Tíminn - 17.10.1957, Qupperneq 3
T í M I N N, finuutudaginn 17. október 1957.
3
Hin eilífa hringrás.
GROÐUR OG GARÐAR
INGOLFUR DAViÐSSON
Sólin skín ©g grasiS grær
Gróðurinn er undirstaða lífsins
á jörðinni. Hann hagnýtir orku
frá sólinni til að vinna kolefni úr
loftinu, en slíkt geta dýrin ekki.
Sérhver jurt er furðuleg efnaverk-
smiðja, sem breytir kolefninu úr
loítinu og vatni með steinefnum,
sem rótin sýgur úr jarðveginum, í
lífræn efnasambönd. Menn og dýr
liía á gróðrinum, bæði beiniínis
og óbeinlínis. FLskseiðin o. fl. smá-
dýr í sjónúm lifa á örsmáum jurt-
um, sem berast fyrir straumnum
og kallast rek eða svif. Rándýrin
eru líka alveg fiáð gróðrinurn, því
að þau lifa á grasbítum og aldin-
ætum. Myndin sýnir þetta glöggt:
Sólin skín, maísjurtin notar orku
sólargeislanna til vaxtar. Músin
gæðir sér á hinum gildu, matar-
miklu maísöxum í geymslunní og
útifyrir bíður kötturinn albúinn að
'hremma músina. Orku sína, fjað-
urmagn og mýkt 'þiggur kötturinn
í raun og veru frá sólinni og gróðr
inum. — — Mestur hluti mann-
kynsins lifir beinlínis á jurtafæðu
aðallega. Margs konar gróður er
notaður til iðnaðar, krydds, lækn-
islyfja, skrauts o. s. frv. Flestar al-
gengar matjurtir iliafa verið rækt-
aðar u>m afarlangan aldur, sumar í
margar þúsundir ára. Þær hafa
smám saman tekið miklum breyt-
ingum, svo oft reynist ógerlegt að
vita með vissu ilivaðan þær eru
upprunnar og til íhvaða viliijurta
þær eiga kyn sitt að rekja. Fjöl-
mörg afbrigði íhafa myndast m,eð
úrvali og kynbótum. Eru afkvæm-
in oft furðu frábrugðin fornum
forfeðrum sínum. Berið t. d. stóra
ofkrýnda gróðurihúsarós saman við
villtu íslenzku þyrnirósina, eða
stjúpublómin saman við villifjólur,
hvítkál og blómkál saman við villi-
bál eða akurkál o. s. frv. Sama sól-
in skín á þetta allt saman. En flest
ar „tilbúnar“ tegundir þurfa frjó-
saman jarðveg og góða umhirðu,
ef þær eiga að halda yfirburðum
sínum og uppskerugæðum. Ella
Vaxa villijurtirnar þeim yfir höf-
uð, því að þær eru oftast nægju-
samari.
Margar nytjajurtir eru komnar
frá hinum gömlu menningarlönd-
um við austanvert Miðjarðarhaf,
t. d. salat, spínat, rauðrófur, hreðk
ur, fíkjur, kirsuber o. fl. Austan úr
Asíu eru lika gúrkur, tejurtirnar,
ýmsir matarlaukar og blómlaukar,
appelsínur, sítrónur, bananar, hinn
í'orni og frægi vínviður o. fl. (en
vínviðurinn hefir síðar verið kyn-
bættur með amerískum vínvið).
Afríka hefir lagt til olíupálmann,
döðlupálmann, pelagóníurnar, sem
við ræktum til skrauts í gluggum
o. fl. Frá Suður-Ameríku eru kar-
töflurnar, tómatarnir, tóbaksjurt-
in, kakó, maís o. fl. Vestanverð
Evrópa er heimkynni káls og
rófna, gulrótanna, ribsrunna, stik-
ilsberja o. fl. Alaskaösp og sitka-
greni höfum við nýlega flutt inn
frá Alaska o. s. frv. Af sumum teg-
undum ræktum við afbrigði frá
Asíu eða austanverðri Evrópu, en
önnur frá Vesturheimi. Má segja,
að í görðurn, gróðurhúsum og stof'
um, séu ræktaðar tegundir frá
flestum löndum heims, en fátt ís-
lenzkra jurta eða trjáa. í hlaðvörp
unum lifa margar jurtir, sem hafa
, borizt til landsins með mönnum
I og varningi á landnámsöld og síð-
■ ar, og þeim fer enn fjölgandi. Á
1 gömlu túnunum. vaxa íslenzkar
'' grastegundir, en í nýrækt mest úí-
I lendar tegundir, eða erlendir
í stofnar aí hinum innlendu. En ut-
an túns, í holtum, hlíðum, mýr-
lendi o. s. frv. heldur hinn „upp-
runalegi“ gróður landsins enn
velli. Skógarnir eru ennþá birki-
skógar „skreyltir reynitrj'ám“ og
víðirunnum. Samt hafa útlend skóg
artré bætzt í hópinn. Austur á
Hallormsstað er t. d. að vaxa upp
lerkiskógur í skjóli gömlu íslenzku
bjarkanna. Þannig mun þróunin
víðar verða.
