Tíminn - 14.12.1957, Side 4
4
T í MIN N, laugardaginn 14. desember 1951«
AUSTURSTRÆTI
SÍMAR: 13041 - 11258 g
Kveðja: Sigurður Sigurðsson frá Flatey
Smfóníuhljómleikar og píanókonsert
Jóns Nordal
(F. 4. sept. 1874. — D. 11. okt. 1957)
Sumarið kveður. Svanir fljúga á brauf
með söngvaklið.
Kyöldið er bjart og hljótt við himinskaut
með helgum frið.
Hugljúfi faðir, hjartans ástarþökk,
helgum við þér svo bljúg og ástarklökk.
þú varst svo góður, guðelskandi sál
í grátnum heim.
Vitund þín átti vizku og kærieiksbál
og vonageim.
Trú þín var heið sem himinn stjörnublár
og hjartað traust við lífs þíns bros og tár.
Haustföl er jörðin. Húmið feliir tár
á hljóða gröf.
Signa nú vinir silfurhvítar brár
við sorgartröf.
Stundin er fögur, stillt er allt og rótt
og stjörnur Ijóma blítt á heiðri nétt.
Svíf þú nú frjáls í fagran munaheim,
ó, faðir kær.
Syngi þér englar söngva, Ijúfum hreim
við svanljóð skær.
Brosi þér sund og brekkur Ljósalands,
bindi þér vinir gullinn sigurkranz.
Á.
SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN hél!
síðustu tónleika sína með Wilheln'
Sehleuning sem stjórnanda i Þjóð
leikhúsinu 10. þ. m. Á efnisskrá
voru Oxford-sinfónía Haydns, pi
anókonsert eftir Jón NordaL og d-
moll sinfónía Schumanns. í heild
stóðu þessir tónleikar hinum síð-
ustu að baki, hvað tæknilega með
ferð snertir. í öllum verkum efnis
skrárinnar miátti kenna skorts á æf
ingu og tíma til að vinna úr verk-
efnunum. Hins vegar voru þessir
tónleikar öllu meiri merkisviðburð
ur, vegna verksins, sem þar var
flutt í fyrsta sinn: píanókonsert
Jóns Nordals. Að mínu viti er hér
um eitthvert athyglisverðasta ís-
lenzkt verk að ræða, sem hér hefir
verið flutt undanfarið. Ekki verð-
ur samt sagt að það sé aðgengilegt
eða auðmelt, og því var það sérlega
vel til fundið af stjórnandanum
að láta tvítaka það. Hygg ég, að
flestir áheyrenda liafi notið hinna
myndauðugu og blæbrigðaríku eða
litsterku stefja verksins mun bet-
ur í síðara sikiptið. Einna ákemmti-
legast af eink-ennum konsertsins
fannst mér uppbygging hans, sem
er hvort tevggja í senn, frumleg og
áhrifarík. Er óskandi, að tónlistar-
unnendur fái sem fyrst tækifæri
til að heyra þetta nýstárlega verk
aftur.
TÓNSKÁLDIÐ lék einleikshlut-
verkið af mikilli leikni, svo sem
við var að búast af jafn ágætum
píanóleikara. Hins vegar virtist
hlljómsveitin ekki alltaf jafn örugg
og bar þó leikur hennar í þessu
verki af hinum, enda þótt það sé
afar torvelt og krefjist mikils af
fiytjendum. í Haydn og Schumann
virtust þeir ekki leggja eins hart
að sér, eða minni áherzla hefir
verið lögð á þau verk í æfingu, a.
m. k. gætti nokkuð oft ósamræmis
milli hljóðfæranna innbyrðis, sér
staklega i hinni gullfallegu sinfón-
íu Sehumanns. Aftur á móti bar
allur flutningur hljómsveitai’innar
greinilega vott um djúpan músík
alskan skiilning stjórnandans nú
eigi síður en á síðustu tónleikum.
EIN ER sú ráðstöfun forráða-
manna Sinfóníuihljómsveitarinnar,
sem ber að meta að verðleikum, og
það er prenlun nákvæmra skýr-
inga við tónverk, sem flutt eru.
Kemur þetta sérstaklega að notum
þegar um nýjar tónsmíðar er að
ræða, og hjálpar áheyrendum til
að glöggva sig á þeim, eins og t.
d. skýringar við konsert Jóns
Nordals nú.
Aðsókn var ekki ems góð og
skyldi, og má þar sennilega kenna
jólaönnum um, en undirtektir
voru þvi betri. Ætlaði lófataki á-
_ ■ ■ ■ ■
'■■■■_■'
V.V.V,%W.V.Vj
olf-skyrtan
jótaskyrtan í ár
Jólagjöfin -
sem gleður alia
og klæðir alla
Ailas1 stærðir
Margir iiiir
Mismunandi
ermalengdir
i ■ ■■■_■_■■ •
v.v.v.v.v.v.v.v.v
heyranda aldrei að linna að kon
serti Jóns Nordals loknum, og er
efnisskráin var á enda, var stjórn-
andinn hylltur innilega af áheyr-
endum jafnt og hljómsveitinni. ís-
lendingar þakka honum af alhug
þá mifclu vinnu og alúð, sem hann
hefir lagt í starf sitt hér, meðan
dvöl hans stóð, er hann nú hefdur
af landi brott. S. U.
(Endurtekið vegna mistaka í próf
arkalestri í gær.)
■ ■ _
O T
tízka
KARLMA
Fjölbreytt úrval
NNAF