Tíminn - 14.12.1957, Síða 7

Tíminn - 14.12.1957, Síða 7
T í MIK N, laugardaginn 14. desember 1957. 7 Farmaður ræðir framtíðarskipun Reyk javíkurhafnar umferðaræð út í Engey. Um Ieið væri útilokuð öll hreyfing jnnan hafnarinnar af völdum vestlægra vinda, sem oft hafa valdið tjóni í miklum veðrurn. Garðurinn ligg- ur um allt að 20 m dýpi. Þennan garð köllum við „A“. Garður „15“: Verður varnargarð- ur, sem gengur suður úr Engey og nær allt fram á 10 m dýpi. í norðlægum áttum mun hann veita sjónum inn í sundið milli Viðeyj- ar og Laugarness. Leiðarljós yrði á enda garðsms. Garður „C“: Liggur norðvestur úr Engeyjarrifi, og verður skjól- garður og athafnasvæði fyrir við- gerðir skipa og nýsmíði. Engeyj- arrif og grunnið upp af því yrði tekið undir uppfyllingu, sem á gætu risið verkstæði, vöruskemm- ur og önnur þau mannvirki, sem nauðsynleg yrðu talin í járnsmíða- iðnaðinum. Garður „I)“: Liggur suðsuðvest- ur úr Engey. Milli garðanna „C“ og „D“ myndast athafnasvæði til viðgerða skipa og nýsmíð'a. Þar yrðu þurrkvíar og dráttarbrautir fyrir skip af ýmsum. stærðum, allt frá mótorbátum upp að 20.000 tonna skipurn. Þar yrði staðsettur allur nútíma útbúnaður í þessum iðnaði. Norðan til í höfninni yrði svo athafnasvæði farþega og vöru- flutningaskipa. Suður úr Engey og austur úr Öríirisey yrðu byggðar Að undanförnu hefir mikið verið rætt um Reykjavíkur- höfn og framtíðarskipulag hennar. Blaðið hefir snú- ið sér til Halldórs Sigurþórs- sonar, stýrimanns, og innt hann eftir ýmsu varðandi hafnarmálin. Hann er mjög vel kunnugur öllu, sem þar að lýtur, hefir mikið um það hugsað og jafnframt gert uppdrætti af framtíðarskipu- lagi. Halldór er fæddur í Reykjavík 14. apríl 1915 og stóð hugur hans til sjávarins strax á barnsaldri, og I fór hann fyrst á togara. Hann var á ýmsum skipum fram til 1948, en hjá Ríkfeskip síðan. Hann er nú í stuttu leyfi frá störfum, en var síðast 1. stýrimaður á Esju. Þau verða ekki talin öll þau skipti, j sem haiut hefir siglt út og inn í I Reykjavíkurhöfn, síðan hann hóf strandferðasiglingarnar, og hann og hans eamstarfsmenn eru þeir mennirnir, sem koma á allar hafnir landsins og kunna öðrum mönnum betur skil á þvi er af hafnarmál um lýlur. — Þú hefir gert þér einhverjar liugmyndir um framtíð Reykjavík- urhafnar, Halldór. Hvenær hófst I þú að hugsa um þessi mál fyrir alvöru? — Það var verið að sigla stóru skipi út úr höfninni, munaði minnstu að illa færi, en fyrir sér- stakt. snarræði hafnsögumannanna var það fyrirbyggt. Tók ég þá að í- huga þéssi mál af fullri alvöru, þegar mér vannst tími til. [ Uppdrátfur af framtíðarskipan — Myndirðu vilja leyfa okkur að sjá uppdrætti, Halldór, ef þú hefir þá? j — Það er sjálfsagt, þetta er hinn endanlegi uppdráttur. Að baki honum liggia svo margir aðrir, sem ég hefi áður gert, en ekki verið ánægður með. Þessi uppdrátt ur er sá, sem ég er ánægðastur með, en áu efa má margt nð honum finna. Ég vil strax taka það fram, að ég tel mig ekki vera neinn sérfræðing í hafnarmálum, og hugmyndír mínar ber því að skoða, sem sundurlausa þanka af leikmanns hálfu. — Þú hyggur höfninni fram- tíðarstað á Ytri-höfninni. Er það hentugasti staðurinn? — Já, alveg tvimælalaust. Þar eru öll skilyrði ákjósanlegust. Sú hugmynd er hvergi nærri ný af nálinni. Um hana hefir áður verið rætt áður opinberlega, t. d. af Þorvarði Björnssyni, yfirhafnsögu manni, fyrir nokkrum árum í ein hverju dagblaðanna. Þá hafa einn- ig komið fram hliðstæðartiMögur í bæjarstjórn. Þórður Björnsson mun t.d. hafa komið með tillög- ur um stækkun hafnarinnar árið 1950, og benti þá sérstaklega á Rauðarárvík. — Þessi uppdráttur þinn virð- ist hugsaður langt fram í tímann, en ekki aðeins fyrir næstu 10— 20 árin? _ — Réfct. Ég hefi hér reynt að gera mér grein fyrir framtíðar- þörf borgarinnar í hafnarmálum. Ég tel að gera verði sem ýtarlegastar áætlanir í upphafi allra framkvæmda, en sveigja þær síðan eftir kröfum hvers tíma. — Viltu ekki skýra fyrir okkur þennan uppdrátt, svo að við skilj- um hann betur? Hafnargarður í Engey •— Sjálfsagt. Við hefjum þá hina nýju hafnargerð með því að hyggja garð einn mikinn úr norð- urenda Engeyjar í norðurenda Ör- firiseyjar. Sá garður yrði aðalvarn- argarður hinnar nýju hafnar og yrði að vera mikill grjótflái utan hans, honum til varnar. í