Tíminn - 17.10.1957, Side 5

Tíminn - 17.10.1957, Side 5
T í MIN N, fimmtudaginn 17. október 1957. Áherzla hefir verið lögð á að efla framleiðsluna FJARLAGARÆÐAN (Framhald af 4. síðu). uðu 233 skip að meðaltali 47 daga, en í fyrra t. d. 187 skip í 37 daga að meðaltali. Það eru því um 60% fleiri úthaldsdagar á sumarsíldveið unum nú en í fyrra, en heildar- verð aflans sem fékkst í sumar er lægra en í fyrra. Hér við bætist, að togaraafli hefir verið munjninni það sem af er árinu en í fyrra. Af þessu sjáum við betur en ella, hve framleiðsluverðmætið miðað við tilkostnaðinn er stór- kostlega miklu minna en verið hefir undanfarin ár. í þjóðarbúskapnum koma afleið- ingarnar af þessu þannig fram, að gjaldeyristekjur hækka, enda hafa gjaldeyristekjur af varnarliðsfram- kvædum minnkað, en gjaldeyris- eyðslan, sem óhjákvæmileg er til þess að halda framleiðslunni gang- andi, eykst stórum. Jafnvel að ó- breyttum útflutningi og gjaldeyris- tekjum af framleiðslunni sjálfri minnkar sá gjaideyrir stórlega, sem hægt er að verja, til þess að kaupa annað en rekstrarvörur og allra brýnustu nauðsynjar. En ein- xnitt þær vörur, sem á hakanum sitja við gjaldeyrisúthlutun þegar svona fer um úthald og aflabrögð, bera meginþunga þeirra aðflutn- ingsgjalda, sem ætluð eru til þess að standa undir ríkisbúskapnum og framleiðslunni sjálfri í gegn- um útflutningssjóðinn. Einnig kemur hér til, að þegar búið er við stórfellt uppbótakerfi, sem byggist á mjög mismunandi élögum á aðfluttar vörur, þá eykst eftirspurnin eftir þeim vörum, sem lægri gjöldin bera og gjald- eyriseyðslan til kaupa á þeim vex og verður þá minna af gjaldeyri eftir til kaupa á hinum tollahærri. Til þess að myndin verði gleggri, hefi ég beðið hagstofuna að at- fauga innflutning og tolltekjur af nokkrum tegundum hátollavara. Kemur þá í ijós, að innflutning- ur þeirra vörutegunda, sem tekn- ar voru í þetta dæmi, hafði orðið fram til 1. september 50 milljónir króna í stað 80 milljóna kr. í fyrra. Ennfremur kom í ijós, að þessi lækkun innflutningsins þýddi nær 19 milljóna kr. tekju- tap fyrir ríkissjóð miðað við inn- flutninginn í fyrra og auðvitað mjög stórfellda fjárhæð fyrir út- flutningssjóð. Oí mikil áhætta Þá kemur spurningin. Hefði ekki verið hægt að koma í veg fyrir tekjulækkun hjá ríkissjóði og út- flutningssjóði með því að yfirfæra meira fyrir tollháar neyzluvörur? Þetta hefði vitaskuld verið mögu- legt, en þá hefði það að sjálfsögðu þýtt minnkaðan innflutning af öðrum vörum og auðsætt, að eins og gjaldtíýrisástandið er og' hefir verið hér á undanförnum árum, þá hefði fljótlega skort nauðsynj- ar til daglegrar neyzlu og til þess að halda framleiöslunni gangandi, að ég nú ekki tali um fram- kvæmdirnar. Það fer einnig sífellt vaxandi ár frá ári, eins og hér er háttað, sem sjálf framl-eiðslustarfsemin og þjóðarbúskapurinn þarf á að halda af gjaldeyri til kaupa á brýn- ustu nauðsynjum. Veldur því m.a. hin stórfellda vélvæðing fram- leiðslunnar og sívaxandi samgöng- ur. Kemur hér fram enn sem fyrr, hversu hættulegt það er að byggja ríkisbúskapinn og framleiðsluna sjálfa að verulegu leyti á innflutn ingi, sem þjóðin hefir í raun og veru ekki efni á að veita sér nema í mestu góðærum. Ég benti á áðan, hversu vetr- arvertíðin hefði verið léleg og síld- veiðarnar komið illa út. Ég treysti mér ekki til að dæma um, hvort hér var um aflabrest að ræða, sem telja megi einstakan í sinni röð. Hitt vil ég