Tíminn - 14.11.1957, Síða 6

Tíminn - 14.11.1957, Síða 6
6 T í M I N N, fimmtudaginn 14. nóvember 1957, Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb). Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu. Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304 (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasími 19523. Afgreiðslusími 12323 Prentsmiðjan Edda hf. | Ankning rannsóknarstarfsemi HÉR í BLAÐINU hefir að undanförnu mjög verið rætt um nauðsyn þess að hraða rannsóknum á líkleg- um möguleikum til að hag- nýta auðlindir landsins. Hin seinni ár hefir nokkuð miðað í þá átt að koma hér upp stóriðnaði. Áburðarverksmiðj an var byggð eftir að Fram- sóknarflokkurinn fékk tæki- færi í rikisstjórn til að vinna að því máli. Sements- verksmiðja er í smiðum, og mun verða lokið á næsta ári. Miklar framkvæmdir hafa verið gerðar í rafmagnsmál- um og athyglisverðar athug- anir hafa verið gerðar á auk inni hagnýtingu jarðhita, gufuorku og á efnavinnslu í því sambandi. Allt stefnir þetta að sama marki: Að gera atvinnulíf landsmanna fjölbreyttara og öruggara, og þjóðina óháðari öðrum þjóðum. UPPBYGGINGIN hér hin síðari ár, hefir hvílt á sjávarafla að mestu leyti, og á raunhæfu samstarfi við aðrar þjóðir, einkum Banda- rikin, sem af miklum stór- hug og skilningi hafa rétt mörgum þjóðum hjálpar- hönd í endurreisnarstarfi. Nokkur ástæöa er til að kvíða þvi, að sjávarafli geti orðiö stopull um sinn, og ekki verður til langframa treyst á beina fjárhagsað- stoð erlendra þjóða. Allt, sem eflir undirstöður at- vinnulífsins og eykur fjöl- breytni er því aðkallandi nauðsynjamál fyrir þjóðina eins og nú standa sakir. Að þessu er nú unnið, ekki sízt af þeirri ungu sveit vís- indamanna, sem tekið hefir forustu í ýmsum greinum hin seinni ár. En er nógu mikiö að gert, er starfað nægilega vel samræmt og skipulagt, gætum við gert betur? Um þetta er erfitt fyrir leikmenn að dæma, og hér skal enginn tilraun gerð tii þess, en áherzla lögð á nauösyn þess, að búa vel að rannsóknarstarfseminni og veita henni nægilegt svig- rúm. En svo vill nú til, að í síðasta hefti tímarits Verk- fræðingafélags íslands birtir ungur verkfræðingur grein einmitt um nauösyn þessa máls, og er fróðlegt fyrir al- menning að kynnast því við- horfi. Greinin nefnist: „Aukning rannsóknarstarf- . seminnar“ og er rituð af Haraldi Ásgeirssyni. Greinar höfundur lýsir þeirri skoð- un, að stórauka beri rann- sóknarstarfsemina í landinu, og telur að þess sjáist örugg merki í fiestum atvinnu- greinum, að skortur á rann- sóknum sé dýr. Stórmál, sem í eðli sínu eru tæknilegs eðl- is, hafa hlotið opinberan stuðning án þess að erund- vallaratriðum tækninnar sé 'nægur gaumur gefinn, að hans áliti, og telur hann þá reynslu uggvænlega. Síðan segir m.a. í þessari grein: „Tækniþróunin, og þó eink um þróunin í sambandi við hina síðari iðnbyltingu, er að mestu leyti árangur af skipulagsbundinni rannsókn arstarfsemi. Rannsóknirnar hafa verið og eru látnar leiða í ljós framleiðslu og samkeppnishæfni hverrar iöngreinar áður en til iðn- rekstursins er stofnað. Þann ig geta rannsóknirnar verið sú forsjá, sem kapp iðnaðar- ins ætti að byggja á“. SÍÐAN ER RAKIÐ, að rannsóknarstarf hér má heita eingöngu rekið fyrir opinbert fé, og þeim fjárfram lögum stjórna menn, er ekki hafa sérmenntun á tækni- legu