Tíminn - 14.11.1957, Page 8
8
T í M I N N, fimmtudaginn 14. nóvember 1957«
Áttræður: Teitur Júlíus Júlinusson
Fréttabréf frá
Stokkhólmi
skipstjóri
f dag er Teitur Júlíus Júlinus-
son skipstjóri áttatíu ára gamall.
'Hann er af húnvetnskum ættum,
fæddur í Kirkjuhvammi við Mið-
fjörð, sonur Júlinusar Jónassonar
sjómanns og Guðrúnar Teitsdótt-
ur. Ungur fór hann í siglingar og
tók skipstjórapróf erlendis rétt
eftir aldamótin. Sigldi síðan á út-
lendum skipum árum saman, og
1910—1915 var hann skipstjóri á
skipum „Thore“-félagsins í íslands
ferðum. Árið 1915 réðist hann til
Eimskipafélags íslands, er þá var
nýlega stofnað, og varð skipstjóri
á „Goðafossi", sem var annað af
tveimur fyrstu skipum félagsins.
„Goðafossi" var einkum ætlað að
annast flutninga að og frá höfnum
norðan- og austanlands, og var
hann stundum nefndur Norður-
landsskipið. Fyrsti hafnarstaður-
inn, sem skipið kom á hér við
land, var Reyðarfjörður. Þangað
kom það 29. júní 1915, og sigldi
þaðan norður og vestur fyrir land,
með viðkomu á mörgum höfnum.
Var Júlíus fyrsti skipstjórinn, sem
sigldi Eimskipafélagsskipi á norð-
ílenzkar hafnir. Það ár, 1915, var
hafis fyrir norðan land, fram á
sumar, og hafði teppt siglingar, en
Júlíusi skipstjóra og skipshöfn
hans tókst að koma skipinu heilu
gegnum ísinn með nauðsynjavör-
ur til margra staða. Varð Júlíus
þá þegar víðfrægur á Norðurlandi
og vel metinn, sem afburða dug-
legur skipstjóri. Hann átti þá eftir
að vera þar í förum um fjölda ára,
og var ætíð vel séður gestur, þeg-
ar hann sigldi þangað skipum sín-
um með nauðsynlegan varning og
til þess að taka íslenzkar vörur til
flutnings á erlenda markaði.
Júlíus Júlinusson stundaði skip-
stjórn fram á sjötugsaidur. Síðast
var hann skipstjóri á „Brúarfossi",
en hann tók við stjórn þess skips
strax þegar það var afhent Eim-
skipafélaginu, snemma á árinu
1927.
Júlíus skipstjóri átti lengi heima
í Danmörku, en síðan hann lét af
skipstjórastarfi hefir liann átt
heimili í Reykjavík. Hann ber ald-
urinn vel.
Ég þakka þessum aldurhnigna
skipstjóra gömul kynni og flyt
honum hamingjuóskir á afmælis-
daginn.
Skúli Guðmundsson.
(Framhald af 6. síðu).
um bókina er birtist í Morgon
Tidningen, en enn sem komið er
hefir hann ritað ítarlegast hér-
lendra manna um Brekkukotsann
ál. Grein Lundkvist hefst á þessa
leið: „Margsinnis hefir Halldór
Laxness haldið því fram að rit
störf séu sér þungt og erfitt starf.
Honum finnst þau vera óeðlileg og
óraunveruleg iðja, einhvers konar
undarlegur íslenzkur löstur. Manni
skjátlast ef maður ályktar að bæk
ur hans verði til jafn leikandi
létt og ósjálfrátt og virðist vera.
Nei, þær eru ávöxtur mikils erfið
is og sjálfgagnrýni, unnar upp aft
ur og aftur. Eru þær þá ekki of
unnar, stirðnaðar? Það er einmitt
listin, segir Laxness: að vinna sig
fram til þess er meira máli skiptir
og jafnframt er óþvingað, virðist
létt og leikandi og áreynslulaust.“
Þetta kveður Lundkvist sér
koma í hug við lestur Brekkukots
annáls, þessar „margslungnu dæmi
sögu um listina". Hann kveðst
finna í verkinu merki þess að skáld
ið sé orðið leitt og á skáldsagna
gerð. „Það er sem Laxness reyni
æ meir að segja eitthvað sem
liggur beinna við en jafnframt er
óskiljanlegra, eitthvað sem vakir
fyrir honum handan við atburði og
lýsingar. Eitthvað sem kannski
leynist handan við sjálf orðin eins
og ómur af tónlist, það sem hann
kallar hinn hreina tón.“ Síðan ger
ir Lundkvist grein fyrir bókinni
út frá þessu sjónarmið, hvernig
þeir Álfgrímur og Garðar Hólm
séu hvor um sig helft Laxness á
uppvaxtarárum skáldsins. Að lok
um segir svo: „Brekkukotsannáll
er þannig saman settur af flók
inni og persónubundinni sögu lista
manns á tveimur sviðum og brota
kenndri en stórbrotinni og lifandi
lýsingu á lífinu á íslandi fyrir
einni kynslóð. Þetta eru mjög
skemmtileg og athyglisverð bók,
á köflum sérkennilega hrífandi.