Nú er laufið að miklu leyti fok-
ið af trjánum, enda komið fram
um miðjan október. Enn skarta
fjölmörg blóm í görðum víða um
land. Á Austurvelli t. d. eru flest-
ar tegundir sumarblóma enn með
blómum. Garðanálarbreiðurnar
(Alyssum) eru snjóhvítar af blóm-
um og rósir blómgast enn. Gull-
toppur stendur bæði með blómum
og aldinum. Einnig blómgast enn
kornblóm, ilmskúfur (Levkoj),
ljónsmunnur, morgunfrú, stjúpur,
friggjarbrá (Ghrysanthemum),
dvergfíflar, miðdegisblóm (Mesam-
fryanthemum), apablóm o. fl. o. fl.
Strandbrúðurin (Cineraria mari-
time) setur skemmtilegan svip á
blómabeðin með hinum silfurgráu
blöðum sínum, en ekki hefir hún
blómgast. Hinn sumargræni skraut
kollur (Kochia) er kominn í rauð-
an haustbúning líkt og lauf
trjánna. — Nafnspjöld eru sett hjá
blómunum á Austurvelli. Á Hafliði
ræktunarráðunautur þakkir skilið
fyrir. Ætti að letra nöfn blóm-
anna í öllum skrúðg'örðum. Fólk
er fegið leiðbeiningunum og lærir
betur að njóta gróðursins en eila.
Ýmsar íslenzkar villijurtir blómg-
ast dálítið enn, t. d. túnfífillinn,
varpaveifgrasið, einstaka sóley,
krossfífill o. fl. Hefir baustið að
þessu sinni farið mildilega með
- gróðurinn.
| Nú blása haustvindar. Lauf
j fýkur fyrir glugga og liggur í
i hrönnum í görðunum. En á upp-
vaxtarárum roskinna Reykvíkinga
var lauffall nær óþekkt fyrirbrigði
í Reykjavík. Trén voru ekki til.
í úthverfum Reykjavíkur, t. d. í
Kringlumýri, Sogamýri og Bústaða
hverfi, sést nú víða lagðprútt sauð
fé á beit. Hirðumenn í hópi sauð-
fjáreigenda halda fénu í traustum
girðingum eins og vera ber. En
sums staðar er iítt skevtt um
vörzlu fjárins; því miður. Er laus-
gangandi fé mesti vágestur í görð-
um bæjarbúa, bæði kálgörðum og
trjágörðum. Sauðfjárhald er alltaf
! hæpið í borg eins og Reykjavík og
því aðeins verjandi að fénu sé
haldið innan öruggra girðinga.
Einn eða tveir vörziumenn ráða
ekki við að verja garða bæjarbúa
j fyrir sauðfé og hrossum að öðrum
kosti.
Úr Tungnaréttum
Tungnamenn taka gjarnan lagiö þegar tækifæri gefst og ekki sízt í rétt-
unum. Hér er söngur í algleymingi og Þorsteinn á Vatnsleysu stjórnar. —
Biskupstungnamenn fengu í haust um 22 þúsund fjár af fjalli. Á miöri
myndinni er Egill bóndi á Króki og til hægri ingvar á Hvítárbakka, sem
búinn er aö fara nær 60 sinnum á fjall, norður yfir Kjöl.
Fjailkóngar úr fjórum hreppum. Frá vinsfri: Jóhann á Kamarsheiði, fjall
kóngur á Gnúpverjaafrétti, Einar í Holtakotum, fjallkóngur á Biskups-
tungnaafrétti, Magnús í Fiögu, kóngur á Fióamannaafrétfi og Gestur á
Seli, fjallkóngur á Hrunamannahreppsafréfti. — Þessir kóngar eru enn
allir við vötd.
V.V.V.V.V.V.V.'.V.V
v.v
I II I I II I M !D H I
B R I D GE
Tímarit um bridge. Kemur út 8 sinnum á ári, 36 síður
hverju sinni. Árgangur til áskrifenda 60 krónur. Flytur
innlendar og erlendar bridgefréttir, greinar og kennslu-
þætti.
Undirritaður óskar að gerast áskrifandi að BRfDGE.
Kafn .............................................
Heimili ..........................................
Póststöð .........................................
BRIDGE, Sörlaskjóli 12, Reykjavík.
1?
i
VWAUVWW.VVAVSV.VWW.VA^W.V.VAVVWIV'A