Tíminn - 14.11.1957, Page 2
2
T f MIN N, fimmtudaginn 14. nóvember 1951»
Þetta er ekki bók haturs heldur
harma, segir Eggert Stefánsson
FjorSa bindi af Lífií og ég komií út og fjallar
um iýSveldisstofnunina 1944
í gær ræddu blaðamenn við heimsborgarann og föðurlands-
vininn Eggert Stefánsson. Fjórða bindið af Lífið og ég er
komið í bókaverzlanir með undirtitilinn „Nýtt ríki í fæðingu“.
Seint i mánuðinum fer Eggert til Ítalíu, en Ítalía hefir verið
hans annað heimili í áratugi. Hann býr í Schio í Feneyjahér-
aðinu. en kona hans, sem ekki kom með honum til íslands að
þessu sinni, hefir verið lasin að undanförnu og sagði Eggert,
að hann hraðaði för sinni til Sehio af þeim sökum. Annars
kvaðst hann þeirrar skoðunar, að hvergi væri betra en á ís-
landi í skammdeginu. Þá væru miklar stemningar í loftinu
og álfakóngurinn væri alls staðar nálægur.
Eggert hefur verið hér lieima
síðan í april í vor. Hann sagði
að gengið sumar hefði verið það
yndislegasta, sem hann hefði lifað
á íslandi og hann hefði aldrei séð
ísland fegurra en nú og aldrei lið
ið hér betur en nú. Reykjavík
hefði verið ákaflega fögur í sumar
o^ sér hefði ekki liðið eins vel
swan hann var í föðurgarði.
Háa C-Íð
Þá hafði Eggert góð orð að
segja um óperuflutninginn í Þjóð
í þessu húsi bý
leikhúsinu. I-Iann kvaðst liafa ver
ið mjög hrifin af flutningi Toscu
og bó einkum hrifizt af ágæti unga
söngfól'ksins. Við ættum nú söng
'konu á stóran heimsmælikvarða,
Guðrún Á. Símonar. Takið eftir
Guðrúnu, sagði Eggert, hún verður
heimsfræg. Þá var fíggert mjög
hrifin af „Cosi fan tucte“. Þannig
á að flytja slík verk, sagði hann.
Þetta er ekki spurning um liáa
C-ið, þetta er spurning um að vera
„rókokk“, vera eins og verikið og
tími þess. Þá fór Eggert nokkrum
orðum um Kirsjuberjagarðinn ei't
ir Tsjekoff, sem nú er verið að
sýna. í Þjóðleikhúsinu — kirsju
berjarunnan, eins og hann sagði
að sér hætti stundum til að kalla
leikinn.
„Veit þá engi ..."
Eggert sagðist ekkert hafa að
segja varðandi hina nýútkomnu
bók. Við skulum láta aðra tala
líka, sagði hann. Ég færi hana
n . þjóðinni til að dæma um hverju
megin kurteisin var í þessu heið-
ursmáli (aðskilnaðinum við Dani).
Eins og fyrr segir, þá er þetta
fjórða bindið af „Lífið og ég.“
Það fjallar um fæðingu lýðveldis
ins ísland. Það er föðurlandsvin-
urinn sem stýrir pennanum; mað
urihn sem hefir gjarnan yfir ljóð
Jónasar „Veit þá engi að eyjan
ih.víta“, og finnst nú lítið orðið eft
ir af þeirri karlmennsku og ögrun
við mótlætið, sem var aðali þeirra
manna, er í fyrstu risu upp og
heimtuðju ísland frjálst. Og Egg
ert undirstrikar: Þetta er ekki bók
haturs, heldur harma; þetta er bók
tilfinninganna og ærunnar. Seinna
íalar Eggert um menningu,
évrópíska menningu og um það
að berá höfuðið hátt.