Engu að síður er hún ekki með
öllu fullnægjandi, stendur opin
gegn einhverju sem vantar á, hvort
sem það er svo kostur eða löstur.“
Svo mörg eru þau orð. Kannski
virðist óþarfi að fjölyrða svo mjög
um skoðanir erlendra manna á
verkum Laxness sem löngu hefur
hlotið viðurkenningu í öllum
heimshornum eins og menn vita.
En óneitanlega er kynlegt að sjá
erlend dagblöð gera ítarlega grein
fyrir verkum mesta skálds íslands
þegar við útkomu þess meðan
flost íslenzk blöð hafa þagað um
það þunnu hljóði. jó
Þetta er Schweizer-flugan, sem fré
nokkru. íslandsmethafinn
Svifflug
(Framhald af 7. síðu).
uð á verkstæði Kristjáns Aðal-
steinssonar með aðstoð þýzks svif-
flugmanns og SS-foringja, Karls
Reichtstein, sem hóf þegar æfing-
ar á Lundstúninu er smíðinni var
lokið. Reyndist rennifiuga þessi
prýðilega og er enn í notkun, þó
að ýmislegt hafi komið fyrir hana
um dagana. Við mikla erfiðleika
var að etja þessi fyrstu árin. Fé-
lagið hafði t.d. ekkert húsaskjól og
peningaráð voru af skornum
Bkammti. Félagið eignaðist fyrstu
vinduna árið 1939 eftir þrotlaust
starf. Ýmissa ráða var leitað í pen
ingamálum og mikið spekúlerað.
Skuldasúpan ramma
Gaman er að glugga í fundar-
gerðabók félagsins frá fvrstu ár-
unum. Þeir eru ótaldir dansleik-
irnir sem þeir flugstjórarnir Jó-
hannes Snorrason og Magnús Guð-
mundsson stóðu fyrir í nafni fé-
lagsins. Árið 1939 var efnt íil
veglegrar flugsýningar á Melgerðis
melum, sem gaf góðar tekjur,
enda hafði Jóhannes fundið upp á
þvi að dreifa flugmiðum yfir Ak-
ureyri í auglýsingaskyni. Senni-
lega eru það einir fyrstu flug-
miðarnir, er varpað hefir verið á
Fróni. Margt var skeggrætt á fund
unum, sem oftast voru haldnir í
Skjaldborg. Vanræksla félags-
manna á greiðslu árgjaldanna var
sígilt umræðuefni og mikið um
það bókað. Þessi gullkorn bókaði
tamaSur blaðsins flaug með fyrir
í þolflugi var við stýrið.
Jóhannes R. á fyrstu árum félags-
ins:
„Því næst las Karl Magnús-
son upp hina svonefndu skulda-
súpu, en svo nefndi hann skuld-
ir félagsmanna. Var súpan römm
og grettu félagsmenn sig á víxl
svo óhuggulegt var á að horfa.“
Félagsheimilið „Skýjaborg"
Mikið var deilt um gjöld félags-
manna, en eftir einn fundinn urðu
menn ásáttir um að hver félagi
skyldi greiða eina krónu fyrir
kakó og benzín. Á einum fundin-
um var eingöngu fjallað um leiðir
til að afla fjár til að greiða heil-
mikla skuld er fallin var í gjald-
daga. Eftir mikið þóf var samþykkt
að taka víxil að upphæð kr. 800
ifyrir skuldinni og var nefnd skip-
I uð í málinu. Árið 1944 eignaðist
félagið húsnæði á Gleráreyrum,
félagsheimilið Skýjaborg og þá
fór blómaskeið félagsins í hönd.
