Tíminn - 13.12.1957, Qupperneq 7
T ÍM I Sff N, föstudaginn 13. desember 1957.
7
4
Landhelgismálið er efst í huga fólksins við ströndina
Fiskijjinginu lauk á mánu-
dag. Ovenju mörg mál voru
tekin til meðferðar að jaessu
sinni og margar afhyglis-
verðar tiliögur samþykktar.
Fréttamaður blaðsins átti tal
við fióra þingfulltrúa á mánu
daginn, innti þá frétta af
þinginu og heiman úr hér-
aði.
Níels Ingvarsson ræ'ðir
um landhelgismálið og
sjónarmið Austíir'Singa
Einn þingfulltrúa er Níels Ing-
varsson frá Norðfirði, en hann er
einnig yfirfiskmatsmaður á Austur-
landi. Níels telur landhelg:smál 'v
hið merkasta. sem rætt var á þing-
inu, enda var það fyrsta mál á
dagskrá á öllum fjórðungsþingum.
Fórust Níelsi svo orð um land-
helgismáiið:
„Þegar að losna tók um þau
bönd, sem bundu okkur við þriggja
mílna landhelgi, þá skapaðist í
hugum fólksins, sem býr við strönd
ina og hefir hagsmuna að gæta við
útfærslu landhelginnar, það hug-
tak, að friða bæri firði og flóa
með grunnlínu, sem hugsaðist
dregin „fyrir firði og flóa um yztu
annes og sker“. Þetta mun vera
sú grundvallarregla, sem Norð-
menn byggðu sína útfærslu á. Ef
litið er á kortið við strendur ís-
lands frá Horni suður um Snæfells-
nes og Reyfcjanes og austur með
landi að Ingólfshöfðaj þá má heita,
að þessari grundvallarreglu hafi
verið íylgt, þegar grunnlínan var
dregin. Sé hins vegar litið á svæð-
ið frá Horni, austur með Norður-
landi um Rifstanga og Langanes,
suður uin Austfirði og' að Ingólfs-
höfða, þá er þessari reglu ekki
fylgt, ef undan er skilið svæðið frá
Rilfstanga að Langanesi eða með
öðrurn orðum Þistilfjörðurinn. Ef
skilgreina á hugtakið „fyrir firði
og flóa um vztu annes ’og sker“,
eins og fólkið á Austurlandi yfir-
leitt skilur það nú í dag, þá hygg
ég að örnofnin Langanes — Glelt-
inganes, Hvalbakur og Slokksnes
marki þetta hugtak allvel.
Þá vildi ég fara nokkrum orðum
um Haag-dóminn. Þessi dómur,
sem mörgum er kunnur, er merki-
legt plagg, en þó mun hann ekki
vera til í íslenzkri útgáfu. Hann
túlkar viturlega og á vingjarnleg-
an hátt sjónarmið þess fólks, sem
á ströndinni býr. Ilaag-dómurinn
sagði nú raunar ekkert annað en
það, að Norðmenn hefðu ekki brot-
ið alþjóðalög, er þeir drógu grunn-
línuna um yztu annes og sker og
færðu landhelgi sína út í fjórar
mílur frá þeirri línu. Miklar iíkur
eru til, að Haag-dómurinn hefði
efnislega orðið eins, þó að Norð-
menn hefðu fært friðunarlínuna út
um tíu mílur.
Þeirri skoðun vex nú nijög ört
fylgi á Austurlandi, að draga beri
grunnlínu landhelginnar um
Langanes — Glettinganes, Hvalbak
— Stokksnes eða Ingólfshöfða. En
til að styrkja enn betur þetta sjón-
armið er nauðsvnlegt. að sem fyrst
verði reistur viti á Hvalbak. Hval-
bakur er svo sent kunnugt er eyði-
sker 17—18 sjómílur undan landi.
Hann mun vera 8—9 metra hár,
ÞaS var fyrst á dagskrá fjfrðungsþmganna
Gg nerkasta dagskrármál Fiskiþings
Fjónr fullírúar úr prcmur land íjórðungum ræ$a störf þingsins og
tm framityæmdir á hsimasló’Sani
Níels Ingvarsson
þar sem hann er hæstur, á að
gizka 60 metra breiður og 100 til
120 metra langur. Vitað er, að
selur kæpir þar og hafa fundizt
hnéháar dyngiur af selhári á sker-
inu. Þar munu liafa fundizt járn
úr sk-ipi, svo ætla má, að þar hafi
farizt skip, bó að enginn sé þar til
frásagnar. Af þessu er Ijóst, að
bygging vita á Hvalbak er ekki
einasta æskileg, heldur nauðsyn-
leg. Telia verður nokkurn veginn
öruggt, að það sé tæknilega fram-
kvæmanlegt að bvgg.ia þar vita, bó
að enn hafi áætlun ekki verið gerð
um byggingu hans.
GóSur afíi á heima-
miSum
Um útgerðarmál heima í héraði
mætti rnargt segja. Við tengjum
no'kkrar vonir við síldveiðina og
viljum í bví sambandi hlúa að söit-
un og annarri síldarvinnslu. Síld-
anerksmiðjan á Raufarhöfn hefir
gefið góða raun og þó að önnur
jafnstór hefði starfað sunrian
Langaness, hei'ðu báðar haft nóg
verkefni vfir síldartímann. Heima
á Norðfirði eru tólf stórir og fjór-
ir meðalstórir bátar, auk margra
smærri. Við tengjum miklar vonir
við bátaflotann og í haust hefir
honum gefizt niikið og gott verk-
efni, því að góður afli hefir verið
á heimamiðum. Á Norðfirði er tölu
vei\2ur fiskiðnaður. Tvö frystihús,
vel starfhæf, tvö þurkhús, auk að-
stöðu til herzlu á fiski. Þar er st'arf
rækt drátitarbraut, sem tekur 100
tcnna skip og annast einnig ný-
smíði á bátum. Atvinna við sjó-
sókn og fiskverkún hefir yfirleitt j
verið góð á þessu ári“.
Byggja fíarf 20 fiús. mála
Wær á SayðisfirÖi, segir 1
Árai ‘/ilhjálmsson
I
Aimar þingfulltrúi Austfirðinga-
fjórðungs er Árni Vilhjálmsson frá
SeySisfirði og var hann jafri-framt
fonraður allsherjarnefndar Fiski-
þingsins. Ræddi Árni um störf alls
herjarnefndar og ýmsar samþykkt-
ir, er gerðar voru á þinginu og
varða Austurland.
„Á’ -F'sk'þ'.nginu er tekið t'.llit
til samþykkta frá öllum fjórðungs-
þ'ngum og eru niðurstöður þing-3-.j
in-s samandregnar ályktanir allra
fjórðungrþinga. Allsherjarnefnd
fjailaði meðal annars um Græn-
landsmálið og hafði Ingvar Vil-
hjálmsson framsögu, Samþykkti
þingið, að unnið væri að atvinnu-
róttindum við G-rænland íslending-
um til handa og lítur svo á, að
r. d r.sKipingi
vegna aflatregðu á heimamiðum,
scm rnest stafar af ofveiði, verði
ekki biá því komizt að beina sjó-
só'kn til fiskveiða að nokkru á fjar-
lægari mið. í sambandi við fisk-
veiðar við Grænland er athafna-
réttur á landi nauðsynlegur. En að
íslendingar hafa ekki fengið at-
hafnarétt á Grænlandi á borö við
Árni Vilhjálmsson.
Norðmenn, P'æreyinga og Dani
stafar af því, að íslendingar gáíu
ekki lagt fé til þeirra framkvæmda,
sem þjóðir þessar hafa hrundið af
stað í Færevingahöín. Þingið fagn-
aði íelagsstofnun Grænlandsáhuga-
manna og sendi áheyrnarfulltrúa á
stofnfundinn.
Samþykkt var álitsgerð allsherj-
arnefndar um síldarverkun á Aust-
urlandi og mælt með því, að Síldar-
bræðslunni h.f. á Seyðisfirði verði
ysitt fyll-ta aðstoð og fyrirgreiðsla
til að liúka þeirri stækkun, sem
gerð var á síðastliðnu sumri, svo
að unnt verði að byggja minnst 20
þ '• und mála þrær, viðeigandi lýs-
isgeymi og mjölhús fyrir- næstu
síldarvertíð. Og að unnið verði að
því að bæta aðstöðu til síldar-
vinnslu annars st-aðar, einkum þar
sem fiskimjölsverksmiðjur hafa
vsrið reistar með það fyrir augum
að vinna annan feitfisk, svo sem
knvfa eg steinbít. Tæknilegir mögu
Isikar til geymslu á bræðslusíld
fara nú vaxandi. Þrærnar gætu af
þsim sökum orðið miklu stærri en
ver'ð hefir til þessa.
Skattalöggjcfin kom til umræðu,
en í skattamálum sjómanna er nú
ura háskaiega öfugþróun að ræða.
Menn hafa sem sé ástæðu til að
draga við sig sjósókn. Kveður svo
rammt að þessu, að jafnvel togara-
skipstjórar sjá sig tilneydda að
ganga í land eftir að tekjurnar eru
komnar að vissu marki. Eru þá
tekin af þeim 90% af öllum tekj-
um framyfir þetta hámark. Þessar
aðfarir eru ekki líklegar til að
auka framleiðslu og gjaldeyristekj-
urþjóðarinnar.
1 samþykkt um vitamál komu
fram óskir um tólf nýja vita á ýms
um stöðum kringum landið. Ég
tel vita á Hvalbak þýðingarmestan.
Vitabygging á þessum stað er þó
nokkrum örðugleikum bundin, en
mun vera tæknilega framkvæman-
leg. Nokkur athugun hefir verið
gerð í málinu, en niðurstöður
liggja ekki fvrir hjá vitamálastjórn
ennþá. Hvalbakur er þýðingarmik-
ill í landhelgismálinu. íslendingar
þurfa að eignast þar mannvirki. Þá
voru bornar fram óskir um aukið
ljósmagn í ellefu vitum. En sam-
kvæmt upplýsingum vilamálastjóra
er nokkuð af þeim tækjum, sem
þarf til Ijósaukningar, á leiðinni
til landsins, en þó munu gjald-
eyrisleyfi ófengin.
Mun auðveldara er að auka ljós-
magnið, þar sem hægt er að leiða
rafmagn að vitunum'. Þar sem ekki
er rafmagn, verður að notast við
gashylki, sem tæmast því fyrr sem
ljósmagn er meira. Á eyjum og
erfiðum annesjum er oft erfitt að
koma gashylkjum í vitana og geta
þeir orðið óvirkir á köflum af þeim
sökum. Ljósaukningin mun fyrst
koma til friamkvæmda, þar sem
næst til rafmagns. Einnig var lagt
til að byggður verði radíóviti við
Raufarhöfn og að settur verði sterk
ari radíóviti á Sauðanes við Siglu-
fjörð. Reistur verði radíóviti milli
Dalatanga og Stokksness og bend-
ir Fiskiþingið á Kambanes í því
sambandi.
Handfæraveiðar
færast í vöxt
Útgerð hefir veri'ð með svipuð-
um hætti á Austurlandi og áður;
dálítill afli á fjörðunum í þorska-
net síðari hluta vetrar. Handfæra-
veiðar hafa færzt mjög í vöxt með
tilkomu nælonfæranna.
Lítið eru um línuveiðar fyrrihluta
árs, en eftir að líða fer á ágúst
er iínuveiðin yfirgnæfandi. Afla-
brögð hafa verið með ágætum í
haust, enda tíðarfarið hagstætt.
Fjórir togarar eru gerðir út frá
Austfjörðum, en þeim hefir gengið
illa undanfarið eins og alls staðar
annars staðar. Á síðustu síldarver-
tíð bárust alls 17.602 tunnur af salt
síld og 73.165 mál til bræðslu á
land eystra og 4.804 tunnur til
frystingar. Seyðisfjarðarbræðslan
tók þar af við 50.361 máli og hefðu
verið komnar 20 þús. mála þrær
á Seyðisfirði, mundu 70 þús. mál
hafa borizt þar að landi“.