sviði, sem eðlilegt er. Talið er að framlög ísl. ríkis ins til þessara mála alls séu 10—-15 millj. kr., eða 0,3— 0,5% af þjóðartekjunum. í Bandaríkjunum er tilsvar- andi upphæö 1,7% af þjóðar tekjunum, og gerir höfund- ur samanburð á þessum framlögum, en augljóst er þó, að þarna er mjög ólíkt saman að jafna af ýmsum ástæðum. Siðan segir á þessa leið í greininni: „Af þessum tölum sézt, að mikil áherzla er lögð á rann- sóknarstarfsemi í Vestur- heimi. Enginn skyldi heldur ganga þess dulinn, að fram- lögin eru gerð þar í tekju- öflunarskyni. Margra ára markviss þróun rannsókna- starfseminnar og hagfræði- leg skipulagning tæknimál- anna þar í landi, hefir vissu lega opnað íbúum þar leið til aukinnar hagsældar. — Auknar rannsóknir og vel skipulagðar, munu einnig hér á landi færa okkur aukna hagsæld. í stjórnarkerfi, eða kerfis- leysu þeirri, sem rannsókna- störfin í landinu búa við, eru að mínu viti, allmargar slæm ar veilur, sem nauðsynlegt væri að uppræta. í okkar fámenna byggðarlagi er þó ávallt nokkur hætta á því, að slíkur verknaður valdi persónulegum ádeilur og andúð. Mér er því efst í huga að óska þess, að mál þessi verði fljótlega tekin til um- ræðna af áhrifamönnum, sem með menntun sinni og starfsreynslu hafa öðlast innsýn í hagrænt gildi vís- indalegra rannsókna. í umræðum þessum þyrfti að felast: í fyrsta lagi, leit að leiðum til þess, að stórauka rann- sóknarstarfsemina, án þess að auka að sama skapi ríkisframlög til þeirra. í ööru lagi, gagnger viðleitni til þess að sameina rann- sóknastofnanirnar um yfirstjórn án ofstjórnar, og helzt að sameina þær um eitt hverfi, er síðar verði rannsókna- og tækniskólamiöstöö. í þriðja lagi, íhugun á því, Stokkhólmsbréí til Tímans: Umræður um Nóbelskáld í Svíþjóð í tilefni verðlauna og Brekkukotsannáls Síðasta skáldsava Laxness er lofuð, en talin standa ötirum verkum nokkuÖ aÖ baki Stokkhólmi, 7. nóv. '57. Um miðjan síðast liðinn mánuð úthlutaði sænska akademían nóbelsverðlaun- um í bókmenntum fyrir ár- ið 1957. Eins og kunnugt er hlaut franski rithöfundurinn Aíbert Camus þau að þessu sinni, „för hans betydelse- fulla författerskap, som med skarpsynt allvar belyser menskliga samvetsproblem i vár tid" eins og akademían orðar það á sinn bóklega háft. Eins og af lfkum lætur er Camus löngu nafnkunnur höfund- ur í Svíþióð. Öll helztu verk hans hafa verið þýdd á sænsku, nú síð- ast La chute — Hrapið — sem út kom snemma á þessu ári og hlotið hefir mikið lof. En þessari verð- launaveitingu til hans hefir eng'an veginn verið tekið með einróma fögnuði. Margir hinir helztu gagn- rýnendur hafa þvert á móti látið í ljós vonbrigði vfir að ekki skyldi annar franskur höfundur — André Malraux — verða fyrir valinu og telja hann tvímælalaust fremsta mann franskra bókmennta í dag. Sjálfur hefir Camus í blaðaviðtöl- um látið í ljós mikla aðdáun á Malraux, og áður en verðlaunun- um var úthlutað kvaðst hann þess fullviss, að þau myndu falla í skaut honum, þótt annað yrði uppi á teningnum, er til kastanna kom. Og að sjálfsögðu hafa fjölmargir höfundar aðrir verið tUnefndir sem verðir nóbelslauna, ekki síð- ur en Camus og jafnvel fremur honum. En slíkar bollaleggingar koma fyrir lítið, akademían hefir kveðið upp úrskurð sinn og orði hennar verður ekki haggað frem- ur en boðum drottins sjálfs. Að vísu dregur enginn