Tíminn - 17.11.1957, Blaðsíða 3
T í iVI I N N, suimudaginn 17. nóvember 1957.
3
Sexliigur: LýSnr Guðmundsson,
hreppsljóri í Sandvík
Eins og á'öur er sagt, hafa nú
fimm ættliðir bætt og prýtt Litlu
Sandvíkina, en undrið skeði í tíð
Lýðs, á seinni búskaparárum föð-
ur hans og sérstaklega nú síðustu
20 árin, eftir að Lýður tók við
búforráðum.
Hann Lýður í Sandvík verður
sextugur þann 18. þessa mánaðar!
Þegar mér var sagt þetta, varð
ég undrandi og trúði því álíka vei,
og þegar því er haldið fram við
mig stundum á vorin fýrir kross-
messu, að krían sé komin. Nei,
náttúrlega hefur Lýður elst eins
og við öll, og þó að hann, að hætti
unglinga, sé ennþá að vaxa af
verkum sínum og manngildi, þá
verður hann samt sextugur á morg-
unn.
Nú lít ég að vísu ekki á sex-
tugsafmælið sem nein tímamót í
lífi manna, en hitt er þó víst, að
leið þeirra afmælisbarna, sem
halda upp á sextugsafmælið sitt,
er orðin það löng, að stefnan er
ráðin, og margir hafa þá þegar
skilað æfistarfi, sem umtals er
vert.
Lýður í Sandvík er fæddur 18.
dag nóvembermánaðar árið 1897
að Litlu Sandvík í Flóa, sonur
hjónanna Guðmundar Þorvarðs-
sonar, hreppsitjóra og bónda í
Litlu Sandvík og Sigríðar Lýðs-
dóttur hreppstjóra í Hlíð í Gnúp-
verjahreppi. Hér verður ekki rak-
in ætt hans frekar, en geta má
þess, að hann er fimmti maður í
beinan karllegg, sem býr í Litlu
Sandvík.
Allir voru þeir feðgar búhöldar
góðir, og allir liafa þeir lagt alúð
við bóndastarfið, en fyrsta boðorð
þess er að gera næsta ættlið starf-
ið auðveldara aneð því að bæta
jörð og bú.
Þorvarður Guðmundsson, hrepp
stjóri í Litlu Sandvik var aðsóps-
niikill bóndi og höfðingi. Hann
átti margar jarðir og aniklar eign-
ir og miklar skuldir, er Guðmund
ur sonur hans tók við þessu öllu
s^man á/rið 1895. Var ýjmissa
manna álit, að Guðmundur myndi
ekki valda því, að koma öllu í
örugga höfn, en hann reyndist
þeim vanda vaxinn. Þarf ekki að
orðlengja það, að Guðmundur
reyndist hinn mesti búhöldur, fé-
sýslumaður mikill og framfara-
sinnaður bóndi.
Árið 1904 keypti Guðmundur
hálfa Stóru Sandvík og lagði hana
undir Litlu Sandvíkina. Með þess-
um jarðakaupum hafði Guðmund-
ur gert jörð' sína að höfuðbóli, og
er hún það jafnan síðan.
Árið 1933 kvongaðist Lýður
fræhku sinni, Aldísi Pálsdóttur frá
Illíð í Gnúpverjahreppi, en við
búsforráðum tóku þau hjón ekki
fyrr en árið 1937. Þá slóð Lýður
á fertugu og hafði alla tíð starfað
heima að búsýslu með föður sín-
um. Svo gott var samstarf þeirra
feðga, að því er Lýður hefur sagt,
að hann hafi varla orðið var
við það, að hann tók við búinu.
Breytingin var svo lítil. Og þannig
gengur það, þar sem gæfan og
tryggðin við jörðina haldast í
hendur, að faðirinn leiðir soninn
til þroskaáranna, síðan styður son
urinn föður sinn, og að lokum
veitir honum skjól og hvdld síðustu
fótmálin.
Hvaða undur? Fullkominn húsa
kynni eins og bezt gerast með
menningarþjóðunum, reisuldg og
vinnuspör fénaðarhús, yfir 2000
hesta véltækt tún, nútíma véltækni
notuð við flest búverk og tvö höf-
uð á búsmala öllum.
Þetta undur hefur að vísu gerzt
víðar en í Litlu Sandvík og er það
vel. Ég hefi spurt Lýð í hvaða röð
framfarirnar hefðu orðið í Litlu
Sandvík og get ég þess hér til
fróðleiks: Þaksléttan, umferða-
plægingar, sláttuvélin, Flóaáveit-
an, jarðræktarlögin, mjólkurbúið,
afurðasölulögin, tiibúinn áburður,
ræktunin með stórvirkum vélum,
nýjar heyverkunaraðferðir og rækt
aður búsmali fóðraður til afurða.
Þegar Selfosshreppur var stoín
aður árið 1946 og klofinn frá hin-
um gamla Sandvíkurhreppi, lögð-
ust flest opinber störf í Sandvíkur
hreppi á Lýt í Sandvík. Hefur
hann verið þar hreppstjóri, oddviti
og sýslunefndarmaður, og stjórnað
öllum þeim málum af ráðdeild og
stjórnkænsku. Hann hefir auk
þess starfáð að ýmsum málum
fyrir héraðið og skal aðeins nefnt
eitt, sem ég þekki bezt til, en
hann hefur verið formaður naut-
gripasambands Árnessýslu frá því
það var stofnað fyrir 15 árum. Hef
ég í sambandi við það og ýmis
önnur félagsstörf kynnst Lýð sem
einlægum félagshyggjumanni, sem
trúir á mátt samtakanna til lausn
ar hinna margríslegu vandamála
bændastéttarinnar. Þekki ég fáa
menn jafn öfundarlausa, sem
starfa að málefnum almennings,
eins og Lýð í Sandvík.
Lýður hefir verið gæfumaðiu.
Hann á góða og gáfaða konu, sem
hefir gefið honum aðlaðandi heim
ili með glæsibrag. Þar er gott að
koma, og þar er gott að dvelja.
Þau hjónin eiga fjögur mannvæn-
=l!llllllll[||||lllll!lflllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllll||||||!ll!l!llll||||||l!llllllllllllll!l!i|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||llllllllllllir.!
Sextugur, Torfi Magnússon, hrepp-
stjóri, Hvammi í Hvítársíðu
Ein af fegustu sveitum Borgar-
fjarðar er Hvítársíða. Hún liggur
sunnan undir Síðufjalli, allt að
bökkum hinnar fögru Ilvítár og
nær fram til hrauns og jökla. —
Fjallasýn er með afbrigðum fög-
ur. Innan þessarar sveitar eru
Hraunsfossarnir, „Lindirnar, sem
aldrei frjósa“, eins og skáldið Guð-
mundur Böðvarsson orðaði það.
í Hvítársíðu er búskapur góður,
índa landkostir miklir. Hyggnir
leg börn, öll komin af bernsku-
skeiði.
Lýður hefir verið trúr bónda-
.starfinu og hefir þegar skilað
miklu æfistarfi, bæði að búi sínu
í Litlu Sandvík og í félagsmálum
fyrir sveit sína og hérað, og þakka
ég honum fyrir það.
Að lokum óska ég honum þess
á sextugsafmælinu, að honum end-
ist heilsa og aldur til þess að
feta lengra á sinni heillabraut, unz
nýjir kvistir af hans eigin stofni,
taka við, þegar hann fer að
þreytast.
Hjalti Gestsson
frá Hæli.
menn eru þar við stýri, og valinn
maður í hverju rúmi. Einn af for-
svarsmönnum Hvítsíðunga, Torfi
Magnússon, hreppstjóri í Hvammi
er sextugur í dag. Torfi er fæddur
að Dýrastöðum í Norðurárdai í
Mýrasýslu 17. nóv. 1897. Foreldr-
ar hans voru hjónin Magnús Er-
lingsson, bóndi að Dýrastöðum,
og kona hans, Ágústína Torfadótt-
ir. Torfi fór í fóstur til föður-
systur sinnar að Þorv’aldsstöðum
í Hvítársíðu, kornungur, og hefir
því dvalið í Hvítársíðu að heita
má alla ævi. Veturinn 1917—19
stundaði hann nám í Hvítárbakka
hjá Sigurði Þórólfssyni. Reyndist
hann hinn ágætasti námsmaður
og naut vel handleiðslu þessa á-
gæta skólamanns, enda fór þar
saman hæfileikar kennara og nem-
anda. Torfi er einn af þeim mönn-
um, sem ávallt. hefir notið trausts
samferðamanna sinna. Á ungri ár-
um var hann forustumaður í Ung
mennafélagi sveitar sinnar, en í
hreppsfélaginu eftir að hann gerð-
ist fulltíða maður. í hreppsnefnd
Hvítársíðu hefir hann setið síðan
1935 og verið hreppstjóri síðan
1943. Auk þess hefir hann verið
sýslunefndarmaður Hvítársíðunga
um 20 ára skeið. Öll þau s-törf,
sem Torfi hefur verið trúað fyrir,
hafa verið ræktt af einstæðri al-
úð og vandvirkni, og er nákvæmni
hans og samvizkusemi við brugð-
ið. Þá ber eigi síður að geta at-
orku hans í fclagsmálum. Hefir
hann sem sýslunefndarmaður beitt
sér mjög fyrir vegamálum Hvítár-
síðunga og komið þar miklum
umbótum til leiðar.
Torfi hóf búskap sinn í Hvammi
1927 og hefir því búið samfleytt
í þrjá áratugi. Þegar hann hóf
búskap, var Hvammur rýrðarkot
og fjárhagur Torfa þröngur. Fyrir
dugnað hans og konu hans er
Hvammur nú góð og vel setin
(Framhald á 8. síðu.)
I NÝLENDUVÖRUR
*
Avextir
Súpur
Kex
Grænmeti
Búðingar
margar tegundir
Austurstræti
LLT I M
EINUM
ATIN
STA
N
Ð
Bökunarvörur Á kvöldborðið Kjötvörur
Hveiti
Qsrdufi
Sykur
Bökunardropar
Krydd
og margt fleira
Salöt, 6 teg.
Reykfur lax
Álegg, margar teg.
Ostar, 16 teg.
Lifrarkæfa
Kæfa
Nýreykt dilkakjöt
Svínakóteíettur
Hamborgarhryggur
Folatdakjöt
nýtt—saltað—reykt
Nautakjöt
buff—gullask-hakkað
wiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiLuiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiniiiiuiiiiiimnwi ■mmniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiitiiiiiiiiiiiinuinuiniiniiiiniiniimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiumnw