Tíminn - 13.12.1957, Síða 6
6
T ÍMI N N, föstudaginn 13. desember 195?.
Útgefandi: Framsóknarflokkurlna
Rltstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn ÞórariUMB (áb).
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargöta
Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304
(ritstjórn og blaðamenn)
Auglýsingasími 19523. Afgreiðslusíml 12323
Prentsmiðjan Edda hf.
Markviss skemmdarbarátta
gegn þjóðarhagsmunum
FífcAMFARIR og batn-
andi líí'skjör á íslandi byggj
ast nú ööru fremur á tvennu.
AnnaA er það, að framleiðslu
starfsemin sé sem blómleg-
ust og hún því ekki takmörk-
uð og torvelduð með ofháum
kostnaði og dýrtíð. Hitt er
það, að þjóðin fái hæfilega
mikið erlent lánsfé til aukn
ingar framleiðslu og undir-
stöðuframkvæmdum, því að
sjáif hefur hún of lítið fjár-
maign til þessara hluta.
Bf hægt er að fullnægja
báðum þessum skilyrðum,
þarf ekki að efast um, að
hér verða miklar framfarir,
sem byggja má á bætt lífs-
kjör. Framtak og dugnað
skortir þjóðina ekki til fram
kvæmda, ef ofhár fram-
leiðsluikostnaður og lánsfjár
skortur binda ekki hendur
hennar.
EF MENN hafa þetta í
huga, hljóta þeir að verða
enn rmeira undrandi en ella
yfir þeim vinnubrögðum, er
forkólfar Sjálfstæðisflokks-
ins hafa helzt ástundað síðan
þeir lentu i stjórnarand-
stöðu,
Vinnubrögð leiðtoga Sjálf
stæðisfl. hafa einkennst
öðru fremur af þessu
tvennu:
Þeir hafa á allan hátt
reynt að stuðla að auknum
f ramil eiðsl ukostn aði. Þeir
hafa kappsamlega stutt all-
ar kaupkröfur, jafnt ósann-
gjarnar sem sanngjarnar.
Þeir hafa barizt hatram-
lega gegn öllum verðlags-
hömlum og heimtað hærri
álagningu fyrir milliliðina.
Þeir hafa á allan hátt
reynt að spilla íyrir láns-
möguleikum þjóðarinnar er-
lendis. Þeir reyndu á sein-
ustu stundu að hindra að
Sogslánið fengist vestra á
síðastliðnu vori (samanber
greinina í Wall Street Jour-
nal, er Mbl. birti athuga-
semdalaust). Þeir hafa síð-
an stimplaö það landráð, ef
nokkur lán yrðu tekin hjá
Rússum eða öðrum þjóðum
austan tjalds. Nú síðast
stimpla þeir það einnig land
ráð og landsölu, ef lán verða
tekín hjá einhverju því ríki,
sem er í Atlantshafsbanda-
laginu. Íslendingar mega
sem sagt hvergi taka lán um
þessar mundir öðruvísi en að
forkóifar Sjálfstæðisflokks-
ins hamist á móti því og
setji landráðastimpilinn á
stjórn landsins.
Um það er ekkert skeytt,
þótt á þennan hátt sé stjórn
íslands ekki ein svívirt, held-
ur líka helztu vinaþjóðir ís-
lendinga, þar sem þær eiga
ekki að geta veitt íslending-
um Ián öðru vísi en sem
rnútufé!
SANNARLEGA er ekki
hægt að hugsa sér óþjóðholl-
ari og óheilbrigðari vinnu-
brögð en þau, sem forkólfar
Sjálfstæðisfl. hafa ástundað
undanfarið og lýst er hér að
framan. Með þeim er mark-
vist stefnt að því að koma
atvinnuvegum og athafnar-
lífi þjóðarinnar á hné.
Hvað veldur svo furðuleg-
um vinnubröglðum? Hvaða
ósköp hafa komið yfir þá
menn, sem þannig haga sér?
ÞAÐ, sem hefir hent þessa
menn er það, að þeir hafa
misst völdin eftir langan
valdaferil. Völd sín hölðu
þeir notað til að hlúa á
margvíslegan hátt aö þeim
gæðingum, sem Sjálfstæðis
flokkurinn þjónar raunveru-
lega. Sárindi yfir valdamiss-
inum og óttinn við hlunn-
indatap gæðinganna bland-
ast hér saman og hafa gert
þessa menn eins og vitstola.
