Tíminn - 14.12.1957, Qupperneq 2
2
gpM3!g
HátíSahöld á 49 ára afmæli finnska ríkisins
Á 40 ára fullveldisafmæli Finna, hinn 6. desember síðastliðinn voru mikil hátíðahöld í landinu, m. a. almenn
borgarahátið i Másshallen i Helsinki, og var sendiherra Islands, Magnús V. Magnússon, viðstaddur. Um kvöld-
ið var hátíðarmóttaka í forsetabústaðnum og komu þar um 2000 gestir. Myndin er tekin við það tækifaeri, frá
hægri, Virolainen, fyrrverandi utanríkisráðherra, er fylgdi Kekkonen forseta hingað til lands, frú Virolainen,
frú Juuranto, Erik Juuranto aðalræðismaður íslands, frú Guðrún Sveinsdóttir, sendiherrafrú og Magnús V.
Magnússon, sendiherra.
Tímasprengjur gegn
Bandaríkjamönnum
í Aþenu
Aþena 13. des. —NTB.
Tímasprengja sprakk í dag í upp
'lýsingaSkrifstofu Bandaríkjanna í
Aþenu og olli þar miklu tjóni í
bókasafni. Skammri stundu áður
sprungu tvœr sprengjur á flugvelli
í námunda við borgina, slösuðust
þá fjórir amerísikir flugmenn og
einn grískur vélamaður.
Forsætisráðherra Grikkja, Kon
stantin Karamanlis, sem staddur
er í París, sagði að gripið yrði til
alvarlegra ráðstafana gegn þeim,
sem að þessum árásum standa og
reyna að veikja stöðu Grikklands í
Atlantshafsbandalaginu,“ innblásn
ir kammúniskum anda.“ Eftir
sprengingar þessar voru varðhöld
þegar aukin við sendiráð og aðrar
stofnanir Breta, Bandaríkjanna og
Tykja í Aþenu. I
—i---i-----j
Námsstyrk í Kanada
Menntastofnunin Canada Council!
í Ottawa býður fram námsstynki til
dvalar þar í landi skólaráði 1958— '
59. I
Styrkirnir eru tvennskonar:
Aistyrkur, um 5000 dollarar, auk
ferðaikcstnaðar (cnnfremur tveir
þriðju ferðajkostnaðar eiginkonu,
ef um er að ræða.)
B-styrkur, um 2000 dollarar, auk
ferðakostnaðar.
A-<styrkur er veittur fræðimönn
um og vísindamönnúm.
B-styrkur einkum kandítötum og
kenurum.
Styrkurin ner veittur til náms
eða rannsókna i húmaniskum fræð
um, listum og þjóðifélagsfræðum. j
Umsóknir um styrkina ska'l
: isenda skrifstofu lváskólans fyrir
1. janúar n. k. Þangað má og vitja
umsóknareyðublaða og nánari upp
lýsirvga varðandi þetta mál.
(Frá skrifstofu háskótlans).
Jólavörudeild í Bókhlöð-
unni
Bókhláðan h. f., hin nýja bóka
verzlun að Laugavegi 47, heíir fyr
ir nobkru opnað jólabazar neðri
hæð hússins, mjög aðgengiiegt fyr
ir viðskiptavini. Ýmsir smáhlutir
til jólahaldsins eru þarna: borð-
skraut, jólatrésskraut, loftskraut,
serviettur, jólainnpökkunarpappír
og merkimiðar. Þá eru og á boð
sólum innlend og erlend leikföng
í úrvali. JKólakort £ást í úrvali og
til þ°ss að spara viðskiptavinum
ferð niður á pósthús, eru þama
einnig seld frímerki.
Sukarno áfram forseti Indónesíu
Hollendingar flykkjast enn brotí
Fréltin um aíf forsetinn væri í fangelsi er ósönn
NTB-Djakarta, 13. des. — Eftir að tilkynnt var í erlendum
blöðum, að Sukarno forseti hefði verið rekinn frá völdum og
þar að tuki veikur, kom hann sjálfur til fundar við fréttamenn
fyrir utan forsetabústaðinn og tilkynnti þeim, að hann væri
forseti Indónesíu nú og framvegis.
Fregn hcilenzka útvarpsins um
að forsetinn hefði verið tekinn til
fanga af her landsins er talin muni
draga diik á eftir sér. Varnarmála
ráðuneyti Indónesíu tilkynnir, að
fregnin hafi verið lygum blandin,
cg að herinn muni taka til kröft
ugra ráða gegn þeian, sem sent hafi
þessa fregn til Hcillands. Málið
vakti hina mestu eftirtekt innan
herstjórnar landisins, og munu
blaðamenn landsins verða kallaðir
til viðræðna út af máli þessu.
