Tíminn - 10.12.1957, Side 4

Tíminn - 10.12.1957, Side 4
4 T f M I N N, þriðjudaginn 10. desember 1951. Áttunda Muta af tekjuafgangi hita- veitunnar mátti ekki ver ja til nauSsynlegra rannsókna Eitt var það vandamál, sem enn er óleyst hvað rekstur hitaveitunnar snertir, og það er hin skaðvænlega kísilmyndun í hitalögnum þeirra húsa, sem njóta heitavatnsins. Þa® er stað- reynd, sem ekki verður umflúin, að árlega fara jafnvel hundruð- ir þúsunda til þess eins að hreinsa út hitalagnir í húsum, þar sem kísillinn er orðinn svo mikill, að vatnið nær ekki lengur að streyma um húsið. Húseigendur verða sjálfir að greiða þessar aðgerðir og liggur því hvergi fyrir livað kísilhreinsunin nemur hárri uphæð á ári hverju, en kunnugir menn telja hana vera mjög háa. Borgarstjóra, og hans skoðanabræðrum í bæjar- stjórn, finnst ástandið samt hið ágætasta og telja enga ástæðu til neinna breytinga hvað það snertir. Þeir liafa ekki gengist fyr- ir rannsóknuin til þess að bæta úr ástandinu, en að sjálfsögðu þyrfti að athuga vandlega hvort hægt er að gera lieita vatnið. skaðlaust af kísilnum, því þess er að vænta, að þegar fram líða stundir verði hitalagnir fjölmargra húsa orðnar gjör- ónýtar. Mun það verða mikið vandamál að lagfæra þaffi, og eina leiðin er að stemma stigu við skemmdunum strax. Meðan rannsókn færi fram væri lang eðlilegast að Hita- veitan tæki þátt í kostnaði þeirra, sem hreinsa þurfa hitalagn- ir lnisa sinna. Þetta hafa Framsóknarmenn gert sér ljóst og þess vegna hefir Þórður Björnsson, bæjarfulltrúi, margsinnis boriffi fram eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórn samþykkir að láta 1/8 hluta af tekjuafgangi Hitaveitunnar á næsta ári renna í sérstakan sjóð, og skal til- gangur hans vera sá að bæta húseigendum skemmdir, sem hita veituvatni kaun að valda á hitalögnum í húsum þeirra. Felur bæjarstjórn bæjarráði að gera tillögur til bæjarstjórnar um reglur fyrir sjóðinn." Það er almenningi orðið kunnugt hvað borgarstjóri hefir gert við tekjuafgang Hitaveitunnar, sem skiptir orðið tugum millj- óna. Hann hefir ekki farið til nýlagningar liitaveitu eður rann- rókna á kísilmyndun og allra sízt til bóta á skemmdum liita- lögnum. ílann hefir farið til óskyldra verkefua, svo sem bygg ' ingu Betlihallarinnar að Skúlatúni 2. Þess vegna gat íhaldið ekki samþykkt þessa tillögu Þórðar og mun ekki gera, því það telur annað betur gert við fjármuni Hitaveituuuar en að nota þá í slíkum tilgangi. Hreppamaður, f jölritað byggðablað Blaðinu hefir borizt fjölritað blað, sem nefnist „Hreppamaður*' og er útgefandii Bjarni Guðmunds son bóndi í Hörgsholti. Koimnir eru út tveir árgangar af blaðinu, og hafa þeir verið heftir saman í snotra myndakápu. Framan á henni er mynd af Hörgsholti, eins og sézt hér að ofan, og innan á henni er mynd af útgefanda og fjölskyldu hans. Mikið af efni blaðsins er kvæði og lausavísur, því að Bjarni er hagyrðingur góð ur og lætur jafnan fjúka í kviðl- ingiu/m. En einnig eru í blaðinu stuttir þættir, smásögur og leik þættir og sithvað fleira til gam- ans. Blaðið fæst hjá útgefanda og einnig hjá Bókaútgáfunni Norðra. Bjarni kynnir blað sitt m.a. með þessari stöku: Hreppamaður byga„ blað býður nýjar leiði.. Bótasjóðinn boðar það og bölsýninni eyðir. Leiðbeiningar um Nýr flokkur aS hef jast af ævin- týrabókunum eftir Enid Blyton Undanfavin ár hefir komið út í íslenzkri þýðingu hjá Ið- unnar-útgáfunni flokkur barna- og unglingabóka eftir brezku skáldkonuna Enid Blyton. Nú er út komin áttunda og síð- asta bóldn í þessum fiokki, og heitir hún Ævintýrafljótið. Jafnframt hefst hjá sama forlagi nýr bókaflokkur eftir