Þeir treysta því ekki, að
þeim muni með eölilegum
hætti takast að hefjast til
valda á ný. Þess vegna er
gripiö til þess ráðs að reyna
að stofna til öngþveitis og
upplausnar í þeirri von, að
slíkt ástand geti skolaö þeim
upp í valdastólana aftur.
Önnur skýring en þessi
verður ekki fundin á vinnu-
brögðum forustumanna Sjálf
stæðisfl. að undanförnu.
Þessi vinnubrögð staðfesta
líka það, sem alltof mörgum
hefur dulist áður, aö Sjáif-
stæðisfl. er fyrst og fremst
klíka nokkurra valdabrask-
ara, sem einskis metur þjóð-
arhag, en hugsar fyrst og
fremst um að hafa völdin
og lætur sig einu gilda með
hvaða hætti þaö er gert.
ÓHJÁKVÆMILEGT er, að
þessi vinnubrögð, sem for-
kólfar Sjálfstæðisfl. hafa á-
stundað undanfarið, opni
augu margra, sem hingað til
hafa ekki gert sér fulla grein
fyrir þvi, hver flokkurinn er
í raun og veru. Mjög margir
heiðaillegir og þjóíðhollir
kjósendur hafa að undan-
förnu veitt Sj álfstæðisflokkn
urn fylgi sitt í þeirri trú,
aö hann væri ábyrgur flokk-
ur „allra stétta“. Vinnubrögð
forkólfa Sjáifstæðisfl. að
undanförnu hljóta a'ð svipta
grímunni frá augum þessa
fólks. Þess verður lika vart
í vaxandi mæli, að jafnvel
inn í innstu röðum Sjálf-
stæðisflokksins eru þessi
vinnubrögð fordæmd. En það
er ekki nóg, að menn for-
dæmi þessi vinnubrögð,
nema þeir fylgi því eftir með
þvi að yfirgefa flokkinn að
fullu. Með því myndu ekki
aðeins forkólfar Sjálfstæðis
flokksins fá verðskuldaða
ráðningu, heldur myndi það
verða til þess, að stjórnar-
andstæðingar nú og síðar
meir myndu veigra sér við
að stunda jafn lánlaus vinnu
brögð og forkólfar Sjálf-
stæðisflokksins hafa tamið
sér um skeið.
Bækur og höfundar
Merkileg tilraun, en misheppnað verk
Jónsmessunæturmarlröð á
Fjallinu helga, skáldsaga
eftir Loft Guðmundsson. Út-
gefandi ' Bókaforlag Odds
Björnssonar.
„Hefirðu heyrt um nýju skáld-
söguna hans Lofts, þar er kven-
fólkið trekkt upp eins og vekjara-
kiukka og gengur fyrlr fjöður eða
sigurverki?“ Þetta sagði kunningi
minn við mig á miðju surnri, og
þett'a voru fyrstu fréttirnar, sem
cg fékk um að von væri á þess-
ari skáldsögu, sem um sinn hefir
verið umræðuefni manna, þótt
sitt sýnist hverjum um ágæti henn
ar. Þetta var auðvitað nóg til þess
að ég opnaði bókina með forvitni,
þegar mér barst hún í hendur.
Þetta er mikil skáldsaga, nær
300 blaðsíður í stóru broti, og
skiptist í bækur eins og biblían.
Söguefnið, söguþráðurirm? Það er
enginn hægðarleikur að rekja það.
Skötuhjú nokkur, musterisgyðja
og Borgfirðingur, að því er bezt
verður séð, skióta kollinum upp úr
haffletinum eftir flugslys yfir hafi
og komast að ókennilegri strönd í
gúmbát. Þar hefst margbreytileg
saga og með ólíkindum og endar á
Fjallinu helga, sem raunar er
gjósandi gígur, en slík fjöll hafa
Islendingar löngum kennt til hel-
vítis en ekki helgi.
Skáldsaga þessi er satíra, háð-
deila á heiminn, og má segja að
hún sé eina tilraun hér á landi um
langt árabil til þess að skrifa
heinræktaða satíru í skáldsögu-
sniði. Að vísu hafa komið út all-
margar skáldsögur, sem eru sat-
íriskar öðrum þræði, svo sem skáld
sögur Kiljans hinar síðari. Vegna
þessa má segja að hér sé um hina
merkilegustu tilraun að ræða og
fullkomin ástæða til, að bókin veki
forvitni. Ýmis rök virtust að
því hníga, að Lofti mundi takast
öðrum fremur að leysa vandann
af höndum. Ilann er vel lesinn í
bókmenntum, fullfleygur húmor-
isti, bráðfyndinn, háðskur og rit-
snjall í bezta lagi. Ýmislegt, sem
frá honum hefir komið, sýnir að
hann kann vel hin satírisku grip
og er markviss í háðskeytum sín-
um.