fullyrða, að þessi reynsla okkar í ár og reynsla okkar öll á undanförnum árum bendir örugglega í þá átt, að við getum ekki, án þess að bíða tjón, teflt jafn djarft í þessum efnum og við höfum gert. Við getum ekki og megum ekki eiga það á liættu, að þjóðarbúskapur- inn verði fyrir verulegum hnckki, þótt eitílivað beri út af einstaka ár um aflabrögð og framleiðslu. Við getum ekki til frambúðar byggt afkomu framleiðslunnar og ríkisbúskapinn á eyðslu, sem þjóð in getur ekki staðið undir nema í sérstökum góðærum. Eitt allra gleggsta dæmið um það, sem við ekki getum leyft okkur í þessum éfnum, .er það þegar við fyrir nokkrum árum héldum togaraútgerðinni gangandi heilt ár með því að leyfa ótak- markaðan iúnflutning á bílum. Við verðum að finna ábyggileg úr- ræði í efnahags- og framleiðslu- mélum okkar, úrræði, sem tryggja mikla framleiðslu, fulla atvinnu og eru fundin og framkvæmd í samráði við samtök vinnandi fólks í landinu. Afleiðing þess, sem nú hefir gerzt, og þó miklu fremur þess, sem gerzt hefir á undanförnum verðbólguárum, verður fyrirsjáan- lega sú, að greiðsluhalli verður á ríkisbúskapnum og greiðsluhaili hjá útflutningssjóði, sem standa ber framleiðslunni skil á því, sem of mikið er af henni krafið. Er því enn framundan stórfelldur vandi í efnahags- og framleiðslu- málum landsins, sem verður að mæta með raunsæi og festu, ef vel á að fara. Stjórnarandstæðingar hafa und- anfárið látið að því liggja, að ráð- stafanir ríkisstjórnarinnar í fram- leiðslumálum séu hér undirrót. Ekkert er meiri fjarstæða en ein- mitt þetta, þar sem augljóst er að framleiðslustarfsemin öll hefir verið sótt af meira kappi á þessu ári en nokkru sinni fyrr um langt skeið, og það einmitt vegna þess, að ráöstafanir þær, sem ríkisstjórn- in beitti sér fyrir á síðast liðnum vetri, ýttu undir aukna framleiðslu við fiskveiðar og landbiínað. Það er svo annað mál að lagt var á tæpasta vaðið, eins og nú sýnir sig, en núverandi ríkisstjórn hafði ekki skapað það ástand, er svo var alvarlegt, að þær ráðstaf- anir, sem þá voru gerðar til mót- vægis og bjargar, hafa ekki reynzt nægilega djúptækar. svo mun lægri í öllum hinum l'önd-; Fjárfestingin Ég ihefi nú minnzt á horfur varð- andi afkomu ríkissjóðs, framleiðsl- una, útflutningssjóðinn og gjald- eyrisástandið,' og við þetta vil ég bæta því um verðlagið í landinu, að mikið starf hefir verið í það lagt á vegum ríkisstjórnarinnar að lialda því í skefjum. Hefir í mörg- um greinum orðið af því starfi góð ur árangur. Hefir verðlagsvísitalan að vísu hækkað um 2,7% en það er sizt meira en fyrirfram var ráð- gert að verða falyfci. En því miður er ekki öll sagan með þessu sögð, því að í nokkrum greinum hefir verðlaginu verið haldið óbreyttu með nýjum niöurgreiðslum á vöru- verði. Á þetta við um fisk á innan- landsniarkaði og landbúnaðaraf- urðir, en fé vantar til þess að standast kostnað við þessar niður- greiðslur. En það er fleira en það, sem nú er rakið, sem þarf að hafa í huga, þegar rey-nt er að bregða upp mynd af þeim grundvelli, sem fjár- lög ríkisins verða að byggjast á. Er faér enn einn höfuðþáttur ó- nefndur, en það eru fjárfestingar- málin og fjáröflun til framkvæmd anna. Um langa hríð hefir fjárfesting verið mjög mikil á fslandi. Senni- lega er í fáurn löndum jafnmikl- um faluta þjóðarteknanna varið til fjárfestingar og hér. Hefi ég fengið skýrslu um fjár- festingu og þjóðartekjur hér á landi undanfarin 3 ár og í 6 