Tíminn - 17.10.1957, Page 6

Tíminn - 17.10.1957, Page 6
6 T í MIN N, fimmtudaginn 17. október 195?» Útgefindl: Frai«séfc:íierfi«k&9»rt»ðv Bltctjðrar: Haukur Snornmon, Þórtrfsus IWrisVrsa**: »«&■ Skrifstofur i Edduhúaimí viB LisdarSÍSu Símar: 18300, 18301, 18302. ÍSSC*, 1S2S4 (ritstjórn og bla8am«»s}- ▲uglýsingaslmi 19523, afgrelBsreMatí 1S83S, Prentsmiðjan EDDA W Ríkishúskapurinn I FJÁRLAGARÆÐUNNI í gær rifjaði Eysteinn Jóns- son fjármálaráðherra, upp ummæli, er hann viðhafði, er gengið var frá fjárlögum yfirstandandi árs á Alþingi í vetur er leið. Hann sagði þá m.a. um tekjuáætlun f j árlaganna: „ . . . Þessi tekjuáætlun er byggð á reynslu yfir- standandi árs og miðuð við aff innflutningur á nggsta árí verði svipaður því, sem hann er í ár. Má það í raun- inni telja furðu djarfa á- ætlun, að gera ráð fyrir slíku eins og ástatt er um gjaldeyrismálin. Það er sem sé augljóst, að það er flutt meira inn en hægt er aff borga, og þess vegna þarf aukna framleiðslu og aukn- ar þjóðartekjur til þess að þetta fjárlagafrumvarp standist í framkvæmd- inni . . . “ Ríkisstjórnin taldi samt fært að leggja slíka áætlun fram Vegna þess, að þá var nýbúið að gera ráðstafanir til aðstoðar sjávarútvegin- um, sem gera varð ráð fyrir aff leiddi til aukinnar fram- leiffslu og meiri þjóðar- tekna en áður hafði verið. Hins vegar taldi hún tillög- ur stjórnarandstöðunnar, um að hækka tekjuáætlun- ina verulega, og prjóna upp útgjaldatillögur á slíkum grundvelli, ábyrgðarlaust yfirboð og hafnaði þeim. Reynslan hefur nú fellt sinn dóm um þessi viðhorf. Hún hefur sannað, að fyrir ráðstafanir ríkisstjórnarinn- ar var gerð öflug tilraun til að efla frámleiðsluna. Útgerð leit þaö vænlegar út en áffur, að þátttaka jókst, fleiri bátar sóttu á miðin, aukín viðbúnaður var í landi. Tilkostnaður allur auðvitað meiri en undan- farin ár. En svo bregst afli verulega á vetrarvertíð. Sam kvæmt frásögn kunns út- geröarmanns í Morgunblað- inu, skorti 20% upp á meðal afla á bát. Síldarvertíð reynd ist heldur ekki eins happa- sæl og vænzt hafði verið, einkum er gjaideyrisútkoma á síldveiðunum mun lakari en á s.’ 1. ári, minni saltsíld og magrari síld. í bræðslu. Fyrir þjóðarbúskapinn er heildarútkoman, að gjald- eyristekjurnar lækka raun- verulega, en gjaídeyris- eyðsla í sambandi við fram leiðsluna hefur aukizt. Giald eyristekjur af varnarliðs- framkvæmdum hafa og minnkað. Af öllu þessu sprettur, að innflutningnr hefur dreaizt saman og tekj ur rikissióðs minnkTiff, og þeir efnahagslegu erfiðleik- ar, sem við er að stríða, eru að nokkru leyti erfiðari en fyrr, eins og fjárlagafrum- varpið ber og með sér. Þetta eru aðstæðurnar, sem fyrir ligga og ljóslega voru raktar i hinni yfirgrips miklu fjárlagaræðu í gær- kvöldi. Stjórnarandstaðan fær heldur bágborna eink- unn fyrir frammistöðuna í ljósi þeirra. Skýring hennar, sú eina, er hún kann, — allt stjórninni að kenna — dugar ekki fyrir heilbrigt fólk. Hún er þvættingur, mark- leysa. Stjórnarandstöðunni ber auðvitað að segja þjóð- inni, hvernig hún hefði staff ið að vandamálum fram- leiðslunnar um s. 1. áramót, ef hún hefði mátt ráða, og henni beri að sýna fram á, að hennar stefna hefði fyrir byggt gjaldeyriserfiðleika og þann halla hjá ríkissjóði, sem nú er fram kominn. Eng in slík rökstudd gagnrýnj hefur sést í nokkru