Tíminn - 17.10.1957, Síða 2
z
TÍMINN, fimmtudaginn 17. október 1957.
Kirkjan haldi stefnu
að taka beinan þátt
SpjallatJ vitS dr. Hal Koch, sem hingati er kom--
inn til ati halda íyrirlestra og á ekki orð tii a"ð
lýsa atJdáun sinni á Reykjavík
Hér á iajidi.ec staddur dr. Hal Koch, prófessor í kirkjusögu
við háskólann í Kaupmannahöfn og hefir hann þegar flutt
þrjá fyrirlestra, tvo um Konstantínus mikla, en einn um þróun
kirkjumála og menningarlífs í Danmörku á dögum Grundtvigs.
Blaðama'ður frá Tímanum átti í gær stutt samtal við prófess-
orinn, þar sem hann dvelur á Hótel Borg.
— Hvað getið þér frætt mig um
stöðu kirkjunnar í Danmörku um
þessar mundir er almenn þátttaka
í kirkjulífi?
— Þetta er stór spurning og
maetti svara henni með löngum
fyrirlestri, svaraði dr. Koch bros-
andi. Mér er óhætt að segja að
kirkjan sé vinsæl og almúginn
beri. virðingu fyrir henni, hún á
enga hættulega andstæðinga, en
aftur á móti er almenn kirkjusókn
.fremur lítil.
Friður í trúmálum.
— Nokkrar áberandi stefnur inn
an kirkjunnar sjálfrar? Deilumál
meðal guðfræðinga?
— Nei, þetta gengur allt ósköp
rólega fyrir sig, engin stórtíðindi
og friður ríkjandi mestanpart. Það
er af sem áður þegar slagurinn
stóð milli Grundtvigs og heimatrú
boðsins, nú er það helzt prófessor
Linhardt sem velcur deilur með
kenningum sínum, en það er alitof
flókið mál að útskýra það allt
saman. Grundvigsinnar voru mun
jákvæðari í baráttu sinni og stefna
þeirra var frjálsiyndari, þeir tóku
snaran þátt í menningarbaráttu
af ýmslu tagi en einskorðuðu sig
alls ekki við trúmál. Til dremis
studdu þeir framgang samvinnu-
stefnunnar af ráði og dáð.
— Hvað um æskulýðin í Dan
mörku? Beinist áhugi stúdentanna
fremur að vísindalegum og tækni
legum verkefnum en húmanistísk
um fræðum.
. — Síður en svo. Okkur vantar
einmitt verkfrææðinga og tækni
menntaða menn. Hins vegar eig-
um við nóg af húmanistum og það
er ekkert lát á þeim sem leggja
fyrir sig þau fræði.
— Guðfræðistúdentar?
— Tala þeirra hefir heldur rýrn
að á seinni árum. En samt sem
áður eru nógir ungir menn sem
vilja leggja fyrir sig prestskap og
við þurfum síður en svo að ör-
vænta.
Kirkjan á ekki að taka þátt
í stjórnmáluin.
— Og viðhorf æskunnar gagn-
vart trúmálum?
— Það eru að vísu engir öflug
ir straumar í þá átt en æskan
virðist vera fremur jákvæð gagn
vart kristindómnum. Lýðháskól-
arnir láta einkum trúmál til sín
taka og eru einna sterkastir í bar
áttunni. En það er ekki eins mik
ill hiti í þeim málum og áður. Það
er komið á jafnvægi.
Er nokkur munur á þeirri af
stöðu sem hinir ýmsu stjórnmála
flokkar taka til kristindómsins?
— Það er í raun og veru ekki
svo mikill munur á stefnu stjórn
málaflokkanna í Danmörku, hjá
okkur eru kommúnistar afar lítill
flokur og því ekkert vandamál
eins og hér á Islandi. Stjórnmála
flokkarnir eru hlynntir kirkj-
unni? Auðvitað, hvað annað?
Stjórnmálaflokkar eru stjórn-
málaflokkar.
,— Haldið þér að kirkjan geti
beitt áhrifum sínum í stjórnmál
um?
— Það er ekki hiutverk kirkj
unnar að taka þátt í stjórnmálum.
Hún gæti þó reynt að bera klæði
á Vopnin ef til ófriðar horfir. Virð
ist yður líta friðvænlega út í heim
inum? Gæti kirkjan ekki haft ein
hver áhrif í þá átt að sætta austrið
og vestrið? j
\— Heima í-Danmörku á austrið
lítil ítök og því ekki þörf á neinu!
br§mbQfti, af kirkjunnar hálfu. j
Én' á alþjóðavettvangi?
Dr. Hal Koch er kvæntur kirkjumála
ráðherra Dana, frú Bodil Koch. A5-
spurður hvernig honum þaetti aS
vera kvaentur ráðherra svaraði pró-
fessorinn: „Det er hyggeligt".
— Eg álít að kirkjan geri bezt
í því að halda áfram starfsemi
sinni eins og hún liefir gert um
aldaraðir, ég efast um að nokkur
hagur væri í því að hún færi að
skipta sér beint af alþjóðapólitík
en vissulega ber henni skylda til
að hafa góð áhrif eftir því sem
í hennar valdi stendur.
Nú rís prófpssorinn _úr sæti,
gengur þvert yfir herbergið og
horfir út um gluggann á blómum
skrýddan Austurvöll sem blasir
við, ljómaður björtu sólskini milli
skúra.
Þótti mest konia til Reykjavíkur.
— Eigum við ekki að tala um
eitthvað skemmtilegra? Hvernig
væri að spyrja mig hvernig mér
litist á Reykjavík?
— Það eru allir útlendingar
spurðir um það, malda óg í móinn,
þeir segja allir að þeim lítilst ó-
sköp vel á allt, landið sé fagurt
og fritt og fólkið stórgáfað og há
menntað.
— Eg varð mest hrifinn af
Reykjavík og ég verð að taka það
fram, segir prófessor Koch áfjáð
ur. Eg er miklu hrifnari af Reykja
vík en landslaginu og náttúrunni
og hef þó komið á Þingvöll og í
Skálholt. Eg verð að segja að
þetta lók öllu fram sem ég hafði
ímyndað mér. Eg bjóst við heldur
fátæklegu og drungalegu plássi,
en það segi ég satt að þetta er
líflegasta borg sem ég hefi komið
í. Hér er allt svo nýtt og það er
auðséð að allt er gert til að fegra
bæinn. Þó dáist ég mest af dirfsku
stórhug þeirra sem skipuleggja
bæinn og teikna húsin. Eg féll í
stafi þegar ég sá Neskirkjuna, það
var eins og hressandi andblær af
himni að sjá hana. Og hringtorgin
háskólahverfið og Þjóðminjasafn
ið. Þetta er allt stórkostlégt. Það
er eins og það sé stöðug hátíð í
bænum. Allt nýtt og lifandi, margt
í sköpun ennþá. Það er ósköp
skiljanlegt að þið eigið i fjárhags
örðugleikum, það kostar peninga
að sýna þennan stórhug í verki.
Eg á ekki orð til að lýsa aðráun
minni. Þegar ég sá Þjóðminjasafn
ið skildist mér hve réttmæt krafa
ykkar um endurheimt handritanna
er. Ef þið búið eins vel að hand
ritunum og búið er að fornminj
um þá er ekki mikið að óttast.
— Já, vel á minnst, handritin.
Þér eruð prófessor við Kaup-
mannahafnarháskóla. Okkur Is-
lendingum hefir fundist anda
köldu á móti okkur þa'ðan.
— Já, ég verð að játa að meiri
hluti háskólakennara er mótfall
inn afhendingu handritanna. Per
sónulega er ég í'ylgjandi því að
Islendingar fái handritin og það
sem fyrst. En ég tel ólíklegt að
úr-því verði í náinni framtíð. Það
er ekki líklegt að handritunum
verði skiláð. fyrr en sósíaldemó-
kratar fái hreinan meirihluta á
þingi. Starcke er harðsnúnasti
andstæðingur Islendinga í þessu
máli.
— Jú, við höfum heyrt mannsins
getið.
—- En lýðháskólarnir hafa gert
Isleningum ómetanlegt gagn með
skrifum sínum. Eg get fullyrt að
tímaritshefti þeirra af UDSYN
sem helgað var handritamálinu hef
ur haft geysileg áhrif. Það opnaði
augu margra fyrir því óréttlæti
sem Islendingar hafa verið beittir.
Það þarf umfram allt að upplýsa
lærða og leika í Danmörku hvað
sé raunverulega um að ræða. Al-
menningur veit næsta lítið um mál
ið og sama má segja um marga á-
hrifamenn meðal menntamanna og
stjórnmálamanna. Þeir hafa
fengið upplýsingar um málið úr
rangri átt. En UDSYN gérði mik
ið gagn og það þarf að halda bar
áttunni slitlaust áfram. Það hlýt
ur að koma sá dgur að handritin
verði flutt heim til Islands.