öðrum 1 löndum, Noregi, Danmörku, Sví- þjóð, Bretlandi, V-Þýzkalandi og Frakklandi. Kemur í ljós af þessari skýrslu, j að fjiárfestingarprósenta af þjóðar- j tekjum hefir árin 1953 og 1954 ver | ið hæst í Noregi, eða 29,2—29,5%. Þar næst á íslandi 25,8—25,4% og unum. En 1955 gerist það, að fjár-, festingarprósentan hér fer langt fram úr prósentu Norðmanha og' allra hinna. Eru þá híutföilin þessi: ísiand 32,5% Noregur 28,9% Danmörk 17,1% Svíþjóð 20,0% Bretland 14,7% V-Þýzkaland 23,2% Frakkland 16,9% Er fjárfesting þá orðin langhæst á íslandi miðað við íekjur þjóðar- innar, og álitið er að fjárfesting- arprósentan hér hafi verið 31,2% ! 1956. En frá hinum löndunum hefi ‘ ég ekki upplýsingar fyrir það ár. j Þessar tölur tala sínu máli cg; er ekki að furða þó að fram-j kvæmdaspenna eins og sú, scm við erum að reyna að haida uppi, setji svip sinn á þjóðlífið allt og valdi verðbólgu og ýmsum vand-j kvæðum. Framkvæmdir geta ekki orðið kostaðar af öðru fé en því, sejn landsmenn leggja til hliðar af tekj urn sínum í banka eða sparisjóði og til framkvæmda á eigin vegum, og svo erlendu fjármagni. Fróðir menn telja, að um % hlutar hinnar gífurlegu fjárfest- ingar eftir stríð hafi fslendingar kostað af eigin fé. Er það ekkert smávegis átak. Eins og kunnugt er voru ailar innstæðurnar frá stríðsárunum full notaðar í árslok 1946, og fór minna af því fé en skyldi til uppbygging- ar. íslendingar fengu mikla Mars- hallaðstoð hjá Bandaríkjunum, að- allega á árunum 1948—1953, og hjálpaði það fé mjög til þess að halda uppi hinni miklu fjárfest- ingu. Þannig fengum við mjög mikinn hiuta af stofnkostnaði við síðustu Sogsvirkjun, áburðarverk- smiðju og Laxárvirkjun sem gjafa- fé frá Bandarikjunum, samkvæmt Marshalliögunum og hafði það vita skuld stórkostlega þýðingu fyrir allt efnahagslíf landsins, og án hennar hefði svona mikil fjáríest- ing ekki verið möguleg. VertSibóIguljróun Stöðug verðbólguþróun átt.i sér stað í landinu frá 1942, sem minnk- aði verðgildi íslenzkra peninga og hafði áhrif í þá átt að draga úr lánsfjármyndun i landinu sjálfu. Þóbt verðgildi peninganna minnk- aði mjög, var reynt að halda ó- breyttu skráðu gengi krónunnar og komið á uppbóta- og styrkja- kerfi í staðinn fyrir að breyta gengisskráningunni. Gekk svo þang að til 1950, að menn töldu ekki lengur fært að halda áfram á þess- ari braut, og var þá gengi is- lenzku krónunnar leiðrétt eða fært til samræmis við það, sem það raunverulega var orðið. Sú ráðstöfun og það, sem að- hafzt var í þvi sambandi til þess að stiila fjárfestingarframkvæmd- um í hóf og koma jafnvægi á ríkis- búskapinn, varð til þess, að þegar áhrif gengisskráningarinnar nýju voru að fuilu komin fram, komst síöðvun á verðlagið í landinu, sem segja má að héldist í 2% ór. Varð þetta til þess, að stórum meira fjármagn fór að safnast fyr- ir í landinu sjálfu en áður hafði verið og kom það að mjög góðu haldi til þess að standa undir kostnaði viS fjárfestinguna. enda fór Marshallframiagið þá þverr- andi, eins og ráð hafði verið fyrir gert. VenSfoóIgHaldan upp úr 1953 En ef-tir 1953 urðu enn tímömót í þessum málum. Slakað var á fjér- festingarhömlum. Ný fjárfestinaar- alda reis í landinu. Almennar kaup hrekkanir urðu. Afleiðingarnar komu fram í nýrri verðbólguöidu, stórhækkandi framleiðslukostnaði, minnkuðum sparnaði eða lánsfjár- myndun 1 landmu sjálfu og enn aukinni fjárfestingarpanik. aö- gangur að erlendu fjármagni var nú