Tíminn - 10.12.1957, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.12.1957, Blaðsíða 2
T f M I N N, þriðjudaginn 10. desember 1957« Skemmtileg bók um Álbert GuS- mundsson eftir Jónas frá Hrifk i Þ;ir er greint frá knattspyrnuferli Alberts í frægustu Iiíium Evrópu, Rangers, Arsenal, Milan og Racing Club Nýlega er komin út bók um Albert Guðmundsson, hinn kunna knattspyrnusnilling, rituð af Jónaá Jónssyni frá Hriflu. í bókinni er knattspyrnuferill Alberts rakinn á skemmtilegan og f jörlegan hátt, allt frá því að hann hóf að leika knattspyrnu hér heima og þar til hann kom heim aftur eftir að hafa leikið sem atvinnumaður með mörgum frægustu knattspyrnuliðum Evrópu um árabil og hlotið viðurkenningu sem einn snjallasti knattspvrnumaður Evrópu. í formáila gerir hclfundurinn, Jónas Jónason, grein fyrir útgáfu bókarinnar og þar segir m.a.: „Tvær ástæður valda því, að ég tók að mér að rekja á prenti ntíkkra þætti úr útferðarsögu Ailberts Guðmundssonar, knatt- spyrnumanns. Bar þar fyrst til, að mér þótti saga hans merkilegur þáttur í framþróun íþróttalífs á íslandi. Enginn vafi er á því, að um no.kkurra ára skeið var Albert Guðmundisson í allra fremstu röð knatt'spyrnumanna á Vesturlönd- um. Ef sá siður hefði verið tekin upp í knattspyrnumálum, að velja árlega, til fyllistu viðurkenningar, einhvern knattspyrnumann, sem hafi hlotið mesta alþjóðlega frægð þá Tnynd'i Albert á þessu tímabi'li hafa hlotið þann heiður. Sá mað- ur, sem aflar sér slíkrar frægðar, varpar líka ljóma yifir land sitt og þjóð“. Hin röksemd höfundar er „að útferðarsaga Alberts og hekn- koma, séu þess eðlis, að þúsundir ungra manna hér á landi, sem stunda knattspyrnu sér tii heiisu- bóta og ánægju, geti af þessari frásögn numið nokkur þau sann- indi, sem þeiim er mest þörf á að þekkja“. Se'gja má, að höfundi hafi tekizt liér imjög vd, og bókin á tvímæla laust erindi til allra, ungra manna, sem íþróttir stunda. Með dugnaði og þrautsegju geta ungir menn smáþjóðar náð jafn langt á íþrótta brautinni og mestu afreksmenn stórþjóðanna, og saga Alberts er | Hafnarframkvæmdir á Akrasiesl (Framhald ax 12. slðu). í 5,5 m. til viðbótar. Byggingar- efni var sótt á Ferju II. að Höfn í Leirársveit. Viðlegurúm fyrir skip í höfn- inni eykst um 465 m., en þaS var áður 410 m., svo það meir en tvöfaldast. Heildarkostnaður við hafnar- framkvæmdirnar er rúmlega kr. 20 milljónir. Stærsti hluti þess er fenginn að láni frá firmanu Habag í Diisseldorf, eu Akranes- kaupstafur hefir greitt til fram kvæindanna kr. 4 millj. á tveimur árum og ríkissjóður kr. 1,2 millj. i Ú tflutningsverðmæti, sem fóru í gegn uin Akraneshöfn á síð- asta ári voru um kr. 65 millj. Nú gleðjast allir góðir menn. Daníel Agústínusson bæjarstj. Aibert Gudmundsson einn frægasti knattspyrnum. Evrópu. einmitt táknrænt dæmi um það. Útgefandi bókarinnar er Gunnar' Þorleifsson og hefir. hann ekki. látið sinn hlut eftir liggja. Bókin ! er hátt á annað hundrað blaðsíð- ur og yfir 70 myndir prýða liana, flestar taknar erlendis, frá knatt- spyrnifleikjum Alberts, og auka þær mjög á gildi bókarinnar. Fiskiþingi lauk í gær, afgreiddi 41 mál, 435 ræður voru fluttar Fiskiþingi lauk í gærdag og fóru kosningar fram á síðasta þingfundinum. Davíð Ólafsson var endurkjörinn fiskimála- stjóri til næstu fjögurra ára. Vara-fiskimálastjóri var kosinn Hafsteinn Bergþórsson. mál, og 435 ræður voru haldnar. Að löknu fiskiþingi var borð- hald í Tjarnárcafé. Þegar borð- haldinu laulk fóru flestir fulltrúa og ntíkrir gestir aðrir í hraðfrysti húsið ísbjröninn h.f. í boði Ingv- ars Vilhjálmssonar. Var verið að vinna í húsinu, svo menn gátu skoðað fiölkunarvélar og annan út- búnað. Dáðu menn framtalk og myndarskap. Þegar skoðun var lokið, settust menn að glæsilegum veitingum í kaiffis&l hraðfrystihúss ins. Kýpurmálið á þingi S. þ. New York-Nicosia, NTB, 9. des. Vara-utanríkisráð'herra Breta, Alan Nobel, sagðist vera þess fullviss að ná mætti samkomulagi í Kýpur málinu, er umræður hófust um málið í stjórnmálanefnd S. þ. 'í dag. Hann sagði, að brezka sendi- nefndin væri fús til að ræða við aðra aðila, sem hlut ættu að þessu máli í þeim tilgangi að semja á- lyktunartillögu, sem aðgengileg væri bæði fyrir grísku og tyrkn- esku rikisstjórnina og íbúana á Kýpur. Noble kvað Kýpur-málið ekki vera neitt venjulegt nýlendu vandamál svipað þeim, sem brezka stjórnin hefir oft átt við að glíma, heldur alþjóðlegt vandamál, sem varðaði sambúð Bretlands, Grikk- lands og Tyrklands. Út af þessum umræðum S. þ. hafa orðið allmiklar óeirðir á Kýpur í dag, viðts vegar um eyna. Brezkir hermenn hafa beitt bæði skotvopnum og táragasi til þesis að stxLla ti-1 friðar. — Mikill fjöldi manna hefir særzt í óeirðunum. Við sólarupprás í morgun var boð að ,til aímenns verkfalls í 24 klst. með því að hringja í- senn öllum kirkjuklukkium á eynni. Um 900 Kýpurbúar sitja nú í fangelsi grun aðir um hermdarverkastarfsemi. Umræðufundur um réttarstöðu í stjófn Fiskifélagsins til næstu fjögurra ára voru kjörnir: Pétur Ottesen, Ingvar Vilhjálmsson, Em- II Jónssón og Margeir Jónsson. í varastjórn: Jón Axel Pétursson, Þorvarður 'Björnsson, Einar Guð- finnsson og Karvel Ögniundsson. Endurskoðandi var kjörinn Gutt- ormur Erlendsson og til vara Ólaf ur B. Björnsson. Kósin var miiiiþinganefjid til að endurskoða lögin um hluta- 'tryggingásjóð. Kosningu hlutu: Einar Guðfinnsson, Margeir Jóns- son, Magnús Gamalíesson, Ingvar Vilhjál'msison, Sveinn Benedikts- son og Helgi Benónýsson. Formað- ur nefndarinnar verður Már Elías ison, fuiliLtrúi í Fiskifélaginu. Vara menn í nefndina voru kjörnir: Guðfinnur Einarsson, Magnús Magnússon, Egiíl Júlíusson, Níels Ingvarsson, Jóhann Sigfússon, Haf steinn Báldvinsson. í milliiþingan-efnd til að endur- skoða vátryggingarreglur vélbáta, var kjörinn einn maður: Ingvar Vilhjálm'Sson. Fiskiþingið afgreiddi alls 41 Grænlands Flokaglíma Reykjavíkur Flokkaglíima Reykjavíkur fór fram að Hálogalandi s.l. sunnudag. Keppt var í tveim þyngdarflokk- um fullorðinna og drengjaflckki. Gísdi Halldór.'son formaðitr íþrótta bandalags Reyikjavíkur setti giímu mótið. í fyrsta þyngdarficfcki sigr aði Armann J. Lár.usson með 2 vinnir.guim og næstur varð I kvöld kl. 8,30 gengst Stúd- entafélag Reykjavíkur fyrir al- mennum félagsfundi um réttar- stöðu Grænlands. Fundurinn verður í Sjálfstæðishúsimi. — Framsögumaður er dr. Jón Dúa- j son, sem kynnt hefir sér þessi mál allra manna bezt og barizt ötullega fyrir landnáms- og byggðarétti fsiendinga á Græn- landi. Ýmsum Grænlandsáhuga- mönnum hefir verið boðið á fundinn. Kristján Heimir Lárusson með 1 vinning, báðir úr UMFR. í öðrum filoi'kki sigraði Hilmar Bjarnason j með 3 vinningum, naestur varð j Ólafur Bjarnason með 2 vinninga, j báðir úr UMFR, og þriðji Kristján Andrésson úr Ármanni með 1 v. j í