í efa verð leika Camus, allir ljúka upp cin- um rómi um að hann sé í hópi hinna mikilhæfustu höfunda. En eru þessir verðleikar nægjanlegir? Hafa ekki aðrir höfundar óverð- Iaunaðir skapað meiri verk sem fremur eru verðlauna verð? Er Camus svo mikilhæfur, að honum sé skipandi á bekk með hinum alfremstu höfundum? Það eru spurningar, sem þessar og aðrar áþekkar, sem hafa bögglazt fyrir brjósti ýmissa bókmenntasinnaðra manna, hvort sem þeir hafa látið ljós sitt skína um þær opinberlega eður ei. Og ýmsir hafa orðið til að svara neitandi: Camus hafi ekki átt verðlaunin ckilin. Þetta orðaskrap var helzt liaft í frammi fyrstu dagana eftir út- hlutunina, en nú er langt um liðið sáðan og málið að sjálfsögðu fall ið í þagnargildi að sinni. En í næsta mánuði kemur Camus hing að sjálfur ásamt sinni frú að vitja verðlaunanna, og verður þá vænt anlega mikið um dýrðir að vanda. Hann er níundi frakkinn sem verð launin hlýtur og næstyngstur nób elsverðlaunahöfunda hingað til. Aðeins Kipling hlaut verðlaunin yngri að árum. Upphæðin sem Kalldór Kiljan Laxness hann fær í vasann í næsta mánuði nemur 208 þúsund krónum 82 aur um. Það er óneitanlega laglegur skildingur, og víst_ er sorglegt ef summan hefur lent á skökkum stað. Eina huggunin harmi gegn að slíkt hefur víst komið fyrir áður. Annað nóbelsskáld En Albert Camus er ekki eini nóbelshöfundurinn sem borið hefir á góma hér í landi í seinni tíð. Annar höfundur sem hlotið hefur sama sóma hefir einnig komið til umræðu, og ætti sá að vera ís- lendingum nokkuð kunnari hinum fyrri. Brekkukotsannáll Halldórs Kiljans Laxness er nýkom- in út í sænskri þýðingu, og hafa umsagnir um bókina birzt í blöð- um síðustu dagana. „Tidens gáng í Backstugan“ heitir verkið á sænsku, og þýð- andi er Ingegerd Fries sem áður mun hafa þýtt fleiri af bókum Laxness. Undirritaður hefir enn ekki átt þess kost að lesa bókina í þýðingunni svo að hér er ekki unnt að gera neinn samanburð við frumtextann, en þýðingin mun þykja vel af hendi leyst. Útgefandi bókarinnar er Rabén og Sjögren. Umsagnir ritdómenda um bók ina . hafa yfirleitt verið hinir lof legustu svo sem við var að búast. Nokkuð er þó misjafnt hversu mcnn vilja túlka bókina og hve rækileg skil henni eru gerð. Flest ir leggja áherzlu að verkið fjalli fyrst og fremst um listina og lista manninn, köllun hans og örlög, sé jafnvel að einhverju leyti byggð á lífi og reynslu skáldsins sjálfs. En sú persóna verksins sem mest virðist hrifa hina sænsku ritdóm endur er þó hvorki alheimssöngv arinn Garðar Hólm né frændi hans, Álfgrímur, heldur „hann Björn afi minn 1 Brekkukoti", sá sem kannski er sannastur fulltrúi hins eina hreina tóns í þessu marg slungna verki. Og munu víst fleiri hafa sömu sögu að segja, enda geta þetta ekki heitið merkileg tíð indi. En þótt bókin hljóti lof finnst mörgum hún standa fyrri verkum skáldsins nokkuð að baki. Þannig segir Knut Jaensson í Dagens Ny hetcr:: ,,0g hvað gerir Laxness í Brekku kotsannál annað en syngja yfir þeim sem ekki eiga sér neitt and Iit, Eins og hann hefir gert marg sinnis áður, fyrst og fremst í sagnabálkinum um Ólaf Kárason. Og sé bókin um Ólaf Kárason meira verk en þessi — og þeirrar skoðunar er ég —ber að minnast hins að hún er í flokki þeirra verka — sem kannske eru ekki alltof mörg — sem maður gæti freistað til að kalla hinar mestu skáldsögur vorar aldar.