Prófessor Hal Kóch kveður okk
ur með hlýlegu handtaki og breiðu
brosi.
Kritjsán DavíSsson opnar málverka-
sýningn í Sýningarsahmm
Kristján Davíðsson og eitt málverka hans í Sýningarsalnum
Fjárlagaræðan
(Framhald af 1. siðu).
Loks svaraði fjármálaráðherra
nokkrum firrum stjórnarandstöð-
unnar og kvað þessar umræður
hafa sýnt enn einu sinni, að hún
ætti engin úrræði; fram að bera
fremur en fyrr, Þar hefði ekki örl-
að á neinum nýjum tillögum, og
hefði ekki til slíkra tillagna frétzt
síðan endemistillögur Ingólfs Jóns
sonar gufuðu upp. Stjórnarandstað
an hefði því sem fyrr brugðist
skyldu sinni. Sjálfstæðismenn
liefðu sem fyrr ekkert h.ift til
landsmálanna að leggja.
Ráðherrann hvatti að lokum alla
landsmenn til þess að kynna sér
sem bezt fjárlagafrumvarpið og
upplýsingar fjárlagaræðunnar og
minnti á, að fjárlagaafgreiðslan
snerti hvert einasta mannsbarn í
landinu.
Starfsemin í Sýningarsalnum við
Hverfisgötu heldur áfram. í gær
opnaði Kristján Davíðsson mál-
verkasýningu og stendur hún til
25. október. Kristján sýnir 24 mál
verk og nokkrar teikningar. Allt
ný Verk og-máluð á þessu ári.
Kristján Davíðsson stundaði nám
hjá Barnesstofnunni í Banda
ríkjunum árin 1945—47 og hlaut
hann náms- og skólastyrk frá stofn
un þessari.
Hann hélt einkasýningu í Inter
national Student House í Fíla-
delfíu árið 1946. Síðar fór hann
námsferð til Fraklands og 1950
hélt hann einkasýningu í Lista
mannaskálanum. Kristján hefir
tekið þátt í öllum Norðurlandasýn
ingunum nema þeirri fyrstu, svo
og öðrum málverkasýningum á
Norðurlöndum og í Brussel.
í listiðnaðardeild Sýningarsalar
ins kemur nú daglega á markað
ný „batik“ eftir Sigrúnu Jónsdótt
Bevan og Gaitskell ræSa
vií> Macmillan
London, 15, október:: Þeir Gait
skell og Bevan gengu í dag á
fund Macmillans forsætisráðherra
í Downingstreet í London. Var
fundur þessi haldinn samkvæmt
beiðni Verkamannaflokksleiðtog-
anna. Þeir ræddu einkum við for
sætisráðherrann um málefni land
anna fyrir botni Miðjarðarhafsins
ekki sízt atburðina í Sýrlandi.
Fundurinn stóð í 20 mínútur.
Bjarni frægður í Morgunblaðinu í
sama stíl og íslandsvinurinn Lúsoddi
ur, einnig skartgripir eftir Sigríði
Björnsdóttur og svisslendinginn
diter rot.
Fyriríestur um verka
Sýðsmál í Tjarnarbfó
Harold Atkin, verkaiýðsmálafull
trúi brezka sendiráðsins í Helsinki,
sem starfar jafnframt sem slíkur
fulltrúi við sendiráðin hér og í Nor
egi, mun flytja fyrirlestur í Tjarn-
arbíói kl. 2 e. h. laugardaginr. 19.
október. Fyrirlestur hans, sem
nefnist „Verkalýðsfélög í nútíma
þjóðfélagi“, verður fluttur á ensku
og snúið á íslenzku jafnóðum. Að
fyrirlestri loknum veröur sýnd
kvikmyndin „Brezkt verkalýðsfé-
lag.“ Öllum er heimill aðgangur
meðan 'húsrúm leyfir.
Innstæðuaukningin
í fyrra og nú
Eins og kunugt er hefir það
verið eitt helzta árásarefni Sjálf
stæðismanua á núverandi ríkis
stjórn, að hún ætti ekki traust
sparifjáreigenda og sparifjárinn
stæður í bönkum og sparisjóðum
myndu stórmiunka.
Fclagsmálaráðherra gaf af
þessu tilefni þær upplýsingar í
gærkveldi í útvarpsumræðun-
um, að fyrstu 7 mánuði ársins
1956 þ. e. síðustu mánuðina sem
íhaldið var í stjórn, jukust inn
stæðurnar um 98,9 millj. kr. en
fyrstu sjö mánuði þessa árs juk
ust þær um rúmlega 140 millj.
