að draga úr
því. Þá sé alveg eins öruggt að
gera ráð fyrir því, að ástandið geti
orðið viðsjárvert, unz jafnvægi hafi
aftur náðst á þessu sviði. Hins veg-
ar geti þetta orðið til þess að skapa
grundvöll til samkomulags eftir að
jafnvægi er náð og enn augljósara
verði orðið en áður, hve alger tor-
tíming myndi vofa yfir öllum, ef
til styrjaldar kæmi.
Grein Hannibals
Valdimarssonar
(Framhald af 5. síðu.)
ar hömlur frá ráðuneytisins hendi?
Nei, það var sannarlega kominn
tími til að stöðva þennan ófögnuð.
En hvers vegna nú, kynnu þeir að
segja, þegar við vorum búnir að
þessu þriavar áður?
Hver uefir heyrt, að lögbrot
verði að löglegri afchöfn, þótt lög-
brjóturinn hafi sloppið nokkrum
sinnum „óstraffað“ frá athæfi
sínu? — Skyldu ,þeir hafa haldið,
að það væri komin hefð á ólög-
lega út&varsálagningu í höfuð-
borg landsins?
Qg hvað skyldi það svo .hafa ver
ið kallað i Göbbelsfræðum borgar
stjórans, ef Félagsmálaráðuneytið
hefði fengið vitneskiu um þetta og
úrskurðað það ólögmætfc, fyrst úr-
skurður samkvæmt kæru, heitir ,„á
rás á Reykvíkiuga af ofbeldi og
rangsleitni?“
í BLÖÐUM Bandaríkjanna er
nú mjög rætt um hin pólitísku
áhrif rauða tunglsins. Yfirleitt eru
dómarnir þeir, að rauða tunglið
muni mjög styrkja pólitíska að-
stöðu Rússa. Það muni styrkja
fylgismenn þeirra í leppríkjunum
í trúnni og ýta undir hlutlausu rík-
in um að halda fast við afstöðu
sína. Alveg sérstaklega sé þó rauða
tunglið lík-legt til að styrkja að-
stöðu Rússa í hinum nálægari Aust-
urlöndum.
Blöðin ræða það að sjálfsögðu
nokkuð, hvernig mæt-a beri því
nýja viðhorfi, sem hér hefir skap-
azt. Mörg þeirra tala um nauðsyn
þess, að stjórn Bandaríkjanna end-
urskoði alla utanríkisstefnu sína
með tilliti til þessara nýju við-
horfa. Það komi m. a. mjög til at-!
hugunar í þessu sambandi, hvort
ekki sé rétt að mæta þessu með
aukinni aðstoð við þær þjóðir, sem
séu skammt komnar á veg efna-
hagslega. Kapphlaupið við komm-
únista sé óhjákvæmilegt á sviði
vigbúnaðarmálanna, en það geti
aldrei leitt til neins endanlegs sig-
urs, heldur í bezta falli til þess, að
báðir gefist upp að lokum og kjósi
heldur að semja en að þreyta hlaup
ið áfram. Samkeppnin um efnahags
lega aðstoð við bágstaddar þjóðir !
sé hins vegar vænleg leið til að j
vinna bug á kommúnismanum, því
að fótfesta hans veikist að sama
skapi og lífskjörin batni.
Enn verður ekkert sagt um það,
hvort viðbrögð Bandaríkjastjórn-
ar verða á þessa leið. Hitt er hins
vegar vafalaust, að rauða tunglið
muni hafa mikil áhrif á þróun
hinna alþjóðlegu stjórnmála, þótt
enn sé ekki séð til fulls hver þau
áhrif verða. Þ. Þ.
IJIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIM
I m og KLUKKUIS
í Vi8ger0ir é úrum og klulfeir
1 um Valdir fagmena og fuU
I komiO verkstæOi tryggjr
I örugga þjónustu
I AfgreiOum gegn póstkrOfu
I dDn SlpmuntÍGsoÐ
Skartyripaverzlua
Laugaveg 8.
Tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiui
„ÞalS dugir ekki aí
stappa“ — og ekki heldur
a«S arga
| Það sem mestu mál skiptir í
þessu máli, er það, að slíkt út-
1 svarsrán, sem hér hefir átt sér stað
hefir nú verið stöðvað, og mun
ekki endurtaka sig. — Auðvitað á
að mínum dómi að lækka útsvör
allra útsvarsgjaldenda í Reykjavík
frá því sem þeim var tilkynnt með
útsvarsseðli í sumar ,eftir álagn-
ingu, sem miðaðist við 206 millj.
j óna heimildarlausa útsvarsupphæð.
En það, h-vernig útsvörin skiptast
á gjaldendur er mál, sem hinir eið
svörnu niðurjöfnunarnefndarmcnn
| eiga að bera - ábyrgð á gagnvart
húsbónda sínum, bæjarstjórn
Reykjavíkur. Þó hefir það þegar
áunnist, að rúmlega 3000 gjaldend
ur hafa fengið lækkun á útsvari
sínu, og ipikill fjöldi manns hefir
þegar leitað réttar síns um lækk-
un, áður en hinum síðari kæru-
fresti lauk. Hver, sem þeirra móla
lok svo verða. Þá hefir það líka
verið tryggt, að þeir, sem ekki
telja sig na rétti sínum hjá niöur
jö'fnunarnefnd Reykjavíkur, geta
nú, ef þeir vilja fylgja máli sínu
eftir, til þrautar, skotið máli sínu
til yfirskattanefndar eða ríkis-
skattanefndar.
EG HEFI nú um sinn, ekki svar
að persónulegum brigzlum og
blaðaskömmum í minn garð. En
í iþessu máli taldi ég rétt að gera
undantekningu. Enda hefir stór-
yrðavaðall íhaldsins sjaldan kom-
izt á hærra stig, eða árásir þess
á embættismenn að starfi verið
heiptúðlegri eða ofstækisfyllri.
Læt ég nú hér með staðar numið
um hið furðulega útsvarshneyksli
íhaldsins í Reykjavík. Er það auð-
vitað á valdi Reylmkinga ,að
meta hver hafi á þá ráðist í þessu
máli, og eins liitt að ákveða, hvort
þetta mál sé þannig vaxið, að það
mæli sérstaklega með áframhald-
andi meirihlutavaldi íhaldsins yfir
málefnum Reykvíkinga.
Það hefir viljað við brenna, að
lang-varandi - meirihlutavöld eins
flokks gætu stundum sljóvgað sið
ferðiskennd valdhafanna. Svo virð
ist vera komið hér. Framkoma í-
haldsins í útsvarsmálinu, er með
öllu óskiljaleg nema út frá því
sjónarmiði að meirihlutinn í Rvík
sé svo sterkur, að hér þurfi hvorki
að taka tillit til laga né réttar.
Hann sé í engri hættu, hvernig
sem traðkað sé á rétti borgaranna.
En hvað sem öðru líður, ætla
ég að það sé ljóst í þes-su máli, að
ópin og öskrin í stað raka, hafa
ekki dugað íhaldinu í þetta sinn.
Því hefir ekki dugað að stappa.
— Og það mun lieldur ekki
duga að arga, þó að þeirra
fyrsti og færasti maður á þvi
sviði sé til lilutverksins valinn.
Hannibal Valdimarsson
Jarðarför móSur okkar og tengdamóður
Helgu Stefánsdóttur,
Þjórsárholti,
fer fram að Stóra-Núpi, laugardaginn 12. þ.m. — Húskveðja að
heimili hennar kl. 1.
Börn og tengdabörn.
Vegfarendur, gaetið varúðar.