sama höfund, og er fyrsta bókin komin og nefnist Fimm á Fag- urey. hún falli börnum og unglinguní Ævintýrabækur Blytons hafa líkt í geð og fyrri ævintýrabæk notið mikilla vinsælda hér síðustu urnar. Þýðandi er Kristmundur árin og komið út af þeim margar Bjarnason. endurprentanir. Frú Sigríður Thor Von er á nýjum ieiðbeininga- bæklingi frá Neytendasamtökun- um, seim að öllu leyti v.irður helg aður jólunum, og þeim vandamál uim sem þeim fylgja. Verður bækl ingurinn sendur út 10. desember. Upplag hans verður 10.000 og hið stærsta þeirra bæklinga, sem Neyt endasamtökin hafa gefið út, en þetta er hinn 11. í röðinni. - Bæklingarnir eru sendir meðlim- um samtakanna og eru innifaldir í ársgjaldinu, isem er þó aðeins 25 krónur. Jólabæklingurinn verð ur þó sendur fleirum, meðan upp lag endist, eftir að meðlimunum hefur verið sendur bæklingurinn. Leiðbeiningar bæklingsins varða: meðferð á jólatrjám, jólagjafir, jólamat, jóladryikki, jólakort, jóla skraut, ojs.frv., en auk þess verða þar upplýsingar um ferðir strætis vagna um jólin og afgreiðslutíma verzlana o.fl. Tilgangurinn með bæklingnum er að safna í einn stað som mestum upplýsingum, sem að haldi mega korna um jólin. Auglýsingar verða teknar í bækl- inginn, og skulu þær vera upp- talning á þeim vörum, sem við- komandi hefur á boðstólum og vilil sérstaklega minna á, ásamt upplýsingum um verð. Auglýsing ar eiga fyrst og fremst að veita lacius hefir þýtt allar þessar bæk- ur. Frásögnin er mjög fjörleg og hugmyndaauðug, og skemmtilegar teiknimyndir prýða bækurnar. En- id Blyton mun vera einn víð- lesnasti bamabókahöfundur sem nú er uppi, og hafa bækur hennar komið út á 20 tungumáium. illlllllllllllilllll!liilllll!lllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllilli|||||||||||ii||||||||ii||i||||||||||i I SINFÓNÍUHUÓMSVEIT ÍSLANDS: Tónleika jólaundirbúning 1 Þjóðleikhúsinu í kvöld kl. 8,30. Fimm á Fagurey. S En um leið og síðasta bókin í § fyrri flokknum, Ævintýrafljótiffi h kemur út, kemur fyrsta bókin x; || hinum nýja flokki og nefnist Fimm ! | á Fagurey eftir Enid Blyton. Fjall 11§ ar hún um fimm félaga, þ.e.a.s. j = fjögur böi-n og hundinn Tomma,1 § og eru þetta söguhetjurnar í öil- = um flokknum. Bókin er prýdd 30 j §j myndum, og má gera ráð fyrir, að ||||||||||I!IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII!IIIIIIIIIIIIIIII||||||||IIIIIIIIIIIIIIIIIIII'||||||||„|||||||||||||||||||||I||||||||||||||||||!||||||| Stjórnandi: Wilhelm Schlauning, Einleikari: Jón Nordal. Aðgöngumiðar seldir í Þjóðleikhúsinu. ——-—-———-----—-—-—-—-- Við seinni bollann Bankastarfsmenn sauma út. — Þýzkir hermeml verzla í Kaupfélagi Sey(Sfir?Íinga — og geraí brjóstsykursárásir á Reykjavík Sjómaffiur frá Sandgerffii drakk með mér tíu dropa um dagínn og sagði mér þá þessa sögu: Hann átti erindum að gegna í banka- útibúi einu hér í bænum og þurfti í því skyni að hafa upp á gjaldkera stoínunarinnar. Sjó- maðurinn kom í bankann rétt fyrir lokun og hvernig sem hann leitaði fann hann ekki gjaldker- ann. Starfsfólkið tjáði lionum að viðkomandi embættismaður mundi vera á næstu grösum en stundum kæmi það fyrir að hann hyrfi á brott stund og stund í einu. Dyravörður bankans sá aum ur á manninum og benti lionum á að leita hans í símaklefanum. Þangað fór sjómaðurinn og viti menn: þar sat gjaldkerinn hinn rólegasti og saumaði út. Tjáði hann sjómanninum að liann væri að sauma út púða fyrir eigin- konu sína. Þegar hami hafði Iok ið við spottann, gaf hann sér tíma til að sinna erindum sjómanns- ins og fórst það prýðilega úr hendi. lesendum raunhæfar upplýsingar, eftir því sem kostur er. Þeir sem