Tíminn - 17.10.1957, Qupperneq 4
4
TÍMINN, fimmtudagian 17. október 1953*
Eysteinn Jónsson íluttí í járlagaræðuna á Alþingi í gær:
Stórfröðíegt yfirlit um staðreyndir efnahagslífsins
Háttvirtir alþingismenn
hafa haft meS höndum ríkis-
reikninginn 1956, aðalreikn-1
inginn, og get ég því verið
stuttorður um afkomu ríkis-
sjóðs það ár, en vil þó sam-
kvæmt venju drepa á nokk-
ur aðalatriði.
Afkoma ríkissjóðs varð nokkru
betri en fjárlög gerðu ráð fyrir.
Tekjur fóru fram úr áætlun. Út-
gjöld fóru einnig talsvert fram
úr, en þó minna en tekjurnar.
Fyrri Muti ræðuimar birtist í iblaðinu í dag - fjallar
einknm nm þróan efnahagsmála og ríkisbúskapar síS-
nstu tvö árin - í seinni Mntamm, sem birtist á morgnn, er
rætt um fjárlagafrumvarpið nýja og þær staðreyndir,
sem bað birtir
Aíkoman 1956
Útgjöld á rekstrarreikningi urðu
57 milljónum krónum hærri en
fjárlög gerðu ráð fyrir. Þessar
umframgreiðslur nema um 9Yz%
og eru það heldur minni umfram-
greiðslur en verið hafa yfirleitt.
Tekjuafgangur á rekstrarreikn-
ingnum varð 98 milljónir króna og
greiðsluafgangur rúml. 13 millj-
ónir króna, og er það heldur betri
útkoma en gert var ráð fyrir í
bráðabirgðayfirliti, sem gert var
urn þessi efni á síðast liðnum
vetri.
Kemur hér til að meira inn-
heimtist af sköttum áður en reikn-
ingum ársins var lokið en inn-
heimtumenn áætluðu þegar gert
Var upp til bráðabirgða.
Helztu ásfæður fyrir um-
framgreiðslum eru þessar:
Kaupgjaldsvísitala ársins varð
nokkru hærri en gert var ráð
fyrir í fjárlögum, og mun það
valda um 4 millj. ki’óna um-
framgreiðslum.
Hin nýju launalög munu
hafa valdið nokkrum milljónum
meiri útgjaldaauka fyrir ríkis-
sjóð en áætlað var, þegar þau
voru sett.
Landhelgisgæzlukostnaður
varð 2 milljónum 325 þúsund-
um hærri en ráðgert hafði ver-
ið. Sérstaklega varð' rekstur
varðskipsins Þór óhagstæðari
en ráðgert var og munaði þar
urn 1 milljón króna.
Kostnaður við vegamál fór
verulega fram úr áætlun. Vega-
viðhaldið um 4 millj. 365 þús-1
und og brúargerðir um 5 millj- j
ónir 826 þúsundir krónur. Var
sú umframgreiðsla ákveðin í
samráði viö ijárveitinganefnd
síðast liðið haust. i
Þá fór strandferðakostnaður
fram yfir áætlun um 3 millj-
ónir 256 þúsund krónur. Veld-
ur þar mestu stóraukinn rekst-
urshalli á Esju vegna mikillar
vélarbilunar, sem skipið varð
fyrir og kostað hefir stórfé að
Iagfæra.^ !
Langmestar eru þó umfram-
greiðslurnar í kennslumálum,
eða raunverulega rúmar 8 millj-
ónir. Hluti ríkissjóðs af rekst-
urskostnaði barnaskóla og gagn
fræðaskóla hefir t. d. farið 3
milljónir króna fram úr áætlun.
Útgjöld ríkissjóðs vegna nið-
urborgunar á verðlagi innan-
lands, hafa farið 9 millj. 612
þúsund fram úr áætlun. Neyzlu
aukning hefir orðið meiri en
gert var ráð fyrir, en aðallega
stafar þessi hækkun af því, að
síðast liðið haust, 1956, var á-
kveðið að greiða niður þá verð
hækkun, sem átti að verða á
landbúnaðarafurðum. Var það
í sambandi við þær almennu
ráðstafanir, sem þá voru gerð-
ar, til þess að stöðva hækkun
á kaupgjaldi og verðlagi.