drengjaflptoki sigraði Kristján j Grétar Tryggvaspn úr Ármanni með 4 vinningum, næstur Guð- j mundur G. Þórarinsson úr UMFR . með 3 vinninga c-g þriðji Sigurjón’ Krktjánsscn úr Ármanni með 2 vinninga. i Hermann Guðmundsscn fram- j kvæmdastjóri ÍSÍ afhenti verðlaun cg sleit mótinu. lauk ræðu sinni með þessum orð um: ,,Eg vona og bið, að liöfnin megi verða öruggur-hvíldar og griðarstaður þeirra sem af liafi koma. Eg vona að sjómennirnir okkar, sem „flytja þjóðinni auð, sækja barninu brauð, færa björgin í grunn undir framtíðarhöll“ megi hér finna það glöggt, að þeir eru komnir I höfn og þurfi engu að kvíða, þegar langri og oft erfiðri sjóferð er lokið. Að þeir geti sofið áhyggjulausir yf- ir því að báturinn þeirra verði ekki brotinn að inorgni. Hættur hafsins eru nægilegar, þó ekki bætist við óvissa um atvinnutæk in, þegar í land er komið. Yfir þessum framföruin gleðjast allir góðir menn. Og því er fagnaðar- og þakkarstuud, þegar miklum áranga er náð. Því segi ég enn og aftur. Innilegar þakkir til allra sem stutt hafa þessi mál á einhvern hátt og unnið þeim gagn. Megi Akraneshöfn um alla fram tíð verða grundvöllur að blómiegu atvinmilífi bæjarins og þannig efla hagsæld, velmegun og n.enn ingu fóiksins, sem byggir þennan bæ“. Að -lokinni ræðu bæjarstjórans þakkaði Vclland verbfræðingur Akurnesingum samveruna fyrir hönd Þjóðverjanna, sem þar hafa unnið nú í nær tvö ár, þeir sem lengst hafa verið þar. Þá var flutt kvæði til hafnarinnar eftir Ragnar Jóhannesson skólastjóra. Eysteinn Jónsson fjármálaráð- herra tók þvínæst til máls. Ræddi hann fyrst um hafnarm-álin al- ir.^nnt og taldi að landsmienn hefðu -snemma byrjað á einskonar liafnai'gerð í landi sínu. Hann benti á að víðá væri enn ófull- nægjandi aðstæður í þeim efnum, en hins vegar hefði líka mikið á unnizt í þeim málum. Fagna bæri þessum miklu framförum í hafnar málum Akurnesinga, því þar væri höfnin beinlínis undirstaða sjó- sóknar. Ráðherra drap síðan á það, að margt væri nú í takinu varðandi hafnarbyggingar landsmanna, en tvö stærstu verkefnin, sem verið væri að vinna að væru Þorláks- hcfn og Rif. Myndu þessar tvær hafnir opna nýja möguleika til sjósóknar. Góð Iiöfn mikið fagnaðarefni. Eysteinn Jónsson fjármálaráð- herra gerði síðan að u-mtalsefni þá mi-klu þýðingu, sem hinar nýju liafnarframkvæmdir hafa fyrir Akranes. Hann sagði að góð höfn sé aldrei of-metin. Menn geta bú- ist við baráttu á sjónum og mið unum, en steininn tekur þá fyrst úr, þegar hættulegasti áfanginn er landtakan sjálf, og þegar berj- ast þarf við hafið við iandsteinana En þannig hefir þetta verið frá fyrstu tí'ð á Akranesi. Þess vegna skiljum við svo vel fögnuð manna í þessum sjósó-knarbæ, þegar þess um stórkost'lega áfanga er náð. Ráðherra lagði síðan áherzlu á það, að ekki hefði verið unnt að koma þessum miklu liafnar- manmirkjum á Akranesi upp nú á svo skömmum tíma, ef bæjar- búar hefðu ekki sjálfir lagt mik ið af mörkum og sýnt samtaka- mátt. Ráðherra sagði að undir- staða þessara framkvæmda væri að fjármálum bæjarins hefð-i ver- ið komið í lieilbrigt horf. Völdu sér góðan formann bæjarmála. Eysteinn Jónsson, fjármálaráð herra sagði: ,,að Akurnesingar hefðu borið gæfu til að velja sér formann fyrir bæjarmál sín, sem sótt hefir málefni bæjarins af hliðstæðu kappi og forsjá, sem beztu formenn þeirra á sjón um, og er þá mikið sagt, en ekkert ofsagt að mínum dómi“. Að