Fréttastofa indónesísku stjórnar-
innar segir það vera ko'mið á dag
inn að orðrómurinn um Sukarno
sé því að kenna, að ruglað hafi
verið saman fréttum um för for
setans til úlilanda og vafasöimum
fregnum um samsæri gegn honum,
sem fróttastofan Nýja Kína hafi
borið út en síðan tekið aftur.
'• '* ! I I *' !■****' i'^í j
Brottflutningur Hcllendinga
hélt áfram í dag lcftleiðis. Brezkt
skip er nú á leið til Djakarta að
sækja eitt þúsund Hor.endinga. í
Reutersfregn segir, að varnarmá'la
ráðuneyti Indónesíu hafi nú lagt
bann við, að verkamenn slái eign
sinni á fleiri eignir Hdlliendinga í
landinu.
Á fjórSa hundraS hósmæðra haía sótt
fræðslukvöld Kaupfélags Rvíkur
Undanfarið hefir KRON haldið sex húsmæðrakvöld fyrir féiagskonur sin-
ar. Kjartan Sæmundsson kaupfélagsstjóri ávarpaði félagskonur og bauð
þær velkomnar, og gat hann þess að hér væri um nýbreytni að ræða hjá
félaginu, sem ætfi rót sína að rekja til tillögu sem samþykkt var á síð-
asta aðaifundi fálagsins. — Sýnikennsla í smurðu brauði og ábætisréttum
annaðist frá Hrönn Hiimarsdóttir húsmæðrakennari. A3 iokinni kennslu
var drukkið kaffi og bragðað á réttunum. Frú Ragnheiður Möller flutti
erindi og ræddi um störf samvinnufélaga á Norðurlöndum meðal hús-
mæðra. Frú Guðrún Guðjónsdóttir talaði um kaupfélagið og starfsemi
þess. Alls sóttu kvöld þessi á fjórða hundrað húsmæður, eða eins og hús-
rúm frekast leyfði. Húsmæður voru mjög ánægðar með þessa starfsemi
félagsins og létu í Ijós óskir um að haldið yrði áfram fræðslu- og kynn-
ingu meðal félagskvenna. Myndin hér að ofan er frá fræðslukvöldi KRON.
- ■ T f MIN N, laugardaginn 14. desember 1957.
.-»• ■**—míI--------------------------------—
FjárlagaumræÖur
(Framhald af 1. síðu).
lítil dæmi um það, hvernig Bjarni
gerði mönnum upp örð og svaraði
þeim síðan í löngum ræðum. Þetta
væru hin „málefnalegu" vinnu-
brögð hans sem forystumanns
stjórnarandstöðunnar. Hann fyllti
allar ræður sínar nieð ásökunum
um að aðrir fari með ósannindi og
gerði andstæðingum sínum svo upp
orð, jafnvel þó að þingmennirnir,
sem sitja allt í kringum ræðustól-
inn, hafi hlustað á það, sem vitnað
er í og viti að hann fari rangt með.
Liðsoddar á lágkúrulegum
flólta
Fjármálaráðb.erra ítrekaði síð-
an þá staðreynd, að Sjálfstæðis-
menn liafa bókstaflega ekkert íil
efnaliagsmálanna að leggja og
kærnu ekki fram með neinar til-
lögnr, sem þeim ber þó skylda
til, úr því að þeir þykjast ekki
vera sammála aðgerðum stjórnar
valda í þessum efnum.
Þetta liefðu menn vitað áður,
en hitt væri mörgum frekar undr
unarefni, liversu Iágt Iiðsoddar
þeirra leggjast á flóttanum, eins
og livað bezt kæmi fram lijá
Bjarna, þegar hann nú liéldi því
fram að Sjálfstæðismenn skorti
þekkingu til að gera tillögur um
efnahagsmálin.
Geta ekki skotið sér
undan ábyrgðinni '
Eysteinn Jónsson fjármálaráð-
herra lagði að lokum á það á-
herzlu, að það væri skylda stjórn-
arandstöðunnar að koma fram með
ákveðnar tillögur í efnaihagsmálun-
um. Til þess hefðu þeir alla sömu
aðstöðu og S'tjórnarflokkarnir og
aðgang að öllum þeim upplýsing-
um, sem nauðsynlegar eru. Full-
yrðingar þeirra í aðra átt næðu
engri átt, og aðeins bornar fram í
blekkingarskyni, þegar getuna þrýt
ur og engra úrræða er von. -
Ráðherra sagði, að iítið stoð-
aði sú fullyrðing Bjarna, að þeir
hefðu ekki þekkingu eða getu li'
að gera tillögur. Þeir væru bún-
ir að standa að ríkisstjórnum í
17 ár og vantaði því ekki æfing-
una. Nú hefðu þeir ekkert til mál
anna að leggja annað en sleggjur
dóma og loks lireina uppgjöf, er
þeir segðust ekki hafa þekkingu,
eða getu til að koma fram með
tillögur.
