Tíminn - 14.11.1957, Blaðsíða 12

Tíminn - 14.11.1957, Blaðsíða 12
YeðriS: Suðaustan og sunnan gola, þoku* loít en úrkomulaust að mestu. Bristol Britannia flugvélin frá ísraelska flugfélaginu EL AL á Keflavíkurflugvelli í gær. Risaflugvélin Bristol Britannia, sem flutt getur 100 manns, kom til Keflav. Vélin eign ísraelska flugfélagsins og var reynsluflugi til New York Laust fyrir hádegi í gær lenti ein hinna langfleygu flug- véla af Bristol Britannia gerð á Keflavíkurflugvelli. Flugvél þessi er eign ísraelska fiugfélagsins EL AL og var á reynslu- flugi frá London til New York, en flugfélagið EL AL mun hefja reglubundnar flugferðir milli ísrael og New York bráð- lega með viðkomu í London. Þetta er í fyrsta skipti sem flug véi af Bristol Britannia gerðinni lendir á Keflvíkurflugvelli, en þær bafa nú um nokkurt skeið verið í förum á langleiðum, t. d. milli Lundúna og Tokíó og Jó'hannesar borgar í Suður-Afríku. Þetta er önnur ferð þessarar fiugvélar yfir Atlantshaf, en ísra elska flugfélagið EL AL undirbýr nú fastar áætlunarflugferðir til New York. Ekki voru aðrir far þegar með flugvélinni að þessu sinni, en starfsmenn flugfélags ins. Blaðafulltrúi félagsins sagði að ísraelska flugfélagið ætti nú sjö fiugvélar. Fjórar af gerðinni Bristol Britannia og þrjár Super Constellation. Félagið átti fjórar vélar af þeirri gerð en ein var skot in niður fyrir nokkru, eins og getið var í fréttum. Blaðafulltrúinn sagði að ísra- eiska flugfélagið færði nú út kví j Hundrað manns innanborðs. arnar og væru áætlunarferðir á Eins og flugvélin var innréttuð vegum þess frá Tel Aviv til margra í gær, er hún kom við á Keflavik borga í Evrópu og víðar. | urflugvelli, voru í henni tvö far Ekki kvað hann ætlunina að rými: Fyrsta farrými og ferða- koma við á íslandi í væntanlegum mannafarrými. Þannig innréttuð áætlunarferðum, heldur yrði flog tók hún um sjötíu manns. Hins ið beint frá London til New York. vegar er auðvelt að breyta innrétt Jones fiugstjóri ingu þannig að hún taki auöveld lega níutíu farþega og eru þá hundrað manns innanborðs, þar sem áhöfnin er tíu manns. Áhöfn in skiptist þannig, að fimm vinna vði flugstjórn vólarinnar og fimm í farþegarýminu, við framreiðslu og að sinna þörfum farþeganna. I.angfleyg vél. Bristol Britannia er mjög lang fleyg farþegaflugvél. Hún liefir eldsneyti til fimmtán og hálfs tíma flugs og meðalhraði hennar er 430 mílur á klukkustund. Hinir fjórir hreyflar hennar eru af gerð inni Bristol Protus og er orka hvers hreyfils 4129 hestöfl. Þessi flugvél er mjög glæsileg að sjá og hin vandaðasta að öllum ytra frá gangi. Ifins vegar ber nokkurn skugga á, þar sem véiabilanir í þeim hafa að undanförnu verið nokkuð tíðar og nú fyrir skönimu fórst ein slík flugvél í lendingu að afloknu reynsluflugk Vonir standa samt til aö komast megi fyrir orsakir óhappanna og Britann ia eigi framtíð meðal beztu lang fleygra farþegaflugvéla. Ný útgáfa af Gróðurinn eftir Ing. Davíðsson Blaðinu hefir borizt þriðja út- gáfa kennslubókar í grasafræði eftir Ingólf Davíðsson, Gróðurinn. í þessari útgáfu eru birtar litmynd ir til hagræðis við námið. Auk þess hafa verið gerðar nokkrar lagfæringar t. d. í köflunum um nytjagróður og skyldleika og nið urskipun gróðursins. Þá er bætt við yfirliti um helzlu ræktaðar nytjajuitir hór á landi. Hitastig kl. 18: Reykjavik 5 st.f Akureyri —2 st., Khöfn —1 st.. London 8 st., ParíU 8 st., New York 11 st. Fimmtudagur 14. nóv. 1957. Fjörugar umræður á Alþingi í gær um afnám vínveitinga Alfreí Gíslason flutti framsöguræiíu, en síðan ræddu þeir Bernharí Stefánsson og Pétur Oítesen máliÖ Fjörugar umræður urðu í gær á fundi sameinaðs þings um tillögu til þingsályktunar um afnám áfengisveitinga á kostnað ríkisins. Umræðunum lauk ekki, þar sem fresta varð fundi vegna þess hvað áliðið var orðið. Pétur Ottesen hafði ekki lokið skörulegri ræðu, er forseti stöðvaði umræður. Fyrsti flutningsmaður tillögunn- ar, Alfreð Gíslason fylgdi málinu úr hlaði með ræðu og lagði áherzlu á hversu mikilvægt væri að stemma stigu fvrir áfengisneyzlu í landinu og þess vegna ætti ríkis- stjórnin að ganga á undan og gefa gott fordæmi. Sagði Alfreö að nú væri svo komið að milli tvö og þrjú þúsund manna í landimi væri meira og minna ofurseldir áfengis nautn, svo að fullkomin vandræði stafar af fyrir þá og aðstandendur. Sagði Aifreð, að Tryggvi Þór- hallsson hefði á sínum tíma gengið á undan með góðu fordæmi með því að láta ekki hafa um hönd áfengi í veizlum sem hann hélt sem forsætisráðherra íslands. Þannig hefði það líka verið hjá honum er Alþingishátíðin var hald in 1930 og liingað kom fjöldi tig- inna gesla. Þjóðliöfðingjar, sem ekki hafa vín um hönd. Alfreð benti á að nokkrir þjóð- höfðingjar létu ekki hafa vín um hönd, svo sem Svíakonungur, Jap- anskeisari og forseti og forsætis* ráðherra Indlands. Ennfremur las hann upp úr viðtali, er birtist í Morgunblaðinu við Einar Gerhard- sen forsætisráðherra Norðmanna, þar sem hann leggur áherzlu á mikilvægi þess að menn haldi í heiðri bindindi á áfenga drykki. Hann vitnaði að lokum í grein, sem birtist í Tímanum á síðasta sumri um vmveitingar hins opin- bera, þar sem ríkisstjórninni var þökkuð sú nýbreytni er upp var tökin á þjóðhátíðardaginn, er elcki var haft áfengi um hönd við opin- bera móttöku ríkisstjórnarinnar í tilefni dagsins. „Er þetta hægt, Matthías“? Næstur tók til máls Bernharð Stefánsson. Hann sagði, að sór hefði komið í huga görnul setning, er hann sá þet;ta frumvarp fram komið á Alþingi. Embættismaður hefði eitt sinn sagt við starfsmann sinn: Er þetta liægt, Matthías? Bernharð taldi vandkvæðum bund- ið að koma á afnámi áfengisveit- inga í samhandi við utanrikisþjón- ustu landsins og yrði þá að taka upp að nokkru nýja siöi. Hann sagði, að ekki væri alveg sambærilegt að vitna til Tryggva Þórhallssonar. Hann hefði að vísu ekki látið veita vín heima hjá sér í ráðherrabústaðnum, en áfengi hefði verið veitt í veizlum í sam- bandi við Alþingishálíðina, að vísu aðeins hvítvín. Bernharð sagði, að vafasamt gaati verið að gera algert bindindi að skilyrði fyrir ráð'herradómi og benti á að þá hefði Jón Sigurðsson ekki getað orðið ráðherra, þó til þess hefði komið, sem ekki var, eins og kunnugt er. Þá hefði líka hinn fynsti íslcnzki ráðherra ekki getað orðið ráðherra, því að hanr» var ekki bindindismaður. Einnig benti Bernharð á, að flest: ir þeir þjóðhöfðingjar, sem vitnaö væri til að ekki hefðu um hönd vínveitingar vænu múhameðstrúan- menn og því auðvelt að koma slíku við, þar sem þeim er bannað að neita víns af trúanlegum ástæðum. Pétur Ottesen ósammála Bernharð. Pétur Ottesen tók þvínæst til máls og var ekki aldeilis á sama máli og síðasti ræðumaður. Sagð- ist raunar ekki skiija í gömlum ungmennafólaga að viðhafa slíkan málflutning. Bernliarð hefði á sín- um tíma verið öflugur starfsmaður þeirra. Taldi Pétur það spaug eitt og ekki alvöru málsins sæmandi (Framhald á 2. síðu). Fleirl f affibyssnr - minna smjör WASHINGTON—NTB 13. nóv.: Sinclair Weeks, verzlunarmálaráð herra Bandaríkjanna, lét svo um mælt í ræðu í dag, að við af- greiðslu næstu fjárlaga yrðu Banda ríkjamenn að leggja megináherzlu á landvarnirnar og aðstoöina við útlönd á kostnað ýmissa þýðing arminni liða. Ilann sagði, að gervi mánar Rússa gerðu það að verk um að Bandaríkjamen yrðu nú að leggja meiri áherzlu á landvarnirn ar en nökkru sinni fyrr, við verð um að smíða fleiri fallbyssur — framleiða minna smjör, sagði hann. Leigir F.í. nýju grænfenzku fiugfé- iagi katalína-flugbái og skymastervél? Tveir grænlenzkir hvatamenn a'S stoínun græn- lenzks - flugíéíags, er nefnist Arctic Airlines, komnir hingaft til samninga Kaupmannahöfn í gær. — Blaöið Information skýrir frá því í dag, aö ráðgert sé að stofna nýtt flugfélag, er Arctic Airlines nefnist og hafi heimili í Grænlandi. Israelsku flugþernurnar. Félag þetta á að hefja innan- .landsflug í Grænlandi og þaðan | til annarra landa og létta þannig flutninga með skipum og bæta sam göngur með ströndum fram. ' Aðalhvalamenn að félagsstofnim (þessari eru formaður Ferðafélags i Grænlands, Lars Lynge, sonur hins nýlátna fólksþingmanns Grænlend- inga, og Iíaj Narup kaupmaður í Góðvon. Báðir þessir menn héldu til ís- lands í gær og munu næstu daga ræða við forystumenn Flugfélags íslands í Reykjavík og ef til vill leigja lijá félagiuu katalínaflug- bát og skymasterflugvél til þess að starfrækja í Grænlandsflug- inu. •— Aðils. Blaðið átiti í gærkveldi tal við Örn O. Johnson, forstjóra Flugfé- lags íslands og spitrði hann, hvort viðræður eða samningar heíðu átt sér slað við Flug'félagið á þeiin grundvelli, sem getur í fréttaskeyt inu. Sagði hann, að hann hefði fengið tilkynningu um það frá skrifstofu félagsins í Höfn, að þessara manna væri von hingað til viðræðna og mundu þeir vera komnir og væri gert ráð fyrir við- ræðum í dag, en hann kvaðst ekki hafa frekari vitneskju um erindi þeirra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.