“ Ástæðulaust er að rekja ítar lega allar umsagnir sænskra rit dómenda um þetta síðasta vcrk Laxness í þessum pistli. Þó er freistandi að geta að lokum rit- dóms skáldsins Arturs Lundkvists (Framhald á 8. síðu.) hvernig hægt sé að fjölga svo þjálfuðum og mennt- uðum starfskröftum við rannsóknirnar að þróunin geti þess vegna orðið eðlileg“. AÐ LOKUM er nefnt, að markmið greinarinnar sé að vekja athygli á þessum mál- um að örva umræður um þau. Með því að birta aðal- efni þessarar greinar, vill Tíminn stuðla að því, að sá verði árangurinn. Varúð í meðferS skotvopna. SKOTFÉLAG Reykjavíkur Iiefir sent út þessa gagnlegu áminn- ingu: „A þessum tíma árs fara fleiri menn með byssur en endra- nær, og er því slysahættan meiri. Slysahættan er þó hverfandi ef byssurnar eru handleiknar á rétt an hátt. Skotfélag Reykjavíkur hefir ör yggisreglur um meðferð skot- vopna og gengur rikt eftir því á skotæfingum félagsins að þeim I sé fylgt. Reglurnar eru í 10 liðum svo- i hljóðandi: 1. Handleikið byssu ávallt sem hlaðin væri. Þetta er megin- regla um meðferð skotvopna. 2. Hafið byssuna évallt óhlaðna og opna ef hún er ekki í notkun. 3. Gætið þess, að hlaupið sé hreint. 4. Hafið ávallt vald á stefnu hlaupsins, jafnvel þótt þér hrasið. 5. Takið aldrei í gikkinn nema þér séuð vissir um skotmark- ið. 6. Beinið aldrei byssu að því sem þér ætlið ekki að skjóta. 7. Leggið aldrei byssu frá yður nema óhlaðna. 8. Klifrið aldrei né stökkvið með hlaðna byssu. 9. Varist að skjóta á slétta, ’ harða fleti eða vatn. 10. Bragðið ei vín þegar byssan er með.“ Ekki hafa allir byssuieyfi. ÞETTA eru hollar reglur, og ætti skilyrðislaust að hlíta þeim. Á ’ það má benda, að brögð eru að því að fleiri fari með byssur en byssuleyfi hafa. Mun nokkur slappleiki í framkvæmd þess eft- irlits, og öllum almenningi alls ekki ljóst. að ieyfis er þörf til aö eiga skotvopn og fara með þau. HarSfiskur og konfekt. EG SÉ að Hannes kollega á horn- inu er búinn að koma auga á verðlagið á harðfiskinum, sem ég rakti hér i baðstofunni um dag- inn. Bendir Hannes á, að það sé sama verð á litlum plastpoka með niðurskornum harðfiski og á konfektpoka. Þetta sýnist ærið öfgakennt verðlag á fiski á ís- landi. Væri þörf á að verðlagsyfir völd og framleiðendur útskýrðu fyrir fótki, hvernig stendur á þessu verðlagi. Ruslportin og bílastæðin. í BLAÐINU i gær tók borgari í bænum undir þá skoðun sem Tíminn hétt fram í upphafi stöðu mæianotkunarinnar í borginni, að bæjaryfirvöldunum hefði láðst að gegna þe'irri skyldu jafnframt og þau kröfðu um stöðugjaldið, að benda á almenn bílastæði í hæfilegri fjarlægð frá gjaldsk.vld um götum. Tíminn fékk auðvi!::ð ónot fyrir þetta frá Mbl., en þessi skoðun ryður sér æ meira til rúms meðal bílaeigenda. Þeir spyrja tika: Hvaða hulinn vernd- arkraftur passar ruslportin \ ið Arnarhól og höfnina, sem gera mætti að bíiastæðum á fáum dög um? Aðeins nokkur hundruð metra frá Ijóta portinu við J\rn- arhólstúnið i stööumælana í Tryggvagötu. Þar eru menn látn- ir borga, og sektaðir umsvifá- laust fyrir hverja umframminútu en örskammt frá er stórt svæöi ó notað að kalla má nema fyri ó- nýtt rusl og drasl, sem mæíti : :a út á öskuhauga. Er þetta ekki dá indisgott skipulag? Mbl. finnst það gott. —Kaldbakur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.