lokinni ræðu Eystelns Jóns- sonar fjiármáiaráðherra, sem jafn- frarr.t er ráðherra hafnarm-ála, tók ti-1 máls Emffl Jónsson banka- stjóri, Dr. Hirschfeld sendiherra Þjóðverja á íslandi, Þórhallur Sæmundsson bæjarfógeti og Jón Sigmundsson framkvæmdastjóri. Karlakór Akraness söng undir stjórn Geirlaugs Árnasonar. Var hó£ þetta í alia staði hið ánægju- legasta og fór vel fram. Breytingar á kosnlnga- lögum (Framhald af 1. síðu). Reynt að koma í veg fyrir óviðkunnanleg afskipti. Eysteinn Jónsson ráðherra svar- aði þessum þingmanni fáeinum orð um og sagði raunar, að ræða hans væri naumast svaraverð. Væri engu líkar en maðurinn hefði feng- ið óráð eða talað upp úr svéfni. Vitanlega miðaði frumvarpið að því að auka á lýðræðislegri hætti kosninganna, gera þær friðsam- legri og virðulegri og reyna að koma í veg fýrir að einstakir flokk ar geti skipt sér af því, hvort menn kjósa eða ekki. Koma í veg fyrir það að fólk sé dregið í dilka á kjör- stað í fara-rtækjum merktum flokk um. Jón hefði ekki getað fundið neitt að frumvarpinu í einstökum atriðum annað en það, að honum þætti að kjörfundur hefði ekki staðið nógu lengi klukkan ellefu að kvöldi. Endurtólc ráðherra fyrri ummæli sín um það, að vorkunn- arlaust væri að ljúka kosningu fyrir þann tíma. Eysteinn Jónsson spurði, hvern ig menn gætu talið það gagnstæit. lýðræði að banna afskipti af kosningum, sem meðal annars eru fólgin í því að óviðkomandi aðilar eru að grennslast fyrir um það á kjörstað, hvort rnenn hafi neytt kosningaréttar síns eða ekki. Þá mundu fáir sakna þeirra vinnubragða, þegar verið er að brjótast um á heimilum manna fram á nætur að afloknum kjör- degi í þeim tilgangi að vita, livort menn vilji ekki kjósa. Þetta væru allt saman afskipti af kosningum, sem ekki væru viðkunnanleg eða viðeigandi, þar sem fullt kosn- ingafrelsi á að ríkja, og einstakl- ingar eiga að vera einir um það, hvort þeir nota kósningarétt sinn eða ekki. Frumvarpinu var að umræðum loknum vísað til allsherjarnefndar með 11 samhljóða atkvæðum. KVIKMYNDIR Fyrirspurn fii borgarsijórans: Er forstjóri Innkaupastofimnaar Rvíkur ekki jafnframt heildsali, og er heildsala hans ekki í húsakynnum stofnunarinnar? Koss dauðans Bandarísk kvikmynd. Aðalhlut verk: Kobert Wagner. Sýningar- staður: Trípolibíó. MYND ÞESSI er mjög vel tekin og aðalhlutverkin í höndum ágætra leikara. Þá er í lienni mikill hraði og spenna og oft er ko-mið á óvart með ýmsurn smáatriðum. Mynd þessi er því góður reyfari og ágæt hvíld að horfa á liana. UNG STÚLKA verður ófrísk, en barnsfaðirinn er ekiki ýkja hrif inn af að náttúrulögmálið skuli taka þannig fram fyrir hend- urnar á honum. Hann er við nám og jafnframt ber þessa ódétt-u efcki rétt að. Hann ótt- ast að faðir stúlkunnar, sem er milljónamæringur, og því girnilegur engdafaðir, kunni að reka dóttur sína að heiman, af því að hann hafði gleymt að kynna sig fyrir hónum áður en náttúrulögmálið varð svona aðgangshart. ÞEGAR pilturinn hefir bundið endi á þessi vandamál sín, hefir hann að nýju freistað náttúru- lögmálsins með aðstoð hinnar dóttur milljónamæringsins. — En örlögin, sem stundum eru öllum lögmálum yfirsterkari, vaða að piltinum í mynd malar bíls og Ijúka öilum frekari frama hans innan fjölskyldunn ar. Myndin er byggð á sögu eftir Ira Levin, sem komið hef- ir sem framhaldssaga í Morgun blaðinu. I.G.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.