hefði hug á því að auglýsa þannig í bæklingnum, skuilu snúa sér til skrifstofu Neytendasamtakanna, Aðalstræti 8, síma 19722, fyrir 30. nóv. Er hún opin daglega milli 1 kl. 5 og 7. Þá er einnig tekið á móti nýjum meðlimum og nægir í því skyni að hringja til skrif- stofunnar. Kunningi minn sem um árabil hefir dvalið í Þýzkalandi og Aust- urríki við nám kann ýmsar furðu- legar sögur úr síðustu heimsstyrj- öld. Tvær þeirra sagði hann mér um daginn þegar við sátum og sötruðum úr sernni bcillanum. —< Hann hafði hitt leigubílstjóra í Vínarborg og ekið með honum um horgina. Þegar bílstjórinn kcmst að því, að farþegi hans var íslend ingur spurði hann hvort landinu kannaðist við Kaupfélag Sevðfirð- inga. íslendingurinn varð hvumsá við oig sagðxst að vísu hafa heyrt þess getið að fyrirtæki þetta væri til en sig hefði ihins vegar ekki grunað að þar væri um að ræða heiitisfræga stofnun, eða hverju sætti það að einn plumpur leigu- bí'listjóri í Vínarborg vissi af kaup félagi í smáþorpi xiorður undir heimskauti. Bílstjórinn kvað það ekkert Uindarlegt því hann hefði skipt við kaupfélagið í síðustu heimsstyrjöld. Svo var mál með vexti að hann hefði verið hermað- ur og verið staðsettur í Noregi. Eitt sinn hefði þeir félagar crðið uppiskroppia með tóbak og annaa slíkan varning og erfitt um vik að fá annað en rusl að reykja í Nor- egi. Þeir hefðu því mannað meðal- stóranvéibát og siglt sem leið ligg ur til f'slands, tekið land á Seyðis- firði og ekki flíkað ferðum sínum. Þar löbbuðu þeir sig inn í kaup- félagið, keyptu firnin öll af amer- ískum BÍgarettum og ýmiskonar munaði og sigldu að því búnu aft- ur til Noregs að þjóna sínu föður- landi. Ekki vildi kunningi minn trúa þessari sögu fyrr en bíistjór- inn hafði stafað fyrir hann nafnið á kaupféiaginu all nákvæmlega og iýst staðh'áttum á Seyðisfirði svo ýtarlega, að engu var líkara en að maðurinn væri þar fæddur og upp- alinn. Á námsárum sínum hitti þess! kunningi minn ennfremur Þjóð- verja einn sem verið hafði flug- maður í stríðinu. Hann hefði far- ið margar ferðir yfir Island I njósnaskyni. f einni slíkri för var flogið yfir Reykjavík. Ekk! var varpað sprengjum á bæinn en Þjóðverjanum þótti súrt í brotið að skilja ekki eftir sig neinar minjar svo bæjarbúar mættu muna. Tók hann þá fxxll- an brjóstsykurspoka úr vasa sín um og dreifði út um giuggann á vélinni. Væri gaman að vita livort nokkur Reykvíkingur man til þess að brjóstsykursmoli hafi fallið í munn hans einhverntíma á stríðsárununi meðan hann góxidi upp í loftið eftir þýzkri sprengjuflugvél. ClllllllllllllllllkT,Ir.,il(a;lTTTilllllllllllllllllllill!lllllllllllllllllllllllllllll||||M|l|||||U|||j|||||i||||||||||||||||||||!!|||!IJ iM.s. „Guíifoss,, I = * * , 3 | fer frá Reykjavík 17. þ.m., til Siglufjarðar og Akur- I I eyrar. Skipið hefir viðkomu á ísafirði í báðum leiðum i | vegna farþega. Fráteknir farseðlar með þessari ferð i 1 skipsins óskast sóttir fyrir 13. þ. m. i i 3 1 H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS I = 3 iiiiiiiiiiuiiiiiimuiimixuiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiimiiiiiiiiiimiimiiiuiviiiiiiininnw 1 NAUÐUNGARUPPBDÐ | | sem auglýst var í 20., 24. og 25. tbl. Lögbirtingablaðs- = | ins 1957, á hluta í Rauðarárstíg 3, hér í bænum, eign | | Gunnlaugs B. Melsted, fer fram eftir kröfu tollstjór- 1 | ans í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudaginn 13. des- 1 | ember 1957, kl. 3 síðdegis. I Borgarfógetinn í Reykjavík i I i iiuiiiiiuiiiiiiiiuiuiiiiimiuiiiiiiiiiimmmiiiimmimimimiiiiiiiimmmiiiimmiimmmiimmiiimiimiuiiimil

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.