norðlæg- um áttum kæmi sjórinn skáhallt inn á garðinn, sem myndi veita honum upp á grunnið vestur af Öx'firisey. Garðurinn yrði auk þess |G- Hafskipabryggjur, HaOdór Signrþórsson? stýrim., birtir athyglisverðar tillögur um framtíSar gerð faafnarinnar s jálfrar og ræðir fyr irkómnlag m endurbót innan hennar Halidór Sigurþórsson stýrimaður hafskipabryggjur svo og innan við garð ,,A". Þar gætu stærstu far- þegaskip er hér koma á sumrin með ikemmtiferðafólki lagzt að bryggju. Þar hefði hvert hinna ■stærri tkipafélaga sína bryggju, með tilheyrandi vöruskemmum, skrifstofubýggingum og öðrum nauðsynlegum úthúnaði. Sökum olíustöðvarinnar, sem Esso hefir þegar komið sér upp í Örfirisey, yrði félaginu ætluð aðstaða til að afgreiða allt að 20 þúsund tonna skip við eina af bryggjunum þar. Þar yrði þó ekki affermt benzín, heldur ein- göngu þyngri olíutegundir. Gera verður ráð fyrir, að öll olíufélög- in flytji í framtíðinni starfsemi sína að verulegu leyti út í Viðey sunnanverða, þar sem allar aðstæð- ur eru mjög hentugar fyrir slíka starfsemi og jafnvel er hugsanlegt að byggja þar brú úr eynni upp í Gufunes. Þarna gætu öll olíufé- lögin haft miklar birgðageymslur, án þess að Viðey missti gildi sitt sem væntanlegur sumarskemmti- staður. Syðst í hinni nýju höfn, yrði afgreiðsla fiskiskipa. Að utan takmarkast þetta hafnarsvæði af garði sem við getum kallað „M“. Hann liggur norður úr Laugar- nesi og mun draga úr auslansjó inn í höfnina og veita norðlæg- um sjó inn með Laugarnesi, utan- garða. Inn af þessum garði kæmu svo kvíar fyrir fiskiskipin. Laugar- nesgrunnið færi að rnestu undir uppfyllingu, sem á yrðu reist ný- tízku fiskiðjuver, með fullkomn- asta útbúnaði til gjörnýtingar afl- ans. B.P. fengi aðstöðu til að af- greiða ólíuflutningaskip innan við garð „M“, utan á fremstu bryggj- unni, með sömu skilmálum og Esso hefði í Örfirisey. Innsiglingin í höfnina yrði á milli garðanna „B“ og ,,M“. Að sjálfsögðu yrðu hinir ýrnsu hlutar hafnarinnar byggðir í áföngum. Þar sem vestlægar áttir hafa í för með sér mikla hreyfingu inn á mifli eyja, væri garður ,,A“ strax mj’ög aðkallandi til þess að úti- i loka þessa hreyfingu. Laug- arneshöfn yrði síðan byggð ásamt þeim mannvirkjum sem henni fylgja, þegar garður ,,B“ hefði svo einnig risið úr sæ, teldi ég Laugarneshöfn vel setta. Mest af því grunni, sem nú er á 5 m dýpi eða minna, færi undir upp- fyllingar, en bryggjur næðu allt fram á 10—14 m dýpi. Aðrir hlutar hafnarinnar Smátt og smátt kæmi svo roðin' að öðrum hlutum hafnarinnar, eftir því sem þörfin krefði og fjárhag- urinn leyfði. Garðar og bryggjur risu upp og þau mannvirki önnur, sem nauðsynleg yrðu talin til af- greiðslu skipa. Dráttarbátar væru að sjálfsögðu notaðir til aðstoðar við stærri skip innan hafnarinnar. Engeyjarvitinn yrði lagður niður, en nýir vitar yrðu reistir á norður- enda Viðeyjar, sem aðalsiglingar- viti, á Laugarnesi, til siglingar um sundið milli Viðeyjar og Engeyj- ar, og vesían til á Viðev fyrir. sigl- ingu um hafnarmynnið. Kolum yrði áætlaður staður við .garð „B“. Hann yrði um leið bryggja til af- nota fyrir kolaskip o. fl. eða ann- an þungaflútning. Þar sem nú eru hinar fyrirferðamiklu kolageymsl- ur við miðhöfnina, fengist mikiS landrými, sem ráðstafa mætti á þarfari hátt. í gömlu höfninni yrði áfram afgreiðsla strandferða- skipa og annarra minni verzlunar- skipa. Bátar legðu áfram upp aflá sinn við Grandagarð en þar yrðu þó fyr.st og fremst afgreiddir lillir i bátar, t.d. trillubátar. Frá norður- I hluta nýju bafnarinnar yrði aff I leggja breiða braut utan núver- i andi „verbúða“ á Grandagarði og | tengja hana við Hringbraut, eða aðra þá umferðaræð, sem heppileg- ust yrði talin. Nauðsynlegt verður að loka hafnarsvæðinu. Með því jmóti yrði öll tollgæzla og lög- gæzla mun auðveldari en nú er. (Framhald á 8. síðu.) Jf 1S 13 ;JÚ 21 ' IS 13 Skýringar við uppdrált HaiSdórs Sigurþérssonar, stýrimanns, af Reykjavíkurhöfn: A. Aðalvarnargarð'ur. B. Ytri skjóigarSur hafrvarmynnis. C. og D. SkjólgarSur viö athafnasvæði E. Þurrkvíar. F. Dráttarbrautir. fyrir nýbyggingarskúra. H. Oliubryggja ESSO. I. Kol. — Þungaflutningur. J. Afgreiðsla fiskiskipa. K. Oliubryggja B, P. L. Vitar. M. innri skjólgarður hafnarmynnis. L.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.