Tíminn - 14.12.1957, Side 9

Tíminn - 14.12.1957, Side 9
J'IMINN, laugardaginn 14. desember 1957. 9 Dyggðin sanna SABA t.FTIR W. Somerset- Maugham greinilega ljóst hvað gerst hafði en það var augljóst að Marsh-hj ónin gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að gera Charlie lífið iétt, og ég lét ekki minn hlut eftir liggja. Ilann virtist til í að leika sitt hlutverk, hann hafði allt- af viljað stjórna samræöum hvar sem var og hann rök- ræddi morð sem nýlega haföi verið framið í London, frá Sj ónarmiði sj úkdómafræðings ins. En tal hans var lífvana. En hann var eins og tóm skel, ég hafði það á tilfinningunni að hann talaði einungis af kurteisi við gestgjafann. Hann var annars hugar. Mér íétti þegar barið var að dyr- um til merkis um að Janet var að verða óþolinmóð. Á- standið var þannig, að nær- Wera\ Jkonu mundi vera til bóta. Við fórum upp og spil uðum fjölskyldubridge. Þeg- ar mér fannst tími til kom- inn að hverfa á braut kvaðst Charlie hafa hug á að labba með mér dáiítinn spotta. — Ó, Charlie, það er orðið svo áliðið. Þú ættir miklu fremur að fara í rúmið. — Ég sef betur ef ég fæ mér göngutúr áður, svaraði hann. Hún leit á hann áhyggju- full. Það er ekki hægt að meina prófessor í sjúkdóms- fræði að fá sér göngutúr ef hann endilega vill. Hún leit á eiginmanninn. — Ég iheld að það ætti ekki að skaða Bill. Þessi athugasemd sýndi skort á háttvísi. Kvenfólk hleypur á sig svona stund- um. Charlie leit á hana niður lútur. — Þau hafa verið mér ákaf lega góð, sagði Bill þegar við vorum 'komnir út á götu. — Ég veit ekki hvað ég hefði gert ef þau hefði ekki komið til skjalanna. Eg hef ekki sofið í hálfan mánuð. Ég lét í ljós samúð en spurði einskis. Ég áleit að hann I hefði komið mieð mér til að , segja mér frá því sem gerð-, ist, en vissi að það tæki sinn ' tíma að koma orðum að því. | Mér var inikið í mun að sýna honum samúð en vildi hafa gætur á tungu minni. Ég vildi í ekki sýnast og ákafur að heyra sögu hans. Eg vissi ekki hvernig átti aö koma honum hvort hann kærði sig um í hovrt hann kærði sig um það. Hann var maður sem ekki talaði tæpitungu né rósamál. Ég gerði mér i hugar lund að hann væri að velta því fyrir mér hvernig hann ætti að segja mér allt. — Þú nærð í leigubíl við kirkjuna, sagði hann, — ég ætla að rölta í aðra átt. Góða nótt. i Hann kinkaði kolli og beygði af leið. Mér féllust hendur. Ég gat ekkert gert ; nema gengið áfram unz ég fyndi leigubíl. Eftir að ég haf ði laugast morguninn ! næsta, hringdi síminn. Það var Janet. — Þú ert meiri pörupilt- urinn, sagði hún. Þú virðist hafa haldið að Charlie lengi úti í gærkvöldi, ég heyrði hann koma heim kl. 3. — Hann skildi við mig strax eftir að við fórum út. Hann sagði ekki orð við mig, svaraði ég. — Gerði hann það ekki? Það var eitthvað í rödd Janets sem gaf til kynna að hún vildi tala viö mig langt mál. Ég bjóst við að síminn væri við rúmstokkinn. — Heyrðu mig, sagði ég, — ég er í baði. — Ó, hefuröu síma í baö- herberginu, sagði hún áköf, og gætti öfundar í rómnum. — Nei, það hef ég ekki. Vatnið lekur af mér niður á gólfteppið. — Æ, sagði hún, og varð fyrir vonbrigðum, — jeeja, hvenær sé ég framan í þig? G-ætirðu komið um hádegi? Það var óþægilegt fyrir mig en mig langaði ekki að hafa fleiri orð þar um. — Já, bless. Ég skellti á áður en hún gæti sagt meira. í himnaríki er aldrei talað um fleira en þörf er á í síma. Mér þótti vænt um Janet en vissi að ekkert var eins spennandi fyrir hana og ó- gæfa vina hennar. Hún var áfram um að hjálpa þeim, en hún varö að hnýsast inn í öll þeirra einkamál. Mál- efni annarra voru hennar Hótel Borg Kaldir réttir (Smörgás) framreiddir í dag kl, 12—2 og kl. 7—9 í kvöld. ■ 9 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiii:iiiiiiiiiiii!niiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiifl Orgel- og píanóviðgerðir Gerum við orgel, píanó og flygla. Höfum oft til sölu uppgerð, notuð hljóðfæri. HARMONÍA Laufásvegi 18, sími 14155. (Gissur ‘Elíasson, hljóðfærasmíðameistari, sími 23561). iiliiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiii; piiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiininiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii ( Árnesingar | 1 TIL JÓLANNA 1 Úrval þjóðlegra jólagjafa í Baðstofunni Ferðaskrifsfofa ríkisins Hjartanlega þökkum við öllum er sýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og iarðarför dóttur okkar, Kristínar Karólínu. Bergljót Þorsteinsdóttir Þórður Jónsson Eiginmaður minn og faðir okkar, Hjörtur Jónsson, Sogamýrl 14, andaðist í Landspítaianum 12. des. Margrét Runólfsdóttir og börn. Barnanáttföt ’ fiölbreyttu úrvali einnig úrval af I alls konar barnafatnaði. — Gjörið svo vel og lítið I inn, við sendum til viðskiptavina hvert sem er. Ottia Selfossi * Sími 117 iimmmimmmmiiiimiiimmiimiiiiimimmmimmmmmimmimmmmimmmiimmiimmimmmiimmi HANGI- AUSTURSTRÆTI SIMAR: 13041 - l 1258

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.