Á þessum árum eignaðist félagið
3 nýjar flugur og var ein þeirra,
Grunau Baby, að miklu leyti smíð-
uð nyrðra. Árið 1952 var efnt til
námskeiðs við Sellandafjall í Mý-
vatnssveit að nokkru leyti undir
handleiðslu þýzks svifflugkennara
Erich Vergens, sem þá var heims-
'methafi í þolflugi. Reyndist hann
prýðilega og kunnu. norðlenzkir
svifflugmenn honum miklar þakk-
ir. Ef leyfi fæst fyrir nýrri kennslu
flugu er ætlun forráðamanna fé-
lagsins að koma á flugskóla aust-
ur í Mývatnssveit og yrði það einn
merkasti þátturinn í sögu félags-
ins, ef svo vel tækist til.
Góður árangur
Þrátt fvrir mikla erfiðleika hefir
starf þessara fáu áhugamanna í
flugmálum borið ríkulegan ávöxt.
Það segir sína sögu, að á öllum
þessum árum síðan félagið var
stofnað, hafa aldrei nein alvarleg
slys komíið fyrir.
Á íslenzka flugflotanum eru nú
fleiri menn og vaskari en nokkru
sinni fyrr, en margir þeirra hlutu
fyrstu eldskírnina á litlu renni-
flugunni á Melgerðismelum.
Og enn heldur straumurinn á-
fram. Er ævintýrasaga íslenzkra
flugmála verður skráð, mun svif-
flugið hljóta þar veglegan
sess. Áhugamennirnir nyrðra
liafa lagt fram ríkulegri skerf til
íslenzkra flugmála en nokkur
þorði að vona. Heimurinn stend-
ur nú á tímamótum í sögu flug-
listarinnar, en á morgni atómald-
ar er svifflugið enn í fullu gildi.
Grundvallarlög svifflugfélagsins
nyrðra hljóma kunnuglega enn í
dag, „... .gefa meðlimum sínum
tækifæri til svifflugiðkana og
vinna að aukinni þekkingu og á-
huga á flugi yfirleitt.... “
50 millj. kr. grótii
Ferðamannasamband Danmerk-
ur hélt nýlega ársþing, þar sem
rædd voru mál sambandsins frá
síðasta starfsári. — Formaðurinn
lýsti því yfir ,að eftir afnám vega
bréfaskoðunar mjlli Norðurlanda,
væri ógerlegt að fá nokkurt yfir-
lit um hve margir ferðamenn frá
Norðurlöndum hafa komið til Dan
merkur, en skýrsla ujn gistingu
1956 sýnir þó, að tala þeirra muni
hafa stigið um 4,5% miðað við
árið þar áður.
Sérstaklega hefur þó straumur
ferðamanna frá Bandaríkjunum
aukizt. Svo vítt sem vitað er, skipti
Þjóðbankinn erl. gjaldeyri fyrir
ca. 400 millj. kr. árið 1956 og þar
sem dönskum ferðamönnum sem
fóru til útlanda voru ekki greidd-
ar nema 350 millj. kr. á árinu,
varð gróðinn 50 millj. kr. Það er
í fyrsta sinn í sögu danskra ferða
mála sem jöfnuðurinn er hagstæð
ur.
Fiskihátfð í Árósum
Ferðamannafélag Árósa mun
standa fyrir fiskihátíð með ensku
sniði, sem á að koma í veg fyrir
hina árlegu samkeppni um sand-
kola. Búizt er við um 400 veiði-
mönnum frá Englandi til þess að
taka þátt í undirbúningnum. Enn-
fremur er ætlunin að halda al-
þjóðlegt veiðimannaþing í Middel-
fart næsta ár og búizt er við mörg-
um enskum, frönskum og belgisk-
um veiðimönnum.
Gjaldeyrir í lágu verfti
Seld er mynt margra landa í
Danmörku um þessar mundir,
langt undir opinberu gengi. Mun-
urinn á hinu opinbera gengi og því
verði sem hægt er að fá pcningana
fyrir verður sífellt meiri og sér-
staklega er munur mikill, er um er
að ræða franska franka, spánska
peseta og brezk pund. — Til fróð-
leiks má nefna að bankarnir
greiða aðeins d. kr. 17,80 fyrir
ensk pund, — liægt er að kaupa
pundið á kr. 18,20 í seðlum —
þó að hið opinbera gengi hljóði
upp á 19,30. Þó er sú takmörkun
gerð að ekki má hafa með sér
meir en 10 pund inn fyrir landa-
mæri Bretlands.