Af greiðslum samkvæmt
heimildarlögum er helzt að
nefna útgjöld vegna óþurrk-
anna á Suðurlandi 1955, 1 millj.
og 50 þúsund kr., og eru það
eftirstöðvar.
RíkisábyrgfSir
Af 20. greinar útgjöldum um-
fram fjárlög er rétt að nefna:
Greiðslur vegna ríkisábyrgðarlána
í vanskilum, sem voru áætlaðar i
12- milljónir, en reyndust 18.313.!
EYSTEINN JÓNSSON fjármálaráðherra.
þús. kr. Eru þessi útgjöld ríkis
sjoðs vegna ríkisábyrgða enn sí-
vaxandi, enda beinlínis teknar rík-
isábyrgðir fyrir mörg byggðarlög
og fyrirtæki þeim til stuðnings,
þólt, vitað sé að ekki muni Verða
staðið í skilum um greiðslurnar.
Gerði ég ýtarlega grein fyrir þess
um málum í fyrravetur um leið
og ég lagði til, að 18 milljónir
yrðu veittar á fjárlögum yfir-
standandi árs í þessu skyni. Er
Það raunar ljóst, að þær 18 millj.
muni ekki einu sinni duga til þess
að standa undir þessum töpum á
yfírstandandi ári.
Hvers vegna
umframgreiíteliír ?
Við samanburð á umframgreiðsl-
um nú síðari ár við þær, sem áð-
ur voru, kemur í ljós, að umfram-
greiðslur hafa minnkað verulega
að tiltölu. Eigi að síður er full á-
stæða lil að gera sér grein fyrir
því, að umframgreiðslur eru enn
of miklar. Kemur þar ýmislegt til
og ætti að vera hægt að ráða bót
á sumum að minnsta kosti.
Svo að segja allur útgjaldabálk-
ur fjárlaganna er framkvæmdur á
vegum útgjaldaráðuneytanna, ef
svo mætti að orði kveða, og þeim
stofnunum, sem undir þau heyra.
Þessi ráðuneyti og þessar stofn-
anir eiga að skila fjármálaráðu-
neytinu áætlunum og tillögum um
útgjöldin, þegar fjárlög eru sam-
in. Mestur hluti útgjaldanna er
lögboðinn eða fyrirsjáanlega óhjá-
kvæmilegur, til þess að halda
rekstri stofnananna gangandi eða
þjónustunni uppi. Allt veltur á
því, að áætlanir um slík útgjöld,
lögboðin eða af öðrum ástæðum
óhjákvæmileg, séu rétt gerðar. En
■ á því liefir verið stórfelldur mis-
brestur hjá mörgum stofnunum,
sem gengið hefir mjög illa að fá
, úr bætt, þrátt fyrir harða eftir-
1 gangsmuni íjármálaráðuneytisins
'ár eftir ár.
I Það nær auðvitað engri átt, að
(ekki skuli vera áætluð nokkurn
veginn rétt fyrirsjáanleg útgjöld,
' og vil ég skjóta því til háttvirtr-
ar fjárveitinganefndar Alþingis, að
liún koini fjármálaráðuneytinu liér
til hjálpar og veiti aðhald í þess-
um efnum.
Hér verður einnig að geta þesg,
að lengi var sá siður á hafður
af Alþingi og ríkisstjórn að skera
niður útgjaldaáætlanir til þess að
iveita aðhald — oft án þess að
mögulegt væri að komast af með
það sem veitt var. Þessi stefna
varð því aðeins til að auka um-
framgreiðslur og draga úr for-
stöðumönnum að vanda áætlanir
sínar og standa við þær í frarn-
kvæmd. Þessum handahófsniður-
skurði á áætlunum er hætt að
mestu, en mér leikur grunur á
að enn eimi eftir af áhrifum þeim,
sem hann hafði.