En það er rnikill vandi að rita
hreinræktaða satíru í skáldsögu-
formi, og sá, sem ætlar að koma
því skipi heilu í höfn, verður að
kunna meira en vel til verka.
Hann verður að eiga í jafnríkum
mæli Ijúfa glettni og napurt háð,
hugmyndaflug og kalda gagnrýni,
og hann verður umfram allt að
kunna að sníða verki sínu stakk-
inn. Hann verður að berjast sam-
tímis á tveim vigstöðvum, sam-
ræma og hnitmiða persónur, at-
burðarás, mál og stíl verksins við
tvö markmið. Annars vegar að
þetta lúti allt eðlilegum lögmálum
heilsteyptrar skáldsögu, hver per-
sóna eigi þar sinn sjálfsagða til-
gang og stað í framrás sögunnar,
hvert tilsvar, hver fyndni og hver
atburður falli þar í umgerð, sem
verkinu er sniðin. Hins vegar er
háðsvipan, satíran, heimsádeilan.
Persónur, atvik, mál og stíll eiga
að vera háðsvipa á heiminn án
þess að brjóta lögrnál skáldsög-
unnar. Satíruhöfundi er það lífs-
nauðsyn að eiga ótæmandi sjóð
háðs og glettni, en ehgum er þó
meiri þörf en honum að kunna
að takmarka sig, velja og hafna
og beita því einu, sem getur í
senn samræmzt lögum skáldsög-
unnar og flengt heiminn. Yfir hon
um vofir æ sú hætta að falla í
freistni sinnar eigin fyndni, hyll-
ast til að nota smellna háðglefsu
af því að hún hittir svo vel í
mark, þótt hún sé fyrir utan garð
skáldsögunnar eða neðan.
Ég sé það í ritdómi um þessa
bók fyrir nokkrum dögum, að höf-
undur var talinn lærisveinn
Jonathans Swift, jafnvel arftaki
hér á íslandi, og sé þessi bók
eins konar íslenzk För Gúllívers
til Putalands. Mér hafði ekki kom-
ið 1 hug að jafna Martröðinni til
þessa fræga verks en sé þó, að
lítils háttar samanburður gæti ver
Lottor Guðmundsson
ið lærdómsríkur. Raunar svipar
þeim svolítið saman. Það er ekki
örgrannt um, að manni geti flogið
í hug, að- hugmyndin að upphafi
Martraðarinnar sé fengin hjá
Swift. Báðum skýtur þeim Gúllíver
og Borgfirðingnum inn í hinn
satíriska kynjaheim með keimlík-
um hætti — en svo er líkingin
búin.
En það, sem gerir rit Swifts
að óbrotgjörnu listaverki er ein-
mitt hin fullkomna hnitmiðun
verksins að tveim markmiðum og
aðlögun efnis og stíls að lögmál-
um skáldvenksins annars vegar
og heimsádeilunni hins vegar. —
Sagan er heilsteypt og þar er ekk
ert utanveltu við rás hennar, en
jafnframt felur það í sér mark-
vissa háðádeilu. Ef sami mæli-
kvarði er lagður á satíru Lofts,
stenzt hún engan veginn saman-
burðinn að þessu leyti.
Þó verður ekki annað sagt, en
Loftur sé oft og einatt ágætlega
hæfinn í háði sínu og heimsádeilu.
Hann markar sér ekki básinn, læt
ur svipuna ríða jafnt að skolaleik
heimsveldanna í kalda stríðinu,
sem hcgómagirni ungra drósa í
Rieykjavík. Við þekkjum vel flest-
ar þær myndir, sem hann bregð-
ur upp í leikgerfi. Atvik úr ísl.
þjóðiífi og heimsfréttum skjóta
samhliða upp kcMum með kátlegar
skuplur. Höfundur sviptir vægðar
laur-t gyUigrímunni af fánýtu
menningardekri, afvegaieiddri lífs
nautn, þjóðrembingi, barna^kap
hínna nýríku, hugtakasvikum,
dýrkun grimmdarinnar, nfvega-
1-eiðslu trúar og siðgæðis, pólitísk-
um hrossakaupum, rotnun og spill-
hgu í þjóðmálum og yfingengi-
legum hégómaskap mannkindar-
nriar á ímynduðum veldisstóli.