Hólmsteinn Helgason
ræÖir um aÖkallandi
þörf úrbóta í vitamálum
j Þriðji þingfulltrúinn er Hólm-
steinn Helgason frá Raufarhöfn.
Sagðist honum á þessa leið:
1 „Á Fiskiþingi eru saman komnir
menn með staðháttaþekkingu úr
öllum landshlutum. Fyrirkomulag
er svipað og á Búnaðarþingi, kröf-
ur og óskir eru bornar fram og
samþykktar. Af samþykktum í vita
málum er varða Norð-austur og
Norðuriand er það að segja, að
óskað var eftir radíóvita á Raufar
höfn. Málið hefir verið á döfinni
í 3—4 ár. Við ójkuðum fyrst eítir,
að vitinn yrði reistur á Langanesi,
en vitamálastjórnin taldi staðsetn-
ir.gu ófæra sökum vatnsskorts, en
hér er nm gæzluvita að ræða.
Einnig var farið fram á stækkun
radíóvitans á Sauðanesi við Siglu-
fjörð og óskað eftir vitabyggingu
á Spákonufelhhöfða á Skagaslrönd.
Nýlega var byggður Íítill ljósviti í
Lundey á Skiálfanda. Sjómönnum
þykir hann nokkuð daufur, en hér
er um sjálfgæzluvita að ræða og
mun ekki unnt að auka ijósmagn
hans á næstunni. Vitamálastjóri
skýrði svo frá, að ákveðið væri að
ráða rafmagnsverkfræðing til
þessara starfa eftir áramót. Fen'g-
um einnig að vita, að ákveðið er
að endurbyggja vitahúsið á Rauða-
núp austan Oxarfjarðar. Samþykkt
var að mæla með fyrirgreiðslu um
byggingu nýrrar dráttarbrautar á
Akureyri. Hafnarsjóður Akureyrar
mun byggja þetla mannvirki og
mun brautin taka ailstór skip, allt
að 1000 tonna.
Einmuna gæftir í
nóvember
Einmuna gæftir voru í nóvember
og var róið hvern dag frá Ráufár-
höfn og Húsavfk. Tveir bátar eru
gerðir út frá Raufarhöfn, arinar
níu tonn og hinn átján. Á Húsavík
eru sex bátar. Trillur hafa einnig
verið að skrapa. f sumar voru
starfræktar átta söltunarstöðvar á
Raufarhöfn, en þær geta tekið á
móti allt að 2000 tunnum á dag,
þær stærstu. Nam síldarsöllun
alls rúmlega 60 þús. tunnum. Síld-
arverksmiðjan á Raufarhöfn fékk
rúmlega 130 þús. mál *til bræðslu.
Nú er í ráði a'ð byggja níundu sölh
unarstöðina á Raufarhöfn og verð-
ur byrjað á framkvæmdum í vor.
Byggjandi er Valtýr Þorsteinsson,
útgerðarmaður á Akureyri. Litlar
líkur eru til að stöðin verði starf-
hæf að sumri, því að dýpka þarf
höfnina. þar sem söltunarbryggjan
á að standa. Nokkuð hefir verið
grafið þarna í höfninni, en nú
hefir hafnarsjóður ekki aðstöðu til
að hefja það verk að nýju, sem
væri þó nauðsynlegt.
Ein af óskum Fiskiþingsins var
sú, að stækkaður verði flugvöllur-
Hólmsteinn Helgason
inn á Raufarhöfn, svo að unnt
verði að staðsetja þar síldarleitár-
fiug\’él. Flugvöllurinn þar er nokk
uð lítill en auðvelt að stækka hann.
Síldarleitarflugvélar hafa undan-
farin ár haft bækistöð á Akureyri,
en það er of langt frá norð-austur-
svæðinu. Söltunarfólk, sem vinnur
á Raufarhöfn, er flutt loftleiðis
til Kópaskers, en þaðan eru 55
(Framhald á 8. síðu.)