mjög takmarkaður og ekki leng ur hægt að mpða úr innstæðu eða gjafafé. Komust efnahags- og framleiðslu málin í algjöran hnút veturinn 1955—1956, sein ieystur var þá til bráðabirgða með stórfelldum álög- um og uppbótum. Sumarið 1956 var ástandið enn orðið þannig, um stjórnarskiptin, að ennþá var framleiðslukostnaður stórliækkaður og sýnileg stöðvun framleiðslunnar, ef ekkert væri að gert og ástandið í fjárfestingar- og fjáröflunarmálum til framkvæmda var síður en svo árennilegt. Lántökur erlendis höfðu þá orð- ið litlar í tvö ár, enda þótt fast væri eftir leitað, og þær, sem orð- ið höfðu, voru yfirleitt til stutts tíma, til þess að fleyta áfram fram kvæmdum, sem enga bið voru tald ar þola. Undantekning frá þessu var lán frá Bandaríkjastjórn fyrir mestum hluta erlenda kostnaðar- ins við sementsverksmiðjuna, sem var til langs tíma. Framkvæmd nýrrar Sogsvirkjur.- ar var komin algerlega í eindaga, þrátt fyrir mikla lánaleit. Raforkuáætlun dreifbýlisins hafði verið tekin til framkvænul- ar og þar á meðal bygging 2,ia raf- orkuvera, sem mjög mikið fjár- magn þarf til á árunum 1956— 1958. Fyrirsjáanlegt var á hinn bóginn að það fjármagn, sém út- vegað hafði verið, hrökk mjög skammt til þess að greiða þá samn inga, sem búið var að gera, hvað þá meira. Sementsverksmiðjan hafði verið sett af stað. Fjármagn hafði verið fengið fyrir mestum hluta erlenda kostnaðarins, en fé skorti nær gjörsamlega til þess að standa und ir ir.nanlandskostnaðinum. Ræktunarsjóð skorti fé til þess að lána þá um haustið og Fiák- veiðasjóð sömuleiðis, en bæði bændur og útgerðarmenn höfðu gert ráðstafanir í því trausti, að þessir sjóðir gætu lánað eins og áður. Eru hér nefnd þessi fimm fjár- festingarmál, sem með sérstökum hætti mega teljast verið hafa og vera á vegum ríkisstjórnarinnar. Þótt aðeins þau séu nefnd, þýðir það ekki að öðru vísi eða betur hafi verið ástatt um fjármagn til ýmissa annarra framkvæmda. Það er því ekkert ofsagt í því, að vegna verðbólguþróunar und- ánfarinna ára og vegna þess hve stór verkefni hafði verið í ráðizt, voru efnahagsmál og framleiðslu- mál landsins reyrð í hnút fullkom- lega sumarið 1956, og sett hefir þetta að sjálfsögðu sinn svip á það, sem síðan hefir skeð í þessum efn- um. Núverandi ríkisstjórn sneri sér að því að reyna að greiða fram úr þessari flækju og m. a. að því að i'reyna að finna leiðir til bess að haúla þes’Sum þýðingarmiklu fram- l kvæmdum áfram og byrja á Sogs- virkjuninni áður en það yrði of seint 1:1 þess að foiða stórtjóni. |. Erlenda lántökurnar Tókst á síðastliðnum vetri að út- vega lán í Bandaríkjunum fvrir er- lenda kostnnðinum við Scgsvirkj- unina. Ennfremur tókst mo? mjög hagkvæmum samningum um vöru- kaup í Bandaríkjunum með löng- um gjaldfresti, hliðstæðum þess há’ttar sanmingum, sem margar aðrar þjóðir hafa gert, að tryggja mjög hagstæð lán fyrir veruiegum hluta af innlenda kostnaðinum við Sogsvirkjunina, og er það von manna, að hægt verði að fá slíkan viöbótarsamning áfram fyrir næsta ár. En augljóst er þó, að eítir þess- um leiðum fæst ekki allur kostn- aðurinn við Sogsvirkjunina. Er það því óleyst vandamál hvernig afla á fjár innanlands til viðbótar. Þá tókst í fyrravetur að útvega fjögurra milljón dollara lán í Bandaríkjunum, og var því láni skipt upp handa sementsverk- smiðju, Ræktunarsjóði, Fiskvei'ða- sjóði og rafmagnsframkvæmdum dreifbýlisins. En þetta lán hrökk lítið meira en til þess að greiða