Þá er önnur ástæða fyrir um-
framgreiðslum sú að forstöðumönn
um ýnisra starfsgreina gengur illa
að átta sig á því, að þeir mega
ekki fara fram úr áætlun fjárlaga
og ekki gera óvarlegar ráðstaf-
anir, sem hafa umframgreiðslur
í för með sér. Eru menn þó sí-
fellt af hendi fjármálaráðuneytis-
ins brýndir til þess að gæta sín
í þessum efnum.
| Þá kemur hér til, að Alþingi
og ríkisstjórnir hafa mikla tilhneig
ingu til að falla fyrir þeirri freist-
ingu að ákveða útgjöld eftir að
fjárlög hafa verið samþykkt, sér-
staklega hefir þetta verið áber-
andi síðan uppbótar-, styrkja- og
vísitölukerfið var upp tekið í þjóð-
arbúskap íslendinga.
Það leiðir af þessu búskapar-
lagi, að sífellt er að koma fram
allskonar ósamræmi í uppbótar-
og styrkjakerfinu og sífelld viður-
eign á sér stað við verðlagið í
landinu, sem ævinlega leitar upp
á við. Verðhækkanir hér, kaup-
hækkanir þar og verðhækkanir
hér, sem metnar eru óhjákvæmi-
legar og í því sambandi sífelld
pressa í þá átt, að komið sé í
veg fyrir verðhækkanir í búðun-
um með fjárframlögum úr ríkis-
sjóði, hvað sem fjárveitingum
Iíður.
Oruggar áætlanir
Allt þetta kemur til og raun-
verulega margt fleira í sambandi
við framkvæmd fjárlaganna og bar-
átíuna við að halda ríkisútgjöld-
unum innan ramma fjárlaganna.
En það gefur að skilja, að ó-
hugsandi er að fjárlögin standist
ef fjármálaráðuneytið getur ekki
byggt þaú á öruggum og vönduð-
um áætlunum, og þá ekki heldur
ef forstöðumenn í ríkisrekstrinum
gera skuldbindandi ráðstafanir,
sem ekki samrýmast fjárlögum, en
fjármálaráðuneytið neyðist síðan
til þess að borga, svo forðað verði
vanskilum og hneisu.
Hefir þetta ósjaldan skeð á
undanförnum árum, en þeim dæm-
um fer nú fækkandi.
Þrátt fyrir allt hefir bilið á
milli fjárlaga og ríkisreiknings
farið minnkandi og stefnir það í
rétta átt, en því fer þó fjarri, að
ástandið sé orðið eins og það
þyrfti að vera í þessum efnum.
Auðvitað mundi fjármálaráðu-
neytið geta bætt áætlanirnar og
komið í veg fyrir sumt af um-
I framgreiðslum einstakra stofnana,
| ef það hefði heilum her manna
á að skipa, sem þekkti í einstök-
um atriðum allar greinar ríkisbú-
skaparins og gæti verið með nef-
in niðri í svo að segja öllum ráð-
stöfunum, sem gerðar væru í öll-
um skrfstofum og stofnunum jafn-
óðum og þær kæmu til greina.
En hvort tveggja er, að fjár-
málaráðuneytið hefir viljað kom-
ast hjá því að fiölga starfsliði og
að það gæti heldur aldrei bless-
azt, að fjármálaráðuneytið ætti að
i taka að sér allan ríkisreksturinn.
jSlíkt væri ekki framkvæmanlegt
! og þess vegna verður að treysta á
, útgjaldaráðuneytin í þessum efn-
,um og forstöðumenn starfsgreina
og skrifstofa ásamt því takmark-
aða aðhaldi, sem hægt er að veita
af hendi fjármálaráðuneytisins og
Alþingis.
Ríkistekjur breg'Sast
Áður en ég vík að frumvarpi
því til fjárlaga, sem hér er til
1. umræðu, vil ég koma nokkuð
að horfunum í efnahagsmálum
landsins á þessu ári, þar sem þess
ar horfur setja að sjálfsögðu sinn
svip á fjárlagafrumvarpið og verð-
ur að hafa þær í huga, þegar frum-
varpið er skoðað.