Þannig eru staðreyndirnar uin
þennan ár.óður Sjálfstæðismanna.
S. 1. sunnudag birtist mjög merki
leg grein í pistli Velvakanda í Mbl.
Er þjóðinni þar bent á, hvílíkrar
náðar hún verði aðnjótandi, þar
sem hinn verðlaunaði snillingur
Bjarni Benediktsson ritstýrir
Morgunblaðinu. Er ekki vðihlítandi
annað en menn fái 'að sjá grein
þessa í lieilu líki, og fer hún því
hér á eftir:
Verðskulduð verðlaun.
Nýlega hafa verið veitt verðlaun
úr minningarsjóði Björns Jónsson-
ar, Móðurmálssjóðnum. Verðlaun
þessi eru, sem kunnugt er, veitt
fyrir gott mál og góðan stíl. Að
þessu sinni hefir aðalritstjóri Morg-
unblaðsins, Bjarni Benediktsson,
hlotið þessi verðlaun og þar með
viðurkenningu okkar færustu
manna.
Skólar landsins útskrifa árlega
mikinn fjölda æskufólks, sem að-
eins hefir numið undirstöðuatriði
móðurmálsins. Andlegur þroski
þessára ungmenna og um leið næm
leik þeirra fyrir fegurð málsins,
fer að mestu leyti eftir því lesmáli,
sem fyrir þeim verður.
Dagblöðin eru það lesmál, sem
mest er lesið og mest áhrif hefir
á málsmeðferð þjóðarinnar, Þáð er
því þýðingarmikið að dagblöðin séu
vel skrifuð á góðu og fögru máli.
Morgunblaðið er. stærsta og út-
breiddasta dagblað landsins, er les-
ið af svo að segja hverju manns-
barni á landinu. Það er því ánægju-
efni hverjum sönnum íslending að
! svo ritfær maður sem Bjarni Bene-
diktsson er skuli stjórna því og
þannig hjálpa til að móta og auka
' næmleik þess æskufólks, sem vex
upp í byggðum landsins, fyrir þeim
fegursta gimsteins, er þjóðin á,
móðurmálinu.
| Pétur Sturluson, Álaifossi.
I Að loknum lestri þessarar hug-
vekju vaknar að vonum forvitni
manna um það, hvor hinn mjkli
spámaður, Pétur Sturluson á Ála-
fossi, sé. Má kynlegt kalla, að nafn
| þess manns, er slík vísdómsorð
mælir, skuli ekki þjóðkunnugt fyr-
ir. Augljóst virðist að minnsta kosti
að hér sé ekki minni maður á ferð
en hinn kunni „íslandsvinur" Lús-
oddi, sem Morgunblaðið gat að
verðleikuro á sjötugsafmælinu,
enda virðist þeim um margt .svipa
saman. Virðist sú skylda hvíla ótví-
rætt á Morgunblaðinu að kynna
manninn nánar, helzt birta mynd
af honum. Gæti Moggi þá haft
snilligreinina um Lúsodda til fyrir-
myndar. Að því loknu væri vel til
fallið, að Bjarni tæki Sturluson í
móðurmálstíma, og mundi hann
vafalaust geta aukið nokkuð „næm-
leik“ hans á móðurmálinu, svo að
hann gæti frægt Litla-Nóbel á
Mogga enn betur í næstu grein.
Gæti Bjarni þá um leið gefið Pétri
smávegis leiðbeiningu um það,
hvernig menn „komast til fjár og
frama“, eins óg Eggert.
Allir f jallvegir færir
á Austurlandi
Frá fréttaritara Tímans á
Reyðarfirði.
Einstök haustveðrátta er búin
að vera hér um slóðir að undan
förnu og ekki hægt að segja að
snjóföl hafi sést, nema til fjalla
í fjarlægð. Ekki liafa komið nema
þrjár frostnætur í haust.
Þessi góða veðrátta hefir líka
komið sér vel, við slátrun og aðrar
haustannir og flutninga. Vegir
aliir eru færir og einnig hæstu
fjallvegir á Austurlandi um Fjarð
arheiði til Seyðisfjarðar, Odd-
skarð til Neskaupsstaðar og Fagri
dalur milli Reyðarfjarðar og Hér
aðs. Slátrun er senn að ljúka hjá
Kaupfélagi Héraðsbúa.