Ekkerf persónulegt
óvildarmerki
í . síðasta kafla bókarinnar, sem
nefnist Játning mín og er einskon
ar eftirmáli, segir Eggert: „Þess
ir ménn, sem þurftu að leika sitt
hlutverk á stundu örlaganna voru
allir góðkunningjar mínir eða vin
ir, sem ég virti og hafði ukkert
annað en gott um að segja. Þeir
höfðu miklu betri skilning sökum
menntunar sinnar og lífsreynslu
að setja sig inn í hugsanagang
minn í máli þessu en margir svo
Eggert í Ítaiíu.
kalla'ðir samherjar mínir, og þeir
virtu aðstöðu miKa.
Ég minnist með þakklæti ým
issa vínahóta, sem fyrsti forseti
lýðveldisins sýndi mér, og hann
lét mig skilja, að hann mat mína
hreinu afstöðu í skilnaðarmálinu.
Eins reyndist fyrrv. forstæisráð
herra Stefán Jóh. Stefánsson mér
persónuiega mjög vel, og minnt-
ist ég þess með ánægju.
Einnig stend ég í þakkarskuld
við menntamennina fyrir bók-
menntaafrek þeirra og listamenn
ina, sem þarna voru í andstöðu,
fyrir ritsmíðar þeirra og listaverk,
sem oft og tíðum stytta mér stund
ir.
Þetta hugarsmíð mitt við lýð-
veldisstofnunina 1944 hafði því
ekkert persónulegt óvildarmerki,
heldur var hugurinn hjá fornum
kynslóðum og píslarvottum frels
isins á öllum öldum, og ég valdi
þá og þeirra málstað fyrir vini.
Því er þetta ekki bók haturs,
heldur harma.
Eftirtektarverð bók
Eins og undirtitillinn ber með
sér, þá er þessi bók Eggerts um
þær hræringar, sem verða í kring
um sambandsslitin við Dani árið
1944. Eggert fylgdist að sjálf-
sögðu gjörla með þeim málum,
eins og öllu öðru, er varðar ísland
veg þess og framtíð. Á einum stað
í bók sinni kemst hann svo að
orði, að hjartað hafi verið sett í
nefnd. Það hefur áreiðanlega ekki
verið hjarta Eggerts, því honum
lætur bezt að fara eigin götur og
túlka ' sjónarmiðitt út frá sinni
persónulegu reynslu og sjónarmið
um. Marga mun áreiðanlega fýsa
að lesa þessa bók. Eggert skrifar
mjög myndríkt og snjallt mál og
Eggert Stefánsson
tekur karlmannlega á viðfangsefn
inu hverju sinni, þótt mýkt og
kurteisi heimsborgarans sitji þar
í fyrirrúmi.
Gislarnir frá Calais
Hér á eftir fara nökkur orð,
sem Eggert lét falla um handrita
málið í útvarpsviðtali á sunnudag
inn.
„Annars má ég benda yður á
dálítið í sambandi við handrita
málið, þetta sem Danir óska ekki
að skila?
Ég sé í dagblaðinu Tímanum
útdrátt úr grein danska ráðherr
ans Viggo Starke, þar segir: „Vitn
ar hann í erfðaskrá Árna Magnús
sonar og reynir að skjóta fótuin
undir þá fullyrðingu, að Danir
hafi raunverulega bjargað hand
ritunum frá glötun.“
Spurningin er því þessi. Frá
hvaða glötun björguðu Danir hand
ritunum? Hafið þér hugsað um
það?
Var það ekki frá ástandinu á ís
landi í margar aldir, sem „kolleg
ar“ hæztvirts ráðherra frá þeim
tímum stofnuðu til á íslandi, þar
sem ísland undir nýlendustjórn
Dana, allar miðaldirnar, var svo
rúið og hrjáð, að jafnvel helztu
embættismenn þjóðarinnar lifðu
við þann liúsakosf, eins og sést
í mörgum annálum frá þeim öld
um, sem ekki einu sinni svínum
þætti samboðið að hýsast í.
Við sjáum því þá hryggðasjón,
að íslendingar eru svo sokknir í
eymd og vonleysi, að beztu ís-
lendingar þessara tíma rétta fram
dýrmætustu gersemar sínar —
handritin — af frjálsum vilja til
kúgara sinna, sökum vonleysis
þeirra á framtíð eða endurreisn
þessa lands eftir aðferðir Dana
hér í margar aldir.