Hins vegar mundi verða
eftir því tekið um allt land,
hvort stjórnarandstaðan læt-
ur sitja við sleggjudómana
eina eða reynir að bera fram
einhverjar tillögur í efna-
hagsmálum þjóðarinnar.
Áróftursheríerft
(Framhald af 1. siðu).
þeir hafa beitt síðan umræðurn
ar um aifvopnun fóru út um þúfur
í London. Sú sókn, sem Rússar
hofja nú er ljóslega tilraun til
þess að leggja afvopnunarvanda
málið fram á breiðum vettvangi,
þar sem Rússar geta vænzt þess, að
fá stuðning ýmissa ríkja í Afríku
Asíu og hinum nálægari Austur
löndum.
Mikiilvæg ástæða til þessa ákalls
Rússa til skoðunar heimsbyggðar
innar er talin óttinn við kjarnorku
stvrjiýd,' ótt, sem einnig kemur
mjög fram í þeim löndum, sem
ekki hafa tekizt neinar s'kyldur
á herðar gagnvart öryggi hins vest
ræna, andkoihimúniska heims.
Slíkt ákall gæti borið þann árang
ur, að Rússar fengju stuðning til
lögum sínum um stöðvun kjarn
orkulilrauna, evrópskan friðarsátt
mála og kjarnorkulaust svæði í
miðri Evrópu.
TRÚLOFUNARHRINGAB
14 OG 18 KARATA
Myndlistamarkaðui
í Sýningarsalnum
I gær var opnaður annar mynd-
lis'tarmarkaður í Sýningarsalnum
við Ingólfsstræti. Þar sýna tveir
myndhöggvarar og 12 málarar verk
sín. Myndhöggvararnir eru Sigur-
jón Ólafsson og Guðmundur Bene-
diktsson en málararnir eru Kristín
Jónsdóttir, Nína Tryggvadóttiíý
Kristján *Davíðsson, Benedikt
Gunnarsson, Guðimundur Einars-
son, Hörður Ágústsson, Valtýr Pét
ursson, Karl Kvai’an, Bragi Ás-
geirsson, Sigurbjörn Kristinsson
og Einar Baldvinsson.
ÆSiskrif Mbl.
(Framhald af 1. síðu).
að skrípaleik með merkingum,
hótunum og árásum á friðhelgi
einstaklingsins. Þegar Alþingi
gerir sig líklegt til að stöðva
þennan ósóma, og gera kosn-
ingarathöfnina í raun og sann-
leika lýðræðislega, kippa
burtu aðstöðunni til að beita
þvingunum, þá tryllast þeir,
sem misnotað hafa þá aðstöðu,
sem þjóðfélagið hefir veitt og
hrópa um frelsisskerðingu og
kosningahömlur. En tvöföld
stórfyrirsögn í Morgunblaðinu
kemur heldur betur upp um
strákinn Tuma. Morgunblaðið
hefir aldrei látið svona út af
því, þótt frelsi væri skert ein-
hvers staðar. Því þótti stjórn-
arfar nazista löngum ágætt;
Morgunblaðiö lætur aldrei
svona nema „hagsmunir okk-
ar“ séu í veði. Þá er engin
heimsfrétt svo mikilvæg að
hún sé ekki sett skör lægra.
í gær var fréttin um „200
rússneska kafbáta við strendur
Bandaríkjanna“ t. d. holað :iið
ur úti í horni, meðan mál kosn
ingasmalanna var þanið yfir
meirihluta forsíðunnar.
Þessi æðislegu viðbrögð
og læti Ijósta upp um
vonda samvizku. Þeir, sem
góðan málstað hafa, þurfa
hvorki að nota nóttina til
kosningasmölunar, né óttast
að þeir hljóti ekki eðlilegt
fylgi. En afnám njósna við
dyr kjörklefans veldur því,
að þeir, sem beita hótunum
um refsiaðgerðir gegn ein-
staklingum, og þeir, sem
ausa út fé til að gera kosn-
ingar að skripaleik, hafa lak-
ari aðstöðu en áður til
myrkraverkanna. Fóikið aft-
ur á móti er frjálsara.
íhaldsskrifstofan getur ekki
lengur látið ryðjast inn í hús
þess að nóttu til og hrakið það
til að kjósa gegn vilja sínum.
Þetta er mergurinn málsins í
uppsteiti íhaldsins út af sjálf-
sögðum breytingum á kosn-
ingalögunum.
Við umræðurnar á Aiþingi
var upplýst, að kjörfundur í
.nágrannalöndum er mun
styttri en hér verður eftir
breytinguna. En aðfarir, sem
þær, er íhaldið beitir í kosn-
ingum, þekkjast hvergi í lýð-
frjálsum löndum. Þær minna
á aðfarir nazista og kommún-
ista og stefna að því að af-
skræma skoðanamyndun og
frjálst val.
í þessum sama anda eru
skrif Mbl. um frv. um breyt-
ingarnar á kosningalögunum.