þann kostnað, sem þá var á fallinn við þessar framkvæmdir. Kemur þá spurningin. Hvernig standa málin nú varðandi fjáröfl- un til þessara framkvæmda. Er skemmst frá því að segja, að framkvæmdir í raforkumálum dreiíbýlisins og við 'byggingu sem- entsverksmiðjunnar hafa haldið á- fram á þessu ári fyrir það fé, sem fyrir hendi var og ætlað var til þessara framkvæmda af fjárveiting um og innlendu fé. Þótt það fé sé nú allt iipp étið fyrir nokkru, hafa þessar fram- kvæmdir ekki verið s'töðvaðar, held ur haldið áfram með bráðabirgða- framlögum af yfirdrát'tarlánum rík issjóðs í bönkunum. Er þetta gert í trausti þess, að þær ráðstafanir, sem verið er að gera til þess að út vega lánsfé til þessara fram- kvæmda erlendis nú á þessu ári, beri árangur. Að því er orkuverin snertir kem ur hér einnig til, að ef bygging þeirra væri stöðvuð, yrði ríkið skaðahótaskyl't við verktakana, sem sömdu um á sínum tíma að ljúka verkinu á tilskildum tíma og hafa búið sig undir það. Slíkar fram'kvæmdir verða að ganga eftir áætlun, ella verða all- ir aðilar fyrir stórtjóni. Þá standa togarakaupin nú fyrir dyrum og útvegun lánsfjár í því sambandi. Er þar um mjög háar fjárhæðir að ræða. Lán til hafnar- gerða hafa ekki komizt að ennþá vegna annarra þarfa. Um Ræktunarsjóð og Fiskveiða- sjóð og fjárþörf þeirra, til þess að mæta lánaþörf í haust, er það að segja, að það mál er óleyst, en ver ið er að reyna að leysa það ásamt hinum. Er þess fastlega vænzt, að þær umleitanir beri árangur í tæka tíð, en yrði ekki svo, þá yrði samt að finna leiðir til þess að hægt væri aö afgreiða lán frá þessum stofnunum nú í haust svo sem ver- ið hefir. En ef ekici kemur til er- lent fjármagn, mundi fé ti'. þess verða að takast á þann hátt, að það hlyti að auka verðbóiguna og þar með auka vandann i efnahagsmal- unum. Takist að útvega fé til þess að greiða kostnaðinn v.'ð þessar fram- kvæmdir í ár. þá kemur strax upp spurningm um það, hvernig útvega skuli fé til þeirra næsta ár. Ekkert svnir hetar að ihiau viti en þær upplýsingar, sem ég hefi nú gefið varðandi þessar fram- kvæmdir og fjáröílun til þeirra, hve teflt befir verið og teflt er á tæpasta vað í efnahagsmálum landsins og þjóðarhúskap yfir höf- uð. Um útvegun lánsfjár Hlýtur sú spurning að vakna í hugum allra hugsandi manna, hvort hægt sé að halda svo áfram sem gert hefir verið. Hvort mögu- legt sé að faalda uppi jafn stórkost- legri heildarfjárfestingu og gerfc hefir verið undanfarið. Hvort hugs anlegt sé, að erlent lánsfjármagn sé fáanlegt í nógu stórum onæli til að slíkt sé unnt. Hvort óhætt mundi vera að taka svo stór erlend lán ár eftir ár, sem til þess mundi þurfa. Og þá vaknar síðast en ekki sízt sú spurning, hvort þjóðin vill minnka eyðslu sína svo, að hún geti kostað ennþá meira af þessari fjárfestingu sjálf af tekjum sínum en hún gerir nú, og þá með hvaða hætti slíkt ætti að komast í fram- kvæmd. Sumir tala e.ns og hægt sé fyrir þjóð eins og íslendinga að fá að láni erlendis fjái-magn eins og hún vill. En ég held, ?ð mönnum hljóti að verða ljósara cg ljósar.i, hvern- ig ástatt er í þessum efnum Sannleikurinn er sá, að í flest- öllum löndum eru gífurlegar verk- legar framkvæmdir, eins konar fjár festingarkapphlaup. , Þetta fjárfestingarkapphlaup hef ir í för með sér verðbólgu í flest- um löndum, en verðbólguþróunin veldur því, að minna safnast fyrir (Framhald á 8. síðu.)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.