Tíminn - 05.12.1957, Síða 2

Tíminn - 05.12.1957, Síða 2
2 TÍMINN, fimmtudaginn 5. desember 1951, 2B. þiRg S.B.S,: Vilja eíla blaSaútgáfu sambandsins og leita til skólanna eftir efni ÞingitS heitir á hvern æskumann a(S gefa gaum aí5 staíreyndum um áhrif áfengis- og tóbaks- nauínar 26. þing Sambands Bindindisfélaga í skólum var haldiS í GagníræSaskólanum viS Vonarstræti dagana 30. nóv. og 1. des. ÞaS hófst klukkan 5 síSdegis á laugardag. var þá flutt skýrsla stjórnar, lesnir reikningar og bornar fram til- lögur, sem vísaS var til nefnda. Blaðaútgáfa lá niðri á árinu, mest vegna fjárskorts. Vilhjálmur Einarsson fer'ðaðist milli skóla á vegum sambandsins og flutti er- iridi um bindindismál og sýndi kvik myndir. Hann heimsótti 31 fram- haldsákóla og hélt 48 fundi. Hvar- vetna var honum vel tekið og komu fram óskir um að þessu starfi yrði haldið áfram. Fyrirlestrar. Sambandið sá um klukkusutnd- ardagskrá í útvarpinu að venju 1. fcbrúar. Einnig voru sendir menn í ýmsa skóla í Reykjavík til fyrir- lestrahalds þennan sama dag. Minnst var 25 ára afmælis sam- bandsins og athugaðir möguleikar á stofnun bindindisfélaga í fleiri skólum. Tillögur. Sambandið naut um kr. 20 þús. styrks frá Áfengisvarnarráði til starfseminnar. Á sunnudag hófst þing kl. 2. Voru þá tekin fyrir mál frá nefndum og ræddar og samþykktar m. a. eftirfarandi til- lögur: 1. Um að efla blaðaútgáfu sam- handsins og leita til skólanna um efnisútvegun til að gera efni blaðs- ins sem fjölbreyttast og skemmti- legast. 2. 26. þing S.B.S. heitir á Alþingi að samþvkkja framkomna tillögu um afnám áfengisveitinga á veg- um þess opinbera og stofnana þess. 3. 26. þing S.B.S. lýsir ánægju sinni yfir starfsemi Æskulýðsráðs Reykjavíkur og fagnar því tóm- I stundastarfi, sem hafið er á veg- um þess. Þingið telur að hér sé um að ræða mjög jákvætt spor í uppeldismálum þjóðarinnar. I Einnig var lýst ánægju yfir nýj- ! um þætti í starfsemi Góðtemplara- reglunnar, ungtemplarastarfsem- inni. 4. 2C. þing S.B.S. skorar á önn- ur æskulýðssamtök í landinu, eink- anlega ungmenna- og íþróttahreyf- inguna, að sjá um að á vegum fé- lagssamtakanna verði öflug fræðsla um bindindismál. 5. 26. þing S.B.S. skorar á ís- lenzka æsku að fylgja því einu, sem fegurst er og eftirbreytni- verðast í fordæmi hinna eldri. Einnig heitir þingið á hvern æsku- mann að gefa gaum að staðreynd- um um áhrif áfengis- og tóbaks- nautnar á einstaklinga og þjóðfé- lög og stuðla að algerri útrýmingu þessara nautna. Stjórnarkjör. Þingforseti var Vilhjálmur Ein- arsson og sýndi hann í lokin kvik- mvnd frá ferðum sínum milli skól anna. Björn Magnússon .og Bryn- leiftir Tobíasson mættu á þinginu og ávörpuðu þingheim. Sambandið bauð þingfulltrúum á fullveldis- fagnað kennaranema í Kennara- skólanum. Að lokum var gengið til kosninga: Formaður, Hörður Gunnarsson (endurkj.), aðrir í stjórn: Þórður B. Árelíusson, Unn- ur Jensdóttir, Guðm. Guðbrands- son og Aðalbjörn Gunnlaugsson. Eftirlitsmaður: Ásgeir Sigurgeirs- son kennari. Samnmgar haínir nm heimfktniog hollenzkra þegna frá Indonesío Verkamenn slá óátalið eign sinni á fyrirtæki Holiendinga og draga upp rauSa fána NTB—Djakarta, 4. des. — Verkamenn í höfuðborg Indó- nesíu, Djakarta, héldu í dag áfram að slá eignarhaldi á verk- smiðjur og fyrirtæki hollenzkra manna í borginni. Drógu þeir