íhalds- blaði; Sjálfstæðisflokkurinn hefur enga stefnuskrá birt í efnahagsmálum, engar til- lögur flutt, sem heitið geti að fjalli um það mál, síðan Ingólfur á Hellu vildi láta borga niður vísitöluna um árið, án þess að hafa þó nokk urt fé til þess eða leggja fram nokkra tillögu um, hvernig ætti að afla þess. ÞJÓÐIN er orðin þreytt á svikabrígslum Sjálfstæðis- foringjanna. Þeim hefur ger- samlega mistekizt að telja fólki trú um, að erfiöleikarn ir séu núverandi stjórnarvöld um að kenna. Öll þjóðin veit, að stjóm Sjálfstæðisflokks- ins skyldi eftir óreiðuvíxla fyrir mörg hundruð milljón- ir, hún hljóp frá framleiðslu í stöðnun, og sjávarútvegi „á hvolfi“. Þrátt fyrir mikla ut- anaðkomandi erfiðleika, of- an á þá bagga, sem íhaldið eftirlét, hefur tekizt að halda framleiðslunni gangandi, spyrna gegn hækkun fram- leiðslukostnaðar og hrinda áfram fjölmörgum þjóðnauð synlegum framkvæmdamál- um. Hins er ekki að dyljast, að vandamálin eru mörg og erfiðleikar, sem upp hlaðazt, eru miklir. í fjárlagaræð- unni var þjóðinni birt stór- fróðleg skýrsla um ástandið. Þaff er ekki til mikils mælst, að menn kynni sér efni henn ar rækilega, og reyni að mynda sér sjálfstæða skoðun á því hvernig bezt verði tek ið á málunum. Svikabrígsl í- haldsins verða engum til gagns, ekki einu sinni þvi siálfu. Aukin upplýsing um efnahagsmálin og raunhæf og ábyrg afstaða er það, sem þjóðin þarfnast mest. Síldogstjómmál SÍLDveiðin í Faxaflóa hefur brugðizt það sem af er. Nú er orðið það áliðið, að aflaleysið veldur vaxandi á- hyggjum. Um þetta ieyti í fyrra var orðin góð síldveiði; nú er ekki einu sinni til síld hyggjuefni auk þess, sem afla í beitu hér á Suðvesturlandi. Er það út af fyrir sig ærið á leysið í heild eykur enn gjald eyriserfiðleika. ERLENT YFIRLIT: kalda stríöið !na aftur? Margt bendir til, a<S Rússar séa aí taka upp óvægnari stefnu New York, 13. okt. Það álit virðist nú vera að styrkjast meðal margra þeirra blaðamanna, er bezt fylgjast með alþjóðamálum, að kalda stríðið muni miklu fremur harðna næstu mán- uðina en hið gagnstæða. Þessa skoðun sína byggja þeir á því að valdhafar Sovétrikjanna herða nú hvarvetna áróðurssókn- ina gegn Vesturveldunum, og þó fyrst og fremst gegn Bandaríkja- mönnum. Ekki sízt er það áber- andi á þingi S.þ., að rœður Rússa hafa verið enn harðari og óvægn- ari síðustu vikuna, en áður, eða síðan rauða tunglinu var hleypt af stokkunum. Blaðamenn þeir, sem hér er vitn að til, telja það hafa verið að skýrast betur og betur seinustu mánuðina, að valdhafar Sovétríkj- anna ætluðu að taka upp harðari og ósáttfúsari stefnu gagnvart vesturveldunum, a.m.k. um nokk- urt skeið. Fyrstu merki þessa hafi verið för Krustjoffs til Austur- Þýzkalands í sumar, en þar árétt- aði hann mjög kröftuglega, að i Rússar myndu ekki fallast á sam- einingu Þýzkalands, nema á þeim grundvelli, sem þeir hefðu lagt til. Næsta merki um þetta var svo hin eindregna synjun Rússa á til- lögum Vesturveídanna í undir- nefnd afvopnunarnefndar S.þ. — Seinasta, og ef til vill gleggsta merkið, kom svo í seinustu viku, þegar Krustjoff átti viðtal við blaðamann frá „New York Times“ og notaði það tækifæri til að ráð- ast hastarlegar á Bandaríkin en hann hefur áður gert. í fyrsta lagi ásakaði hann Bandaríkin fyrir að hafa reynt að fá Irak og Jórdaníu til þes að ráðast á Sýrland, en þegar það hefði ekki tekisft, hefðu þau reynt að fá Tyrkland til þess. f þessu sambandi hafði Krustjoff svo í frammi stórorðar hótanir í garð Tyrkja. í tilefni af þessu hefur Bandarikjastjórn nú gefið út sérstaka orðsendingu, þar sem hún mótmælir ásökunum Krust- joffs, og lýsir jafnframt því yfir, að hún muni koma Tyrklandi til hjálpar, ef það verði fyrir árás. í kjölfar þessa hafa svo fylgt í seinustu viku miklu harðorðari ráeður Rússa á þingi S.þ. en þeir hafa áður haldið um langt skeið, jafnvel ekki síðan á tímum Kóreu styrjaldarinnar. GROMYKO Samkvæmt fi'ásögn Mbl. og Vísis, er gjaldeyrisskort- urinn, sem stafar m. a. af aflaleysi á vetrarvertíð, rík isstjórninni að kenna. I-Ivern ig væri að byrja nú á því að kenna henni um aflaleysið á síldarmiðunum? Það væri í algeru samræmi við hinn fyrri málflutning. DULLES AÐ SJÁLFSÖGÐU eru gefnar nokkuð mismunandi skýringar á því, að stjórn Sovétríkjanna virð- ist vera í þann veginn að herða áróður sinn og gera kalda stríðið kaldara, eins og sumir blaðamenn orða það. Ein skýringin er sú, að valdamenn Sovétríkjanna tclji sig standa sérlega vel að vígi eftir að hafa sigrað í-samkeppninni um gerfitunglið, og því hyggist þeir með því herða áróðurssóknina, og getað snúið ýmsum hlutlausum eða óháðum ríkjum á sveif með sér eða a.m.k. fjarlægt þau vestúrveld unum. Einkum gildir þetta þó um löndin í Asíu, þar sem Vesturveld in standa höllum fæti. Bretar voru búnir að skapa sér þar verulegt traust með þ\d að veita nýlendum sínum þar sjálfstæði, en eyðilögðu það svo aftur með árásinni á Eg- yptaland. Bandaríkin unnu sér hinsvegar verulega tiltrú í Asíu með framgöngu sinni í Súezdeil- unni, en hafa síðan haldið svo ó- klóklega á Eisenhowerkenning- unni svonefndu, að sú tiltrú er að mestu eyðilögð aftur. Þessu til við bótar er svo Chiang Kai Shek þeim óheppilegur fylgisveinn í Austur- Asíu. ÞAÐ ER vel líklegt, að framan greindar ástæður hafi ýtt undir stjórn Sovétríkjanna að fara inn á þá braut, að herða áróðurssókn- ina og kalda striðið. En jafnframt er sú skýring, sem margir halda fram, einnig sennilcg, að ástandið heima fyrir og i leppríkjunum liafi ýtt undir valdhafa Rússa uin að fara inn á þessa braut. Kruts- joff og fylgismenn hans, sem í bili hafa völdin í Sovétríkjunum, geta engan veginn talið sig Irausta í sessi. Þeir þurfa áreiðan lega að fá nokkurn tíma til að styrkja aðstöðu sina. Ný uppreisn í Póllandi eða Ungverjalandi gæti riðið þeim að fullu, hvað þá hcld- ur ef meira tæki að bera á óánægju í Sovétríkjunum. Fyrir Krustjoff og félaga hans gæti fylgt því of- mikil áhætta að sinni, að endur- lífga Genfarandann og veita tilslak anir í lepprikjunum, i samræmi við það. Fyrir Krustjoff og fylgis mcnn hans er það því sennilega öruggast eins og sakir standa, að fylgja út á við hinni hörðu og ö- sáttfúsu „línu“ þeirra Stalins og Molotoffs. ÞÓTT niðurstaðan verði sú, eins og nú eru horfur á, að stjórn Sovétríkjanna herði áróðurinn og kalda stríðið, táknar það vitan- lega ekki það, að hún æski styrj- aldar. Það væri alrangt að skýra þessa framkomu hennar á þann hátt. Hinu er hinsvegar ekki að neita, að aukið kalt strið eykur stríðshættuna. Hættan er þá meiri á því, að einhver þau mistök geti átt sér stað, sem hafi í för með sér styrjöld, þótt báðir aðilar hafi í raun og veru viljað forðast hana. Fyrir slíku eru ýmis dæmi úr sög- unni. a Önnur hætta er nú einnig tals- vert rædd í þessu sambandi. Ilún er sú, að hugsanlegur árásaraðili hefji takmarkaða styrjöld í trausti þess, að ekki verði beitt kjarnorku vopnum til að stöðva hana, þar sem beiting þeirra myndi leiða (Framhald é 8. níðu. I Arkitektúr, séöur á gönguferð. FYRIR skömmu birtist í Tíman- um samtal við arkítekt, Guðmund Kristinsson. Guðmundur er orð- var og gagnrýni hans hófleg. Sam taiið gefur tilefni til að benda á nokkrar staðreyndir, segir í bréfi frá E. „Fáir einstaklingar hafa ;iafn sterka aðstöðu til mótunar á um- hverfi manna og þeir, sem fjal’.a um byggingarmál. Mætti ætla að þeir sýndu fulla ábyrgðartilfinn ingu í starfi. Stutt gönguforð um bæinn gefur þó tilefni til að á lykta það gagnstæða. í Miðbænum, sem við höfum flest daglega fyrir augunum, eru allmörg gömul hús, byggð úr timbri og járni. Mörg þessara húsa eru vel gerð frá byggingar- sögulegu sjónarmiði. Þeir sem teiknuðu, virðast hafa tekið fullt tillit til byggingarefna, leitað að eðlilegri lausn og fundið hana. Og hvernig hefir svo verið farið með þessi hús? Það heíir verið klastrað við þau, ofan á þau og utan ólíkum formum, fjarskyid- um efnum. Þeim fækkar á hverju ári gömlu húsunum, sem bera upprunalegan svip. Sum eru klædd að utan með nýjum cfn- um, kvarsi og timbri og verða hjákátleg i þessum búningi." Rjómatertustíll í úthverfuni. „HVERNIG er þá um að litast i úthverl'unum, þar sem kynslóð háskólamenntaðra arkítekta hefir verið að starfi og reist ný hús úr öðrum efnum við breyttar aðstæð ur frá grunni? Hafa þeir tekið tillit til efnisins, notfært sér tæknina á eðlilegan hátt og byggt húsin í nútíma stíl? Erfitt er að gera sér í hugarlund hvert fyrir- myndir húsanna við Ægissiðu eru sóttar. Útskotin og tildrið, sem hrúgað er utan á þessi hús. eru þannig, að helzt gæti birzt í liug- arástandi manns, sem hefir ofsa- legan hita. Stundum virðast hug- myndirnar sóttar í byggingarlíst genginna kynslóða í fjarlæaum lör.dum. Kinverskar „pagóduf", egypzkur dyraumbúnaður, síl- hvassar burstir á steinhúsum. Svalir og handrið minna á spraut aðar tertur, og hér og lrvar hef- ir verið reistur járnsleginn pýra- mídi ofan á þessa neðri dýrð“. Þetta eru steinbús — ekki dægurfiugur. „EIN AF ÞEIM kröfum, sem ó- hætt er að gera til arkítekta er sú, að þeir taki fullt tillit til um- hverfisins, einkum þegar byggt er í halla. Á þetta við í Laugar- ásnum og viðar í austurhluta bæj arins. Sum húsanna í þossum hverfum prjóna eins og ólmir hestar í brekkunum, eii önnur leggjast með þakiínu upp með brekkunni og stoðar þá lítt að ryðja frá þeim, eða bera að þcim mold og skarn eftir því sem til hagar. Vansmiðin er augljós eftir sem áður. Jarðýtutönnin, sem nokkrir arkitektar hafa lagt til á þitkin á nýbyggingum víðs vegar í bícn um virðist nokkuð váfasöm til frambúðar. Og svo er um bygg- ingamálin í heild. Menn eyða mestum hluta af lífi sínu ivuú.í husum eða meöal þeirra. Þau á- kvarða hreyfingar, skapi vénjur, þægindi, óþavgindi. Hiifundár þeirra eru ekki að semja d: .'giir- lög. Verða þeir að taka' 1iU.it 'til þess.“ — Höfundur'er hvassjrtur, en ekki að ástæðulausu. Þetta er umhugsunarverð hugvekja. — Finnur.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.