Það, sem einkennir mest ríkis-
búskapinn það sem af er þessu ári,
er fyrst og fremst stórkostleg lækk
un ríkisteknanna frá því í fyrra
og frá því sem gert var ráð fyrir,
þegar fjárlög voru sett.
| Þegar gengið var frá fjárlögun-
i im í vetur á Alþingi lét ég svo
um mælt um tekjuáætlun fjár*
laganna: j
„Annars er þessi tekjuáætÞ
un byggð á reynslu yfirstand-
andi árs og því miðuð við að
influtningur á næsta ári verði
svipaður því, sem hann er {
ár. Má það í rauninni telja
furðu djarfa áætlun að gera
ráð fyrir slíku eins og ástatt
er um gjaldeyrismálin. Það er
sem sé augljóst, að það er flutt
inn meira en hægt er að borga
og þess vegna þarf aukna fram-
leiðslu og auknar þjóðartekj-
ur til þess að þetta fjárlaga-
frumvarp standist í framkvæmd
inni.“
Stjórnarandstæðingar litu á hinni
bóginn þannig á, að tekjur væru
of lágt áætlaðar og fluttu tillögur
um að hækka tekjuáætlunina.
Enda þótt ég héldi, að tekju-
áætlunin væri mjög teygð, varð
þó ofan á að miða hana við
reynslu áranna 1955 og 1956 og
var það gert með það í huga, að
verið var að gera ráðstafanir í
framleiðslumálum, sem gera varð
ráð fyrir, að mundu hafa í för
með sér aukna framleiðslu og aukn
ar þjóðartekjur frá því, sem áður
hafði verið.
Við höfum nú fyrirliggjandi "fir-
lit um tekjur og gjöld rikissjóðs
til ágústloka. Kemur þá í ljós, eins
og ég sagði, að tekjur hafa brugð-
izt verúlega á þessu tímabili og
útlit miög alvarlegt að þessu Icyti.
Verðtoilstekjur eru t. d. um 31
milljón kr. lægri en þær voru
árið áður og hluti ríkissjóðs af
tekjum útflutningssjóðs er að-
eins 50 milljónir kr. til 1. sept-
ember. en átti að verða 108 millj-
ónir nllt árið.
Er raunar nú besar fyrirsjáan-
legt. að greiðsluhalli verður hjá
ríkissjóði á bessu ári og sömuleiðis
hjá útflutningssjóði, bví að tekj-
ur hans hafa einnij* brugðizt.
AfSabrestur
Þá kemur spurninsin. Hvers
vesna lækka ríkistekjurnar og
tekjur útflut.ningssjóðs?
Þegar ráðstafanir voru gerðar
vesna framleiðslunnar á siðast
liðmun vetri, var hlutur útflutn-
iugsf*-amleiðslunnar gerður betrl
eu áður hafði verið um skeið.
Á hessu leikur enginn vafi. Ætl-
unin var að sjálfsögðu sú að
jafna skakka, sem þarna hafði
verið. og að stuðla að aukn'nga
framleiðslunnar. Þetta náði til-
ganffi sínum á þann hátt, að fram
leiðslan hefir sjaldan verið sótt
af meira kanni en einmitt nú. Ó-
venju stórum flota var haldið
úti til þorskveiða síðast liðinn
vetiir og t'I síldveiða f sumar. En
unnskeran varð ekki að sama
skani.
Vertíðin varð léleg a. m. k.
miðað við undanfarin ár o<? sfld-
veiðin varð léleg og sérstak'ega
varð þeildarverðmæti sfldarfram-
leiðsiunnar ódrjúgt. vegna hess
hvað sfldin var framúrskar-'ndi
rnögur og afurðarýr til viðbótar
aflabrestinum.
Betur sést hvað hér hefir gerzt,
ef athugaður er annars vegar fjöldi
þeirra skipa, sem haldið hefir verið
til veiðanna og úthaldsdagar þeirra
og hins vegar aflaverðmætið á
þessu ári og undanfarið. Hefi ég
látið áætla þetta og getur ekki
skakkað að ráði. Kemur þá í ljós,
að ef miðað er við fjölda skipa
og úthaldsdaga á vetrarvertíð ann-
ars vegar 1955 og hins vegar síð-
ast liðinn vetur, að aflaverðmæti
nú á vertíðinni tr raunverulega
um 29% minna en 1955 miðað við
framlagið fil veiðanna. Og ef við
tökum á sama hátt meðaltal ár-
anna 1954 til 1956 og berum sam-
an við vertíðina í vetur, þá kemur
í ljós, að aflinn í vetur er um
22% minni að magni en meðalafli
þessara ára miðað við úthaldsdaga
og bátafjölda.
Ef við svo lítum á síldveiðarnar
þá kemur í ljós, að í sumar stund-
(Framhald á 5. síðu).