upp hinn rauða fána kommúnista á byggingunum. Ekki virðist þó sem komið hafi til blóðsúthellinga í þessum átök- um og sagt er, að hollenzkir eigendur og starfsfólk þess- ara fyrirtækja, hafi verið látið óáreitt á skrifstofum sínum, enda haldi það enn áfram venjulegum störfum. Af hálfu hcllenzkra stjórnar- valda hefir verið gefið í skyn, að innan skamms verði hafinn brott- flutningur hollenzkra þegna frá Indónesiu. Handtekin hafa verið um 20 manns, sem játað hafa á sig aðidd að banatilræðinu við Sukarno forseta, en höfuðpaurarn ir hafa ekki fundizt. Stefnt gegn hoUenzku stjórninni. Stjórn Indónesíu hefir opinber lega lýst yfir, að aðgerðir þessar bæði þar sem beinlínis hafa verið fyrirskipaðar af stjórn Indónesíu eða framikvæimdar af verkamönn- um með beinum eða óbeinum stuðningi stjórnarvaldanna, séu til þess gerðar að árétta kröfuna um hollenzku Nýju Guienu. For- sætisráðherra Indónesíu liefur á- varpað þjóðina ,agt, að þess Fræíslukvöld (Framhald af li'. siöu), dregið hvattif iil að sækja þenn an fræðslufund, en hann hefst klukkan 8,30 í kvöld að Tjarnar- götu 20 Stjórn Fulltrúaráðsins skipaði á SJl. hausti sérstaka fræðslunefnd, sem sjá mun um fræðslustarfsemi á vegum þess, en hana skipa: Guð mundur J. Guðmundsson, Eggert G. Þorsteinsson og Sigurður Guð geirsson. verði stanglega gætt, að engin ofbeldisverk verði framin á Holl- lendingum né skemmdarverk á eignum þeirra. í höfuðborginni er fjöknennt lögreglulið og herlið á ferð um borgina. Stjórnmálasambandið rofið? Utanríkisráðherra Indónesíu, sem er á leið heim frá New York, sagði í París í dag, a'ð ef vill yrði óhjákvæmilegt að slíta stjórnmála saimbanai við Holland. Það hefði þó aldrei verið bein ætlun Indó- nesiustjórnar að stíga slíkt skref, en afstaða Hollendinga til kröfu Indónesa um yfirráð hollenzku Nýju Guienu liefðu gert róttækar ráðstafanir nauðsynlegar. Eisenhower vinnur WASHINGTON, 4. des. — Eisen hower forseti situr á stöðugum ráðistefnum með ráðgjöfum sínum bæði um innanlands og utanríkis mál. í morgun sat hann ráðuneyt isfund í tvo tíma og síðar átti hann fund með flokksforingjum Republikana. Síðdegis sat hann á fundi með þingleiðtogum, sem voru að. kynna sór innanlandsmál og stefnu stjórnarinnar í þeim. Ekki sat hann þó allan þennan fund. Heldur hélt til annarra starfa. Er sagt, a'ð heilsa hans fari batnandi. Áfengismál (Framhald af 12. síðu). verið gert myndarlegt átak. Bar- áttuna gegn áfengisbölinu yrði líka að efla. . I Væri þá ekki áhrifaríkara að koma á áfengisbanni? j Bernharð Stefánsson tók til máls og sagðist álíta að þessi til- laga boðaði ekki nógu raunhæfar aðgerðir í þessum málum. Algjört vínbann væri hins vegar helzta leiðin til að draga úr áfengisneyzl- ! unni. Vitanlega yrði þá miklu Ismyglað, en engu að síður yrði Jslíkt bann til þess að draga úr 1 áfengisneyzlu. Sagði hann að sér þætti einkennilegt að ekki skyldi þá vera borin fram tilLaga um vín- bann. Vill láta upplýsa æskufóhk um lióflega notkun víns. Jón Páimason, Magnús Jónsson i og Bernharð Stefánsson töiuðu allir tvisvar og svöruðu einkum at- hugasemdum í seinni ræðum sín- um. Jón Pálmason lagði þó áherzlu á það, að rangt væri að álíta á- fengi einungis til bölvunar, það væri að vísu vandi að fara með það, en menn yrðu þá að læra a'ð umgangast þau gæði lífsins í hófi og taldi hann að skólar, heim- ili og kirkjuhöfðingjar ættu að . hafa forgöngu um þá uppfræðslu. ÍJónas Hallgrímsson hefði haldið því fram með réttu að þegar guða- íveigar lífga sál, hafi það góð á- hrif á hugsjónir og listir. Hins ! vegar ættu nautnirnar að vera þrælar manna, en ekki öfugt. Leifturbækur (Framhald af 12. síðu). ingstelpum nýkomnar út. Önnur nefnist Matta Maja í dansskólan- um eftir Björgu Gazelle. Hún er 198 blaðsíður að stærð, fjörleg og spennandi unglingasaga. Hin er Hanna í hættú eftir Brittu Munk. Hún er framhald af Hönnu-bókun- um, sem Leiftur hefir gefið út og hafa orðið vinsælc- teÍDubækur. JOLAGETRAUN TÍMANS Efnt til námskeiðs fyrir leiSseinendur í þjoðdönsum úti á landi Þjóðdansafélag Reykjavíkur hóf vetrarstarf sitt í október s. I. og h-efir starfað með líku sniði og að undanförnu. Haldin hafa verið námskeið í gömlu dönsunum og þjóðdönsum, bæði fyrir fullorðna og börn. Kennsla fyrir fullorðna í gömlu dönsunum og þjóðdönsunum fer fram á sunnudagskvöld í Skáta heimilin og einnig á miðvikudags kvöldum í Edduhúsinu. Barnafiokkum er kennt siðdegis á miðvikudögum í Skátaheimilinu. Þá hefir sýningarflofekur félagsins haldið uppi æfingum og mun halda fyrstu sýningu sína á þess um vetri á föstudagskvöldið lcem ur fyrir Íslenzk-ameríska félagið. Félagið hefir nú tekið upp þá nýbreytni í starfsemi sína, að efna til námskeiös fyrir leiðbeinendur í islenzkum dönsum. F0RÐ heínr íramleiðsln á nýrri tegund dráttarvéla Um þessar munir eru FORD- verksmiðjurnar i Englandi að hefja framleiðslu á nýrri tegund dráttarvéla, sem liafa hlotið nafn ið Fordson Dexta. Dráttarvél þessi er nokkru minni en Fordson Major, sem hef ir 40,5 hestafla nótor og er 2.200 kg. að þyngd með öllum útbúnaði. Hin nýja Dexta er með 32 hest afla mötor og vegur um 1.350 kg. Þessi nýja dráttarvél er einmitt hentugasta stærðin við heyvinnu og aðra léttari landbúnaðarvinnu hérlendis meðan Fordson Major er í sínu fulla gildi til ræktunar- starfanna og annara erfiðari verka. Fordverksmiðjurnair öil hugsan- leg tæfei til þeirra hluta er hæfa við haixa. Einna mesta athygli vekur, að Dexta er mun ódýrari en nokkur sambæriieg dráttarvél á markaðin um í dag. Afli Vestfjarðabáta í nóvember ÍSAFIRÐI í gær. — Aíli eftirtal- inna báta var í nóveniber sem hér segir: ísafjar'ðarbátar: Gu'ðbjörg 110 lestir i 20 róðrum; Gunnvör 88 lestir í 17 róðrum; Ásúlfur 65 lestir í 13 róðrum og Bár 62 lest- ir í 13 róðrum. Hnífsdalur: Páll Pálsson 97 lest ir í 18 róðrum og Muninn 72 lest ir í 16 róðruim. Bolungarvik: Einar Hálfdáns 122 lestir í 21 róðri; Hugrún 110 lestir í 22 róðrum og Þorlákur 107 lestir í 21 róðri. Súðavíik: Trausti 40 lestir í 10 róðrum og Sæfari 37 lestir I 9 róðruan. Afli þessi hefir verið sóttur ýmist í Drangál austan Horns eða til beggja handa við Djúpálinn. Meíí jólasveinmum á ýmsum öldum Eins og þi5 siái5 á myndinni, þá hetV! T»ias»-e»--:i!nn verið m.** ;hinni frœgu för Hz.*s,7azr$, þegar hann fór yfir Alpana á fiium. En hvað er það í teikningunr.i, sem alis ekki gat átí sér stað? HÉR ER ÞRIÐJA MYMDÍN í GETRAUNINNI. Sendið öll svörin í einu til Tímans, Edduhúsinu, Lindargötu 9A, Reykjavík fyrir 21. des., en þá verður dregið úr réttum svörum, og 12 verðlaun veitt, sem eru barna- og ungl ingabækur frá bókaúfgáfunni NORÐA.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.