Málfar Lofts . er með ágætum,
mörg nýyrði hans bráðsnjöll og
fyndnin fljúgandi. Ifáðið er víða
napurt og hvasst svo að yndi er
að. Loftur hefir því leyst þann
vanda mjög vel að rita satíru,
markvissa heímsádeilu. Það eitt má
að henni finna, að hann hefir
ekki takmarkað svið sitt nóg. Það
er ekki heillavænlegt að aatla að
gleypa allan heiminn, betra og
líklegra til árangurs að hasla sér
völl, beina geirnum að ákveðnum
'kýlum heimsásýnd'arinnar og
helzt að vera nærtækur, láta sér
nægja hólmann.
En hinn vandann. að skapa heil-
steypt skáldverk hefir Lofti tek-
izt öllu miður að leysa. Sagan er
svo laus í reipum, að lesandinn
getur vart fylgt söguþræðinum.
Þetta er safn sundurlausra mynda.
Loftur fellur í þá freistni að nota
þá fyndni, sem- í hugann kemur,
, sem bezt, ef hún kemur að gagni
í heimsádeilunni, en skeytir engu,
■ hvort hún fellur í löð sögunnar.
Þar úir og grúir af atvikum og
tilvikum, persónum og smásögum,
sem eru í engum tengslum við
i söguþráðinn, ef hægt er að tala
(Framhald á 9. síðu).
Konur og ástir í Ausíurlöndum
GOÐA TUNGL, eftir Jörg-
en Andersen-Rosendal. —
220 blaðsíður. — Útgefandi
Bókfellsútgáfan.
Kunnur danskur blaðaimaður,
sem mikið hefir ferðast um Austur
lönd, fékk þá hugmynd að skrifa
bók, sem aðallega. fjallaði um líf
og lífsviðhprf kvenna í Au-stur-
löndum. Árangurinn cr bók sú, er
nú liggur fyrir í íslenzkri útgáfu
og hefir áður farið sigurför víða
um lönd.
Sannleikurinn er líka sá, að hér
er um býsna óvenjulega ferðabók
að ræða. Höfundurinn hefir eins
og glöggum blaðamanni sæmir,
mikinn áhuga fyrir fólkinu í kring
um sig, daglegu lífi þcss hátíðis-
dögum og lífsviðhorfum. Austur-
lönd eru flestum löndum fremur
girnileg til fróðleiks fyrir þann,
isem leitar að lífsviðhorfum, sem
eru ólík þeim, sem við eigum
tíðast að venjast á norðurhveli.
Ekki verður heldur annað sagt,
en fólk það sem höfundur lýsir
í bók sinni, lifi í öðrum heimi, en
við þekkjum pg eru það raunar
engin ný sannindi um Austur-landa
fólk.
í bókinni er fjallað af smekk-
vísi og skilningi um líf þess fólks,
sem bókin lýsir einkum, nefnilega
komun í Austurlöndum. Höfund- j
ur dvelur á heimilum fólks austur
þar, eignast marga vini og kveður
oft vini sína án þéss að skilja til
fulls leyndardóma þeirrar tilveru
sem fólk lifir í á þessum fjarlægu
slóðum.
Heiti bókarinnar, Góða tungl, er 1
nafn á kínverskri söngmær, sem
höfundur segir frá í bókinni og
er það ein af eftirminnilegustu
frásögnum bókarinnar. Bókin 'heit
ir á frummálinu „Smukke máne“
og er tæpast hægt að segja að
þýðing naínsins sé nákvæm, enda
erfitt um vik um nafngiftina, þar
seim Austurlandabúar líta öðrum
augum á feðurð mánans en við.
Segja mætti að þeir litu frekar
Tveir metrar af dúk og blóm í hári
er alklæðnaður Bali-meyja.
á tunglið svipuðum augum og við
huldufólkið , og myndu tæpast
syngja visuna góðu: „Tu-nglið,
tunglið talktu. mig . . . “
Bókin er annars ágætlega þýdd
af Hersteini Pálssyni, þannig gð
hin iipra frásögn hc-fundarins nýft-
ur sín vel í hinni isienzku útgáfti.
Þessi óvenjulega ferðabók líkist
raunar frekar skáidsögu, -eða skáld
sögum en ferðasögum í venjuleg'ri
meikingu. Efnið gefur hötfundin-
um ótal tækifæri til skenrmtilegra
frásagna, sem hann notar vel og
þess vegna er þetta óvenjulega
•skennmtileg bók um efni, sem
flestum hér er svo fjarlægt, að
það líkist írekar ævintýri og
huildufól'kssögum, en raunveru-
legu lífi fólks.
gþ-