Mesta skipasmiði
á Nortíurlöndum
Þann 30. okt. var hleypt af
stokkunum í Kockums Værft í
Málmey stærsta skipi, sem smíð-
að hefur verið á Norðurlöndum,
þar er túrbínuknúið olíuskip,
40.500 lestir að stærð. Það var
byggt fyrir Stavros Niarchos,
gríska stórútgcrðarmanninn, sem
sjálíur var viðstaddur athöfnina.
Kona lians skýrði skipið og hlaut
það nafnið „World Spirit".
Thorshavn stækkar
íbúatala Þórshafnar í Færeyjum
eykst sifeílt og nú búa 6480 rnanns
í bænum. Þar hefur fjölgað um
500 á einu ári. Orsökin til fólks-
fjölgunar er m.a. sú, að atvinna
hefur aukist að mun í flestum
iðngreinum vegna nýrra fram-
kvæmda. Þar eru til dæmis nýlega
sett á laggirnar stór fislcþurrkun-
arstöð, skipasmíðastöð og stöð,
sem á að sjá fiskiskipum á Norður
liafi fyrir salti.
Grænlandsflug leggst af
Brátt mun síðasti Katalínaflug-
báturinn yfirgefa Grænland. Eftir
það verður engin flugþjónusta á
vegum Dana í Grænlandi þangað
til vorið 1958, og sagt er að horf-
urnar hafi aldrei verið jafn slæm-
ar og nú. Fhig Katalínabáta er
ekki hægt að reka á Grænlandi
án þass að noíast við flugvöllinn
í Nar^arssuak, som nú hefur verið
lagður niður af Ameríkönum.
Búizt er við flugbátnum heim til
Kaupmannahafnar 15. nóv. en ef
snjóþungt verður, hefur áhöfnin
fengið skipun um að hverfa á
braut með stuttum fyrirvara, svo
flugbáturinn teppist ekki á liinum
yfirgefna flugvelli. í næstu viku
er búizt við amerískri sendinefnd
til Kaupmannahafnar til að ræða
framtíðarhorfur á því, hvort Dön-
um sé kieift að taka Nasarssuak-
flugvöllinn í sínar hendur og reka
hann sjálfir.
Grænlenzk skinn
á upphofti
Konunglega grænlenzka verzlun
arfélagið heldur hið áríega loð-
skinnauppboð sitt á kauphaljar-
bryggjunni í Khöfn, bar sem boð-
in verða upp 15000 grænlensk
skinn. — Þar á meðal eru 32 ís-
bjarnarskinn, 3600 refaskinn,
11692 selskinn af ýmsu tagi, og
loks 4 húðir af moskusuxum. —
Félagið rekur verzlun sína á breið
um grundvelli og þegar hafa við-
skiptavinir frá mörgum löndum
boöað komu sína.
Skemmíiíerðir til
Grænlands
Að endingu má nefna, að áætlun
sem rædd var á síðasta ári, keniur
til framkvæmda bráðlega, þar er
átt við túristaferðir til Grænlands.
Leitað er hófanna um kaup á far-
þegaskipinu „Nordbornholm“ sem
ætlað er að sigla milli Syðri-
Straumfjarðar og Diskó-flóa. Sigl
ingin verður í sambandi við áætl-
unarferðir SAS, og ætlunin er að
skipið sigli með farþega á feg-
urstu staði Grænlands. Ennfrem-
ur er gert ráð fyrir ferðum til
meginjökulsins, ásarnt fuglaveið-
um og fiskveiðum í hinum veiði-
sælu fjörðum Grænlands.
Geir Aðils.
iiiiiiiLU/iiimiiuiiiiimuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiDiMiiiiiiiiiiiiiiiiB
E
a
E
E
E3
Toilvarðar- og |
ríkislögregluþjónsstöður |
í Ólafsvík, E
1 Stykkishólmi, 1
i 1
| Ólafsfirði og á §j
| Patreksfirði |
| eru lausar. Laun samkvæmt launalögum.
| Umsóknir ritaðar á eyðublöð, sem fást í tollbúðinni |
| í Reykjavík, skulu hafa borizt dómsmálaráðuneytinu |
| eða tollgæzlustjóra, Hafnarhúsinu, Reykjavík, fyrir 10. |
1 desember næstkomandi. 1
■aBBiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiminimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinmi