Tíminn - 29.11.1957, Page 7

Tíminn - 29.11.1957, Page 7
TÍMINN, föstudaginn 29. nóvember 1957. 7 Brezk flugvél af nýrri gerð er til að bæta samgöngur við Ves Stulíar flugbrautir nægja, nauísynlegt að rann- sókn og undirbúningur hefjist hi(S fyrsta Ræða Sigtirvins Einarssonar alþingis- manns á Alþingi ná í vikunni Sigurvin Einarsson þm. Barðstrendinga og Eiríkur Þorsteinsson þm. Vestur-ís- firðínga, flytja tillögu á Al- þingi um að fela ríkisstjórn- inni að láta rannsaka aðstöðu til flugsamgangna við Vest- firði, gerð flugvalla þar og notkun flugvéla. í athyglis- verðri framsöguræðu gerði Sigurvin Einarsson grein fyrir málinu, lýsti nýjum viðhorfum og nauðsyn þess, að fylgst sé með tímanum að þessu leyti. Ræða hans fer hér á eftir: Þegar flugvélar voru teknar í þjónustu íslendinga, má segja, að stigið hafi verið stórt framfara- spor í samgöngumálum þjóðarinn- ar. Nu er fengin um 20 ára reynsla í notkun þessara samgöngutækja, og' leikur það ekki á tveim tung- um, að fáar nýjungar hafa náð sMkum vinsælduni. Jafnvel gamalt fólk og vanheilt tekur flugvél fram yfir önnur samgöngutæki. En byggðir landsins eru mjög misjafnlega settar frá náttúrunn- ar hendi, til að geta notfært sér þessi ágætu farartæki. Eins og bifreiðar þurfa vegi, og skip þurfa hafnir, svo þurfa flug- vélar fiugvelli. Aðstaða til flug- vallagerðar getur verið svo góð, að áðeins irarfi að slétta iáréttan mel með jarðýtu, svo að fáist við- unandi flúghraut, sem kostar að- eins nokkur þúsund krónur. í annarri byggð getur aðstaðan verið svo erfið, að jafnstór flug- braut kosti margar milljónir króna eða útiiokað sé að koma henni við. Aðstaða Vestfjarða. Á fyrstu ánim innanlandsflugs hér á landi voru fyrst og fremst notaðar sjóflugvélar, vegna skorts á flugvöllum, þ. e. flugvélar, er gátu len-t á sjó eða vatni, þótt út- búnað hefðu þær einnig til að lenda á flugvelli. En með fjölgun flugvalla hurfu sjóflugvélar smátt og smátt.úr þessum samgöngum. Og nú er svo komið, að aðeins 2 sjóflugvélar eru í notkun og halda uppi ferðúm til Vestfjarða og Siglufjarðar. Vestfirðir eru það hérað, sem einna lakast er sett frá náttúrunn- ar hendi til flugvallagerðar. Þessu veldur hálendi, þröngir firðir, brattar fjallsMíðar og lítið eða ek'kert undirlendi. Af þessum ástæðum er það, að enn er enginn flugvöllur á öllum Vestfjörðum, sem nothæfur er fyrir þær teg- undir landflugvéla, sem hér eru í notkun. Og þess vegna eru þess- ar tvær sjpflugvélar enn í ferðum til þessa héraðs. Sjóflugvélar úreltar. Viðhald þessara véla, Katalína- flugvéla, er gífurlega dýrt. Sjór- inn er mjög skaðlegur málmum og öll tæki og áhöld fara illa í lend- ingu og flugtaki á sjó. Þrátt fyrir það að Flugfélag íslands leggur sig mjög fram með að haida flug- vélum sínum vel við, er það stað- reynd, að innan 2—3 ára verður að taka vélarnar úr notkun, enda eru þær nú orðnar 10 ára gamlar. Jafnframt er vissa fyrir þvi, að sjóflugvélar verða ekki fengnar í stað þessara af þeirri einföldu ástæðu, að nú eru ekki framleidd- ar lengur sjóflugvélar, sem not- hæfar eru til þessara samgangna. En hvað verður þá um flugsam- göngur við Vestfirði? í þvi efni er ekki um annað að iræða en búa sig undir það að land flugvélar verði til þess hafðar, eins og á öðrum fiugleiðum hér innaniands. En þá kemur til skort- ur flugvalla við hæfi Dakota-vél- anna, sem nú eru hér í notkun. Má fullyrða, að mjög ó\úða yrði slíkum flugvelli komið þar við, ef það yrði þá nokkurs staðar unnt, þar sem lengd flugbrauta þarf að minnsta kosti að vera um 1200 m. Og sjálfsagt yrði slíkur flugvöilur dýr. Óneitanlega væri æskilegt, að siíkur fhigvöllur gæti komið í ná- grenni ísafjarðar, svo að Dakota- vélar, sem nú eru í innanlands- flugi, gætu tekið upp flugleið þangað. En ekki er séð fyrir öll- um Vestfjörðum með því. Á ein- hvern hátt verður að ieysa. vand- ann í öðrum byggðum Vestfjarða, því að ekki þarf að búast við mörgtim stórum og dýruín flugvöll um í þeim landshluta. Ný flugvélagerð Nú vili svo til, að farið er að framieiða í Bretlandi nýja tegund flugvéla, serri hefir hæfileika til flugtaks og iendingar á mjög stuttri flugbraut. Þessi flugvélar- tegund nefnist Prestwick Twin Pioneer og er 2 hreyfla. Verð hennar, með nauðsynlegum vara- hlutum, mun vera um 3 niillj. kr. Ekki er fengin full reynsla. um þessa flugvél, en þó er hún nú þegar komin í notkun í ýmsum löndum Asiu. Fjöldi farþega, er hún flytur í ferð, fer að sjálfsögðu eftir lengd flugleiða, hleðslu brennsluefnis o. fl., en þar eystra flytur hún 12—16 farþega og allt upp í 20. Höfuðkostur þessarar vólar er sá, hversu stuttar flug- brautir hn þarf.ú Hefir bygging hennar verið sérstaklega við þetta miðað. Er talið, að lengd flugbraut ar fyrir þessa vél þurfi ekki að vera meiri en 400—500 m. Reynslan af sjúkrafluginu. Sjúkraflug hefir verið stundað hér á landi með miklum og ágæt- um árangri. Björn Pálsson flug- maður er landskunnur fyrir sjúkra flug og hefir bjargað mörgum mannslífum með snilli sinni og djörfung. M. a. mun sjúkraflug hans til Grænlands vera mörgum minnisstætt. Fólk um land allt hefir lagt'mikið kapp á það, að koma upp litlum flugbrautum, til þess að geta notið þessara flug- samgangna, þegar slys eða sjúk- dóma hefir að höndum borið. En auk þess hefir Björn farið fjölda ferða til venjulegra fólksflutninga. Þessar stuttu og tiltölulega ódýru flugbrautir hafa gert ótrúlega mik ið gagn í strjálbýlinu víða um land. Aðstaðan á Vestfjöxðum. Á Vestfjörðum eru þessir litlu flugvellir komnir á 18 stöðum með samtals 26 flugbrautum. Lengd þessara fiugbrauta er þessi: Styttri en 300 m. eru 3 brautir 300—400 -------10 — 400—500 ------- 5 — 500 m. og lengri 8 — Samtals 26 brautir Sigurvin Einarsson Samkvæmt þessu eru 13 af þess- um 26 flugbrautum nógu Iangar fyrir hina nýju flugvél, Pioneer, og 10 af hinum brautunum þyrfti aðeins að leiigja um 100—200 m. til þess að þær yröu einnig full- nægjandi. Fyrst svo er ástatt, að notkun sjóflugvéla er að hverfa úr sög- unni, sýnist mér full nauðsyn á þvi, að nú þegar verði hafizt handa um það, að rannsaka á hvern hátt flugsamgöngum við Vesífirði verði fyrirkomið á hag- kvæman hátt. Mikilvægt framxaraspor. Ef svo vel tækist til, að hin nja gerð fýlugvéla, er ég hefi nefnt, reyndist vel við ísl. staðhætti og veðurfar, gæti það orðið mikill fengur fyrir flugsamgcngur Vest- fjarða og jafnvel annárra lands- hluta. Þá gæti flug orðið til mi'k- iila hagsbóta fyrir byggðarlög, er engar flugsamgöngur hafa nú. Flugbrautir, sem nú þegar eru til, kæmu að fullum notum með nokk urri stækkun og endurbótum, og gæti þannig sparazt fé í stórum og dýrum flugvöllum. En það, sem mest er þó um vert, er það, að flugsamgöngur yrðu að miklu al- mennari notum. Til eru þau héruð í landinu, sem kalla má, að séu innilokuð að vetri til. Ég vil nefna. Austur-Barða- strandasýslu. Margar sveitir ein- angrast þar vegna ísaiaga á norð- anverðum Breiðafirði og um vega- samband er ekki að ræða, eftir að snjó leggur á fjöll. Flugsamgöng- ur við þessar sveitir væru ómetan- legar að vetri til. Líkt mun vera ástatt um fleiri byggðalög. Undirbúningur tekur tíma. En nýrri ’ skipan flugsamgangna við Vestfirði verður ekki á komið sama daginn og sjóflugvélarnar detta úr sögunni. Stærð, gerð og staðsetning flugvalla verður að vera í samræmi við það .hvers konar flugvélar er ráðgert að nota, hversu mikil flutnjngaþörfin er í hverri hyggð og hvernig rekstur flugvélanna- geti orðið sem hag kvæmastur. Þetta tekur sinn tíma og því má ekki seina vera a'ð hefja undirbúning í þessu máli. Með tillögu þeirri til þingsálykt unar á þingskjali 72, sem ég flyt ásamt háttvirtum þingmanni Vest- ui--ísfirðinga, er lagt til að hátt- virt ríkisstjórn láti fram fara hið fyrsta rannsókn þá, er ég hefi hér rætt um.“ Aðalfundsir Framsóknarfélags Mýrasýslu haldinn á sunnudaginn Tveir alþingismenn höíou framsögu um héraðsmál og Iandsmál Aðalfundur Framsóknarfélags fundarsókn. Fundarstjóri var Frið Mýrarsýslu var haldinn í Box-gar jón Jónsson, bóndi á Hofstöðum, nes s. 1. laugardag. Fundurinn var en fundarritari Gunnar Grímsson, vel sóttur þrátt fyrir óhagstætt kennari í Bifi-öst. Stjórn fólagsins veður, sem dró þó eitthvað úr var öll endurkosin, en hana skipa: .. Þær randir mætti kaila einu nafni íhaldsbrautir" Staðreyndirnar eru annars vegar, skrum og blekkingar hjáleigu Heimdallar hins vegar SKRUM og auglýsingar í- haldsins hafa aldrei verið meiri en nú. Fyrir nokkru efndi „Vörður“, sem er nokkurs kon ar eldri deild úr Heimdalli, til fundar. Fundarefni var skipu- lagsmál Reykjavíkur. Eftir langa og stranga fundarsetu fóru að berast fregnir af fund- inum í Morgunblaðinu. Kom í ljós, að alls hafði hin um vísu mönnum tekizt að sjóða sanian 8 tillögur viðvíkj- andi skipulaginu. Þær voru hin ar háleitustu, og gerðu m.a. ráð fvrir því, að byggja upp sem fvrst nýjan miðbæ, þar sem nú er flugvöllurinn — þótt það myndi að sjálfsögðu ekki kosta minna en 200 milljónir að byggja nýjan flugvöll. Þetta var sent til bæjarstjórn arflokks íhaldsins á sama tíma og borgarstjóri bar fram frum varp á aiþingi um niðurfell- ingu gjalda af djúpbornum fræga. Bærinn átti ekki fyrir útgjöldum vegna borsins, en það var ekkert alriði, hitt skipti mestu máli að slá upp st'órum auglýsingum og igefa fögur fyrirheit, þótt haldlaus væru. Önnur tillaga var þess eðlis, að íbúum nýrra hverfa yrði gefinn kostur á fullgerð- um götum, innan ákveðins tíma, gegn greiðslu í hlutfalli við verðmætisaukningu hús- eigna þeirra. Það kom hvergi fram, hvernig farið yrði að gagnvart þeim, sem ekki gætu greitt hin nýju gjöld. Ef til vill hyggst íhaldið ^kilja eftir handa þeim ómalbikaða rönd í götu og gangstétt, svo að þeir stígi ekki á malbik hinna fjáðari, en komizt þó leiðar sinnar. Þær randir mætti kalla einu nafni íhaldsbrautir, enda minntu þær átakanlega á íhaldsúrræðin. Það er hægt að teikna útsvars- pokann örlítið minni en annarra bæjarfélaga, ef fara á þessa leið ina að hlutunum, og gildir einu hvort nefnd er enn einu sinni hitaveita Ilöfðhverfinga, þar sem hver húseigandi greiddi kr. 5.000 úr eigin vasa, eða þessi framkomna tillaga Varðar. HVERNIG er svo umhorfs í bænum á ýmsum öðrum svið- um, meðan íhaldið básúnar út tillögur skipulagsnefndar Varð- ar. Margt mætti telja upp. Hér er fátt eitl nefnt: Inni í Breið- holtshverfi eða Blesugróf, eins og hverfið er oftast nefnt, er risinn upp all mikil byggð. I- búarnir eru þó með öllu' rétt- indalausir, þeir geta t.d. ekki' fengið lán út á byggingar sínar, því þær hafa engin lóðarrétt- indi. í samtali, sem Tíminn átti nýlega við einn af stjórnarmöna um framfarafélagsins í hverf- inu, kom í ljós, að starfsmenn bæjarverkfræðings höfðu úthlut að flestum húseignum lóðun- um. Þeim hafði verið vísað á þetta land, en jafnframt svo um hnútana búið, að þeir fengju enga vi'ðurkenningu fyrir rétt- indum sínum. Slumpað var á staði allflestra húsanna, en eng inn uppdráttur gerður af öllu hverfinu, þó er þeim gert að greiða skipulagsgjald. Það'var ekki fyrr en rafveitan tók sig til, vegna raflagnar í hverfið, og gerði uppdátt að hverfinu, að göturnar voru látnar Heita þar einhverjum nöfnum. Þó var aðeins til einn bókstafur í hverja götu, t.d. B-gata, o.s.frv. FYRIR NOKKRU síöanr kviknaði í einu húsanna í hverf inu og varð tjónið mun meira sökum þess, að slökkviliðið ætl aði aldrei að komast að húsinu. Skolpleiðslur í götur voru eng- ar til síðasta árs, en slcólpið rann frá húsunum og út ,í um- hverfið. Gátu íbúarnir a'ð sjálf sögðu lítið við því gert: Á vetr- um frusu svo skólptjárnir sem söfnuðust saman í hvosum og dældum, og urðu íbúárnir að verja tíma sínum til að forða unglingum frá því, að bregða þar á leik. Póstur mun borjnn út í hverfið tvisvar í vikm í SAMBANDI við tiílögur Varðar um malbikun og gatna gerð, má benda á, að hinir reyndustu bifreiðastjórar, sem sumir hverjir hafa ekið um göt ur bæjarins alla sína starfsævi, hafa allir það álit, að l'lestar götur mætti malbika, án þess að aka fyrst burt nokkrum hluta af jarðlaginu og setja í þess stað gróft grjót. Því til sönnunar, benda þeir á malbilc un Sundlaugarvegar og nokk- urra annarra. Ef farið væri að þessum ráðum væru líklega fleiri götur í bænum komnar undir malbik. Það er líka tími til kominn að hætta að höggva grjót í göturæsin. Nútíminn hefur upp á önnur og ódýrari vinnubrögð að bjóða. Þrir meiin jafnir og efslir á Haustmóti Tafiíélags Rc avsK Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur lauk á sunnudag og fóru leikar þannig, að þrír menn urðu jafnir og efstir í meistara- flokki, þeir Gunnar Gunnarsson, Kári Sólmundarson og Sveinn Kristinsson. Verða þeir því að tefla til úrslita um titil- inn Skákmeistari T.R. og sá, sem sigrar, fær einnig þátttöku- rétt í næstu Iandsliðskeppni. Úrslitakeppnin milli þessara þriggja mann vex’ður háð nú á næstunni og munu þeir tefla tvö falda umferð. í 1. flokki urðu úrslit þau, að Sigurður Guðnnmdsson sigraði hlaut 12 vinninga. Næstir urðu Grétar Á. Sigurðsson og Steíán Bjarnason með IOV2 vinning hvor. Flytjast þessir þrír menn upp í meistaraflokk. Sigurður Guðbrandsson, mjólk urbússtjóri, Borgarnesi, formaður, Jóhann Guðjónsson, bóndi, Leiru læk, Guðmundur Sverrisson, bóndi, Hvammi, Kjartan Eggerts- son bóndi Einholtum, og Þorvaldur Hjálmarsson, bóndi, Háafelli. Endurskoðandi var kjörinn Jón Steingrimsson, sýslumaður, Borgar nesi. Að loknum aðalfundarstörfum hófust umræður um innanhéraðs mál og stjórnmál. Framsögu höfðu alþingismennirnir Halldór E. Sig- ui’ðsson og Karl Kristjánsson. Hall dór ræddi um innanhéraðsmál, sérstaklega um þá hættu, er slcap aðist af sauðfjárveikinni í Dölum, og hugsanlega girðingu til varn ar henni. Karl ílutti ýtarlega ræðu um stjórnmálaviðhorfið. Var gerð ur góður rómur að ræðum fram sögumanna. Miklar umræður urðu á fundinm og koan fram mikill á- hugi í málefnum héraðsins og flokksins. Þessir tóku til máls auk framsögumanna: Sigurður Guð- brandsson, Jón Steingrímsson, Kjartan Eggei’tsson, Guðjón Guð mundsson, Einar Sigurðsson, Gunn ar Grímsson og Friðjón Jónsson. Á fundinum ríkti mikill einhugur og var hann hinn ánægjulegasti.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.