Engum þeirra dettur í hug, eða
veit kannske að það er árangurs
laust að segja við ráðamenn kon
ungs: „Væri ekki hægt að byggja
eins og „portnerloge“ — litla
vatnshelda stofu á íslandi undir
dýrmætis handrit, sem eru að far
ast sökum þess að ekkert hreysi
er á íslandi til, sem vatnshelt“.
Nei — enginn íslendingur dirf
ist þess.
Hann sér enga framtíð þá öll
von hefir verið barin úr honum.
Engan dreymir um, að á 20.
öldinni reisa íslendingar glæsi-
legan háskóla, þar sem ágætir pró
fessorar geta sér frægðar fyrir
rannsóknir sínar á handritunum
og þar.sem útleudingar koma til
að njóta handleiðslu þeirra.
Nei, engan dreymdi þá um hina
andlegu endurfæðingu íslendinga,
er fylgdi með frelsisbaráttu þeiiTa
frá seinni öldum.
Sagan um lærdómsmennina,
sem vilja flytja jafnvel sjálfstæðið
út. Sagan endurtekur sig.
Þessi kúgun ándans, lika hjá
okkar þjóð, minnir mig á minnis
merki Rodin yfir gislana frá Cala
is. — Þessa átankanlegu mynd af
nðurlægingu.
AUGLfSIB I TIMANUII
'■íTí- Í ■ M I ' N '. W «•
Leppstjórn Kadars hneppir þekkta
ungverska rithöíunda í íangelsi
„Réttarhöldin“ fóru fram fyrir luktum dynrni
— almenningur vissi ekki um þau fyrr en dóm-
arnir höfðu veriíi birtir
NTB Bude.pest, 13. nóv. — Dómstólar Kadar-stjórnarinnar
dæmdu í dag hinn þekkta 63 ára gamla ungverska rithöfund
Tibor Dery í 9 ára fangelsi, en rithöfundarnir Gyula Hay,
Tibor Tardos og Zoltan Zeer fengu sex ára, þriggja ára og
18 mánaða fangelsisdóma.
í opinberri tilkynningu um rétt-
arhöldin og dómana segir, að Dery
hafi verið fundinn sekur um að
hafa unnið að því að steypa stjórn
landiSins af stóli. Gu.vala er borinn
sömu sökum, en Ijóðskáldið Zoltan
Zeer og blaðamaðurinn Tardos eru
sakaðir um að hafa rekið áróður
gegn stjórnarvöldunum. Fréttarit-
arar í Budapest telja, að dómar
þessir séu mun mildari en búizt
hafði verið við af Kadar-stjórn-
inni.
Fréttaritarar minna á, að fyrr
á þessu ári voru fjölmargir rit-
höfundar dæmdir í margfalt
lengri fangelsisvist fyrir sömu
sakir.
Orðrómur staðfestur.
Margir eru þeirra skoðunar, að
dómar þessir séu staðfesting á
þeim orðrómi, að leppstjórrún
hefði lofað að milda mjög dóma
nokkurra ungverskra rithöfunda
gegn því að félagar þeirra, sem,
ekki voru þegar komnir í dýflissur
kommúnista, beittu sér fyrir því,
að binda endi á „þögla verkfall:ð“.
fræga.
Réttarhöldin fóru fram fyrir
luktum dyrum og hafði ekkert ver
ið tilkynnt um þau fyrr en dám-
arnir voru birtir.
Dulles boðar banda-
Fjörugar umræður
(Framhald af 12. síðu).
að vitna í múhameðstrúarmenn.
Pótur lagði áherzlu á að Tryggvi
Þórhallsson hefði heft vínveiting-
ar. Ég mun ávall't verða honum
þakklátur, sagði Pétur, fyrir þau
viðbrögð, er hann sýndi.
Sagði Pétur. að Tryggvi hefði
sýnt sérstakan myndarskap með
því að láta ekki hafa vín um hönd
í veizlum síttum, sem þá voru flest
ar haldnar í ráðherrabústaðnum.
Sagði Pétur, að sér væri ekki kunn
ugt um að neinum hinna tignu
erlendu gesta á Alþingishátíðinni
hefði þótt miður, að þar var ekki
haft vín um hönd, heldur hefði
slíkt aukið á hróður lands og þjóð
ar og aukið stórlega virðingu lands
ins út á við. Þetta væri Tryggva
Þórhallssyni og forystu hans í þess
um málum að þakka. Þá hefðu
gist landið fleiri og tignari gestir
en nokkru sinni fyrr og síðar. Öðr
um ráðamönnum ætti að verða það
hvöt.að feta í fótspor Tryggva Þór-
hallssonar í þessu efni, sagði Pét-
ur Ottesen. Sagðist hann ekki
Skilja þann hugsunarhátt að vel-
gengni íslenzku utanrí'kisþjónust-
unnar væri undir því kornin, að
þar flyti vín um öll börð í sem
stríðustum straumum.
Berisýnilegt var, að margir þing-
menn, ekki síður en aðrir áheyr-
endur skemmtu sér nokkuð undir
þessum umráeðum, sem voru fjör-
mi'Mar um mál, sem ekki eru
flokkslega skiptar skoðanir um.
Enda voru skemmtileg tilþrif í
ræðum þeirra snjöllu og æfðu þing
skörunga, er þarna héldu uppi um-
ræöum.
Kafisáfaflati Rússa
(Framhald af 1. siðu).
að veita Evrópuþjóðunum tækni-
lega aðstoð í smíði kjarnorkukaf
háta til þess að reyna að jafna
hlutföllin gagnvart Rússum. Yrðu
Bandaríkjamenn að breyta lögum
þjóðþingsins á þá leið, að banda
rískum vísindamönnum yrði gert
kleift að hafa sem nánasta sam-
vinnu við starfsbræður sína í
öðrum frjálsum Iöndum.
rísku þjóðinni
frelsisskerðingu
Washington—NTB 35. nóv.: John
i Foster Dulles utanríkisráðherra
Bandaríkjanna sagði í ræðu í dag,
að svo 'gæti farið, að bandaríska
þjóðin yrði að gangast undir ýmsar
minniháttar frelsisskerðingar, ef
hún vildi komast fram úr Rússum
á sviði ýmissa hernaðarvísinda.
Nauðsynlegt væri að stórauka sam
vinnuna við aðrar frjálsar þjóðir,
fullvíst væri, að málið allt yrði
tekið til nákvæmrar athugunar
og afgreiðslu á ráðstefnu æðstu
manna NATO-landanna, sem hefst
í París síðari hluta næsta mán
aðar.
Þjóðarsorg
í Tékkóslóvakíu
Prag—NTB 13. nóv. Ríkisstjórn
Tékkóslavíu hefir gefið út fyrir
mæli um þjóðarsorg í landinu í
tilefni af andláti Zapototzky, for
seta. Nýjan forseta ver'ður þingið
að kjósa innan hálfs mánaðar.
Talið er, að Sirozky, núverandi
forsætisráðherra, muni verða fyrir
valinu.
Sjónvarp
í þágu íiskveiöa
Boston; Amerískir vísindamenn
hafa nú fundið aðíerð til þess að
hagnýta sjónvarp í þágu fiskveiða.
Aðferðin er' á þá lund að fiski
1 mennirnir geta úr skipi sínu séð,
hvort fiskur er í veiðarfærum
langt undir yfirborði sjávar eða
ekki. Getur þessi aðferð sparað
mikla vinnu, þar eð ekki þarf þá
að draga upp netin til að komast
að raun um, hvort afli er fyrir
hendi eða ekki.
Litprentuð mynd af Jónasi
Hallgrímssyni. Stærð 35x50 cm.
Tilvalin til útstillingar o. fl. í
tilefni af 150 ára afmæli skálds-
ins. — Fæst í
OFFSETPRENT H.F.
Smiðjustíg 11. — Sími 15145